sunnudagur, 31. október 2010

ameríka ameríka, ég elska þig

indian summer og logandi haustlauf í boston er ekki eitthvað sem gerir mann leiðan og miður sín, sérstaklega ekki þegar maður eyðir dögunum í að tala við skemmtilegt fólk, drekka kokkteila og borða indverskan mat og ostakökur, fyrir slíka upplifun er vel þess virði að leggja á sig fimm klukkustunda flugferð þó manni sé ekki endilega mjög vel við að ferðast með þeim hætti, flughræðsla mín fer vaxandi með árunum og í seinni tíð hef ég oft þurft að bregða á það ráð að botna ipodinn minn svo ég hendist ekki upp úr sætinu og öskri "þetta er brjálæðislegt! hvað erum við öll að gera hérna!" þegar flugstjórinn minnir farþegana á að þeir séu í skrilljónþúsund feta hæð yfir miðju atlantshafinu, á slíkum augnablikum er ég mjög þakklát fyrir sigurrós og ponsulitlu vínflöskurnar, eitt fékk ég staðsfest sem mig grunaði reyndar eftir síðustu ferð mína til nýja heimsins og það er að ég elska ameríkana, ameríkanar eru æðislegir, það er bara ekki hægt að hugsa sér hjálpsamar og kurteisara fólk, þegar ég segi ameríkanar meina ég samt auðvitað alla nema ofsóknaróðu tollverðina sem láta manni líða eins og maður sé með allt mögulegt ólöglegt innvortis og það eitt og sér að maður kjósi að ferðast um heiminn bendi til þess að maður geti ekki haft neitt nema illt í hyggju, ég gekk út úr flugstöðinni nánast viss um að ég væri að fara að gera eitthvað rosalega ljótt af mér en gæti bara ekki munað hvað, óþægilegt, tilfinningin hvarf samt um leið og ég tillti mér niður á hótelbarnum og þjónustustúlkan kallaði mig stöðugt honey, krúttlegt krúttlegt, hvort sem fólk trúir því eða ekki var barnið sem oftar en ekki kallar mig leiðinlegustu mömmu heimi ótrúlega glatt að sjá mig og hefur ekki fengið nóg af mér enn, einhvern veginn efast ég um að nemendurnir verði jafnglaðir að sjá mig á morgun, ég í það minnsta verð ekki eins kát að hitta verkefnabúnkann sem bíður mín og er algjörlega út í hött ef maður hefur höfðatölu íslendinga í huga, hvar í veröldinni fæ ég eiginlega öll þessi verkefni?!

föstudagur, 22. október 2010

ég þarf að skjótast aðeins

boston eftir smá, var svo heppin að mamma mín reddaði mér risastórri ferðatösku en í hana hyggst ég ekki setja neitt nema nærbuxur til skiptanna og afsláttamiðana í outlettið, helst af öllu myndi ég vilja fylla hana af möffins og bollakökum en barnið vantar dúnúlpur og alklæðnað og unglingurinn híperventílerar við tilhugsunina um victoria´s secret svo maður verður víst að stramma sig af, ef einhver er alveg ómögulegur og veit ekkert hvað hann á af sér að gera næstu vikuna er hér afar óhamingjusamur hundur sem myndi ekki telja það eftir sér að bjóða í göngutúr og myndarlegur og afar handlaginn karlmaður sem myndi þiggja boð í mat, aldrei að vita nema hjálpsamir fái borgað í tolli, en ég má ekki dvelja við dútl og dund núna, verð að pakka þessum nærbuxum og finna ferðadressið, góðar stundir

mynd: yvette inufio

miðvikudagur, 20. október 2010

til hamingju með daginn þið sem ég elska

þessi mynd er fyrir kolbrá af því ég elska hana og hún á ammæli í dag, viggo minn á líka ammæli í dag og það eitt er víst að ég myndi ekki láta biðja mig tvisvar um að syngja fyrir hann ammælissönginn a la marylin, pabbi minn hefði líka átt ammæli dag og mest af öllu langar mig til að geta eldað handa honum lambalæri og faðmað hann fast, þar sem ég get ekki fagnað deginum með neinu af þessu fólki ætla ég í bíó með mömmu minni, ég hef varla komist út úr húsi þessa vikuna sökum þreytu eftir sunndagskvöldið en þá var ég dregin nauðug viljug á tapas barinn og neydd til að drekka sangria og snæða beikonvafðar döðlur, ég þarf auðvitað ekki að taka það fram að annað eins myndi ég aldrei gera ótilneydd enda þykir mér tapas ógeðslegt og áfengi drekk ég aldrei, sérstaklega ekki á stöðum eins og tapas barnum, ég veit ekki hver ætti að geta haft gaman af slíku nema þá líklega samferðakonur mínar sem eru slæmur félagsskapur og veigra sér ekki við að beita því hryllilega verkfæri sem jafningjaþrýstingur er, ef einhver ætlar að halda því fram að fyrrnefnt tapassukk hafi verið mín hugmynd bið ég fólk um að taka ekki mark á slíkum skröksögum og hafa í huga að það sem jón segir um pál segir nú oftast meira um jón en pál, allir sem mig þekkja vita að ég myndi aldrei eiga frumkvæðið að einhverju jafn ábyrgðarlausu og drykkju á sunnudagskvöldi, aldrei!

föstudagur, 15. október 2010

í kvöld er ég fönix

ég varð að henda inn einni mynd af marilyn í tilefni af því að hafa eitt síðustu tveimur tímum inná baði við að taka mjög heildrænt á sjúskuðu gellunni sem ég er búin að vera síðan að ég veiktist, ég er vælugjörn og ógeðslega sérhlífin í veikindum og finnst þá alls ekki hægt að ætlast til þess að ég framkvæmi sjálfsagða hluti eins og að þrífa mig og skipta um hlýrabol, fyrir vikið leifi ég mér hiklaust að drabbast niður í subbuskap og alls konar ólifnað án þess að skeyta hið minnsta um sambýlinga mína, ekki einu sinni þá sem deila með mér rúmi, en sumsé í dag er allt miklu betra hér á bæ, ég með hreint hár og búin að heilvaxa og meira að segja nokk sómasamleg til fara, sem gefur að skilja er husband allur miklu léttari á manninn, gott gott, best að reyna að halda dampi yfir helgina og sálga mygluðu garðhúsgögnunum og þessu þarna úti á palli sem einhvern tíman voru sumarblóm, klára að lesa heim til míns hjarta sem er virkileg dásemd og sinna þessu litla loðna sem í augnablikinu situr fyrir framan mig og horfir á mig eins og ég sé það eina í veröldinni sem skipti einhverju máli, skrifa svolítið og í guðs bænum rembast við að verða betri manneskja og hætta að hugsa svona mikið um þennan ótta, það eilífðar verkefni gengur ákaflega hægt

miðvikudagur, 13. október 2010

uncanny

sammála

“There is a fear of comedy in the novel today — when did you last see the word ‘funny’ on the jacket of a serious novel? — that no one who loves the form should contemplate with pleasure. We have created a false division between laughter and thought, between comedy and seriousness, between the exhilaration that the great novels offer when they are at their funniest, and whatever else it is we now think we want from literature.”

....segir howard jacobson handhafi booker verðlaunanna í ár, kannski ekki svo vitlaust

mánudagur, 11. október 2010

it gets me every time!

vika án þess að taka spirulina og viti menn það er flensa í mínum kroppi og útgangurinn á mér eftir því, ég hef forðast spegla meðvitað í allan dag en mig grunar samt að ég verði að drulla mér í bað áður en husband kemur heim ef ég ætla að halda í þetta hjónaband (sem mér þætti svona skemmtilegra) því það eru víst takmörk fyrir því hversu heiftarlega maður getur misboðið maka sínum, ég gæti maulað brenninettlur þangað til það dytti úr mér tungan án þess að finna nokkurt bragð og þess vegna ber ég þess nokkuð glöggt merki að hafa ekki nærst á neinu nema kóki í dag, mér finndist það sóun á matvælum að vera að borða eitthvað í þessu ástandi, það versta er að ég er frekar illa sofinn eftir helgina en við mæðgur skelltum okkur á strengjamót á akureyri yfir helgina og ég get sagt ykkur það að norðlendingar eru ekki með neinn hálfkæring þegar það kemur að málum eins og loftræstingu, við gistum í skólastofu sem þrátt fyrir að bera öll einkenni slíkrar vistarveru var meira í ætt við kæliklefana í bónus hvað hitastig varðar og þó að ég illa kvefuð manneskjan svæfi í lopapeysunni og háleistunum og vefði sænginni um hausinn þannig að ekkert stæði út úr nema slímugt nefið þá vaknaði ég í gærmorgun með berklahósta og eyrnaverk og guð má vita hvað, allt var þetta samt þess virði þegar ég horfði á kríuljósið spila með sextíu manna strengjasveit á tónleikum í splunkunýja menningarhúsinu þeirra akureyringa sem er nú bara tú dæ for og algjör dásemd án þess að ég segi meira, það er svo annað mál all together að af einhverjum átæðum sem ég hugsaði ekki til hlítar fannst mér viðeigandi í þessari mæðgnaferð að lesa frá a til ö veginn eftir cormac mccarthy og það gjörsamlega eyðilagði fyrir mér gærkvöldið og olli mér martröðum í nótt, ég hafði hugsað mér í framhaldinu að horfa á kvikmyndina sem var gerð eftir henni og minn ástkæri mortensen fyllir hvern einasta ramma í (jafnvel spjaralaus að mér skilst) en vitiði ég held ég sleppi því bara, tilfinningalega er ég alltof mikill aumingi og grenjuskjóða í svona stöff og ég ætla bara að láta mér harðgerara fólki það eftir að leigja þessa mynd, þannig er nú bara það

fimmtudagur, 7. október 2010

ég passa

ég rétti bróður mínum dáldinn vasapening sem við systurnar höfðum nurlað saman handa honum og sagði honum að bjóða konunni sinni eitthvað út, þau eru svona fólk sem þarf ofboðslega á því að halda að komast út úr húsi saman án þess að þurfa að hafa af því áhyggjur að litli maðurinn þeirra sé að verða sér að voða, þau eiga eitt af þessum athafnasömu börnum sem er staðráðið í að setja mark sitt á heiminn með góðu eða illu, þau voru auðvitað hálfuggandi yfir því að skilja son sinn einan eftir hjá mér en það slaknaði aðeins á þeim þegar þau sáu að kríuljósið var með mér, kríuljósið er mjög ábyrgðarfullt barn og auk þess ekki farin að smakka áfengi, sem hlýtur að teljast kraftaverk miðað við hvað maður er léleg fyrirmynd, það er nefninlega til bjór í ísskápnum og ég ætla að drekka hann, i am a pig and i deserve to be shot

þriðjudagur, 5. október 2010

svo maður hafi nú allt í sama orðinu

er hálfnuð við að skrifa alveg hreint merkilega leiðinlegan leikþátt, af hverju krassar talvan manns aldrei þegar maður virkilega þarf á því að halda?

er enn hálfléleg í maganum eftir að hafa í einhverjum æsingi og bríaríi étið fjórar kókosbollur og ýmislegt smálegt úr sælgætispoka yngra barnsins um helgina og ég segi nú bara mátulegt á mig!

í ísskápnum mínum er nákvæmlega eitt smjörstykki, einn og hálfur líter af léttmjólk, eitt egg, þó nokkuð af hálfum sultukrukkum og kíló af kartöflum.......uppástungur?

sunnudagur, 3. október 2010

bókamarkaðir - himnaríki á heimsmælikvarða

ég er ístöðulaus aumingi með enga sjálfstjórn og erfiðar þráhyggjur og þess vegna sagði ég eiginmanni mínum að bíða í bílnum í gær á meðan ég rétt hlypi inn á bókamarkaðinn til að kaupa baaaaara eina bók sem ég vissi að kostaði næstum því enga peninga, þegar inn var komið rak ég augun í þrjár bækur til viðbótar sem mér fannst ég yrði að eignast ef ég ætti að geta haldið áfram að anda þennan daginn, þar á meðal bjargvættinn í grasinu sem ég hef aldrei lesið (enskukennarinn minn í menntó var íri með ofvaxna þjóðerniskennd) og fannst eðlilegt framhald á ameríska menntaskólaþemanu sem byrjaði með to kill a mockingbird, ég kom svo skælbrosandi og yfir mig glöð að kassanum að afgreiðslustúlkan skellti upp úr og fannst ekki annað hægt en að gefa mér eintak af áritunarmanninum eftir zadie smith þó ég hefði ekki verslað fyrir meira en fimmþúsundkall, mér fannst heppni mín með ólíkindum og sagði konunni að mig langaði mest til að kyssa hana, þegar ég kom út í bíl sagði husband auðvitað að ég væri rugluð og það mætti ekki líta af mér eitt andartak þá væri ég búin að gera einhvern óskunda en ég þaggaði niður í honum með því að benda á verðmiðana sem ég verð nú bara að segja að voru þessum bókum til skammar, ef ég hefði ekki verði svona taumlaust glöð hefði ég hreinlega fengið samviskubit yfir að nýta mér blákalt neyð þessara bóka, það eina sem skyggir á gleði mína er að ég kemst ekki í að hefja lesturinn á fjársjóðnum í dag út af öllum þessum verkefnum sem ég þarf að fara yfir og auk þess á ég eftir að skrifa leikþátt fyrir miðvikudaginn, guð hjálpi mér hvað ég held að það verði dapurt hjá mér

laugardagur, 2. október 2010

letin drepur

ég er búin að drekka eina flösku af þessum my secret safa og taka tólf spirulina töflur og mér líður eins og ég hafi skolað rítalínboxinu niður með fimmföldum espressó, ég veit ekki hvort það er gott eða vont...best að drífa sig allavega út að hlaupa svo maður freistist ekki til að eyða allri þessari orku í verkefnabúnkann sem ég hafði með mér heim úr vinnunni og er svo risavaxinn að maður gæti auðveldlega kramið meðalstóran kött til bana með honum, eins og alltaf þegar mín bíða of mörg verkefni og ég á eeeeeenga peninga langar mig ekki til að gera neitt nema bruna í bæinn og byrgja mig upp af tónlist og bókum og brennivíni, loka mig svo inni og svara hvorki í símann né fara til dyra (sweetness), ég ætti þá líka ekki á hættu að koma vondum hlutum til leiðar eins og mér tekst stundum án þess að hafa ætlað mér það, í vikunni tókst mér til dæmis að eyðileggja bílinn hennar systur minnar með því einu að nenna ekki út með hundinn minn, þennan dag var fallegt veður og allan daginn í vinnunni var ég að hugsa hvað það yrði gott að fara heim og viðra hundinn sem ég hafði vanrækt alla vikuna sökum fáránlegra anna, þegar ég kom heim var ég gripinn ótrúlegri leti og ákvað að leggja mig í svona korter áður en ég færi út með loðdýrið, ég var því heima þegar systir mín hringdi og vildi koma í heimsókn, eftir stutt slúður í sófanum bað ég hana um að gefa mér far í búðina því ég væri mjólkurlaus og eins og áður sagði að drepast úr leti og nennti ekki að labba, hún sagði það lítið mál enda ótrúlega greiðvikin að eðlisfari og auk þess ekki sú manngerð sem erfir það við mann þó hún standi upp úr sófanum hjá manni með mottu af hundahárum á rassinum, þannig kom það til að systir mín var stödd á bílaplaninu fyrir utan gulu svínabúlluna á nákvæmlega sama andartaki og viðutan karlmaður bakkaði út úr stæðinu sínu án þess að íhuga þann möguleika að hugsanlega væri fleira fólk á ferli á bílunum sínum þennan dag, fyrir vikið á systir mín núna bíl með mjög stórri beyglu en blindi maðurinn á bara bíl með pínulítilli rispu, ég er að hugsa um að heimsækja hann einhverja nóttina og hafa með mér kúbein, í framhaldinu yrði ég ákærð fyrir eignaspjöll og röskun á friðhelgi heimilisins og þyrfti að borga himinháar skaðabætur og hugsanlega yrði sett á mig nálgunarbann, allt vegna þess að ég nennti ekki út með hundinn minn, ég ætla að koma við í apótekinu á eftir og kaupa meira af þessu spirulina og my secret safanum, greinilega aldrei of varlega farið