
ef fólk er svangt og peningalítið bið ég það endilega um að droppa við og gæða sér á þessum tveimur kílóum af pasta sem eru afgangs frá því í ammæli kríunnar í gærkvöldi, ekki það að fólki hafi þótt maturinn vondur og tekið þann kostinn að fara svangt heim heldur á húsmóðirin það til að misreikna sig lítillega þegar það kemur að því að áætla það magn sem fólk er fært um að láta ofan í sig burt séð frá því hvort maturinn bragðist vel eða illa, magamál fólks fjórfaldast kannski ekki endilega þó því hugnist maturinn, bróðir minn borðaði reyndar lítið og kom með sín hefðbundnu komment eins og að allt sem ég eldi bragðist meira og minna eins og hálmur, yfirleitt þegar bróðir minn kemur í mat til mín byrjar hann á því að spyrja hvort það sé eitthvað í boði sem sé ekki úr spelti, hann er sá eini okkar systkinanna sem móður okkar tókst ekki að bjarga frá næringarfræðilegri glötun og stærir sig af því á mannamótum að þykja grænmeti bara alveg rosalega ógeðslegt, sérstaklega gúrka en að hans mati er hún algjört úrhrak og viðurstyggð, nokkurs konar rotta grænmetistegundanna, hvað get ég sagt, maðurinn er slikkeríissjúkur grænmetisrasisti og á lazyboy til að sanna það, við systur höfum lagt okkur í líma við að beina honum á réttar brautir en það hefur bara orðið til þess að gera hann enn ákveðnari í að éta ekkert nema fæðu sem hefur álíka mikið næringargildi og skólp, þetta er alveg rjúpan og staurinn all over again, nýlega barst honum svo aðstoð úr óvæntri átt þegar hann var sendur í ristilmyndatöku og fékk þann úrskurð frá ristilsérfræðingi landspítalans að hann hafi hinn fullkomna ristil, mér skilst að maðurinn hafi notað lýsingarorð eins og fallegur, helvítis djöfull, ég hef reynt að klóra í bakkann og benda á að hann sé nú við dauðans dyr þegar komi að slæmu kólestróli en ég held ég verði bara að sleppa takinu á þessu máli og leyfa honum að kúldrast í sínum lazyboy með majónestauminn niður hökuna og pepsimaxflöskuna í klofinu, þegar hann drepst fyrir aldur fram skrifa ég svo minningargrein með titlinum "god knows i tried"!