föstudagur, 30. maí 2008

ef þið voruð að velta fyrir ykkur hvað valdi þessum hlýjindum þá er svarið einfalt; hann er kominn!!! ætlar víst að krúsa um landsbyen eftir helgi, held ég hendi mér út á þjóðveg 1 með þumalinn að vopni

miðvikudagur, 28. maí 2008


jeminn maður fékk bara hland fyrir hjartað þegar maður opnaði moggann og sá coverið á nýja disknum með uppáhalds lummulabbakútunum mínum í sigur rós, bara nekt og læti, hélt fyrst að þeir væru kannski orðnir þreyttir á að vera svona andlitslaus hljómsveit sem fólk tengir bara við tré og bíbí og blaka og eitthvað og hefðu því ákveðið að flassa bara öllu, svona smá uppreisn því það hlýtur að vera mjög frústrerandi fyrir fullvaxna karlmenn að vera með þennan krúttstimpil á enninu endalaust, kannski þetta cover sé smá svona "við erum líka sexý" skilaboð, hvern dreymir svo sem ekki um að vera kyntákn...ja ekki mig reyndar þó þetta cover fái mig nú alveg til að langa til að strippa mig úr vetrarhárunum og stinga mér í sumarið   

á milli mín og mánudagsins er slíkur haugur af vinnu að minn hóflega fúnkerandi heili nær ekki almennilega utan um umfangið, fyrir vikið hangsa ég á netinu og skoða ljósmyndablogg, slíkt hangs hugsa ég reyndar að ég gæti alveg haft að atvinnu og skilað því jobbi mjög vel af mér, annars var ég ánægð með dylan, þó kallkrumpan hafi víst marga fjöruna sopið og mörg vötn hafi runnið til sjávar frá því að hann söng fyrir mig fyrst er ekki hægt að segja að hann hafi orðið verri þótt hann hafi vissulega vöknað, að vísu fílaði ég ekki mussukrádið í höllinni, allir soldið tilbúnir með kveikjarann og reykelsið, ég hefði verið meira til í að taka nokkur spor enda alveg eðal að dansa við hressan blús, lét það eftir mínum búlluelskandi eiginmanni og fjölskyldumeðlim með mjög, mjög einfaldan matarsmekk að snæða á american style fyrir tónleikana og var bara alveg undrandi, vissi hreinlega ekki að kjúklingabringa og salat gætu bragðast svona lummulega, hefur þetta fólk aldrei heyrt um salatdressingu on the side spyr ég bara, andskotans subbuskapur og tillitsleysi að sulla majónesi út um allan disk sem er ekki bara ólystugt og vont heldur líka örugglega bráðdrepandi, byggi ég í hinu fyrirheitna landi tækifæranna gæti ég örugglega kært kokkinn fyrir tilraun til manndráps, annars á elskhuginn ammæli ekki á morgun heldur hinn, hann er soldið þessi týpa sem verður þunglyndur í kringum ammæli, ólíkt mér sem hressist öll og versla kampvín þó ég verði kannski að hætta því þar sem nemandi tjáði mér í morgun að fleira fólk látist ár hvert af völdum kampvínstappa en í flugslysum, ég hafði ekki áttað mig á að ég stundaði áhættuíþróttir en svona er ég nú svöl...jájá alveg fearless bara

mánudagur, 26. maí 2008





geymum þessi orð, sjón og heyrn hafa alltaf verið mín eftirlætisskylningsvit, verst að það er ekki hægt að láta þetta blogg lykta

fimmtudagur, 22. maí 2008

ósköp er stutt í þennan leiða, ósköp er hún brothætt þessi gleði, soldið eins og glas úr ikea á 39 kr. stk., litla ungfrú sólskin stakk mig af, enda er ég soldið buguð af þessari tilfinningu sem maður fær stundum í vondum draumi, að hlaupa og hlaupa en komast ekkert áfram, samt alveg lafmóð og hef óþægilega mikla samkennd með gregor samsa, já einmitt þessum sem vaknaði einn daginn og komst að því að hann hafði breyst í pöddu, það er ég, paddan í stofunni, er aftur komin í svarta dressið, svona eins og ég sé í sálinni á röngunni, langar ekki í vinnuna, langar ekki heim til mín, langar ekki að vera með sjálfri mér, langar út úr þessum líkama, út úr þessu lífi, langar að kaupa betrumbætta útgáfu af þessu öllu á e-bay, langar að finna fyrir mjög djúpu þakklæti, langar að vera að springa úr skapandi orku, langar að vera svo sannfærð um að það sé einhver tilgangur þarna úti að ég sé tilbúin að leggja hjartað að veði og öll skilningsvitin líka, langar að geta grenjað þessu öllu út en það fer ekki, límist alltaf aftur eins og gamall klístraður plástur, paddan með plásturinn já...má einhver sjá af skósóla?

þriðjudagur, 20. maí 2008

þessi mynd fékk mig til að hugsa um afleggjarann hennar auðar ólafs, æðisleg bók, dásamlega myndræn og full af fallegum orðum, er að böðlast í gegnum barnið og tíminn eftir mcewan en við erum ekki alveg að bonda núna þó okkar fyrri kynni hafi verið nokkuð náinn, er búin að lofa mér að lesa mjög mikið í sumar, þarf eiginlega að gera lista, meira af auði, gyrði og jóni kalman, svona draumastöff, engan andskotans veruleika hér!!!
djöfull er þetta spretthörð stúlka, held í við hana eins og er, sjáum hvað það endist

mánudagur, 19. maí 2008

nei þarna hljóp hún framhjá hún litla ungfrú sólskin

laugardagur, 17. maí 2008



seiðandi hljóðverk, heilandi ljós og stjörnur í svarta myrkri, hefði getað hugsað mér að hnupla nokkrum verkum á listasafni reykjavíkur og koma þeim fyrir í neðanjarðarbyrgi undir húsinu mínu, langaði eiginlega ekki heim, ég breytist í stóreygan krakka inná listasöfnum og er iðulega dregin öfug út af óþolinmóðum eiginmanninum sem finnst ég pínu hallærisleg og þreytandi, da husband var meira að fíla leðurlíkis-sadómasóhengirúmin sem er hægt að róla sér í á listasafni íslands og krían var alveg heilluð af myrkraherbergi með svífandi stjörnum, allir fjölskyldumeðlimir bjuggu svo til sín eigin tölvugrafíkverk og smelltu uppá vegg í hafnarhúsinu, sumsé eitthvað fyrir alla á listahátíð meðal annars þessi skemmtilega skilgreining

sköpunargáfa= greind+opinn hugur×barnsleg einfeldni+losti

sýnist sitt hverjum og það er það frábæra er það ekki

föstudagur, 16. maí 2008




mmmmm....var að kyngja guðdómlegum grilluðum kjúkling hjúpuðum í mangóchutney og pistasíuhnetur, og ég sem ætlaði að vera á grænmetissoði, megrunarpillum og ristilhreinsun þar til gallabuxurnar yrðu víðar, djöfuls ístöðuleysi, ég held að skilgreiningin á geðveiki sé eitthvað á þá leið að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og vænta alltaf annarrar niðurstöðu, vá hvað ég er snar!!! best að bæta geðlyfjum á must do listann, maðurinn í blogger help group er hættur að svara mér, stakk af þegar á reyndi blessaður...where have all the good men gone? ég hata þennan bláa lit, kóngablátt er engan veginn á litapallettunni minni, dregur alveg fram á mér eyrun og stækkar á mér nefið

"mamma það komu allir foreldrarnir í sveitaferðina nema þú"

heyriði þetta óþolandi ærandi hljóð....þetta er helvítis samviskubitið að sarga úr mér hjartað með bitlausri sög

miðvikudagur, 14. maí 2008



ef allt væri eðlilegt myndi þetta glymja að himni ofan, allir myndu æða út á götu og taka svona famedansnúmer


þessi mynd endurspeglar að engu leiti minn innri mann og þessi útjaskaða lína um að maður geti nú alltaf á sig blómum bætt er virkilega óviðeigandi eins og er, lenti í frábæru ammælispartýi á mánudag og ég fer ekki ofan af því að mánudagar klukkan 14.25 eru miklu meira töff þegar maður er soldið slompaður, í alvöru talað þá er allt miklu meira töff þegar maður er soldið slompaður, sérstaklega þegar maður er slompaður með fíu sem var sæl og sexý þrátt fyrir bónusgjafirnar frá mér, ég stóð alveg þrumulostin fyrir utan habitat á mánudag og náði bara ekki áttum yfir að það væri lokað, hvað ætlast þetta fólk eiginlega til að maður geri!!! hugsi fram í tímann!!! vóóó róa sig, ég er neytandi skiluru, hafði steingleymt að þessi hvítasunnuhelgi sé eitthvað heilagt fyrirbæri og margsagði mömmu minni að hva elskan mín auðvitað er allt opið, sátum uppi matarlausar á hvítasunnudag og urðum að gera okkur grænmetisafganga að góðu á meðan fyrirhyggjusamir nágrannar grilluðu lambalæri, annars er fátt töff í gangi, meira að segja listahátíð veldur vonbrigðum sem er kannski bara ágætt þar sem ég er á rassgatinu, ætla samt að sjá hljóðverkið hans brian eno og dansflokkinn, eins gott að nýta tækifæri á smá inspírasjón þegar það gefst því þó ég fagni vitaskuld langþráðu sumri af öllu hjarta þarf líka að undirbúa sig andlega fyrir bíósvelti dauðans, ekkert nema endalausir blokkbusterar í boði, ojjjjj..., en nú styttist í að minn heittelskaði mæti á klakann með ljósmyndasýninguna skobov sem mun útlistast skógarbúinn, þá er ég nú hrædd um að jöklarnir bráðni, vötnin sjóði og stór landsvæði verði sinueldum að bráð, en ég er kona óhrædd og lifi fyrir lífsháskann, come to mama baby!!!

þriðjudagur, 13. maí 2008



er algjörlega miður mín yfir ljóta bláa litnum sem bauð sér inná þetta blog með appelsínuklukkunni, er í mjög nánu email sambandi við einhvern indælan mann í blogger help group sem ætlar að hjálpa mér í gegnum þetta...breath...breath...

föstudagur, 9. maí 2008

sjáið þið líka þennan ljóta bláa lit á linkunum mínum?

fimmtudagur, 8. maí 2008

hvurnig finnst ykkur appelsínuklukkan? væri til í eina svona í eldhúsið


þessi mynd er eins og lífið, samansafn brota sem sitt í hvoru lagi eru hversdagsleg og hafa enga sérstaka merkingu, en sé þeim raðað rétt saman verður til eitthvað ótrúlega fallegt, eitthvað handan þess sem bara er...hvernig er aftur þessi kenning um að heild sé alltaf stærri en summa einstakra þátta...

"...you can add up the parts but you wont have the sum.." syngur minn heittelskaði cohen

miðvikudagur, 7. maí 2008



segðu sííííísssss... sko mér tekst alltaf að tæla þig...

þriðjudagur, 6. maí 2008

hlunkaðist í ræktina klukkan sex og fleygði lóðum í allar áttir en hugsaði allan tímann um hvítvínsglasið sem ég ætla að fá mér í kvöld, já já ég er loddari og uppskafningur sem lifir í lygi, nuddaðu því inn!!! í baðkarinu átti mamma lygamörður svo í harðir rökdeilu við reiða kríu um gildi jákvæðni og glaðværðar, elsku monsan mín er strax búin að átta sig á því að karlmenn eru það sem spillir öllu skemmtilegu í þessu lífi, strákar stríða, strákar skemma, strákar hrinda og slá, ég hafði ekki hjarta í mér til að benda henni á að þetta breytist ekkert þegar maður eldist, held reyndar að ég hafi tapað þessari deilu enda er það er ekki mín sterka hlið að debetera snemma morguns og sérstaklega ekki að verja óverjandi málstað eins og þann að strákar séu bara ekkert svo slæmir, fannst ekki viðeigandi að beita þeim rökum að þeir séu ágætlega brúklegir í ákveðnum tilgangi, nei það er vandlifað fyrir okkur sem teljumst til deyjandi hóps reglulegra söngva og músíkmúsa, svo mikill tími svo lítið stuð, ætla samt að gera jákvæðniarmbeygjur í dag og teljum niður í þriggja daga helgi, nú og svo er það alltaf hvítvínsglasið í kvöld

laugardagur, 3. maí 2008



sorry nú er ég hætt, hún roisin er bara svo ógisslega töff og æðisleg söngkona, svo elska ég þessa þætti hans jools holland, alltaf frábærlega frábær tónlist


laugardagsstuð, ég elska að þrífa við þetta lag, langar geðveikt að læra þessi dansspor

föstudagur, 2. maí 2008



þessi gaur er æði, muchos töff



blow me away babe...man hvað mig langaði í svona apparat þegar ég var lítil, held ég sé ekki enn vaxin upp úr því að finnast þetta flott...

ég sem hélt að hnattræn hlýnun væri á hröðu undanhaldi og klæddi mig í samræmi við það í morgun, sit svo uppi með megna táfýlu, niðurlekið hárdú og svitabletti undir höndum, ætla út að borða með the queens of style and intellect í kvöld svo það er eins gott að hætta þessu væli og ósmartheitum og gíra sig upp í samræður um hluti sem skipta máli,

vantar einhverja dúndur inspírasjón, nýr diskur með sigurrós væri vel þeginn nú eða mynd eftir jane champion um ævi önnu pavlovu, í aðalhlutverkum værum ég og you know who, fullt af góðri nekt og trylltri rómantík

fimmtudagur, 1. maí 2008




hljóp í morgun til elsku mömmu minnar með sigurrós í eyrunum og maísólina í augunum, held ég sé snar að vera ekki búin að setja sólgleraugun upp tventíforseven miðað við massíva hrukkumyndun og almenn ljótheit þessa dagana, er alveg að andast úr ljótunni og feitunni núna, bara meika ekki of nánar samvistir við þennan líkama sem ég vakna með á morgnana og losna ekki við fyrr en ég sofna á kvöldin, alveg ógeð uppáþrengjandi fyrirbæri, í þokkabót er heimilið alveg sérstaklega sjúskað og sjabbí, ég held í þá blekkingartálsýn að mín arfaslappa geðheilsa hafi eitthvað með drasl í skápum að gera, örugglega eitthvað tengt þessu feng sui sem mér skilst að séu hávísandaleg fræði, drasl í skápum ergo drasl í sál, þá myndast of mikið kusk í hausnum sem hefur svakalega drastísk áhrif á endorfínmyndun og blokkerar húmorstöðvarnar í heilanum, obboslega slæmt að vera húmorslaus lengi, húmorslaust fólk er stórhættulegt sjálfu sér og öðrum, sérstaklega þegar það skortir líka rökhugsun, húmorslausa rökleysan ég eyddi því restinni af þessum dýrðardegi í að éta skonskur sem umbreyttust í grjót í meltingarveginum (sem skapar að jafnaði mikla óhamingju), aðframkomin af örvæntingu hóf ég þá þrif af miklum móð en týndi þá hundinum í sama mund og stútfullur þvottaefnispakkinn steyptist í gólfið ofan af þurrkaranum sem bræðir brátt úr sér þar sem unglingnum finnst miklu hentugra að henda öllum fatnaði í óhreina tauið heldur en að ganga frá honum inn í skáp, nú var ég búin að lofa sjálfri mér að minnast ekki meir á óhreint tau á þessu bloggi en þið afsakið, þetta bara slapp út og er eingöngu til frekari vitnisburðar um mína glötuðu geðheilsu, ég hugsaði til dæmis mjög mikið um silviu plath í dag, jájá og þið haldið að þetta sé eitthvað fyndið ha!!!

ég vildi að ég væri konan sem býr í húsinu hér fyrir ofan, hún hlýtur að vera nánast geðlaus miðað við alla þessa guðdómlegu birtu og allt þetta flekklausa hvíta innbú, ég er græn af öfund og ekki í svona fallega sægrænum sem gerir eitthvað fyrir augun á mér heldur svona ælugrænum sem dýpkar bauga, dregur fram hrukkur og bætir á mann fimm kílóum, djísös hvar er helvítis hvítvínið!!!