sunnudagur, 29. apríl 2007



"Gef að stjörnurnar skíni svo aldrei ég týni
því sem geymi í hjarta mér enn
mitt ljós, mitt fegurst augnayndi..."
ég é ekki krónu og ekkert þvottaefni, haugurinn í þvottahúsinu er svo geigvænlegur að ég óttast að mér muni ekki endast ævin tll að vinna mér inn pening fyrir nægu þvottaefni til að þvo allan þennan þvott, þetta virðist óyfirstíganlegt, er ekki einhver í framboði sem ætlar að útrýma óhreinu tauji...

miðvikudagur, 25. apríl 2007

í dag er ég með hausinn í skýjunum
í dag er ég ekki í stuði fyrir skynsamlegar ákvarðanir
í dag er ég búin að eyða of miklum peningum
í dag er ég búin að slá hlutum á frest
í dag er ég staðráðin í að vera bara slétt sama
í dag er ég ekki til í að segja sjálfri mér að þetta sé ekki nógu gott
í dag finnst mér þetta bara alveg djöfulli gott
í dag er ég glöð

miðvikudagur, 18. apríl 2007



mig dreymir dreymir dreymir ég þrái þrái þrái

ég er húsamús, ég vil lúra á eldhúsgólfinu við opinn glugga, með sumarsól í andlitinu og kyrrð kyrrð kyrrð og augnablik sem er laust við gærdaginn og morgundagurinn hefur enga merkingu

sunnudagur, 15. apríl 2007

ég bara get ekki ákveðið hvort ég á að vera ógeðslega dugleg eða ógeðslega löt, það er eins og það komi bara ekkert til greina nema þetta tvennt, að vera framúrskarandi eða fjarverandi (almennt), eyði tímanum í að hlaupa með madonnu í eyrunum (...are you ready to jump, yes i´m ready to jump...) og kossaflens með þessum sæta sem ég vakna hjá

i loved you in the morning
our kisses deep and warm
....
many loved before us
i know that we are not new
in city and in forest
they smiled like me and you
...
i´m not looking for another
as i wander in my time
walk me to the corner
our steps will always rhyme
you know my love goes with you
as your love stays with me
it´s just the way it changes
like the shoreline and the sea

leonard cohen

mig langar að hætta að vinna og gera upp gamalt hús, það yrði hvítur klappmúr á veggjunum og risastórir gluggar í eldhúsinu og alltaf alltaf appelsínugulir túlípanar á eldhúsborðinu

föstudagur, 13. apríl 2007

ég er að kyrkjast í þessum hversdagsleika, er einhver með ráð við krónískri ævintýraþrá (eitthvað sem felur ekki í sér óhóflegt súkkulaðiát), sætti mig við góða sögu eða fagra tóna

sunnudagur, 8. apríl 2007

ég er búin með páskaeggið, það var nr.9, ég borðaði það allt ein, líður soldið eins og ég sé með ull utaná tönnunum....
það er fuglasöngur úti í garði og ég þarf að þrífa hundaskítinn á pallinum, annars langar mig bara að vera úti úti úti úti, helst í pollagalla og stígvélum, ég fór útí móa í gær og það er lykt af lynginu þó það sé grátt og dautt

fimmtudagur, 5. apríl 2007

Ég nenni ekki að læra, þríf og ét út í eitt og hleyp eins og vitfyrringur með hundinn þess á milli..........
það er hvítvínsflaska í ískápnum
langar í ævintýri og reyni að sannfæra mig um að það sé hér, búin að skrifa það stórum stöfum á krítartöfluna í eldhúsinu; ævintýrið er hér, trúa því, trúa því, trúa því..........

miðvikudagur, 4. apríl 2007

það kemur bráðum vor, ég finn það á lyktinni og gleðinni í hjartanu mínu, ég fór niður í fjöru í morgun og langaði bara að hlaupa og hlaupa og hlaupa...
við krían fórum í blómaval að kaupa páskaskraut, allt fullt af forljótu drasli sem átti að verða girnilegt með 30% afslætti, við völdum nokkur gul kerti og appelsínugula túlipana...svei mér þá ef það er ekki soldil sól í stofunni