sunnudagur, 29. mars 2009

 að þrífa húsið sitt, elda katalónskan kjúkling, drekka kaffi með mömmu sinni, viðra þakklátan hund, lesa salman, blaðra frá sér allt vit í fermingarveislu, fá maníukast í þvottahúsinu, teikna með skottunni sinni, borða yfir sig af hvítlauk, gera góðar áætlanir, drekka mexíkóskan bjór, fara í langa sturtu, hlusta á seríuna hans skúla sverris...er ágætis leið til að eiga góða helgi 

laugardagur, 28. mars 2009

miðvikudagur, 25. mars 2009

tók könnunina "hið fullkomna starf fyrir þig" á feisbúkk og fékk þá niðurstöðu að mér fari best að vera atvinnulaus, þetta hlýtur að vera mjög nákvæmt próf ég segi ekki nema það!!! eiginheimshangs og sjúkleg andstyggð á skyldum og rútínu eru jú bara brot af mínum mörgu glæpum gegn mannkyninu, svona er maður nú illa samsettur af skaparans hálfu og þó maður reyni af veikum mætti að krafsa eitthvað í bakkann verður þetta einhvern veginn aldrei neitt sérstaklega sannfærandi, hvað get ég sagt, það er bara ekki greipt í mitt innsta eðli að vera karríerklifrari enda er ég gífurlega lofthrædd eins og elskan mín reyndi á eigin skinni þegar hann varð eitt sinn að bera mig niður esjuna hágrenjandi og hikstandi milli ekkasoganna hvort björgunarþyrla landhelgisgæslunnar væri virkileg ekki ræst út í svona tilvikum, eins gott að maður er svona góður kokkur því fólk verður víst ekki mikið lélegra í framapoti en þessi ruglubuska hér 

fimmtudagur, 19. mars 2009

been there, done that!!! nema maður er náttúrulega oftast nærbuxnalaus múhahahahahahaha (barnið: "mamma það er alveg agalegt að fólk geri svona lagað!!!) látið naríurnar samt ekki draga athyglina frá sokkunum og skónum, þetta er svoooo mikið ég

þriðjudagur, 17. mars 2009


jesús, ég held að óli lokbrá hafi setið á andlitinu á mér í nótt á meðan hann dundaði sér við að eyðileggja símann minn, þið sem eruð að reyna að hringja í mig, þetta er ekkert silent treatment, ég óttast einfaldlega að síminn minn sé andsetinn, hann breytir um hringitóna af sjálfsdáðum (svo ég fatta ekki að það er minn sími sem er að hringja en horfi ásakandi á alla í kringum mig) á milli þess sem hann hringir alls ekki, snoozar í tíma og ótíma og drepur sig svo án nokkurrs fyrirvara...aaaarrrggghhh

mánudagur, 16. mars 2009


ég hef fyrir löngu sætt mig við þá staðreynd að vera og verða alltaf sú tegund konu sem má kalla sparidruslu, sparidruslan er hryllilega veik fyrir kvenlegum kjólum, fallegu en óprattísku skótaui og hvers kyns glingir en er gjörsamlega fyrirmunað að mastera þessi smáatriði eins og að kunna að greiða sér og geta notað andlitsfarða án þess að líta út fyrir að tilheyra stuðningsgrúppu fyrir lúbarðar eiginkonur, stunda flókin ritúöl í kringum húðumhirðu, klippa á sér neglurnar (förum ekki einu sinni útí umræðuna um naglalakk, hverjum tekst að lakka bara neglurnar, ekki putta, handabök og peysur líka!!!) og eiga samkvæmisveski (ég er meira þessi týpa sem gengur um með sjúskaða strandtösku yfirfulla af vítamíndollum, tyggjói, gömlum vísanótum, vatnsflöskum og hnetupokum), nú það segir sig sjálft að það sem bjargar sparidruslunni frá total lack of hotness er jú auðvitað spari hlutinn, þar af leiðir að það er sérlega slæmt þegar það gerist, líkt og undanfarna mánuði í mínu lífi, að það sé engu líkara en að druslan liggi andvaka á meðan spari liggi í djúpu lyfjamóki, ég hef því ákveðið að taka mig verulega á og tókst bara nokk vel upp í síðustu viku, fékk meira að segja komment frá fleiri en einum vinnufélaga minna sem alveg rasandi hrósuðu mér fyrir huggulegheitin, þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt að brussuhlussast þetta í gegnum daginn eins og ölvaður flóðhestur á hjólabretti með næríurnar upp úr buxnastrengnum og hnetusmjörsleifar í munnvikjunum, ég meina það er fullt af fólki með bráðaofnæmi fyrir hnetum og ekki vill maður nú lenda í því að bana einhverjum bara af því maður nennti ekki að þvo sér í framan áður en farið var út úr húsi, manndráp af gáleysi skiljiði!!!

muna samt:

alls alls ekki eyða séreignalífeyrissparnaðinum í skó!!!

hvað get ég sagt, skortur á skrifum merkir skortur á næði og tölvuaðgengi, elskhuginn er sjúkur í tölvuna (sjúkur sko!!!)


munum að elta fegurðina, það er tímaþjófur sem verður seint ofmetinn

föstudagur, 13. mars 2009


mest af öllu væri ég til í svona líf, þetta stenst auðvitað frekar illa aðstæður en hver er að hengja sig á smáatriðin

miðvikudagur, 11. mars 2009


ef manni tækist nú að forma eins og eina gegnheila hugsun, heilabú mitt er sem þeytispjald og staldrar ekki við nokkurn skapaðan hlut, ekki einu sinni á nóttunni, engir góðir vættir að vitja mín í draumi með fyrirboða og heilræði, gleymdi vítamínunum í dag, borðaði of lítið, hungurhausverkurinn hamast á ennisbeinunum, best að fara að sofa og reyna aftur á morgun

þriðjudagur, 10. mars 2009


þegar ég verð stór ætla ég að verða alveg eins og hún, náttúrutöff dauðans!!!

sunnudagur, 8. mars 2009


þó maður grenji undan kuldanum og komi sér varla út fyrir dyr er vetrarsólin hrein dásemd þegar maður situr og sötrar te við eldhúsborðið, verst hvað maður fær alveg nýja sýn á drulluna inni hjá sér í allri þessari dýrðarbirtu, undir stofuborðinu hefur myndast einhvers konar kjörlendi fyrir rykmauraorgíur og svalahurðin er útbíuð í hundahori, bý ég virkileg í þessum viðbjóði, svo skilur maður ekkert í því að maður sé alltaf veikur

verkefni vikunnar:

skúringar

þurrka af

þvo glugga

halda sönsum

ó þetta eyrðarleysi er mig lifandi að drepa, nema innilokunarkenndin svipti mig vitinu fyrst, að mér læðist sá illi grunur að af þessu geti ekkert gott hlotist, endar þetta ekki með því að maður gerir eitthvað virkilega vanhusað, eins og að lita hárið á sér bleikt, fá sér tribaltattú á upphandlegginn, skutla sér í bað með hárblásarann nú eða eitthvað verulega alvarlegt eins og að ná í vísakortið í bankann!!! einskær leiðindi hafa víst rekið besta fólk út í annað eins, í ofan á lag hefur þrálát kvefbaktería og febrúarkuldinn gert eitthvað undarlegt við húðina á mér, maður er einhvernveginn orðinn hálfbláleitur, sem er ekki töff!!! ætli maður verði ekki að reyna að finna sinnuleysinu einhvern heilbrigðan farveg, ná sér kannski í pensil og taka þetta út á eldhúsinnréttingunni eða gluggasyllunum, maður er víst aðeins of ungur til að leyfa sér að leggjast í fíkniefnaneyslu, það bíður betri tíma

guð minn góður það er verið að endursýna gettu betur eina ferðina enn í helvítis sjónvarpinu, ég hata sjónvarpið, hvar ertu salman minn

miðvikudagur, 4. mars 2009


afsakið skeytingarleysið en þessi kvöldin fer öll mín orka í að elskast með honum salman rushdie, hann eyðir töluverðu fútti í forleikinn svo ekki sé meira sagt, ég er komin á blaðsíðu hundrað og fjögur og söguhetjan var að fæðast, nokkur hundruð blaðsíður eftir sem betur fer, eitthvað verður afskipt eiginkona að finna sér til föndurs á meðan eiginmaðurinn spilar póker af ástríðuhita á facebook