for the record þá langar mig alveg jafn mikið og ykkur til að skipta um lag í spilaranum mínum en ég á bara ekki niðurhal í það, ég mátti samt til með að leggja það á þolinmæði mína að senda þessa færslu því ég er svo upprifin yfir sjálfri mér í augnablikinu að ég bara varð að klína því uppá ykkur líka, ég er nefninlega öll í hamingjuæfingunum þessa dagana og þar vegur þungt að breyta því sem maður getur breytt og leyfa hinu að hafa sinn gang, ergo - þó ég geti í augnablikinu ekki gert rass í því að ég búi ekki í barcelona get ég haft örlítið um það segja hvort ógeðslegi dúkurinn á forstofugólfinu mínu meiði í mér augun alla daga eða ekki, því sem verður lýst hér neðar átti sér svo sem engan sérstakan aðdraganda annan en þennan, maður á ekki að vera að pirra sig óstjórnlega á hlutum sem lítið mál er að gera eitthvað í heldur henda sér bara í að framkvæma þó maður sé ennþá á náttkjólnum og rosalega svangur, ég var sum sé að fara með rusl úr forstofunni útí köldu geymslu þegar ég rak augun í hornið við útidyrahurðina þar sem ofurljóti gólfdúkurinn (þetta er svona dúkur sem þykist vera parket, tótal vibbi) var búinn að losna upp að stórum hluta og sandur, drulla og raki búin að stofna örtstækkandi lionsfélag undir ógeðinu, án þess að íhuga það neitt sérstaklega greip ég í hornið og reif dúkinn upp, fyrst gekk þetta vel, raki og loft höfðu smogið langar leiðir undir kvikindið og unnið á líminu svo stórir fletir voru lausir frá steininum, ég fjarlægði allan dúkinn af miðju gólfinu nánast í einu handtaki og hugsaði með mér að hva þetta væri nú ekki mikið mál, svo tók ég í annað horn, rykkti kröftuglega í og sleit hugsanlega vöðva í mjóbakinu á mér, allt pikkfast, ég lét samt ekki bugast, spyrnti í vegginn með fótunum og togaði af öllum kröftum, dúkurinn mjakaðist hugsanleg um tvo millimetra (og þá er ég að öllum líkindum að gera meira úr en efni standa til), ég sleppti takinu, nuddaði bakið og fann að ég var mígsveitt, svo var eins og það rynni á mig eitthvert æði, ég skundaði inní eldhús og náði mér í hníf, nánar tiltekið venjulegan smjörhníf því maður þarf að hafa vit fyrir sjálfum sér og annað hefði verið fyrstu gráðu sjálfsmorðstilraun, svo fór ég að losa dúkinn upp með hnífnum, hnífurinn rann kannski hálfan sentimeter undir dúkinn í einu og svo varð ég að juða og juða til að losa það sem var í kring, ég hamaðist og djöflaðist með náttkjólinn allan upp um mig og svitnaði eins og svín, bölvaði og frussaði en emjaði svo upp yfir mig af fölskvalausri gleði þegar eitthvað gekk, gargaði "sko þetta kemur, þetta er hægt!!!" á hundinn sem varð órólegri með hverri mínútunni eins og hann væri nú ekki alveg viss um þetta allt saman, við hefðum tildæmis ekkert rætt þetta við hinn húsbóndann og hann er nú svo akkúrat með alla svona hluti, ansi mikið löngu síðar hlammaði ég mér á gólfið með náladofa eftir að húka á hækjum mér of lengi, blóðug á puttunum og svo aum í vísifingrinum að ég gat varla beygt hann (ég er ekki frá því að hann sé að bólgna eitthvað upp sem gerir þessi skrif ekki með öllu sársaukalaus) en mjög mjög hamingjusöm, ég var svo örmagna að ég neyddist til að taka mér pásu en ég sver með guð sem mitt vitni að ég mun ekki gefast upp, ég læt ekki ljótan gólfdúk sigra mig! sjálfsagt finnst mörgum það eitthvað einkennilegt að það geti gert konu hamingjusama að fjarlæga gólfdúk og raspa húðina af fingrum sér í leiðinni og sjálfsagt er þetta allt hálfaumkunarvert en mér fannst þetta nú samt alveg rosalega frelsandi, það er eitthvað við spontant ákvarðanir sem hristir uppí lífsorkunni minni, jafnvel þær sem varða eitthvað jafnplebbalegt og að strípa forstofugólf svo ber steypan blasir við, ég get svarið það mér finnst ég næstum vera spice stelpa þetta er svo æðislegt, handy spice á náttkjólnum með smjörhnífinn, hallamálshusband verður auðvitað brjálaður þegar hann kemur heim úr vinnunni og ég verð örugglega langt fram í miðjan næsta mánuð að sleikja úr honum fýluna yfir andskotans bráðlætinu í mér en ég verð bara að láta mig hafa það, kona verður að gera það sem kona verður að gera! go handy spice!!!