þriðjudagur, 30. september 2008


hvað á maður að gera á mánudögum núna þegar þetta er búið
ég held í alvörunni að ég sé að deyja, ef ekki úr flensu þá úr sjálfsvorkunn, blóm og kransar eru ekki afþakkaðir, engin ástæða til að hafa ljótt í kringum sig þó maður sé dauður, það er eiginlega eins gott að ég drepist því annars verð ég örugglega rekin úr vinnunni, sé ekki fram á að geta mætt á morgun heldur nema ég komist undir heilandi hendur eða finni hinn helga gral, ég ligg með nefið klesst upp við stofurúðuna og horið klínist út um allt, svo falleg birta þarna úti, langar út að safna laufum, heimilið lítur soldið út eins og þessi fjölskylda þurfi að fá aðstoð frá féló, ógeðsleg lykt af borðtuskunni og allt í snýtubréfum, húsmóðirin liggur í tölvunni með drulluskítugt hár og pallurinn er þakinn hundaskít, svona til að auka dáldið á eymdina vaknaði ég með bólu og datt svo í að skoða strandmyndir af súpermódelum í einhverju helvítis tímariti, ég hlýt að vera með vírus í höfðinu, ég þamba grænt te og pissa meira en nautið í búkollu, ekkert til að éta í dag heldur, eiginmaðurinn er ekkert að storma heim í hádeginu með bakaríisbakkelsi og hóstasaft, hann er í vinnunni og það er mjög mikið að gera, hann má ekki vera að þessu, hann er í vinnugallanum og með fullt af verkfærum og svona, nú gæti ég tekið þetta persónulega og sett dramatíkina í overdrive:  (ekkasog) "að elska þig er eins og gróðursetja blóm í freðna jörð" (skellt á), en nei nei mín er bara pollróleg og hitar dós af gulu korni og gulrætur frá því í gær, skellir sér í sófann og safnar támyrju, múhahahaha...can´t touch this

mánudagur, 29. september 2008







tvær töff, pattie smith og susan sontag, annie leibowitzh tók báðar þessar myndir, ég er alveg með hana á heilanum eftir heimildarmyndina sem ég sá um hana um daginn, hún er snilli, hún gleymdi reyndar að hringja í okkur fíu fyrir tökuna á þessari hér fyrir neðan en það er nú alveg skiljanlegt, konan hefur bara svo mikið að gera, við hefðum átt að vera þarna sitt hvoru megin við frú loren sko






ligg heima með minn sjúka búk, er ekki einhver til í að kíkja við og úrbeina mig, djöfuls angur í mínum beinum, svona til að æra óstöðugan er ekkert til að éta, þori ekki í búðina, það er örugglega farið að rukka inn við innganginn í bónus og búið að setja á kassagjald og körfuskatt, ég sé mig fyrir mér í grárri slitinni kápu, með konulegan hatt og sultardropa á fölum nefbroddi, berjandi á gluggann; "góði jón ásgeir hleyptu mér inn, börnin mín eru svo svöng", nei djók, maður verður bara svo dramatískur þegar maður er einn heima og rosa svangur og að drepast úr beinverkjum og svo slappur að skrefin 12 (þetta hefur enga dýpri merkingu, þau eru bara 12, ég er ekki full) frá rúmmbríkinn og inná bað eru svo örmagnandi að maður ætlar ekki að geta staðið upp af klósettinu, liggur bara í eigin svita og andfýlu og hugsar "ó hve ég þrái að dansa"...já ókei ég skal hætta, held ég eigi kaffi...i´ll be back, þetta verður laaaangur dagur 

guð ég verð að þrífa mig

sunnudagur, 28. september 2008



töffarastelpa




góða nótt fagri prins (sniff sniff)
kveikti á vanilluilmkerti, borðaði tvö kitt katt til að bæta fyrir þessi sem ég hef ekki borðað síðastliðið ár, hlusta á fallegu emí mína, poppa og horfi á hulstrið á væmnu amerísku myndinni, á heimsmet í nefrennsli og hausverk og beinverkjum og sleni og slappleika, hangi í tölvunni því ég er ein heima, skotta í bíó og ástin mín að fella tré, í alvörunni sko, maður verður alveg máttlaus og rangeygður í svona yfirþyrmandi nálægð við karlmennskuna, já já ég er gift skógarhöggsmanni, ætla að fá mér rauða skikkju og bastkörfu, fylla hana af rauðvíni og labba langt inní skóg, týna trippsveppi og ber og byggja bjálkakofa, komd´að kyssast skógarhöggsmaður, vá hvað þú átt stóra exi!!! 

ó sjitt dalai lama er í sjónvarpinu að segja eitthvað mjög merkilegt og óeigingjarnt og ég sit hér á rassgatinu og bulla og ét hvítan sykur

fokk tvöföld synd...eða þreföld fyrst ég blótaði líka 



er enginn nema ég kominn með ógeð á þessu peningatali, huggulegi jakkafataklæddi sjálfstæðismaðurinn í sjónvarpinu lætur hvern gullmolann af öðrum falla af vörum sér niður til almúgans: "það er kominn tími til þess að við gerum okkur grein fyrir því að við höfum ekki efni á hverju sem er!!!" óóóóóó!!! hvílík hugljómun, ég var bara ekki búin að átta mig á þessu, hjúúúúkkkkkh, nú kemur þetta sko, í vikunni fór ég í matvöruverslun hinnar fjárhagslega ábyrgu húsmóður (þeirri sem einkennir sig með bleikum sparigrís) og gerði skipulögð magninnkaup fyrir næstu fimm daga (athugið að fimm dagar eru minna en ein vika), keypti kjúkling á tilboði og ódýrt þetta og hitt og ekkert auka drasl og svona, nú fyrir þessar berstrípuðu tilboðsnauðsynjar fjölskyldunnar borgaði ég rétt um litlar 19000 krónur, og nei ég sló ekki óvart inn auka núll, ég þarf auðvitað ekki að taka það fram að fjölskyldan er búin að kúka þessu öllu saman, af hverju ekki bara að þrífa klósettið með fimmþúsundköllum

laugardagur, 27. september 2008



þó ég geti ekki með sanni sagt að ég sé fullkomlega frjáls undan þeirri tálsýn að hamingjan sé handan fjarlægari enda regnbogans, handan þess ástands sem eðlilegt fólk kallar tilveru og mér er ætlað að athafna mig innan,  þá held ég að þessi andstyggðar hugsun vanþakklætis og ófullnægju sé á nokkru undanhaldi í mínum illa innréttað og meingallaða huga, kannski var þetta bara verulega vond vika, kannski verður sú næsta miklu betri, kannski þarf ég bara að fá mér gleðisegul í hausinn, hvar fær maður svoleiðis, námskeið í grafískri hönnun léttir samt mjög blýþunga lundina, meira að segja þó maður sé ógeð lélegur og kunni ekki rassgat en sessunauturinn sé ógeð klár, ég bögga bara sessunautinn út í eitt og bið kennarann um að tala við mig eins og ég sé sex ára, svo kenni ég þessum sæta þegar ég kem heim, þetta er svona tilraun til að eiga sameiginlegt áhugamál, það er víst mjög mikilvægt fyrir hjón, hann sofnaði reyndar í fyrsta tíma en það gengur bara betur næst, ég tek þetta ekkert persónulega, maður á víst ekki að taka neitt persónulega, best að líma það á tilfinningastöðvarnar, ekki taka neitt persónulega, ekki taka neitt persónulega, ekki taka neitt persó...

föstudagur, 26. september 2008


mig langar í alvörunni í svona í hárið, bjúúúúútifúl

fílíng sixtís...eða bara fílíng shittí, flensan er að bíta mig í rassinn, labbaði í vinnuna í morgun og varð nærri úti, finn heilahimnubólguna malla þarna uppi, barnið mitt vill ekki vera í skóla, þar er allt svo leiðinlegt (ég á lítinn skrítinn skugga skömmin er svo líkur mér), unglingurinn með sléttujárnið og meikupp kitt súpermódelsins er að ganga að fjölskyldunni dauðri, hvernig er þetta er fólk alveg hætt að senda börn í sveit??? á ekki krónu, á samt lambalæri í ísskápnum sem mun étast án meðlætis nema einhver sem á kartöflur og grænar baunir vilji kíkja í mat...þú veist hvar ég bý, annars er ég alveg til hliðar við mig bara, ekki að það sé eitthvað nýtt

miðvikudagur, 24. september 2008


that's my kind of thinking!!!

þriðjudagur, 23. september 2008


þetta er kannski soldið eins og út úr series of unfortunate events en hvílíkt draumaheimili

"hvar er húsið þitt?"
"þarna...húsið mitt er eyjan þarna"



sæll, má bjóða í eldhúspartý?...einhver?




miðvikudagur, 17. september 2008


má ég spyrja, kæri guð, hvað þú ert að fara með þessu (bæli niður blótsyrði) votviðir, ertu að senda mér hint, er þetta spurning um að byggja eitt stykki örk, eða finnst þér ég bara búin að hugsa alltof margt dónalegt upp á síðkastið, það væri svo sem ekki bagalegt að fljóta bara burt frá þessu öllu, fá sér lepp fyrir augað og þverröndóttan bol, lenda í sjávarháska, vera bjargað af sindbað sæfara, stranda á eyðieyju og éta ananas í öll mál, striplast um ströndina á agnarsmárri skinnpjötlu einni fata og tana sig allan daginn... segir ekki bjartsýnishyggjan að maður verði að sjá ný tækifæri í öllum aðstæðum, bring it on!!!

þriðjudagur, 16. september 2008


elsku fallega skottan mín fór í fyrsta danstímann í dag, svo feimin, svo óörugg, þorði ekki að herma eftir þessum rosa kúl hipp hopp sporum sem kennarinn var að sýna, þegar heim var komið brast hún í grát, "hva var ekki gaman elskan" "jú en mér finnst þetta soldið mikið gellulegur dans" "ó ég skil og fannst þér það svona leiðinlegt" "já ég skammast mín að sýna svona fyrir framan ömmu mína og afa á sýningunni um jólin"

mánudagur, 15. september 2008


enn eitt kvalitímómentið við eldhúsvaskinn, best að dullast í bælið svo maður geti nú stokkið á lappir 5:45, kaffi hefur aldrei bragðast betur, þessi væta er að fara með allt fjör fjandans til, djöfull langar mig í eitthvað kreisí stuð... viltu slást sjómaður, já já elskan, ríða drekka og slást, það geri ég manna best

sunnudagur, 14. september 2008


ég er í sjálfskipaðri útlegð, bróðir minn og hans áberandi mikið betri helmingur (sem af einhverjum ástæðum mér óskiljanlegum samþykkti að giftast honum, sjálfsagt í einhverju ölæði) skelltu sér til ammmríku og buðu vísakortinu sínu með en skildu börnin eftir, vantar alveg hjartað í þetta lið sko, aaaaaaldrei myndi ég gera svona lagað!!! nú svo maður skellti sér í bjargvættarbúninginn, pakkaði niður slatta af umhyggju og flutti inná foreldralausa vesalingana, sambýlingar mínir næstu vikuna eru leikskólabarn sem myndi flokkast sem þessi öfgafulla a týpa, vaknar fyrir dögun og hamast á slökkvaranum þar til maður drattast fram úr, og unglingur sem aftur á móti þrífur ekki inni hjá sér og vill helst ekki borða neitt annað en grillað brauð með osti, hér þarf að vaska upp manúallí og mig langar heim að ríða uppþvottavélinni minni, minn heittelskað sá ekki ástæðu til að flytja með mér heldur greip tækifærið og lagðist í drykkju og tölvuorgíu, droppar samt inn annað veifið til að éta og klípa mig í rassinn sem er ágætt, ég dunda mér þá bara í tölvunni líka, hékk til dæmis í allan morgun inná gap.com og gerði lista yfir drasl sem ameríkufararnir eiga að kaupa fyrir mig, spurning um að einhver taki sig til og láti svipta mig sjálfræðinu, annars er ég alveg að rokka feitt á námskeiði í grafískri hönnun, er búin að læra að fótósjoppa burt keppi og bólur og stækka brjóst og guð má vita hvað svo það er deginum ljósara að jólakortið í ár verður eitthvað alveg spes, spurning um að taka þetta bara alla leið með einhverju svona hawaian tropic þema, allir á bikiníinu og alveg sjúklega vel útlítandi, fólk mun vitaskuld ekki geta fyrir nokkurn mun áttað sig á frá hverjum kortið er en það er algjört aukaatriði!!!

mánudagur, 8. september 2008


þetta er ótrúlegt!!! dóttir mín var að fá í gegnum lúguna fjórða sundpokann síðan í vor, þegar þetta almannatengsla lið, eða hvern andskotann það heitir, hjá þessum bönkum ætlar að tæla til sín börn virðist þeim öllum alltaf detta það sama í hug, muniði þegar allir fengu sparibauka, þeir eru greinilega búnir að gefast upp á að kenna fólki að spara (lái þeim hver sem getur, alveg örugglega ekki ég) svo nú fá allir hryllalega ljóta sundpoka með latabæjarliðinu á eða þarna gogga feita eða einhverjum öðrum horribilis maximus, slæmt fyrir skottu að ég er hætt að fara í sund, ég tók þá ákvörðun í sumar þegar ég fann mig ítrekað í sömu undarlegu situasjóninni, senan er einhvern veginn svona, ég stend í sturtunni og þvæ mér á öllum rauðu stöðunum á leiðbeiningamyndinni, eftir stutta stund átta ég mig á því að þó flestar kvennanna séu að minnsta kosti jafngamlar mér er ég eina konan með hár á píkunni, í alvöru talað þetta keyrði alveg um þvert þegar ég mætti að minnsta kosti fimmtugri konu sem ég hefði talið ekki deginum eldri en níu ára hefði ég aðeins séð hana neðan mittis, þið fyrirgefið hillbillíháttinn en ég er bara ekki ein af þessum konum sem hafa augljóslega allan tímann í heiminum til að vaxa á sér skapabarmana daginn út og inn, svo finnst mér þetta líka ljótt og ógeðslegur perraskapur runnin upp úr einhverjum andskotans köllum með stinningarvesen og petófílatendensa, ég neita að taka þátt í þessu, ég er kona og ég er með hár á píkunni, dílaðu við það!!!
fjaðurmagnaðir haustlitir í boði hennar polaroid jen, ef ég ætti pening myndi ég kaupa mér kjól í þessum litum, það borgar sig greinilega ekki að hugsa mikið um að spara, einhvern veginn eyðast peningarnir bara ennþá hraðar, svona svipað og þegar maður fer í megrun og hugsar svo ekki um neitt nema mat og er þar af leiðandi síétandi eins og svín, fékk óvænt framhald af helginni þar sem krían vaknaði spýjandi heiðgrænu hori í allar áttir, það kom sér reyndar mjög vel því mér gafst ekki tími um helgina til að lesa búnkann af interiorblöðunum sem ég var að kaupa, það er einmitt liður í sparnaðinum að kaupa interiorblöð, sérstaklega þar sem þau æsa upp í manni sjúklega löngun í alls konar dót og drasl, allt í einu er bara fátt mikilvægara en að láta bólstra sófasettið og fá sér nýtt ljós í svefnherbergið, helst byggja við helvítis húsið til að geta keypt sér borðstofuborð og kamínu, annars er allt ágætt nema hvað það  er allt í einu að rifjast illilega skýrt upp fyrir mér afhverju það er svona leiðinlegt að vera útivinnandi, allir alltaf á spani, drulluþreyttir og hundleiðinlegir að rembast við að halda sjö billjón hlutum inní ramma sem rúmar bara 29 hluti, og þó maður viti að þetta sé alveg ógeð óréttlátur slagur þá líður manni samt eins og algjörum aumingja af því maður er ekkert að spretta fram úr á morgnana og umfaðma sinn innri davíð, tilbúin að mæta hverju sem er með teygjubyssuna í hægri og ofurmennisfílinginn að sprengja upp brjóstið, já ég veit ég veit ég ætlaði að taka mig geðveikt á í þessu með jákvæðan vinnuanda og allt það en ég er bara búin að fá launaseðilinn minn og er ekki alveg stemmd í að lofa þetta helvítis illa borgaða puð eins og það smartasta síðan maðurinn fann upp ristað brauð, en haustið er fallegt, alla vega í þessar þrjár mínútur á dag sem það styttir upp

mánudagur, 1. september 2008



er að reyna að finna upp nýjar reikningsaðferðir til að fá fjárhaginn til að koma út í plús, þessar hefðbundnu plús og mínus virðast allar hafa einhverskonar óútskýranleg margföldunaráhrif sem eru mér alls ekki í hag, verð að gera lista yfir allt sem ekki má, á honum er eiginlega allt nema að anda, er sem betur fer á mjög ströngu apafæði, má bara borða það sem apar borða, þá á ég auðvitað við frumskógarapa, ekki svona dýragarðaapa sem fá nammi og pizzur og allan andskotann í hausinn frá túristum sem hafa engan sans fyrir lífsháttum apa og eðlilegri hringrás vistkerfisins, nú kváir fólk auðvitað alveg en abbababb alveg róleg, þetta er allt mjög rökrétt og ég bendi bara á ekki ómerkari manneskju en sjálfa opruh máli mínu til stuðnings, hafi maður séð það hjá opruh er sko alveg tært að maður geti eins flett því upp í virtustu fræðiritum gott fólk, nú en smá útskýring, þegar allt kemur til alls erum við mennirnir auðvitað apar og ættum því að nærast sem slíkir, ég sagði ykkur að þetta væri mjög rökrétt, það sér þetta hver maður og jafnvel apar líka, en sum sé með því að nærast á apafæði sem samanstendur aðallega af ávöxtum, grænmeti, hnetum og fræjum, verður maður víst svo gott sem ódauðlegur svo ekki sé minnst á mjórri en mann hafði órað fyrir að maður gæti orðið og guð má vita hvað, hmmm já ég hallast nú helst að því að ég sé apaköttur, þessi sem dinglar í rólunni með bananann í hendinni, sleppir svo takinu til að klóra sér í hausnum, hrapar og drepst