miðvikudagur, 31. mars 2010

í hreinu húsi

ég þakka ammælisóskirnar frá mínum fáu en dyggu lesendum, ég fer ekki ofan af því að fáir mjög gáfaðir lesendur eru miklu betri en margir vitlausir, ég er búin að drekka kaffið og borða banana og meira að segja hafragraut en ég er samt engan veginn vöknuð, annað hvort er ég svona þreytt eftir brjálæðislegu vorhreingerninguna sem við eiginmaðurinn höfum staðið í síðasta sólarhringinn eða svona dröggeruð af lakkinu sem við máluðum eldhúsvegginn með eftir að hafa fjarlægt múrsteinslíkisviðbjóðinn sem hefur meitt í mér augun síðan við fluttum hér inn, mér líður eins og húsið hafi verið hreinsað af illum anda og hugsanlega nota ég draslið sem eldivið ef ég kveiki bál í kvöld í vinnulokapartýi systur minnar, sem er líklegt og ekki voga ykkur að hringja á slökkviliðið

mánudagur, 29. mars 2010

ammæli

krummukrunk er þriggja ára í dag, það sem byrjaði sem tæknilegur klaufaskapur eftir lítilsháttar drykkju seint um kvöld fyrir þremur árum síðan hefur undið svona dáldið uppá sig og er orðið að nokkuð ómissandi hluta af tilveru minni, eins og svo margt annað á ég þetta allt saman fíu að þakka, ég sat sumsé uppí rúmi með tölvuna mína þarna fyrir þrem árum síðan og drakk hvítvín og las bloggið hennar fíu (sem er í alvöru talað miklu betra blogg en mitt þó það mætti uppfæra það oftar), það hafði ég vitaskuld gert oft áður en einhverra hluta vegna fannst mér í þetta skiptið að ég yrði að skilja eftir komment, í þeim geira var ég alls óreynd og kunni lítið til verka og því fór sem fór, í stuttu máli sagt var ég af einhverjum sökum alveg sannfærð um að engin leið væri að kommenta á síður annarra nema eiga sjálfur síðu svo ég bjó til eitt stykki slíka, langsótt vissulega en ég hef jú lengi verið þekkt fyrir að flækja einfalda hluti út í það óendanlega, í fyrstu ætlaði ég auðvitað ekkert að gera með þetta og leit meira á það sem svo að þetta væri ágætis æfing í að læra á tölvuna mína sem ég var nýbúin að kaupa, svo hugsaði ég með mér að það gerði nú ekkert til bulla smá um eitthvað sem engu máli skipti því það væri hvort eð er enginn í veröldinni að fara að lesa þetta, svo missti ég bara smám saman stjórn á þessu öllu og allt í góðu með það, mér þykir vænt um þetta blogg, það svalar að einhverju leyti þörf minni fyrir að búa til eitthvað fallegt sem er um það bil það eina í heiminum sem veitir mér hamingju, og þó móðurmálslöggan hafi sjálfsagt stundum hugleitt að handtaka mig fyrir stafsetningarvillur og slettur og þó ég eigi það til að fara hamförum í vitleysisgangi og barma mér meira en góðu hófi gegnir þá hressir það mig alltaf að skrifa og mér þykir agalega vænt um þegar ég heyri að ég hafi hresst aðra í leiðinni, hefði ég til þess vald myndi ég gefa ykkur sem þetta lesið frí í tilefni dagsins og bjóða í kampvín en manni er víst ekki allt fært í þessu lífið þó maður sé allur af vilja gerður, ég ætla samt að drekka þennan eina bjór sem ég á og skála fyrir sjálfri mér af því að líkt og svo margir aðrir gerir ég ekki nándar nóg af því að fóstra í mér sjálfsánægjuna og taka mér tíma í að vera doldið glöð með það sem ég þó geri, það skiptir nefninleg máli að gera hlutina, ekki bara hugsa um þá, það er til lítils að vera alltaf að hugsa um að mann langi svo að skrifa eitthvað en skrifa aldrei neitt, þetta blogg varð til þess að ég fór að skrifa og núna skrifa ég líka stundum eitthvað annað og kannski verður það einhverntíman að einhverju enn öðru, hver veit, hver veit, ég, verandi the shameless birthdaybrat, óska ég mér allavega til hamingju með ammælið

ég bið svo fólk um að lesa brotið úr innsetningarræðu nelson mandela sem ég var að líma inn hér til hliðar, fía minnti mig einmitt á þetta núna nýlega og maður þarf að minna sig á þetta oft

laugardagur, 27. mars 2010

ég er svo rík (í sama skilningi og afinn í jóni oddi og jóni bjarna)

ég er heppnasti öreigi í heimi, það hefði einhver átt að segja karl marx að lausnin á vanda öreiga heimsins sé að útvega öllum systur eins og mína, ég held að það hafi komið fram oftar en einu sinni á þessu bloggi að aumingjagæsku og elskulegheitum systur minnar í minn garð virðast engin takmörk sett, sumu fólki er það nefninlega gefið að vera stöðugt að toppa sjálft sig á öllum sviðum og þegar að góðgerðum í minn garð kemur virðist systir mín hafa það viðmið að út yfir endimörk alheimsins sé endamarkið, þar af leiðandi á ég núna mat í mínum áður sorglega tóma ísskáp og páskaegg og meira að segja kaldan bjór, ég veit, þetta er fáránlegt, manneskjan er ótrúleg, þið eigið eftir að skilja hvað ég meina þegar hún verður forsætisráðherra en gott væri ef það gerðist sem allra fyrst, nú er ekki laust við að ég sé farin að fá nettan móral yfir því hvað ég geri upp á milli systkina minna í þessum skrifum mínum, bróðir minn er vissulega stórfínn náungi þó hann hafi lamið mig óþarflega mikið í æsku og komið sér upp þeim leiða ósið að hringja bara í mig þegar hann vantar eitthvað, nú svo eigum við okkur auðvitað djúpstæð ágreiningsefni eins og hvað sé boðlegt að setja uppí sig og hvort framsóknarmenn séu eitthvað til að taka alvarlega, en samt í alvöru maðurinn er algjör eðalgaur, hann er bara svo djöfulli jarðbundinn að maður er ekki alveg viss um hvort það geti talist réttu megin við normið, ég hugsa að ef móðir okkar ætti að lýsa okkur afkvæmunum með því að styðjast við íslenskar klisjur í líkingamáli myndi hún segja að systir mín sé eina barnið sem hún hafi í raun eignast en svo hafi tröllin fært henni bróður minn og álfarnir mig, það gefur því að skilja að við bróðir minn eigum ekki gott með að ræða ýmsa hversdaglega hluti eins og tildæmis kvikmyndir, ég er löngu hætt að voga mér að mæla með bíómyndum við hann því það vill enda með ósköpum og jafnvel blammeringum á báða bóga eins og að hann sé tornæmur þulli með ekkert innsæi og ég sé klikkuð og vitleysingur og algjörlega út úr heiminum að flestu leyti, systir okkar settlar yfirleitt slaginn þó að í laumi haldi hún auðvitað með mér (en ekki segja honum það, hann verður brjálaður), hún er bara svoddan diplómat að eðlisfari og gædd meiri náðargáfu í samskiptum en við hin getum nokkurn tíman vonast eftir að öðlast, að hafa lifað af sambúð við okkur systkini sín og komist frá því óbrjáluð eru óyggjandi rök fyrir því að konan eigi að stjórna heiminum, en öreiginn ég mun ekki láta staðar numið hér við að notfæra mér velvild fjölskyldumeðlima því mitt næsta trix verður að brjótast inná heimili móður minnar og stela þar öllu ætu en hún missti það út úr sér áður en hún hélt af landi brott að hún ætti kjúklingabringur í frystinum og oststykki í ískápnum, móðir mín kenndi mér snemma að vera nýtin og ég hef bara enga eyrð í mínum beinum vitandi af matvælum út í bæ sem liggja undir skemmdum og finnst ég knúinn til að gera eitthvað í málinu, kannski ég hringi í bróa líka og suði út úr honum fimmþúsundkall

þarf maður svo ekki að fara að finna bóndabúninginn og vinna einhver garðverk? fjarlægja kannski jólatréð af pallinum og svona.... eða hvað finnst ykkur?

miðvikudagur, 24. mars 2010

stutt kveðja frá landi ómegðar og eymingjaskapar

andskotans fíflagangur er þetta í fullorðinni manneskju að geta ekki hugsað um neytt nema páskaegg, allir slakir samt, það er búið að loka visakortinu svo mín er ekkert að fara að gera neytt í málinu, frjáls fjárframlög væru vel þegin og ég lofa uppá mína tíu fingur að eyða þeim öllum í vitleysu

mánudagur, 22. mars 2010

að tapa fyrir sjálfum sér (er ömó)

að fá sér bjór eða fara út að hlaupa, lífið er fullt af erfiðum ákvörðunum og þessi mánudagseftirmiðdagur ætlar ekki að gefa neitt eftir á því sviðinu, ég verð að fara mjög skipulega yfir þetta

rök fyrir bjór: í fyrsta lagi týndi ég hundinum mínum í dag, ég ætla ekki að reyna að útlista það fyrir þeim sem aldrei hefur átt hund hvers konar angist fylgir því þegar loðkrílið manns hverfur að heiman en ég fullvissa fólk um að hafi maður einhverntíman þörf fyrir að deyfa sig með áfengi þá er það á slíkri stundu! (í augnablikinu liggur umrætt loðkrílið beint fyrir framan mig og nagar spýtu og dreifir bitunum um alla stofu, ég var að ryksuga en það er svo ógeðslega sætt hvernig hún notar framloppurnar eins og hendur að ég fæ ekki af mér að stoppa þetta), í öðru lagi er ég búin að þrýfa eins og andsetin síðustu tvo tímana og á það skilið að hangsa í tölvunni með bjór á meðan það er ennþá eitthvað eftir af niðurhalinu...og bjórnum (ég er gift erfiðum manni hvað þetta varðar), í fjórða lagi er mánudagur og mér þykir bjór góður svo maður bendi á hið augljósa

rök fyrir hlaupum: í fyrsta lagi þá er stutt í að eitthvað komi uppúr buxnastrengnum sem ég vil ekki setja orð á en þið skiljið hvað ég er að fara þegar þið lesið næstu röksemd, í öðru lagi á ég tillitslausa fjölskyldu sem hélt tvö ammæli og eina fermingarveislu um helgina og ég hef að öllum líkindum innbyrgt eitthvað í kringum fimmtíuþúsund hitaeiningar á síðustu dögum sem er alltaf slæmt fyrir meðalháa manneskju, í þriðja lagi er gott að hreyfa sig þegar maður þjáist af áfallastreitu í kjölfar átakamikils hundhvarfs og er í þokkabót dáldið tæpur á geði af því maður getur ekki tekið ákvarðanir (sjá póst hér neðar)

og talandi um að vera tæpur á geði, í bráðlæti og örvæntingu yfir því að vera haldin ólæknandi ragmennsku og ákvarðanafælni keypti ég mér nýlega bókina meiri hamingja á tilboði inní eymundson, að minnast á það að bókin hafi verið á tilboði er ekki tilraun til að afsaka eyðsluna heldur verknaðinn sjálfan eins og hann leggur sig, höfum það alveg á hreinu að mér þykja sjálfshjálparbækur algjör sveppasýking innan bókmenntageirans og mig hreinlega skortir orðaforða til að lýsa því hversu bilaðslega plebbalegt mér þykir að lesa slíkar bækur (ég er búin að opna bjórinn, þetta tekur svo á), núna líður mér eins og þetta sé eitthvað sem ég hafi gert á slæmu fylleríi þar sem hlutirnir fóru gjörsamlega úr böndunum og urðu mér ofviða, mér til varnar vil ég taka það fram að manneskja sem ég tek mjög mikið mark á mælti með bókinni og slíkt getur alltaf ruglað dómgreindina hjá andlega vanheilu fólki eins og mér, vinsamlegast sýnið skilning, við gerum öll mistök



ég er byrjuð að lesa bókina og hún er sko alveg ágæt en ekki hafa það eftir mér

reynum secret

miða á listahátíð, miða á bíódaga græna ljóssins, miða á the lovely bones, miða til lux að heimsækja mömmu mína, miðamiðamiðamiðamiðamiðamiðamiða

laugardagur, 20. mars 2010

hvað skal gera...

kvefslen í mínum kroppi, ég verð í alvöru talað að fara að borða meira af rotvarnarefnum og unnum kjötvörum, enn ein vikan liðin og ég hef ekki gert neitt af því sem ég þarf nauðsynlega að gera, en það er eftirfarandi:
1. taka ákvörðun um hvort ég geti raunverulega hugsað mér að gera tilraun til að lifa af námslánum (muna!!! ég er nautnasjúkur eyðsluseggur)
2. athuga hvort ég eigi yfir höfuð rétt á námsláni
3. komast að því hvort það sé hægt að taka ba-nám sem ma-nám
4. vinna í lottó svo allt þetta skipti engu máli og ég geti orðið áhyggjulaus og hamingjusamur nemi í ritlist við háskóla íslands

öll manns vandamál verða þó hálfómerkileg þegar guð bendir manni pent á að hvað sem öllu öðru líður er að koma vor, skiptir í alvöru talað eitthvað máli annað en það að eftir tvo mánuði verður grasið orðið grænt? það er satt að segja hálferfitt að vera annað en fullur af góðum ásetningi þegar sólin skín fyrir utan eldhúsgluggann og maður á hund sem situr við útidyrahurðina með bænarsvip eins og til að minna mann á að það er alveg ókeypis að fara út að hlaupa með hundinn sinn í góðu veðri og geðbætandi í þokkabót, held ég geti ekki hafnað þessu tilboði

þriðjudagur, 16. mars 2010

enn um sæta menn (þetta hlýtur að vera hormónatengt)

nei nei nei og aftur nei ég er ekki að taka þátt í mottumars!!! djók, það hefur enginn spurt, hjúkk ég myndi sko alveg drepa mig, þó mér finnist allir þessir mottumenn alveg ógeð krúttlegir er ekki þar með sagt að ég vilji vera með þeim í liði, ég er meira svona að reyna að vera hressa klappstýran og hrósa öllum fyrir það hvað þeir eru sætir og smart, mér finnst þetta frábært framtak, ekki bara vegna þess að málstaðurinn er góður heldur líka vegna þess að þetta gefur öllum skápamottumönnunum tækifæri til að njóta sín og safna sinni mottu óáreittir og fá meira að segja fullt af jákvæðri athygli út á það, það er sorglegt hversu margir menn neita sér um góða mottu eingöngu vegna þess hversu ófyrirgefanlega lúðalegt það hefur hingað til þótt fyrir karlmann að safna yfirvaraskeggi hafi hann ekki fyrir því löglegar afsakanir eins og að vera útlenskur, mottist þið bara áfram strákar þetta er æði

sunnudagur, 14. mars 2010

sms í óskilum

rétt í þessu fékk ég brjálæðislega fyndið sms frá guð má vita hverjum:
reddad! v sækir r og s i sitthv lagi, pulsuparti a f57, tu bara enjoy the day, elska tig, arnar husm.

arnar húsmóðir hver sem þú ert ertu góður maður og tu bara enjoy the day too!

gallagripur

mikið ofsalega væri gott ef maður gæti losnað við þennan ótta, já og köfnunartilfinninguna, best af öllu væri ef tölurnar í jöfnunni hefðu enga vigt og xin væru ekki svona mikill óvissuþáttur, það er alls ekki góð uppskrift að manneskju að blanda saman miklum ótta og mikilli frelsisþrá, þetta tvennt gengur alls ekki í efnasamband og eiginlega útlilokar annað alltaf hitt, sem er vont, vont vont vont, hrúgan undir mottunni er orðin að fjalli og mig hrjáir verkstol (er það orð? segjum það), ég sem álít mig svona frekar iðna manneskju....

miðvikudagur, 10. mars 2010

á meðan kakan bakast....

ef þessu litla skýi væri skipt út fyrir nótu (ekki vísanótu samt!!!) væri maður kominn með uppskrift að ágætis degi......mætti kannski bæta við súkkulaði, ég er einmitt að baka súkkulaðiköku handa elsku nemendunum sem eru búnir að standa sig afar vel í þemadagavinnu þessa vikuna þó stelpurnar í danshópnum mínum hafi ekki fallið fyrir þeirri hugmynd að líma á sig bringuhár og handakrikabrúsk fyrir sýninguna á morgun, mér fannst þetta tryllingslega góð hugmynd hjá mér en einhverra hluta vegna féll hún í svona fremur grýttan jarðveg, ekki einu sinni minn eiginn unglingur sem er í þeirri vandræðalegu stöðu að vera í hópnum mínum tók undir grínið, það hefur greinilega eitthvað misfarist í uppeldinu hjá manni, reyndar ekki alveg því elsku hjartað er búið að taka til í eldhúsinu tvooooo daga í röð! látum það liggja milli hluta að hún skuldaði föður sínum orðið svo mikla peninga að hótanirnar um að selja hana í sirkus voru farnar að heyrast á milli hæða í húsinu, kríuljósið eða "litli skítur" eins unglingurinn (á móti uppnefndur "stóri skítur") vill helst kalla hana er aðeins að fara fram úr sér í metnaði þegar kemur að lestri, hún hefur hingað til átt nóg með að komast í gegnum skúla skelfi sem telur um níutíu blaðsíður með stóru letri og myndum en er nú algjörlega harðákveðin í að næst ætli hún að lesa twilight, ég hef bent henni á að bókin sé sexhundruð síður eða svo en tölur eru svo óskaplega afstæð hugtök þegar maður er nýorðinn átta ára og halda reyndar áfram að vera það þegar maður fullorðnast nema þá kemur það helst fram í því hvað maður hefur rosalega lélegt verðskin, ég borgaði til dæmis 100 krónur fyrir epli í dag í íþróttahúsinu, bara eitt epli sko, ekki mörg, eitt rautt epli og kannski fóru væntingarnar eitthvað úr böndunum í takt við verðlagið en ég verð nú bara að segja eins og er að þetta var svona frekar mikið meðalepli, ömurlega svekkjandi

eru þið annars ekki örugglega með hljóðið í botni á tölvunni ykkar svo þið heyrið rufus syngja chelsea hotel eftir cohen? ég fer alltaf næstum að grenja þegar ég hlusta á þetta

mánudagur, 8. mars 2010

sumt gerir mig reiða

ef ég ætti eina ósk myndi ég óska mér frelsis frá umbúðum, það er alveg sama hvernig ég reyni að hagræða innkaupunum hér er alltaf allt á floti í umbúðum og þó ég flokki eins og vitskert er ég gjörsamlega að drepast úr umhverfisáhyggjum, mér verður líkamlega illt þegar ég fer út með ruslið og fæ skyndilega fullkominn skilning á því hvers vegna sumt fólk stundar þá undarlegu iðju að hýða sig, ég er ekkert að djóka þegar ég segi að mér finnst það hvernig við náttúruklúðrið menn umgöngumst þessa jörð ekkert nema viðbjóðsleg móðgun við guð, ég fyllist biblíulegri sektarkennd og finn til persónulegrar ábyrgðar gagnvart deyjandi dýrategundum þegar ég sit í bíl og langar bara að flytja uppí andesfjöll og eiga lamadýr og grænmetisgarð, það er annars helst fréttnæmt hér á bæ að ég gerði tilraun til að horfa á fréttirnar um helgina en ég er búin að vera í fréttaverkfalli í mjög marga mánuði, það er skemmst frá því að segja að ég er ennþá að ná úr mér kjánahrollinum og svo ræðum við ekki orð um það meir, það sem er öllu átakanlegra er að bráðum verður byrjað að selja miða á listahátíð og ég á rúmar fjögurhundruðkrónur í bankanum, gæti ekki bara einhver tekið það að sér að drepa mig með skeið og get it over with, og svo er það auðvitað ömurlega fíflalegt að óskarsverðlaunin hafi verið afhent í 82. skipti í gær og í fyrsta skipti hafi kona verið valin besti leikstjóri, fock that!

sunnudagur, 7. mars 2010

að horfa á sæta stráka er góð skemmtun

að fara í bíó með vinkonum sínum er endurnærandi, jafnvel þó maður hafi neyðst til að kaupa morðdýran miða í asnalegan vip sal með risavöxnum lazyboyum og pínulitlum poppkornspokum, andúð á lazyboyum er hluti af lífsviðhorfi mínu og á poppkornspokum hef ég þá skoðun eina að þeir eigi ekki að vera á stærð við desilítramál, þrátt fyrir meinta mýkt lazyboya er mér illt í mjöðminni því ég er með mjög svæsið sár á rófubeininu og gat alls ekki setið nema á annarra rasskinninni út alla myndina (einhverra hluta vegna er ég alltaf að slá inn tvö ii í röð, svona eins og ég sé í þykjó að skrifa finnsku), rófubeinssárið er ekki neyðarleg afleiðing af einhverjum heimilsdónaskap, bara smá óhapp tengt líkamsþjálfun, go figure! eftir stuttan fund í fjólubláu mözdunni eftir myndina (er þetta ekki mazda annars bráin mín?) urðum við einróma sammála um að jake gyllenhal sé sjúkt sætur mo-fo og það sem helst mætti finna að myndinni sé tilfinnanlegur skortur á nekt af hans hálfu, við vorum búnar að gera ráð fyrir því að menn væru aðeins meira á hlýrabolnum og svona og fannst þetta nett vörusvik, en sumsé hin ágætasta mynd þrátt fyrir ákaflega stereótýpíska framsetningu á afgönum með ælæner, og að öðru, nú en maður er auðvitað nötrandi af spenningi yfir óskarnum (feitt djók), ef þessi glataði james cameron vinnur í nótt er ég í alvöru að hugsa um að hætta að borga mig inná bíó og kaupa mér bara ótakmarkað niðurhal!

engin pressa en ég minni samt á að...

þú átt bara eitt líf og það byrjar ekki á morgun svo vinsamlegast reyna að taka ákvarðanir!

mánudagur, 1. mars 2010

sjúkt fyndið strokleður

ég geri aldrei misteikur, jebb that´s me folks