miðvikudagur, 25. nóvember 2009

þriðjudagur, 24. nóvember 2009

sumir sætta sig við eftirlýkingar...ekki ég

mikið gasalega finnst mér þessi betty crocker sem maðurinn minn er að sofa hjá eitthvað óspennandi týpa, ótrúlegt hvað hann getur verið metnaðarlaus, mér er bara ekki vitund ógnað þó hún liggi þarna á eldhúsborðinu og hann stari á hana eins og eitthvað undur, bakaradrengnum finnst hún gjörsamlega æðisleg og stynur óþarflega mikið að mínu mati en honum fyrirgefst hliðarsporið af því að hann þreif ógeðseldhúsið svo ég gæti legið í sófanum og flörtað við stieg larsson, ég á bara 23 blaðsíður eftir, sem þýðir að eftir sirka hálftíma verður allt búið og aldrei neitt meir á milli okkar stieg, maður gæti grátið....helvítið hún betty hangir nú samt áfram inní eldhúsi hjá mér og lætur eins og heima hjá sér, allt í góðu væni minn ég bara finn þá jón kalman!!!

sunnudagur, 22. nóvember 2009

til minna sálarsystra nær og fjær

allar þið elskulegu konur sem ég þarf ekki að nafngreina því við erum samvaxnar á sálinni og berum kennsl á hvor aðrar úrfrá svo mörgu öðru en nafni, þið sem vekið skefjalausa aðdáun mína, hlýju og trú á lífið, þið sem staðfestið í sífellu þann grun minn að konan sé kóróna sköpunarverksins og að það sé ekki við karlmenn að sakast þó þeir standist ekki samanburðinn því drottinn almáttugur hafi einfaldlega farið að kasta fullmikið til hendinni við gerð þeirra þegar hann sá hversu fullkomlega honum hafði tekist til við að skapa ykkur, ég vil bara að þið vitið að þó ég virðist hafa tapað nokkuð niður þeirri færni sem það krefst að taka upp síma og slá inní hann mikilvæg númer þá líður ekki sá dagur að þið séuð ekki í huga mér og hjarta svo ég bólgna öll af ást og elsku og þakka öllu því góða á þessari jörð fyrir að fá að deila mínu gallaða sjálfi með ykkur

til þeirra sem málið varðar;
ég gleymdi að láta ykkur vita af því að þetta með harðlífið leystist farsællega og þakka innilega auðsýnda samúð í því máli

laugardagur, 21. nóvember 2009

ég á að vera farin í leikfimi en fyrst þetta

froðan á morgunkaffinu er svo þykk og falleg hjá mér í dag að það er næstum sárt, ég stilli mig um að vekja eiginmanninn til að monta mig og læt mér nægja að reka teskeiðina framan í dótturina, "sjáðu, eins og þeyttar eggjahvítur!", barnið horfir á mig af einlægu áhugaleysi og heldur svo áfram að háma í sig súrmjólkina sem að mínum mati er einum of bragðbætt með púðursykri en mótmæli mín drukkna í útpældri röksemdafærslu litlu manneskjunnar sem bendir mér ískalt á að það sé nammidagur og þar af leiðandi megi setja eins mikinn púðursykur á súrmjólkina og manns vill, mér verður orðfátt................(hér hellist djús yfir tölvuna og ég gjörsamlega tapa mér, viðbrögðin ekki ólík því og þegar hundurinn stökk niður af 12 metra háum svölum hér um árið, algjör örvænting) eins og iðullega þegar dregur að jólum er ég í nagandi kvíðakasti yfir gjöf til eiginmannsins, hann langar aldrei í neitt nema kanó og ég er bara búin með alla hundraðþúsundkallana mína, einhverntíman hafði ég hugsað mér að prjóna á hann lopapeysu og sauma inní hana miða sem á stæði "gerð úr 100% ást" (fólk má kasta upp yfir vellunni ef vill) en eftir að hafa eitt mörgum mánuðum í að prjóna eitt stykki húfu af einföldustu sort gugnaði ég á gjörningnum , ég prjóna á hraða snigilsins og fæ paníkkast þegar ég missi niður lykkju svo lopapeysa er held ég dáldið handan minna hannyrðamarka, sem er slæmt því mér finnast menn í lopapeysu afar þokkafullir og tel að eiginmaður minn yrði þar engin undantekning, synd hvað maður er takmarkaður, hvers á aumingjans maðurinn eiginlega að gjalda!

miðvikudagur, 18. nóvember 2009

ó já!!!

jane campion búin að gera mynd um john keats, getur það
orðið eitthvað annað en guðdómlegur óverdós af rómantík og fegurð? me likey!!!

annars vil ég bara fá jól, ég vil fá jól og breyta heimili
mínu í páls óskars land (meaning mikið glimmer)
og hanga í bíó á myndum eins og þessari og baka
kökurnar mínar með þrem gerðum af súkkulaði og
kaupa gjafir handa öllum sem ég elska og spila
silfurkórinn í spað, enn og aftur me likey!!!!!!!!!!

er einhver memm???

sunnudagur, 15. nóvember 2009

haldiði að mín hafi bara ekki baðað sig í dag, geggjað

laugardagur, 14. nóvember 2009

á sumum sviðum er ég sein til náms

ég er búin að borða svo margar bollakökur með bleiku kremi í dag að það jaðrar við siðleysi, mér líður eins og allt vitsmunalíf mitt sé lamað og ég muni aldrei framar geta gert nokkurn skapaðan hlut af viti, þrátt fyrir einbeittan ásetning móður minnar hefur henni ekki tekist að uppræta í mér þá tilhneigingu að leggjast á eina sort, á uppvaxtarárum mínum sat ég marga harðorða fyrirlestra í aftursætinu á toyotunni um það smekkleysi sem það er að borða í boðum eingöngu það sem manni þykir smakkast best, móðir mín þreyttist ekki á að hamra þetta inní minn þykka haus í hvert sinn sem við ætluðum að reka einhverstaðar inn nefið en í hennar sveit þótti athæfið þvílíkur ruddaskapur að varðaði við ævilangan brottrekstur úr öllum betri kaffisamsætum, ég segi sjálfri mér að þetta með bollakökurnar hafi verið allt í lagi vegna þess að ég bakaði kökurnar sjálf og svo var nóg til og ég passaði að það sæist ekki hvað ég setti margar á diskinn, svo var partýið heima hjá móður minni þannig að tæknilega séð var ég á heimavelli sem tekur mesta þungann úr glæpnum, en þetta er sem sagt einn af mínum mörgu persónuleikabrestum sem ég á eftir að fínstilla og ná betri tökum á, gott að hafa einhver svona verkefni í höndunum, það er alltaf hægt að bæta sig í einhverju, ég hef til að mynda nýlega komist að því (þar sem ég sat á klósettinu í vinnunni og virti fyrir mér plakat frá landlækni með skýringarmyndum og allt) að það sé hópur af fórnfúsu fólki þarna úti sem vinni við það að staðla handþvott svo óbreyttir sóðar eins og ég geti náð betri árangri á því sviði!!! ja þar er nú aldeilis sóknarfæri fyrir þessa konu hér skal ég segja ykkur, áfram veginn nú og leggja sig alla fram!!!

miðvikudagur, 11. nóvember 2009

eiginmaðurinn á kvöldvakt og ég að tapa mér í glyðruganginum, slekk öll ljós, kveiki á ilmkertunum og spila boatman´s call með nick cave aftur og aftur og aftur...

hann segir:

kiss me
kiss me again
and rekiss me,
slip your fridgid hand beneath my shirt

maður bara heldur sér í borðbrúnina og fókuserar á að anda, finnst maður þurfa að opna glugga eða fara í eitthvað efnisminna, fá sér vatnsglas jafnvel, nei þetta er nú ekki hægt!!!

mánudagur, 9. nóvember 2009

því ég er meiri einfeldningur en góðu hófi gegnir

ég er ofsótt af bankamanni sem virðist hafa gert það að sérlegu ætlunarverki sínu (nema honum finnist ég með svona kynþokkafulla rödd sem mér finnst einhvernveginn hæpið) að fá mig til að skipta vísakortinu mínu út fyrir annað kredikort sem á víst að duga enn betur til óþarfa eyðslu en vísaviðbjóðurinn, hann hefur hringt í mig þrisvar á þessu ári og hringir örugglega aftur fyrir jól, ég hugsa hreinlega að hann sé með mynd af mér á desktopnum sínum og sé að taka secret á þetta, ég hef margbent manninum á að nei ég sé nú meira að hugsa um að losa mig við kortahelvítið, þetta rusl hafi þvert á öll loforð ekki gert líf mitt neitt léttara nema þá kannski í einhver öraugnablik (oftar en ekki inní í tiltekinni skóbúð á laugarveginum) sem maður fær svo beint í hausinn aftur eins og verdens störste boomerang, heróín hefur skilst mér svipuð áhrif en sem betur fer er enginn að hringja í mig að bjóða mér heróín á kostakjörum...ennþá...one never knows though, ég skil ekki fólk sem reynir að selja manni eitthvað í gegnum síma, ég tala nú ekki um þegar það er eitthvað jafn ömurlegt og óhamingjuskapandi og kreditkort, ef fólk ætlar að selja mér eitthvað á það að mæta mér augliti til auglitis og hafa með sér hund, þetta vissi björgunarsveitarmaðurinn sem beið mín fyrir utan bónus um helgina og tókst að selja mér þennan fokkljóta neyðarkall sem mig langaði minna en ekkert í, ég var meira að segja búinn að ákveða að kaupa þetta ekki þó vinnufélagi minn sem er bjargvættur mikill hafi verið búinn að beita mig nokkrum þrýstingi, ég tek það fram að ég kann mjög vel við þennan vinnufélaga enda er maðurinn slíkt eðalmenni að hann er uppnefndur íslenski fáninn á kaffistofunni, en sumsé þar sem ég stóð þarna í andyri helvítis, svínabónusbúð bæjarins, í þann veginn að greiða hálfann heiminn fyrir knippi af bönunum sem og fullan haldapoka af áfengi, var ég stöðvuð af huggulegum karlmanni með ósköp notalegt viðmót, maðurinn sem slíkur gerði svo sem ekkert fyrir mig en hið sama verður ekki hermt uppá meðreiðarsveininn, sá var kolasvartur og kafloðinn og með alla blíðu heimsins í augunum, ótrúlega fagur og virtist ekki eiga sér neina ósk aðra en að gera mér til hæfis, og það var eins og við manninn mælt (eða hundinn), ég fann hvernig ég aumingjaðist öll upp inní mér og allt í einu var það hreinasta glapræði að láta þennan neyðarkall úr greipum mér ganga, ég meina það var meira að segja hundur á kippunni, auðvitað varð ég að kaupa svona kall, hvernig hafði mér dottið í hug að sniðganga þetta frábæra framtak bara vegna þess að mér fannst gripurinn ekkert sérlega smart og þyngd peningabuddunnar kannski ekkert að valda mér hryggskekkju þennan mánuðinn, hversu yfirborðskennd og takmörkuð get ég eiginlega verið sem manneskja!!! þannig kom það sem sagt til að ég varð eigandi að ljótustu lyklakippu sögunnar (hún er í alvörunni lygilega ljót, ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera við þetta fyrirbæri, krakkinn vill það ekki einu sinni), en sem sagt eitt fyrir björgunarhundum, núll fyrir uppáþrengjandi bankamönnum með lélega sölutækni

föstudagur, 6. nóvember 2009


þetta er gert úr pappír....einmitt! sumir eru dáldið sterkari á fínhreyfingasviðinu en aðrir,

hafiði mig afsakaða eitt augnablik, ég þarf að bregða mér í lundareykjadalinn á mjög mikilvægan fund skáldhneigðra kvenna, ef þið fréttið af mér vel búsaðri útí móa rýnandi í stjörnur og steina þá var ég bara að leita að músunni minni, maður leggur ýmislegt á sig fyrir listina

þriðjudagur, 3. nóvember 2009

gleði og sorg á laugarveginum

ég keypti mér jólablöð í bókabúðinni í gær, þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt eftir þetta raup mitt hér neðar um óþolandi jólaáróður kaupmanna en ég bara réði ekki við mig, ég ver mig með því að segja að þetta hafi verið ódýrari kostur en að kaupa allar bækurnar sem mig langaði í en sá reikningur hefði hlaupið á tugum þúsunda, svo vil ég benda fólki á að á nýja kaffihúsinu í máli og menningu er nú hægt að fá latte framreiddan eins og guð upphaflega hugsaði sér (eða alla vega frakkar) þ.e. í skál en ekki í alltof litlum bolla líkt og tíðkast víðsvegar, latte í skál var lenska á gamla súfistanum í mogm og ég táraðist næstum þegar ég sá að búið væri að endurvekja þessa hefð, á laugarveginum stóð ég svo lengi fyrir utan kisuna og engdist af löngun í stóra gæsaljósið í glugganum, hvað væri huggulegra í skammdeginu enn að eiga eins og eitt stykki gæs til að tendra í stofunni, ég hætti mér rétt inn fyrir þröskuldinn en snéri fljótt við enda eru verðmiðarnir í þessari búð ekki fyrir fólk á kennaralaunum, svona þegar ég hugsa út í það veit ég eiginlega ekki hver það er sem verslar þarna en ég öfunda þann hinn sama mjög mikið, ég tók til fótanna þegar ég stóð mig að því að handfjatla lítið ilmerti á 6200 krónur, þetta var svona kerti sem brennur þið vitið, eyðist upp og er svo búið og kemur aldrei meir, en lyktar örugglega alveg guðdómlega rétt á meðan það lifir, svona tvær þrjár kvöldstundir eða svo