laugardagur, 29. nóvember 2008


hér til hliðar hef ég komið fyrir lógói bloggandi hundaeigenda, allir sem einhvern tíman hafa átt hund vita að það er staðreynd að sumir elska mann einfaldlega miklu meira en aðrir, enginn er eins glaður að sjá mig og brosir jafn breitt til mín þegar ég kem heim úr vinnunni og minn afspyrnu óþekki hundur, það getur ekki verið einfalt fyrir lítinn vart meðalgreindan hund að þróa með sér mennskt bros en svona eru nú ótrúlegustu hlutir gerlegir þeim sem hefur trúasta hjartað, hundurinn minn er mjög langt frá því að vera fullkominn, hann þjáist til dæmis af hentisemis heyrnaleysi og aðskilnaðarótta á mjög háu stigi, er stelsjúkur á mat sama hvort hann er uppá eldhúsborði eða í hendi dóttur minnar og er algjörlega frá sér af afbrýðissemi út í manninn minn, hann getur alls ekki sætt sig við að ég skuli með glöðu geði kyssa þennan illa séða keppinaut með opin munninn en hann sjálfur fái svo selbit á trínið þegar hann biður um sömu atlot, manninum mínum er sömuleiðis verulega í nöp við litla andfúla hnoðrann minn sem honum finnst óþolandi uppáþrengjandi og athyglissjúkur, eins og gefur að skilja er þetta nokkur spennuvaldur á heimilinu og ekki hjá því komist að einhver fari öðru hvoru í fýlu, oftast eiginmaðurinn, hundar hafa ekki vit á því að fara í fýlu, ég myndi telja það einn af þeirra stærstu kostum


djöfull er þetta lið sætt, einhver myndi sjálfsagt reyna að halda því fram að þær hafi þetta allt frá föður sínum þar sem þær eru ekki sammæðra...bull og kjaftæði segi ég nú bara

fimmtudagur, 27. nóvember 2008

ljós í myrkri, magakveisa á undanhaldi og nokkrar líkur á að úrvinnsla magainnihalds verði með eðlilegum hætti á morgun, síðasta sólarhringinn hefur átt sér stað fullmikil hreinsun í þörmum, mikil ósköp sem manni getur leiðst á klósettinu, drep tímann með því að reikna út þann gífurlega kaloríufjölda sem ég verð að innbyrgða um helgina til að vinna upp tap síðustu daga, ég er ekki viss um að útreikningarnir séu mjög nákvæmir svo ég ákvað að hafa útkomuna soldið ríflega, ekki getur maður farið að missa vigt!!!, kannski maður geti mætt í ræktina á morgun án þess að lenda í einhverju virkilega vandræðalegu, annars er ég að spá í að slaka aðeins á í lyftingunum, þessir axlavöðvar eru farnir að ná út fyrir allt töff, fólk gæti farið að kalla mig boris the butch og teikna af mér skrípamyndir, ég myndi auðvitað ekki taka það neitt persónulega, þetta væri bara svo leiðinlegt fyrir manninn og börnin 

miðvikudagur, 26. nóvember 2008

ég finn engin orð til að lýsa því hversu mikið mig langar í þessa köku...

...ég gæti líka alveg hugsað mér smá svona húsmóðurafslappelsi...

...en maður er nú bara með magakveisu og meterslangar táneglur, finn ekki helvítis klippurnar

þriðjudagur, 25. nóvember 2008

hann nennti ekki að setja í uppþvottavélina, ef þetta heldur svona áfram verð ég að gefa honum alla diskana með írafár í jólagjöf
er að skríða saman eftir að hafa sigurrósað yfir mig á sunnudagskvöldið, afþakkaði ekki alveg ókeypis kampavínið í eftirpartýinu því það hefði verið svo mikill dónaskapur og svo er ég algjörlega ósammála þessu bulli um að freistingar séu til að standast þær, virkilega lélegur frasi sem er bara fyrir megrunarfíkla og kynferðislega frústrerað fólk, er búin að vera í verulega afleitu skapi í dag, guð veit hvers vegna, ekki veit ég það, það er með sjálfsþekkinguna eins og svo óskaplega margt annað, maður veit bara ekki rassgat í sinn haus, maður telur sér trú um að maður sé alltaf í svo svakalega mikilli þróun, alltaf að vaxa svo geysilega þarna inní sér, hlúa að sprotum og vökva viðkvæm blóm, obbosleg gróska í gangi, en svo er maður nú bara alltaf einn þarna einhverstaðar úti á reginhafi á lélegum árabát, klórandi sér í hausnum með allt niðrum sig og sér ekki til lands, en best að tapa sér nú ekki í sjálfsgagnrýninni, tók the color iq test á netinu og fékk nánast fullkomna einkun, ekki nema átta vitlausa af 100, ef þetta hefði verið the simple test in being rational hefði ég kannski fengið átta rétta (með töluverðri heppni og við bestu hugsanlegu aðstæður, extra skammti af lýsi og smá svindli) rosalega er maður mikið betri í sumu en öðru, stundum held ég að ég hljóti að vera misþroska, ætli það sé hægt að fá lyf við þessu, eitthvað sem má drekka oní, nei djók...eða eitthvað  

föstudagur, 21. nóvember 2008

heeeeelgiiii, klárlega besti partur vikunnar, þarf reyndar að rífa mig upp eldsnemma til að horfa á kríuna keppa í langstökki sem að hennar sögn er "ógisslega erfitt", mótmælum svo öll meira og hærra á morgun, kannski kemur guð þá með risastóran refsivönd og flengir þessa ríkisstjórn sem fær borgað fyrir að vera með athyglisbrest og alzheimer, þrátt fyrir að föðurlandið liggi svo gott sem á gjörgæslu er ég að komast í jólaskap extra snemma, ég verð orðin eins og upptendraða hreindýrið í garðinum hjá nágrannanum um miðja næstu viku ef þetta heldur áfram og ellý og vilhjálmur verða klárlega komin á fóninn mjög fljótlega... og silfurkórinn maður, guðdómlegt

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

labbaði í vinnuna í grenjandi rigningu, labbaði heim úr vinnunni í grenjandi rigningu, í millitíðinni gerði ég eitt og annað misskemmtilegt eins og til dæmis að eiga við ljósritunarvél sem vill bara flækja pappírinn en ekki ljósrita á hann (fyrir leikmenn bendi ég á að þetta er ekki það sem ljósritunarvélar eiga að gera), þegar heim var komið tók svo við að rífast við símafyrirtæki sem hótar mér lögsókn og ýmsu öðru miður fallegu, mér finnst reglulega ljótt að láta svona við vammlaust fólk svona stuttu fyrir jól, sumir þurfa greinilega að fara að æfa sig í kærleikanum ef þeir ætla ekki að verða illa úti þegar jesú og jólasveinarnir og allir vinir þeirra bjóða í sitt árlega desemberpartý, what goes around comes around you bastards!!! pizzafyrirtæki byggja sinn bissness á dögum eins og þessum, hver getur tekið skynsamlega ákvörðun um hvað skuli hafa í matinn eftir aðra eins röð andstyggilegra atvika, ýmislegt annað gekk líka illa, eins og til dæmis að æfa sig í að setja ekki í brýrnar, ég er virkilega að reyna að hætta að setja í brýrnar vegna þess að hrukkan milli augabrúnanna er að verða það sem fólk tekur fyrst eftir þegar það heilsar mér (not the first impression i am aiming for), þrátt fyrir mínar farir mjög svo ekki sléttar ætlar los husbandos að fara á nördakvöld og skilja mig eftir eina með barn sem vill bara svara mér með þriggja stafa einsatkvæðisatviksorði, eru þetta ekki kjöraðstæður til að reyna að drekkja sér í eldhúsvaskinum, það er að segja ef maður kæmist að honum fyrir drasli    

mánudagur, 17. nóvember 2008

þetta veðurfar er ekki að gera neitt fyrir geðheilsuna, í fyrsta skipti frá því að ég fór að þykjast vera fullorðinn er ég glöð með að jólaljósin séu komin upp fyrir fyrsta desember, svakalega verður maður þreyttur í þessu myrkri, og villtur...í hvaða átt eru réttar ákvarðanir?

föstudagur, 14. nóvember 2008


ég get svarið fyrir það, miðað við hæfni mína í indverskri matargerð mætti ætli að ég tilbæði kýr og státaði af yfirburðafærni í karma sutra, maður er nú kannski ekki alveg svo exotískur en ég er þó ekki frá því að mexíkóski bjórinn hafi kynnt soldið undir greddunni í eldamennskunni, ég elda auðvitað aldrei öðruvísi en allsber með svuntu og uppsett hár í bleikum hælaskóm, ef einhver segist hafa séð mig hundsveitta í leikfimigallanum með maskaraklíning og sósuslettur í hárinu þá er sá hinn sami illa innrættur og samviskulaus lygari, en á morgun þarf the kitchen goddess að mótmæla, ég skil samt eggin eftir heima, glætan spætan að ég tími að sóa þessum tveim sem ég á í þetta amatörapakk á þingi,  ó nei ég ét mín egg sjálf með extra miklu beikoni og amerískum pönnukökum (það sem maður er alþjóðlegur í eldhúsinu!!!) þó það sé vissulega bjargföst trú mín að sá sem eigi ást í hjarta þurfi ekki mikið annað en súrefni og kannski slettu af skyri, harðfiskbita og góða lopasokka 



miðvikudagur, 12. nóvember 2008

kannski maður horfi á kiljuna, þreytist ekki á því að hlæja að hárinu á agli helgasyni, hann yrði mitt fyrsta val í hlutverk arthúrs konungs ef ég væri að sviðsetja excalibur sem óperu, kannski páll baldvin gæti bara verið lancelot...

í dag fór ég í sjóferð, fékk fisk í soðið, varð kalt, var asnaleg í björgunarvesti með hjálm, fann lykt af slori, fékk hláturskast, fékk klígju, fann til samúðar með dauðum fiskum, drakk sterkt kaffi, talaði of mikið í síma, talaði við hundinn, sofnaði í öllum fötunum, svæfði kríu mína, borðaði með elskunni minni, passaði uppá fimm á dag, drakk tvo lítra af vatni, hlustaði á góða vinkonu, hlustaði á nick cave...og þetta er allt í lagi, guð er á himnum, fiskurinn í sjónum og hendin þín innan seilingar

þriðjudagur, 11. nóvember 2008

ætli maður yrði ekki handtekinn af jakobi frímanni og hreinsunareldinum fyrir að fara svona í sleik um hábjartan dag á miðjum laugarveginum, hvað er sá maður að meina með þessum sólgleraugum við öll tækifæri, er hann með rosalega slæmt mígreni eða er men in black bara uppáhaldsmyndin hans, ég verð alltaf svo keleríissjúk á þessum árstíma, hlýtur að vera myrkrið, ég þarf nú samt ekkert að óttast að verða handtekin fyrir blygðunarlaust athæfi á almannafæri, við elskulegur eiginmaður minn erum búin að vera saman í níu ár og hann á ennþá töluvert í land með að geta haldið í hendina á mér utandyra, honum finnst miklu betra að halda á poka eða bíllyklum, hendur í vösum er samt best, það fer örugglega enginn að fetta fingur út í það að maður gangi um með hendur í vösum, vont fyrir svona prúðan mann að eiga svona káfsjúka konu, síklínandi sér utaní hann við öll tækifæri óumbeðin og  án nokkurs tillits til aðstæðna, ég er samt alveg hætt að taka þetta persónulega...eins og svo margt annað 

laugardagur, 8. nóvember 2008


eru ekki allir komnir úr nærbuxunum...eða er ég ein 
um að vera svona lausgirt, elska þennan gæja alveg

þá er maður búinn að mótmæla, henti samt engum eggjum í alþingishúsið enda var mér kennt að maður eigi að borða matinn sinn og finnst þetta hálfgert bruðl með matvæli, hvað varð um gamla góða gjallarhornið, spreybrúsann og persónulegar móðganir: "geiri feitabolla" "árni bólufés", nei djók, það er auðvitað miklu málefnanlegra að kasta eggjum eða allavega ógeðslegra að þrífa þau af 

jesús kristur! ragnhildur steinunn er í sjónvarpinu að strjúka gúrku!!! á þetta ekki að heita fjölskylduþáttur

miðvikudagur, 5. nóvember 2008

hún jen á my polaroid blog tók þessa mynd í dag og setti á bloggið sitt undir yfirskriftinni "hope is here", mér finnst þetta fallegt, til hamingju heimur 

þriðjudagur, 4. nóvember 2008


heimilið er í heljargreipum, uppþvottavélin gafst upp á lífinu og fjölskyldumeðlimirnir breyttust skyndilega allir í svín, beljur og ketti sem öll segja "ekki ég" og skima eftir litlu gulu hænunni sem virðist hafa flúið land með bankaglæponunum (klár stelpa), maður áttar sig engan veginn á umfangi eigin leirtaus fyrr en það er allt mætt upp á borð drulluskítugt og illa lyktandi, svakalega hef ég vanmetið skápaplássið í eldhúsinu, ég verð alveg máttlaus upp að öxlum við að horfa á allt þetta subbudrasl, get ekki hugsað mér að vaska upp, tilhugsunin ein nægir til að beina blóðflæðinu öllu niður í fætur og ég finn mig tilneydda til að fara út að hlaupa í staðinn, miðað við slagveðrið þarna úti mætti ætla að ég væri haldin dauðaþrá, hundræfillinn mændi á mig með skelfingarsvip og barðist við vindinn, hundurinn minn er myrkfælinn með eindæmum og í þokkabót stórkostlega hræddur við snöggar hreyfingar, tré í vindi geta t.d. verið sérlega ógnvekjandi, ég aftur á móti óttast hvorki myrkur né votviðri, öðru máli gegnir um þessa vömb sem ég er að fá, djöfull er það skerí fyrirbæri!!!

sunnudagur, 2. nóvember 2008


sunnudagsmorgun í draugahúsinu og enginn nennir á fætur nema ég, ekki einu sinni hundurinn, "hlýtur að vera rigningin" hugsa ég með mér og drekk extra mikið kaffi, svaf samt illa í nótt, líklega vegna þess að  ég át yfir mig af bestu pizzu í heimi í gær (ala moi) og frekar gómsætri döðlukaramelluköku (ala husband), uppskar endalausar martraðir um fólk með svínshausa sem ég held að sé nú bara tilviljun þó pizzupæjan og bakaradrengurinn telji hvorki bjóra né hitaeinigar á laugardögum, bram stoker skrifaði víst dracula upp úr martröð sem hann fékk eftir að hafa étið yfir sig af humri, já já ef það þyrfti ekki meira til en að éta yfir sig til að vekja í sér skáldið þá er ég nú hrædd um að þessi stelpa væri nóbelsverðlaunahafi