það er svo margt sem bendir til þess að ég eigi að sleppa því að vaska upp að mér er ekki stætt á öðru en að taka það til greina, maður á að hlusta þegar úniversið talar til manns, ég er líka svo þreytt í höfðinu að ég má ekki við meiru og þvert á það sem flestir halda þá er uppvask langt því frá að geta kallast a mindless task, alla vega ekki ef maður rækir það almennilega af hendi eins og við áráttuhegðunarfólkið gerum, morgninum hef ég eytt algjörlega örvilnuð í að leysa heimsins erfiðustu gestaþraut: hvernig býr maður til tuttugu fermetra úr tólf? og mig er farið að gruna að það sé meira en smæð höfuð míns og hægt vinnsluminni þegar kemur að tölum sem gerir þetta dæmi svona flókið, mergurinn málsins er að mig vantar nauðsynlega aukapláss í íbúðina mína svo ég geti útbúið mér vinnuherbergi, ég er búin að snúa hjónarúminu á alla mögulega kannta en það bara leysir engan vanda, það er alltaf bara þessi sama l-laga fjagra fermetra mjóa ræma eftir til að spila úr og það samsvarar engan veginn hugmyndum mínum um a room with a view! eini möguleikinn sem ég sé er að snúa rúminu upp á rönd en ég held að það yrði aldrei raunhæfur kostur sama hvað ég yrði mjó, ég er líka allt of lofthrædd, ég gæti svo sem keypt koju handa okkur en einhvern veginn held ég að það myndi setja of mikinn systkinafíling í þetta hjónaband og ég er ekki viss um að það sé neitt sem ég hafi áhuga á, satt að segja hef ég enga löngun til að vera gift bróður mínum, svo virðist því sem ég sé dæmd til að gera þjóðarbókhlöðuna að heimili mínu í haust þrátt fyrir að það sé skýrt kveðið á um það í mínu lífsmottómanifestói að ég dvelji ekki inní byggingum sem hafa engin opnanleg fög lengur en ég næ að halda niðri í mér andanum, hvers konar fólk byggir slík hús spyr ég nú bara, kannski samskonar fólk og hannar tólf fermetra svefnherbergi og gluggalaus baðherbergi, sem að mínu mati er dauðasynd arkitektúrsins, í alvöru, það á að fangelsa svona fólk
stundum fæ ég það óþægilega á tilfinninguna að bloggskrif séu fyrst og fremst merki um mjög óheilbrigðan áhuga á sjálfum sér...................... djöfull er maður ömurlegur