fimmtudagur, 28. júlí 2011

það er ekki hægt að hafa of mikið af bleiku


þetta er yfirskriftin að ammælinu mínu
be prepared

miðvikudagur, 27. júlí 2011

sumu fólki dettur ekki til hugar að fíflast mat

ég borðaði óheyrilega, ógeðslega yfir mig í gærkvöldi, svo óheyrilega að ég átti erfitt með svefn og í dag líður mér eins og ég hafi þyngst um hundrað kíló og muni aldrei framan skilja hugtakið svengd, ég borða alls ekki oft yfir mig en ef það gerist er það nánast alltaf magnúsi að kenna, ég veit ekki hvað það er sem magnús gerir við mat, ekki það að ég hafi ekki ótal sinnum horft á hann elda og meira að segja hjálpað til af veikum mætti, það bara skýrir ekki neitt, skýrir ekki það að þegar maturinn er kominn á borðið og fólk setur hann uppí sig gleymir það öllum almennum borðsiðum, hættir að geta tjáð sig öðruvísi en að emja og stynja og finnst að allt sem það hafi áður bragðað hafi ekki verið þess virði að tyggja það, hvað hefur maður eiginlega verið að eyða tíma sínum og kröftum í að borða hingað til, til hvers? og af hverju sagði mér enginn að blómkál gæti bragðast svona? ef ég hefði til dæmis vitað það að ef maður sýður smjör þar til það verður brúnt og sigtar það svo í gegnum klút verður til einhvers konar karamelluhnetusósa þá trust me, hefði ég fyrir löngu gert það að reglu að eiga alltaf fullan pott af þessu og éta með öllu sem ég legg mér til munns, himneskt er ekki orðið sem ég er að leyta að, mér finnst ég þurfa að kalla á oscar wilde


mynd: magnús már

mánudagur, 25. júlí 2011

reynt á þolmörk rýmisgreindar


það er svo margt sem bendir til þess að ég eigi að sleppa því að vaska upp að mér er ekki stætt á öðru en að taka það til greina, maður á að hlusta þegar úniversið talar til manns, ég er líka svo þreytt í höfðinu að ég má ekki við meiru og þvert á það sem flestir halda þá er uppvask langt því frá að geta kallast a mindless task, alla vega ekki ef maður rækir það almennilega af hendi eins og við áráttuhegðunarfólkið gerum, morgninum hef ég eytt algjörlega örvilnuð í að leysa heimsins erfiðustu gestaþraut: hvernig býr maður til tuttugu fermetra úr tólf? og mig er farið að gruna að það sé meira en smæð höfuð míns og hægt vinnsluminni þegar kemur að tölum sem gerir þetta dæmi svona flókið, mergurinn málsins er að mig vantar nauðsynlega aukapláss í íbúðina mína svo ég geti útbúið mér vinnuherbergi, ég er búin að snúa hjónarúminu á alla mögulega kannta en það bara leysir engan vanda, það er alltaf bara þessi sama l-laga fjagra fermetra mjóa ræma eftir til að spila úr og það samsvarar engan veginn hugmyndum mínum um a room with a view! eini möguleikinn sem ég sé er að snúa rúminu upp á rönd en ég held að það yrði aldrei raunhæfur kostur sama hvað ég yrði mjó, ég er líka allt of lofthrædd, ég gæti svo sem keypt koju handa okkur en einhvern veginn held ég að það myndi setja of mikinn systkinafíling í þetta hjónaband og ég er ekki viss um að það sé neitt sem ég hafi áhuga á, satt að segja hef ég enga löngun til að vera gift bróður mínum, svo virðist því sem ég sé dæmd til að gera þjóðarbókhlöðuna að heimili mínu í haust þrátt fyrir að það sé skýrt kveðið á um það í mínu lífsmottómanifestói að ég dvelji ekki inní byggingum sem hafa engin opnanleg fög lengur en ég næ að halda niðri í mér andanum, hvers konar fólk byggir slík hús spyr ég nú bara, kannski samskonar fólk og hannar tólf fermetra svefnherbergi og gluggalaus baðherbergi, sem að mínu mati er dauðasynd arkitektúrsins, í alvöru, það á að fangelsa svona fólk    

stundum fæ ég það óþægilega á tilfinninguna að bloggskrif séu fyrst og fremst  merki um mjög óheilbrigðan áhuga á sjálfum sér...................... djöfull er maður ömurlegur

þriðjudagur, 19. júlí 2011

heimilishald mínus einn

spaghetti bolognes á pönnunni og ég hlusta á víðsjá í podcastinu, barnið lyftir brúnum yfir því afreki móður sinnar að hafa eldað eitthvað annað en spælegg í fjarveru eiginmannsins og bendir henni svo á að þetta útvarpsefni sé tótallí lame, það getur vel verið að það sé ofboðslegt ellimerki að hlaða engu nema víðsjá niður í podcastinu en ég er því þá bara fegin, enda bíð ég og bíð eftir að aldurinn færi mér höfuð fullt af djúpri visku og hjarta sem þekkir ekkert nema auðmýktina, best að búa sig undir langa bið, það er svo annað mál að það er kannski óþarfi að hætta að næra börnin sín þó að einn úr fjölskyldunni - sem vill svo til að er einnig sá matgrannasti - hverfi af heimilinu í nokkra daga, þetta er í alvörunni ekki svona tragískt að það þurfi að dæma alla hina til stanslausrar svengdar, taktu þér tak kona  

mánudagur, 18. júlí 2011

grasekkjan

ég er skyndilega komin í fjarbúð, á sjálfan ullarbrúðkaupsdaginn var maðurinn minn tekinn í gíslingu af selfysska fyrirtækinu sem hann vinnur hjá og fær ekki að fara heim til sín fyrr en í lok vikunnar þegar hann hefur lokið við að smíða eitthvað dót sem heimtufrekir grænlenskir viðskiptavinir pöntuðu með alltof stuttum fyrirvara, sumt fólk hefur enga sómatilfinningu, maður reynir bara að tóra, lætur krakkann sofa uppí og horfir á myndir með ed harris, blandar sér sjúkt gott íste og borðar salat með ananas og granateplum í öll mál, löðrar sig í sólarolíu og les frá sér allt vit, aðeins einn virðist frekar ánægður með fyrirkomulagið en það er hundurinn, loðdýrið mitt er greinilega staðráðið í að gera sér sem mestan mat úr þessum aðstæðum og baðar sig í öllu því kjassi og knúsi sem annars hefði fallið hinum illséða tvífætta keppinauti í skaut, sweetness, ég kann ekki illa við ástúðlega hegðun hundsins en verð að viðurkenna að maðurinn minn hefur töluvert ferskari andadrátt og glímir ekki við þetta hvimleiða hárlos, en maður verður líklega alltaf að sætta sig við eitthvað, tölvufíkn vs hárlos og andremma.........hmmmmm.....

þriðjudagur, 12. júlí 2011

um afleiðingar þess að allir deila sama vegakerfinu

tvær konur, þrjú börn og tveir hundar sitja í fólksbíl af staðlaðri stærð og ferðast á hraðanum 0,00000000000000001 km/klst eftir þjóðvegi eitt, hvaða kommon skjaldbaka sem er myndi virðast í mjög röskum göngutúr í samanburðinum og á þeim tíma sem það tekur umræddan bíl að ferðast frá punkti a í mosfellsbæ að punkti b í austur - landeyjum væri hægt að rækta heilan regnskóg af bambus og byggja úr honum lítið vistvænt þorp með túristabúllu og öllu, ástæða hægagangsins er sú að konunum tveim láðist að leggja saman tvo og tvo og fá út hina augljósu fjóra - enda báðar með allverulega hefta reiknigetu - og hófu ferðalag sitt fyrir vikið á nákvæmlega sömu stundu og trilljónþúsund unglingar á leið á verstu og viðbjóðslegustu útihátíð veraldar, á meðan á ferðinni stendur fá þessar konur oftar en nokkur kærir sig um gallharðar sannanir fyrir því að unglingum eigi yfir höfuð ekki að hleypa nálægt neinu á hjólum, hvað þá að leifa þeim að keyra eitthvað annað en hugsanlega þríhjól, ef það þarf endilega að leifa þessu liði að keyra þá legg ég til að það verði grafið alveg sérstakt neðanjarðarvegakerfi eingöngu ætlað umferðarvanvitum sem henda bjórdósum út um bílgluggana og keyra bara nákvæmlega þar sem þeim hentar burt séð frá því hvort þar liggi vegur eða ekki, eftir meira en þriggja tíma setu í bílnum er ellibjé - sem situr í aftursætinu, búinn að borða ótrúlegt magn af haribo-hlaupi og algjörlega kominn á ystu nöf andlega - orðinn svo reiður yfir þessu öllu að hann hrópar stöðugt á bílstjórann móður sína að fara bb-leið og hina leiðina og aðra leið og alls konar leiðbeiningar sem hvorki ég né hún botnum neitt í en grunar að sé annað hvort að takast á loft eins og í harry potter eða að keyra einfaldlega beint af augum yfir tún, girðingar og skurði og komast þannig hratt og örugglega í ömmuogafasveit og rakleiðis á trampólínið, þegar bifreiðin kemst loks framhjá hryllilegu unglingalestinni brjóstast út slík fagnaðarlæti inní bílnum að rúðurnar ætla úr og mælaborðið víbrar, ekki einu sinni það að ég er algjörlega að farast í mjaðmaliðnum og bílstjórann vantar vöðvaslakandi í kúplingar-löppina slær á hamingju- og frelsisvímuna sem fer eins og risaalda um okkur farþegana og skellur á bensíngjöfinni svo nú tökumst við næstum í alvörunni á loft og erum komin á endareit hraðar en við bílstjórinn getum sagt áfengi! nokkuð sem við þurfum ekki að biðja um oft í ömmuogafasveit þar sem systir mín er húsráðandi og sú kona kann sko að forgangsraða í innkaupum skal ég segja ykkur!.......... enda deilum við jú sama genamenginu      


mynd: jen gotch via design love fest

mánudagur, 4. júlí 2011

mama is back in da house


hola hombres, ég er komin heim til mín, við krían fluttumst búferlum til bróður míns um helgina til að annast yngsta son hans svo að hann og eiginkonan - og reyndar allt þetta óreglufólk sem kallar sig hestamenn - gætu lagst í ólifnað og drykkju norður í landi, það er ekki eðli mínu samkvæmt að stuðla að því að fólk geti nært sínar lægstu hvatir en ég neita mágkonu minni helst ekki um nokkurn skapaðan hlut, konan giftist bróður mínum hvað get ég sagt, við frændi litli höfum það líka yfirleitt ágætt saman enda bæði fólk með erfiðar þráhyggjur og tendensa til að vera dáldið ósveigjanleg þegar það kemur að hlutum sem skipta okkur máli, frænda finnst ég að vísu geta verið fullmikil klína og kann ekki alltaf að meta allt þetta kjass og knús, sérstaklega ekki þegar hann er að horfa á tomma og jenna en að hans mati er það eina sjónvarpsefnið sem er þess virði að gefa tíma sinn og gæti hæglega ekki gert neitt annað, nokkuð sem ég skil fullkomlega enda líður mér nákvæmlega eins þegar það kemur að so you think you can dance, ég ákvað samt að reyna að vera sæmilega ábyrgðarfull barnfóstra og dreif frændi út í göngutúr og á róló þó hann væri ekki alveg að nenna því og skammaðist í mér nánast allan tímann, við ákváðum   fljótlega að drífa okkur heim fyrst hann væri í svona slæmum húmor og skella okkur frekar í bað, ég var að vísu hálf skeptísk á baðferðir frænda enda hafði hann daginn áður kúkað í þetta sama bað og ég þurfti að drekka töluvert af bjór áður en ég tæmdi úr brúsanum með sótthreinsandi spreyinu í karið, seinni baðferðin gekk betur og frændi lét sér nægja að drekka helminginn af baðvatninu og skvetta restinni út fyrir en sleppti kúknum all together, að launum fékk hann að leggjast aftur í tomma og jenna en ég fékk ipaddinn og gat sökkt mér í að horfa á viðtöl við zadie smith sem er þráhyggja vikunnar og ég er að lesa mjög mjög hægt í takt við minn nýja lestrarstíl, við heimkomuna í gær fékk ég misæstar kveðjur frá heimilisfólkinu, husband virtist jú ansi glaður að sjá mig - sýndist mér allavega þar sem ég sá glitta í hann á bak við tölvuna - en hundurinn gjörsamlega tapaði sér, ég elska hundinn minn og ekki bara vegna þess að hann er loðnari á löppunum en ég, það er einfaldlega ómögulegt annað en að elska einhvern sem elskar mann svo óstjórnlega að hann hreinlega missir stjórn á líkama sínum við það eitt að berja mann augum, það sama hendir reyndar stundum husband en til þess verð ég að vera allsber og það er yfirleitt meira svona prívat........sem er kannski ágætt svona þegar ég pæli í því