föstudagur, 25. janúar 2008

nú verða þessir handritshöfundar þarna í holly að fara leysa sín mál sko, ef þetta klárast ekki fyrir óskarinn ætlar minn maður bara hreint ekki að mæta sem þýðir ég missi af langþráðri margra klukkutíma slefstund og stalkerafíling, djöfullinn hafi það skilur þetta fólk ekki hvað er í húfi!!! svo finnst mér þetta gróf misbeiting á verkfallsréttinum, ég meina síðan hvenær fer forríkt fólk í verkfall??? þetta pakk á bara að múta einhverjum!!!

miðvikudagur, 23. janúar 2008

ef þið eruð að hugsa um að fara á lust caution skulu þið bara sleppa því, kínverjar eru ekki góðir í að ríða, skröltist þið frekar út á videóleigu og takið brokeback mountain, þeir kunnu sko alveg að ríða, líka til að skála fyrir honum heath ledger, maður er bara hálf miður sín svei mér þá, viggo minn er samt tilnefndur til óskars frænda (about focking time) og ég bíð bara eftir að hann biðji mig um að vera deitið sitt, hmmm...í hverju ætti ég að vera....

mánudagur, 21. janúar 2008

sá svartan krumma sem settist á drifhvítan snjóskafl og sökk upp að hálsi, virtist í fyrstu hissa og ringlaður, reyndi að breiða úr vængjum en gat sig hvergi hrært, varð pirraður og reyndi að hoppa upp úr holunni en fyrir vikið varð holan bara dýpri, og snjórinn þyrlaðist upp í kringum hann


dag einn reyndu steinninn og skýið að tala saman um lífið og vonina og allt þetta sem enginn fingur verður settur á, orð steinsins voru svo þung að þau komust aldrei á neitt flug og skýið fékk þeim ekki haggað sama hvað það reyndi, en orð skýsins voru svo létt og gagnsæ að þau festu sig ekki við neitt sem mark var takandi á heldur feyktust um í vindinum og urðu þynnri og þynnri þar til steinninn gat ekki lengur greint þau frá loftinu, skýið gat ekki varist þeirri tilfinningu að það væri beljan í brandaranum um beljuna sem situr uppí tré og prjónar marmelaði, steinninn heldur því fram að ský eigi sér engan samanstað og verði því aldrei ánægð, ólíkt steinum sem þekki blettinn sinn betur en flestir aðrir, sætti sig hljóðir við hann og móti hann með tímanum með eigin þunga svo úr verði hola í jörð sem enginn annar steinn geti fyllt, skýið reyndi í ofboðið að ná sambandi við þyngdarlögmálið en fékk alltaf sama svarið: þú ert of léttvægt og stefnulaust til að nýtast til nokkurs sem gagn er af, talaðu við mig þegar þið ský hafið fundið leið til að bindast hinum efnislega heimi og öðlast fast form, skýið fylltist vonleysi því þó það hefði lesið margar bækur og hlustað á margt fólk tala um massa, þéttni og mælanleika og aðra áreiðanlega og óvéfengjanlega hluti þá hafði það aldrei skilið neitt af því enda eru það örlög skýja að láta veruleikann streyma í gegnum sig án þess að það sitji í raun nokkuð eftir, skýið hafði líka margreynt að hnoða sig saman, þétta sig í litla, harða kúlu, verða steinn og falla til jarðar með þungum dynk en tókst aldrei að verða meir en regndropi sem steig jafnóðum upp aftur og þar með var skýið komið á upphafsreit, þessar tilraunir skýsins vöktu jafnan furðu steinsins sem fylgdist með úr fjarska og hugsaði sitt en sagði fátt, það gerði steinninn af tillitsemi því þrátt fyrir allt gerði hann sér grein fyrir því að þeirri gagnrýni sem lýtur að eðli hlutanna er erfiðast að taka og auk þess vissi hann steina best að grjótkast úr glerhúsi er stórhættulegt

samkvæmt virtu persónuleikaprófi mælist ég 1 í extróvert, spurning um að gera alvöru úr þessum gísli á uppsölum-lífstíl, fá sér kofa uppí fjalli og gleyma þessum heimi


"langt í burt vakir veröld stór

grimmum töfrum tryllt

eyrðarlaus, óttast nótt og dag

augun þín óttalaus og hrein brosa við mér björt

vonin mín blessað brosið þitt

vekur ljóð úr værð

hvílist jörð hljóð í örmum snæs

liljuhvít lokar augum blám litla stúlkan mín"

föstudagur, 18. janúar 2008

hey bíðið aðeins, ég er búinn að setja mér markmið fyrir 2008, tatarata lúðra takk, ég ætla að læra á fótósjopp og hafiði það!!!
það er alltaf föstudagur, sem væri fínt ef það væri ekki líka alltaf mánudagur, langar í kaffi, langar í hvítvín, langar í djúsí samræður, langar ekki á útsölu en ætla að fara því elsku mamma mín gaf mér pening í námslokagjöf, fæ mér annað hvort töffarabuxur eða skottupils...og bólufelara, sjitt sjitt sjitt!!!

föstudagur, 4. janúar 2008

ég hef svo lélegt minni, man bara engan veginn hvað stóð upp úr á árinu, ætlaði að gera þetta upp með nákvæmni taugaskurðlækninga en dettur bara ekkert í hug, getur verið að líf mitt sé svona djöfulli flatneskjulegt? getur verið að ég þetta borderlængeðhvarfasýkiskeis með lífslöngun á stærð við forsögulegt skrímsli og frumspekilega trúarsannfæringu þess sem veit ekki betur lifi svo tilbreytingarlausu lífi að þegar ég lít yfir farinn veg sjái ég ekki svo mikið sem eitt tásufar?, með tilliti til þess að öll tilvistarheimspeki (fyrir tíma sjálfshjálparrúnks) boðar að viti maður ekki hvar maður hafi verið hafi maður heldur ekki grænan grun um hvert maður er að fara (sem er slæmt að mér skilst) þá hlýt ég að eiga ömurlegt ár í vændum, á 21. öld verður maður víst að hafa markmið, það er mjög nútímalegt og smart og auk þess til marks um að þú sért heilsteyptur karakter með skýra sjálfsmynd og mikið sjálfsöryggi, maður á að hafa mörg skammtímamarkmið sem öll leiða mann beint og örugglega að vel skilgreindu langtímamarkmiði þar sem draumar rætast og fólk realíserast, "hvar sérðu þig eftir tíu ár?" (og eins gott að svara!!!), ....eeh...ha... ja ég vil nú bara vera glöð, "gott og vel en hvað viltu vera?", nú... glöð... og svo er ég sko alveg eitthvað (dáldið pirruð í röddinni)...ég er sko alveg helvíti drífandi stundum...og fyndin og góð í að...í að ehh...bara allskonar sko, nei andskotinn hafi það þetta verður ágætt ár hvernig sem það verður og þó það hafi ekki farið neitt æðislega af stað, flugeldarnir ekkert að ná inn að hjarta, sálin kemst einhvern veginn ekki í gegnum myrkrið á morgnana og verður eftir undir koddanum, ég hugsaði málið lengi á klósettinu í morgun (en maður á samt alls ekki að sitja ítrekað lengi á klósettinu, maður getur víst fengið legsig og guð má vita hvað) og ég komst bara ekki að rökrænni niðurstöðu, þar sem ég sat með nærbuxurnar á hælunum og hangandi haus virtist það svo algjörlega fjarstæðukennt, bara fáránlegt alveg að það sé ætlast til þess að ég fari á lappir í þessu roki og þessum kulda og þrammi út í þetta myrkur (eins og ég eigi að fagna því) jafnvel (og hér verður fáránleikinn næstum fyndinn) með svefndrukkna kríu undir vængnum og vera svo rosalega pródúktív og hafa gaman af þessu öllu...er einhver furða að maður sé hálf minnislaus?