
hvað gerir maður við klístrað lyklaborð (svo virðist sem það sé eftir allt saman nokkuð haldbær ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera ekki að brölta með vökva nálægt tölvunni sinni, who knew and why didn´t he tell me!!!!!), entertakkinn festist niðri með ljótum smelli í hvert skipti sem ég ýti á hann og lyftist svo löturhægt upp líkt og það kosti hann ofurmannlegt átak að losa sig úr viðjum ace safans sem þornaði undir honum og virðist vera kominn til að vera, af öllu því sem hægt er að sulla yfir tölvuna sína (og nóg er úrvalið) varð ég að velja ávaxtasafa, efni sem hefur algjörlega yfirnáttúrulega viðloðunarhæfni og lætur ekki í minni pokann fyrir neinu nema vel heitu vatni, einhvernveginn fæ ég það bara ekki af mér að hella sjóðandi vatni yfir eplið mitt, en hvað um það, mig plaga önnur og alvarlegri mál, þau naga mig inn að beini og svifta mig svefni, valda mér hugarvíli og angist í vöku og magnast með hverjum degi sem færir 11. desember nær mér og kyndir þar af leiðandi undir þeirri umræðu sem ég kvíði allt árið um kring og tek úti fyrir að þurfa að eiga við litlu manneskjun mína, jú mikið rétt, það sem um er rætt er hin vafasama, umdeilda og já jafnvel meinta tilvist jólasveinsins, sjálf gekk ég í gegnum vægast sagt trámatíserandi lífsreynslu þessu tengda þá sirka fimm, sex ára gömul sem ég tel fullvíst að hafi markað afstöðu mína til málsins og vel hugsanlega skaðað mig sem manneskju fyrir lífstíð, hefst nú frásögnin: einhverntíman nálægt jólum hafði ég sofnað í rúmi foreldra minna eins og ég gerði gjarnan á þessum aldri því tillitsleysi gagnvart hjónalífi foreldra sinna er börnum eðlislægt og ég var þar engin undantekning, mér hefur verið tjáð að hegðun mín í svefni á þessu árum hafi helst minnt á spriklandi kolkrabba slíkur var erillinn í útlimum mínum, þessa nótt sem aðrar steinsvaf ég í miðju rúminu eins sá sem þekkir ekkert nema sakleysið og á sér einskis ills von, himnarnir gera nefninlega ekki boð á undan sér áður en þeir hrynja yfir mann af óbærilegum þunga, um nóttina rumska ég svo við það að foreldrar mínir koma uppí, ég bæri ekki á mér en núna þegar ég skoða þetta atvik í baksýnisspeglinum sé ég að það hefði ég betur gert, margt hefði farið öðruvísi, rétt í þann mund sem móðir mín teygir sig í lesljósið til að slökkva fyrir svefninn segir faðir minn (sem var ígildi guðs í mínu lífi og eina mannveran á jörðinni sem var algjörlega yfir alla gagnrýni hafinn) "varstu búin að setja eitthvað í skóinn hjá henni" ................................................. svo mörg voru þau orð, hvílíkt áfall, hvílík svik, hvílíkt samsæri, allur heimurinn með foreldra mína í fararbroddi hafði tekið höndum saman í þeim tilgangi að bulla mig fulla um einhverja jólakalla með úttroðna poka af dóti handa góðum og hlíðnum börnum (við þurfum auðvitað ekkert að fara útí það hversu ósanngjörn þessi krafa er að allir séu tiplandi um á spariskónum útí eitt þegar tilveran er öll á hvolfi yfir næturheimsóknum gjafmildra sérvitringa), en sem sagt þarna lá ég í rúminu og gat mig hvergi hrært þó hjartað ólmaðist eins og væri það landsliðsfyrirliðinn í adhd sem hafði gleymt að taka lyfin sín þennan daginn, áfallið var slíkt að þessa örlagaríku nótt þegar alheimssamsærið luktist upp fyrir mér og ekkert varð framar samt og áður, lofaði ég sjálfri mér að ég skildi aldrei aldrei skrökva barnið mitt fullt af þessari eða annarri viðlíka vitleysu og í mörg ár stóð ég með þeirri sannfæringu minni, það er að segja þangað til ég eignaðist barn, fyrst er þetta nefninlega voða sætt, bara saklaust gaman, svo byrja þau á leikskóla og ekki getur maður verið foreldrið sem eyðilagði jólin fyrir öllum börnunum á deildinni því krakkinn manns ljóstraði því upp í sögustund að mamma hafi sagt að það séu ekki til neinir jólasveinar, það séu bara foreldrarnir sem setji í skóinn og kaupi allt draslið í bónus í þokkabót, svo líða árin og málið gerir einhvernveginn ekkert nema vinda uppá sig og þetta verður sífáránlegra, hvernig sprengir maður sápukúluna? spurningarnar verða tíðari og ágengari og maður stendur sig að því að fara undan í flæmingi, hvernig á ég að koma mér útúr þessu án þessa að eiga á hættu að barnið verði bróðurpartinn af fullorðinsárum sínum að greiða úr alls kyns complexum og verði einn af þessum ógæfusömu einstaklingum sem glíma allt sitt líf við massív trust issues og guð má vita hvað, mér er ekki skemmt, ég get ekki beðið eftir þeim degi þegar þessu líkur og ég get haldið jól með flekklausa samvisku og þurfi ekki að standa í því að éta allan andskotann sem er skilinn eftir útí glugga handa þessu liði og skrifa svarbréf með falsaðri rithönd þar sem ég þakka fyrir góðgætið og hrósa barninu fyrir frábæra hegðun í jólamánuðinum og minni hana á mikilvægi þess að bursta tennurnar og æfa sig að lesa, í alvöru talað þetta er mig lifandi að drepa, ég get þetta ekki mikið lengur, ég biðst vægðar