þriðjudagur, 29. maí 2007


ég fékk mér göngutúr niður í álafosskvos í morgunsárið með nemendur í bandi, skelfing er að sjá hvernig er búið að grafa allt í sundur þarna, ég röllti mér á bak við gömlu ullarverksmiðjuna og settist hjá fossinum þar sem ég hafði prýðis útsýni yfir umhverfisspjöllin og sæta smiði að störfum, ekki svo slæm byrjun á annars ágætum degi, ég hélt mig við umhverfismálin og horfði á al gore predika um hlýnun jarðar sem gerði ekkert nema styrkja þá skoðun mína að ég sé bara á blússandi réttri braut svona bílprófslaus þó ég verði fyrir verulegu aðskasti fyrir þær sakir frá fjórhjólafötluðum bensíndjönkistum, svo er bara að hrúga niður trjám í garðinum og flokka og endurvinna og spara pappírinn, allir saman svo því þetta verður ekkert grín þegar grænland bráðnar, þá þurfa sko fleiri að æfa sig í langsundi en ísbirnir, en að öllum heimsendaótta slepptum þá á elskan mín afmæli á morgun og ég ætla að bjóða uppá gulrótarköku og með´í (þ.e. með´í fyrir afmælisbarnið, kakan er fyrir ykkur hin), svo verð ég virkilega að fara að taka á þessum white trash fíling á pallinum, subbulegt grill, gosflöskur og hundaskítur, það vantar bara að ég safni bjórvömb og handakrikabrúski, nú er mál að leggjast á bæn til ömmu fíu um græna fingur og sensitivítet gagnvart sumarblómum, klippa, skera, grafa, planta, rækta (innan sem utan) og elska, ekki gleyma því, ástin maður, ástin er deffenetlí vistvæn

sunnudagur, 27. maí 2007

við mæðgurnar horfðum á píanó saman eitt kvöldið í vikunni, þegar við skriðum upp í ból sagði dóttirin "úff það er sko eins gott að finna sér góðan mann, ekki bara einhvern sem heggur af manni puttann" ég jánkaði því, enga menn með exi takk



man einhver hvað þessi blessaði hvitasunnudagur gengur út á, ég er bara alveg tóm, það er að segja í höfðinu því maginn er aftur á móti stútfullur sem er satt að segja frekar algilt ástand þessa dagana, ég skála samt fyrir fjagra daga vinnuviku þó ég hafi ekki hugmynd um hverju sé að þakka og er í sannleika sagt svo sem slétt sama, tippa samt á að kristur hafi skipt sér eitthvað af þessu eins og öðrum góðum hlutum, ég vil krist á þing og árna jó í rassgat... fjölskyldan skellti sér í sveitaferð í maíkuldanum, ég er farin að skilja hvað laxness var að fara þegar hann orti "það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín", ég stend í stífri áróðursherferð fyrir eldheitri ástarför til framandi borga þar sem aðstæður eru hentugri til hömlulausra ástaratlota og loftslagið hentar breiðari hóp lífvera en mörgæsum, elskhuginn er tregur í taumi en þá er bara að spíta í lófana, blikka augunum ótt og títt, sleppa nærbuxunum, flassa brjóstum og koma því skýrt til skila að þessi stelpa er ekki líkleg til að láta neita sér.....hvernig á að elskast þegar annar aðilinn er með hausinn í skýjunum og hinn gróðursettur upp að brjósti í mosfellskri mold, vegalengdin virðist stundum óralöng og í hvassviðri heyrast vart orðaskil, allir öskra þangað til þeir verða bláir í framan !!!ég elska þig!!! en orðin drukkna í vindinum og enginn heyrir neitt, eins gott að krían er langfleygasti fugl veraldar

miðvikudagur, 23. maí 2007


helvítis hvunndagspúkinn er mættur í heimsókn, ég fór fram úr klukkan sex og kom að honum sitjandi við eldhúsborðið, hann hefur sérstakt lag á að gera sig heimakominn, ég er búinn að hunsa hann og rífast við hann til skiptis í allan dag, ég segi "sko þú ert asni, lifið er fallegt og ég er mjög, mjög þakklát, þegi þú heimski ljóti púki" en hann er svo helvíti viss á sinni sök, horfir á mig og glottir eins og sá sem veit betur og veifar framan í mig vísifingri og segir "kjáninn þinn, kjánaprik, kjánabjána stelpuskott", svo syngur hann með björk "there´s more to life than this" alveg uppí eyrað á mér og ég er kominn með eyrnaverk og vil fá nálgunarbann á þennan gæja, ég held að ég tækli hann eins og önnur erfið mál með því að stilla tónlistina í botn, við rufus erum enn að elskast og ég syng hátt hátt "go or go ahead and surprise me", "hingað og ekki lengra góði minn þetta er mitt ævintýri og dívur eins og ég vilja enga andskotans senuþjófa" og hananú

þriðjudagur, 22. maí 2007

jæja þá, allir glaðir, eða graðir, ég er dóni sem gengur sjaldan í nærbuxum, merkilegt hvað fólki finnst það sjokkerandi, eins og þetta litla plagg sem flestar naríur eru sé eitthvað sem virkilega skilur á milli eðlilegs fólks og afbrigðilegra saurlífsseggja, hmmmm... annars er ég bara ágæt, já já fíneríis manneskja bara, þreif ískápinn í dag aðallega vegna þess að það var nákvæmlega ekki neitt í honum, það litla sem var þar er ég búin að éta, nú bíð ég eftir elskhuganum, hann mun strolla hér inn hvað á hverju og kalla mig ástina sína (við höfum engar svalir), það er að segja ef allt fer samkvæmt áætlun en maður veit auðvitað aldrei, maður á nefninlega ekki að taka ástinni sem gefnum hlut, alltaf að spyrja á morgnana "ástin mín má ég elska þig í dag" og segja á kvöldin "ástin mín takk fyrir kossana", þannig líða dagarnir í sæld og sóma, gleði og greddu (vonandi, muna kærleikurinn hreykir sér ekki)

sunnudagur, 20. maí 2007

elskan mín er ekki hér, elskan mín segir "elskan mín ég þarf að vinna, ég þarf að sjóða og smíða, nei ég kemst ekki í mat", hann segir að konur hinna mannanna hringi ekki svona oft og svo segir hann bless elskan, og ég sem sendi svo skýr skilaboð, er búin að skrifa á skilaboðatöfluna í eldhúsinu "gemmér kelerí" og það á nú bara að vera svona ask and you shall recieve, nú jæja ég elda þá bara eggjaköku og hendi afgöngum í krakkann sem bregður á það ráð að hella rakspíra föður síns yfir sig, "mamma ég er þá bara pabbi", við erum búnar að horfa á von trapp fjölskylduna tralla og trítla um græn engi og í stuttu máli sagt var samanburðurinn okkur í óhag, það er samt örugglega hundleiðinlegt sex á því heimili ef það er þá eitthvað, allir hnepptir upp í háls og vandlega brókaðir, talandi um sex, krakkinn verður að hætta að koma uppí og pissa undir, elskan mín flýr nefninlega í sófann og skilur mig eftir í pissupollinum, hmmm... ég held að þetta hjónaband þurfi viku í barcelona, room service, engir pissupollar, engar þvottahrúgur og mikið, mikið sex með hljóðum

laugardagur, 19. maí 2007


ó þessi þynnka, eftirmáli af velheppnaðri heimsókn í viðey í gærkvöldi, ég gæti hugsað mér að hreiðra um mig í útsýnisverkinu hans ólafs elíassonar, hafði ekki komið þarna áður og var bara alveg töfrum slegin, eftir að hafa horft á sólarlagið á þessum dásemdarstað gat leiðin ekki legið annað en niður á við eða nánar til tekið á gauk á stöng þar sem mistaktvisst fólk hristi sig í gríð og erg við tóna frá magna og félögum, ég sat með glasið út í horni og óskaði þess að guð kæmi og tæki mig eða enn betra, tæki magna og hryllalegu hljómsveitina hans, ég er skítblönk en á auð í hjarta og með celebritysólgleraugun og í camperunum mínum fíla ég mig like a million bucks

ég held að lykillinn að lífshamingjunni sé að vera algjörlega sannfærð um að lífið mitt sé besta líf sem er í boði eins og hún sinéad mín sagði um árið " i do not want what i haven´t got"

fimmtudagur, 17. maí 2007


æ ég er svo andlaus að ég vildi óska að ég þyrfti ekki að vera með sjálfri mér, mig vantar innblástur, upplyftingu, ævintýri, mjög, mjög góða bók, þjóðfélag með engum sjáfstæðisflokki....rufus wainwright leggur samt sitt af mörkum með dásamlegu revíurokkhommatónunum sínum og cohen sem allt veit syngur "everybody knows the war is over, everybody knows the good guys lost...everybody knows the boat is leaking, everybody knows the captain lied"

ég er að hugsa um að fá mér liði í hárið til að poppa málin soldið upp

miðvikudagur, 16. maí 2007

"Sannleikurinn er sá að lífið er bæði erfitt og hættulegt; að sá sem leitar hamingjunnar finnur hana ekki; að lífið er aðeins fyrir þann er ekki óttast dauðann"

laugardagur, 12. maí 2007

fjölskyldan skellti sér á hafnarbakkann til að fylgjast með risessunni vakna, óskaplega var þetta fallegur viðburður og alveg þess virði að hristast úr kulda niðirí bæ á alltof háum hælum og húfulaus í ofan á lag, dóttirin sprændi niðrúr af spenningi og bauð sig þar að leiðandi ekki fram þegar auglýst var eftir litlum krúttum til að sitja í lófa risessunnar því ekki vildi hún senda blessaða brúðuna úr landi angandi af íslenskri pissullykt, úr gleðinni í miðbænum var farið í andlegan dauða í smáralind, mikil skelfing sem það er dapurt place þó vissulega sé salernisaðstæðan hin ágætasta, ég vara hér með alla við því að leggja leið sína á hinn hrollvekjandi matsölustað fridays en þar var mér boðið upp á sesar salat með þurrum kjúklingi, moldarkögglum og dauðri flugu, full svona tribal réttur fyrir minn smekk þó ég sé mikið fyrir hvoru tveggja lífrænt fæði og etníska matargerð, öllu huggulegra var að heimsækja afmælisfíuna og smjatta á belgísku súkkulaði sem innihélt hvorki skordýr né garðaúrgang, við settum svo upp listaspírulúkkið og kíktum á strípalingana hans spenser tunick, skemmtilegt að standa í hóp af fólki sem sötrar bjór og virðir fyrir sér myndir af allsberu fólki og eins og félagi minn orðaði það "manni finnst maður bara bjánalegur að vera í fötum" ....ég krossa svo bara fingur og tær og vona að stjórnin falli, fari og veri, lagði mitt af mörkum til að svo verði svo ég sef með hreina samvisku í nótt

föstudagur, 11. maí 2007


ég þamba vatn og smjatta á verkjalyfjum á meðan ég hlusta á hana tori mína amos syngja um hana marianne sem allir segja að hafi drepið sig en tori segir bull og vitleysa því hún var fljótasta stelpan í steikarpönnunni, rauðhærða gyðjan var einmitt að gefa út nýjan disk sem ég verð að nálgast, american doll posse, lögin á disknum eru samin af fimm ólíkum persónleikum tori sem hver á sér hliðstæðu í forngrískum gyðjum og eru andsvar við hinum eina karllega guði kristinna sem tori er ekki spennt fyrir enda prestsdóttir sem mátti aldrei tala um kynlíf við matarborðið, skál fyrir tori stelpur...
æ mig auma, statusinn á hálskirtlunum er slíkur að ég er farinn að halda að maður geti fengið hettusótt tvisvar á ævinni, þessi flensuskítur er alveg til þess fallinn að drepa alla gleði og ýta undir þunglyndislegar hugsanir og ruslát, mér veitti ekki af baði en miðað við hvað mín aumu bein eiga bágt með að hvíla í sófa þá held ég að baðkarið færi með mig, bið elskhugann kannski um að þvo mér um hárið þegar hann kemur heim, ég ligg á bæn til vorgyðjunnar, jesú krists og allra verndarvætta góðrar heilsu um að koma og lækna minn sjúka búk fyrir morgundaginn því þá á fían mín afmæli og mig langar svo að færa henni gjöf og koss og ást og hlýju, það er hreint kvalræði að horfa út um gluggann á þennan heiða himinn og brumandi aspir, ég pirra mig á vanþakklátum hundinum sem liggur vælandi á rúðunni og vill komast inn, þetta er dagur fyrir sumarkjól og tásuskó, spennu í hárið og bleikt gloss (í augnablikinu er ég eins langt frá þessari lýsingu og hugsast getur)

miðvikudagur, 9. maí 2007


sjálfsþekking
"í djúpi hjarta þíns þekkir þú leyndardóma daga þinna
en eyru þín langar til að heyra það sem hjarta þitt veit
þig langar til að koma orðum að því sem andi þinn hefur alltaf vitað
þig langar til að snerta draummyndir þínar"
spámaðurinn
maskaraklíningur undir augum, hreiður á höfði, bólginn háls með tilheyrandi óbragði í munni, hitagljái í augum (ekki af ástríðuhita)

skreið heim úr vinnunni með beinverki og ofvaxna hálskirtla, tveim voltaren dolo og góðum blundi seinna er heilsan nokkru skárri, þessi sæti kom heim og kyssti mig á ristina og lét sig svo hverfa, skildi mig eftir með barn sem heimtar pönnukökur

fresta prófi eða fara í próf það er spurningin sem brennur á mér þessa dagana, ekki það að ég sé að missa svefn, langt því frá, svona verður maður hrokafullur með aldrinum, mér finnst bara alveg andskoti nóg að skila mínum 130% vinnudegi, koma svo heim og vera elskandi og allt um kring, til staðar fyrir ástsjúka dóttur, svanga maga, athyglissjúkan hund, títtnefnda þvottahrúgu, graðan eiginmann, kyssa á bágt, kyssa á munn, knúsa hund, vera uppbyggileg, muna eftir vítamíninu, lita, lesa, skeina, baða, bursta, elska elska elska, já ástin mín, ég er að koma, mamma skal, ekkert mál, ég elska þig

hefurðu séð veskið mitt
hvenær verður maturinn til
ég pissaði í buxurnar
hvenær kemurðu
geturðu núna komið
viltu lita með mér
ertu að koma
hvar er hleðslutækið
hvar er fjarstýringin
komdu

þriðjudagur, 8. maí 2007


suuuuuuuumar, það kemur það kemur, fyrsti fífillinn er fundinn

dagurinn reyndist geyma í skauti sér öskrandi fjórðu bekkinga, magakveisu og einkar sársaukafulla leit að týndri lykkju, ég læt samt ekki deigan síga og horfi bara í átt að sjóndeildarhringnum, er ekki von á kristi hvað á hverju, sá kunni aldeilis að gera hversdagsleikann spennó, vatn í vín, taktu hlutina í þínar hendur og partýið er hér....

talandi um partý, ég leigði fíneríis mynd, marie antoinette, eftir hana sofiu coppola, slær upp skemmtilegri parodíu með frönsku yfjirstéttinni í byltingunni og þotuliði nútímans, djammi, skósýki og almennu óhófi, myndin sýnir kökudrottninguna samt í óvæntu og öllu samúðarfyllra ljósi en maður á að venjast og kirsten dunst er bara æði eins og sú ágæta leikkona á það annars til að pirra mig, mig langaði næstum því í hvíta hárkollu og lífstykki....annars langar mig í bíó á the lives of others er einhver með? minn ágæti eiginmaður situr hjá, finnst posterið ekki gefa næg fyrirheit um hraða, blóð og hávaða, ég hef reynt að freista hans með tilboði um kelerí á aftasta bekk en ekkert gengur, lýsi því eftir eskorti, popp og kók í mínu boði

mánudagur, 7. maí 2007


athugið athugið húsverk eru ekki fyrir kynþokkafullar konur, ég tek þetta heilræði mjög alvarlega þessa dagana og fylgist bara sallaróleg með nýju lífríki myndast í eldhúsvaskinum, anda að mér pissulyktinni í sófanum (barn plús of mikið sódavatn plús blundur í sófa) og kasta aftur höfðinu og hlæ klingjandi hlátri yfir þvottahrúgunni ahahahahahaha..........I´m too sexy for my laundry...
þá er þessi dagur liðinn, var hægt að búast við öðru, og hverju er ég nær í dag enn í gær, bara ekki nokkrum sköpuðum hlut, var þessi dagur þá til einskis fyrst hann fór ekki í annað en að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi (nægur svefn, passlega mikil vatnsdrykkja, 3 skammtar af grænmeti og 2 af ávöxtum, 7 kossar, 4 faðmlög, allmargar farsælar klósettferðir, nokkur merki um heilbrigða kynhvöt), nei ég held ég gefi þessum degi ágætis einkunn samt ekki í þeirri meiningu að ágætt sé betra en gott, hvað er ég ánægðust með eftir daginn, jú líklega ljúfar samræður við eiginmanninn um undrið sem pissaði í sófann, í stað þess að vola yfir atburðalitlum og alltof hversdagslegum degi í lífi konu sem telur sig eiga ævintýri ein skilið er best að gíra sig upp í spenning og eftirvæntingu yfir morgundeginum, hvað skyldi liggja í leyni handan næturinnar, óvænt heimsókn frá gömlum vini, bréf frá útlöndum eða kannski fyrsti fífillinn
veit það eitt að ég þarf að fara til kvensjúkdómalæknis og flassa píku

sunnudagur, 6. maí 2007


vísitölufjölskyldan skundaði á þingvöll með sól í hjarta og söng á vörum, kúrðum þar í grænni lautu og hámuðum í okkur salat og kex svona í tilefni af megrunarlausa deginum, ég er nú svo hrokafull að ég vil ekki kannast við það að vera í megrun, á ekki einu sinni vigt, tjékka samt reglulega á rassinum í speglinum og finnst hann yfirleitt bara helvíti fínn... en hvað... er ég ekki ein af þessum helsjúku kellingum sem þjást af líkamsþráhyggju á háu stigi fyrst ég er yfir höfuð að spekúlera í spegilmyndinni svo ekki sé minnst á hreyfifíknina...það er nú soldið búið að stilla manni upp við vegg í þessum megrunarmálum, ef maður er í megrun er það slæmt, mjög slæmt, ef maður vill ekki kannast við að vera í megrun trúir því nú bara enginn, það tekur enginn mark á konu sem segist ekki vera í megrun, ef maður kýs að borða hollt frekar en rusl er maður í megrun, konur hugsa nefninlega ekki um heilsuna, þær fara bara í megrun, konur hreyfa sig ekki ánægjunnar vegna, þær hamast bara í leikfimi eins og ringlaðir hamstrar með augun límd á total calories burn töluna, konur horfa ekki í spegil og hugsa: "hæ sæta mig langar að vera þú", þær lesa tískublöð og vilja vera þessi sem lítur út fyrir að geta ekki burstað í sér tennurnar án þess að fá sér línu af spítti fyrst...ég játa mig sigraða það er engin leið að vinna þennan leik

laugardagur, 5. maí 2007

við krían fengum óvænt boð á tónleikana hennar emilíönu með kársnesskórnum og það þurfti nú ekkert að draga okkur á staðinn, það var að sjálfsögðu algjör dásemd á að hlýða, söngvar um vor og ást og úlfa í skóginum og litla sígaunakellingin mín með milljón dollara hálsinn var ægifögur að vanda í sumarkjól og hvítum skóm...mig er verulega farið að vanta sumarfrí, nenni bara alls ekki í vinnuna á mánudaginn og ekki á þriðjudaginn heldur ef því er að skipta, ég er hjartanlega sammála kríunni sem skammast yfir þessu ótrúlega óréttlæti að maður þurfi að fara alla puttana á annarri hendinni í leikskólann en fái bara tvo putta frí heyr heyr kannski maður hefði átt að skella sér í kröfugöngu eftir allt saman

fimmtudagur, 3. maí 2007

mikið óskaplega er grasið í garðinum grænt og alls ekkert fýsilegra hinu megin
og þessi birta sem er bara til þess gerð að fegra hið fallega
og eins og argasti guðlastari sit ég hér inni í tölvunni með hausverk dauðans eftir vinnudag sem var alltof langur og alltof hávaðasamur og markaður af börnum sem útúrvíruð af stressi mættu drekkhlaðinn sælgæti og gosdrykkjum í fáránlega erfitt samræmt próf sem ég hefði sjálfsagt fallið á
þessi sæti bjargar málunum og mætir með spólu og hlýjar hendur ég sníki nokkra kossa og soldið káf
hef alltaf verið sucker fyrir gæjum sem klípa mig í rassinn

þriðjudagur, 1. maí 2007


það er ekki til neytt sem heitir að reyna, bara gera eða gera ekki, allt er háð því að maður taki ákvörðun...
vont þegar maður er ekki í stuði fyrir ákvarðanir eða finnur ekki þá réttu eða bara er ekki viss eða veit ekki alveg eða er bara soldið smeykur eða bara eitthvað...þetta er ljóta helvítis húsmæðrabloggið

langar bara í ást og gott sex
er að pæla í að tæla þennan sæta en þarf að svæfa krakkann fyrst
muna reglu númer eitt: stelpur fara alltaf úr að ofan fyrst