
indian summer og logandi haustlauf í boston er ekki eitthvað sem gerir mann leiðan og miður sín, sérstaklega ekki þegar maður eyðir dögunum í að tala við skemmtilegt fólk, drekka kokkteila og borða indverskan mat og ostakökur, fyrir slíka upplifun er vel þess virði að leggja á sig fimm klukkustunda flugferð þó manni sé ekki endilega mjög vel við að ferðast með þeim hætti, flughræðsla mín fer vaxandi með árunum og í seinni tíð hef ég oft þurft að bregða á það ráð að botna ipodinn minn svo ég hendist ekki upp úr sætinu og öskri "þetta er brjálæðislegt! hvað erum við öll að gera hérna!" þegar flugstjórinn minnir farþegana á að þeir séu í skrilljónþúsund feta hæð yfir miðju atlantshafinu, á slíkum augnablikum er ég mjög þakklát fyrir sigurrós og ponsulitlu vínflöskurnar, eitt fékk ég staðsfest sem mig grunaði reyndar eftir síðustu ferð mína til nýja heimsins og það er að ég elska ameríkana, ameríkanar eru æðislegir, það er bara ekki hægt að hugsa sér hjálpsamar og kurteisara fólk, þegar ég segi ameríkanar meina ég samt auðvitað alla nema ofsóknaróðu tollverðina sem láta manni líða eins og maður sé með allt mögulegt ólöglegt innvortis og það eitt og sér að maður kjósi að ferðast um heiminn bendi til þess að maður geti ekki haft neitt nema illt í hyggju, ég gekk út úr flugstöðinni nánast viss um að ég væri að fara að gera eitthvað rosalega ljótt af mér en gæti bara ekki munað hvað, óþægilegt, tilfinningin hvarf samt um leið og ég tillti mér niður á hótelbarnum og þjónustustúlkan kallaði mig stöðugt honey, krúttlegt krúttlegt, hvort sem fólk trúir því eða ekki var barnið sem oftar en ekki kallar mig leiðinlegustu mömmu heimi ótrúlega glatt að sjá mig og hefur ekki fengið nóg af mér enn, einhvern veginn efast ég um að nemendurnir verði jafnglaðir að sjá mig á morgun, ég í það minnsta verð ekki eins kát að hitta verkefnabúnkann sem bíður mín og er algjörlega út í hött ef maður hefur höfðatölu íslendinga í huga, hvar í veröldinni fæ ég eiginlega öll þessi verkefni?!