og það fór ekki framhjá mér, en þó ég sé ekki upprisin er ég ekki án vonar, alls ekki, ég er einmitt á því að það vori, því til sönnunar skarta ég skarlatsrauðu baki eftir að hafa legið of lengi á maganum á sundlaugarbakkanum og lesið fyrir próf í ítölskum kvennabókmenntum, og sjálfsagt hef ég verpt einhverjum eggjum hér og þar þó ég virðist ekki hafa haft rænu á að punkta hjá mér hvar þau liggi, sem er kannski ekki nógu gott, sjálfsagt klekjast þau hraðar út ef maður liggur á þeim, ég á í örmagnandi innri baráttu, upp hefur komið sú hugmynd að ég gefi út bók með lýrískum smáprósum á afmælisdaginn minn, ýmist þykir mér þetta frábær hugmynd eða fullkomlega ömurleg, ekkert þar á milli, í sjálfu sér finnst mér allt í lagi að hugsa til þess að prenta einhver orð á pappír, málið flækist þegar ég leiði að því hugann að koma pappírnum á framfæri, í hendurnar á öðru fólki og lesa svo kannski upp þau orð sem á honum standa fyrir gesti og gangandi, þá liggur mér satt að segja við uppsölum, ýmislegt orkar líka mjög letjandi í þessu samhengi, til dæmis að lesa heimsljós, þá fer maður að hugsa um að henda tölvunni sinni, allt hangir á því að finna til elsku gagnvart sjálfum sér, því miður þykir mér það einmitt nánast ógerningur, æjæjæj
til minnis (því þessu klikkar maður ítrekað á):
sá sem ekki elskar þekkir ekki guð, því guð er kærleikur
og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í guði
og hér veltur allt og rúllar