
að fá sér bjór eða fara út að hlaupa, lífið er fullt af erfiðum ákvörðunum og þessi mánudagseftirmiðdagur ætlar ekki að gefa neitt eftir á því sviðinu, ég verð að fara mjög skipulega yfir þetta
rök fyrir bjór: í fyrsta lagi týndi ég hundinum mínum í dag, ég ætla ekki að reyna að útlista það fyrir þeim sem aldrei hefur átt hund hvers konar angist fylgir því þegar loðkrílið manns hverfur að heiman en ég fullvissa fólk um að hafi maður einhverntíman þörf fyrir að deyfa sig með áfengi þá er það á slíkri stundu! (í augnablikinu liggur umrætt loðkrílið beint fyrir framan mig og nagar spýtu og dreifir bitunum um alla stofu, ég var að ryksuga en það er svo ógeðslega sætt hvernig hún notar framloppurnar eins og hendur að ég fæ ekki af mér að stoppa þetta), í öðru lagi er ég búin að þrýfa eins og andsetin síðustu tvo tímana og á það skilið að hangsa í tölvunni með bjór á meðan það er ennþá eitthvað eftir af niðurhalinu...og bjórnum (ég er gift erfiðum manni hvað þetta varðar), í fjórða lagi er mánudagur og mér þykir bjór góður svo maður bendi á hið augljósa
rök fyrir hlaupum: í fyrsta lagi þá er stutt í að eitthvað komi uppúr buxnastrengnum sem ég vil ekki setja orð á en þið skiljið hvað ég er að fara þegar þið lesið næstu röksemd, í öðru lagi á ég tillitslausa fjölskyldu sem hélt tvö ammæli og eina fermingarveislu um helgina og ég hef að öllum líkindum innbyrgt eitthvað í kringum fimmtíuþúsund hitaeiningar á síðustu dögum sem er alltaf slæmt fyrir meðalháa manneskju, í þriðja lagi er gott að hreyfa sig þegar maður þjáist af áfallastreitu í kjölfar átakamikils hundhvarfs og er í þokkabót dáldið tæpur á geði af því maður getur ekki tekið ákvarðanir (sjá póst hér neðar)
og talandi um að vera tæpur á geði, í bráðlæti og örvæntingu yfir því að vera haldin ólæknandi ragmennsku og ákvarðanafælni keypti ég mér nýlega bókina meiri hamingja á tilboði inní eymundson, að minnast á það að bókin hafi verið á tilboði er ekki tilraun til að afsaka eyðsluna heldur verknaðinn sjálfan eins og hann leggur sig, höfum það alveg á hreinu að mér þykja sjálfshjálparbækur algjör sveppasýking innan bókmenntageirans og mig hreinlega skortir orðaforða til að lýsa því hversu bilaðslega plebbalegt mér þykir að lesa slíkar bækur (ég er búin að opna bjórinn, þetta tekur svo á), núna líður mér eins og þetta sé eitthvað sem ég hafi gert á slæmu fylleríi þar sem hlutirnir fóru gjörsamlega úr böndunum og urðu mér ofviða, mér til varnar vil ég taka það fram að manneskja sem ég tek mjög mikið mark á mælti með bókinni og slíkt getur alltaf ruglað dómgreindina hjá andlega vanheilu fólki eins og mér, vinsamlegast sýnið skilning, við gerum öll mistök
ég er byrjuð að lesa bókina og hún er sko alveg ágæt en ekki hafa það eftir mér