maður þarf að kyssast, að hanga í sleik eins og asnalegir unglingar er í alvörunni mjög hollt og það ættu allir að gera meira af því, ég er búin að kyssast mjög mikið í morgun og það var svo hressandi að ég held hreinlega að ég komist í sorpu í dag með allar bjórflöskurnar, plastdollurnar og pappann sem flæða hér um allt hús og ógna öryggi heimilisfólksins, þegar ég er búin að því fer ég örugglega bara aftur í sleik, tótallí geðveikt
föstudagur, 28. ágúst 2009
til áminningar (því það hendir besta fólk að gleyma sér)
að ósk yngri dóttur minnar er stillt á skjá einn þar sem verið er að safna fyrir hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn, ég man nú þegar ég las í kennslufræðinni að börn á fyrsta skólastigi eigi afskaplega erfitt með að setja sig í spor annarra því þau séu svo sjálfmiðuð, hér situr nú samt sjö ára barnið mitt og segir " guð hvað það hlýtur að vera hræðilegt fyrir foreldrana að rifja upp þegar barnið þeirra dó"!!! við erum búin að styrkja málefnið og auðvitað líður manni eins og mesta aumingja í helvíti fyrir að leifa sér að væla yfir jafn ómerkilegum og hversdagslegum hlutum og hausverk og visareikningum þegar níu ára gömul börn tala um það að jú það hafi verið svona doldið slæmt að greinast með krabbamein í lærlegg!!! maður er auðvitað hálfgrenjandi og bara drulluskammast sín, nú er ekki eins og maður hafi farið alveg á mis við sorgina og miskunnarleysi lífsins í gegnum tíðina, eitt og annað hefur mín fjölskylda fengið að reyna á eigin skinni en ég get hreint ekki fyrir mitt litla líf ímyndað mér hvernig fólk lifir það af að grafa barnið sitt, tilhugsunin ein kallar fram þá tilfinningu að maður rambi á brún tryllings og geðveiki, að maður sé að missa tökin á því sem raunverulega haldi lífinu saman, það er skammarlegt að leifa sér að gleyma því hversu fáránlega lánsamur maður er og hvað maður má þakka fyrir margt, vanþakklæti er höfuðsynd og að gleyma gjöfum guðs í amsti hversdagsins er ófyrirgefanlegt, lífið er gjöf og það hlýtur að teljast lágmarkskurteisi að þakka fyrir sig!!!
fimmtudagur, 27. ágúst 2009
miðvikudagur, 26. ágúst 2009
ógæfa mín er endalaus
ég hef ekki lyst á að útlista það fyrir fólki hvað það var erfitt að byrja að kenna í dag, við erum að tala um að ég ligg bara í bælinu með tryllingslegan hausverk og engist af sjálfsmeðaumkun og geðvonsku, bókstaflega allt fer í taugarnar á mér í augnablikinu, allt! helvítis haugurinn af bjórflöskum sem teppir aðgang að þvottahúsinu, andskotans skítuga leirtauið með pastaafgöngunum, hundurinn minn sem er að verða víðáttufælinn og geðveikur og hleypur og felur sig þegar á að fara í göngutúr, og ég ætla ekki að leggja það á mitt þreytta höfuð að reyna að lýsa hatri mínu á þessu djöfuls fuglageri sem mætir í garðinn minn um fimmleytið á morgnana og gargar eins allir púkar helvítis þangað til ég er farin að fantasera um að kaupa mér haglabyssu, ég er að drepast úr hungri og ég á enga peninga, sjálfsagt af því að ég er búin að eyða þeim öllum í einhvern helvítis óþarfa og vitleysu
ég geri mér fulla grein fyrir því að það er hvorki merki um mælsku né háttvísi að blóta svona mikið í einum pósti en eins og er þá er mér bara drullusama...það er gott að blóta, mér líður aðeins betur núna
föstudagur, 21. ágúst 2009
plebbaskapur og tíminn
ástkær bróðir minn átti fertugsammæli í gærkvöld, af því tilefni borðaði ég óhóflega af bernaissósu og gat fyrir vikið ekki fest svefn fyrr en seint um síðir sökum magakvala, við fjölskyldan og vinafólk gerðum okkur far um að gera daginn sem ánægjulegastan fyrir ammælisbarnið og færðum honum bæði flatskjá og bikiníklædda konu sem reyndar var bara listilega hönnuð brúnkaka (eðlilega, mágkona mín er ekki sú tegund konu sem maður vill reyta til reiði), ég smakkaði ekki á kökunni og setti í brýrnar þegar dóttir mín skar sér sneið af klobbanum, eiginmaðurinn kæfði niður hlátur og spurði hvernig smakkaðist, blessað barnið svaraði "bara vel" og smjattaði, en plebbaskapurinn ríður ekki við einteyming í þessari fjölskyldu því fyrsta vika í vinnu einkenndist af fordæmalausum ósmartheitum og klúðri, ég hef reynt að forðast það í lengstu lög að brydda upp á þeirri umræðu hér að ég sé byrjuð að vinna, svona eins og ef ég bara nefni það ekki þá sé það ekki að gerast í alvöru, þetta fer aldeilis glymrandi af stað, ég hef komið samviskusamlega of seint alla daga vikunnar eftir að hafa dröslað barninu í reiðskólann undir dægursmellinum "ég er að verða of sein" í flutningi kaótískrar kennslukonu sem ég kannast lítillega við, ég get svo svarið fyrir það en ég held hreinlega að það sé eitthvað í genamengi mínu sem geri það að verkum að mér sé físíólógískt ómögulegt að athafna mig innan þess tímaramma sem eðlilegu fólki þykir tilhlýðilegur, þetta er einhver mjög sértæk vangefni, í ekki eitt skipti alla vikuna hef ég náð að greiða mér og einn daginn varð ég ítrekað að athuga hvort ég væri af einhverjum óútskýranlegum ástæðum með hráan lauk í handakrikunum...sumu verður líklega bara ekki breytt
einhversstaðar hér í grendinni spretta fagurblá ber, ég hef séð þau en ég ætla ekki að segja ykkur hvar
miðvikudagur, 19. ágúst 2009
vi svenske
í kvöld kláraði ég "stúlkan sem lék sér að eldinum", lokakaflinn drap mig næstum og biðin eftir þriðju bókinni mun að öllum líkindum ganga endanlega frá mér, ég mun kannski ekki ganga jafnlangt og húsfreyjan á hóli sem keypti sér hana á sænsku þó konan sú tali ekki stakt orð í því máli en ég mun hugsanlega angra starfsfólk bókabúða kerfisbundið næstu vikur og gera því ljóst að ég muni ekki hætta fyrr en bókin er komin í mínar hendur, síðustu daga hefur fátt annað en lestur komið mér við, heimili, börn, hundur og eiginmaður með brjósklos hafa verið svo gróflega vanrækt að það jaðrar við brot á hjúskaparsáttmálanum og öllu almennu siðferði, ég spyr mig hvernig þetta hafi getað gerst, ég sem hef gert mér far um að segja fólki mjög dríldin að nei ég bara lesi ekki krimma, það sé bara svo lítið kjöt á beinunum, hmmm kjötmetið í þessum bókum hans stieg larson er slíkt að ég nærist eiginlega ekki á öðru og reyni að komast hjá því að fara á salernið, ég er líka þekkt fyrir að gera grín að svíum sem gerir málið enn vandræðalegra, það hlýtur þó að teljast algjörlega óumdeilanlegt að stieg larson sé það eina sem svíar hafi skapað sem geti kallast töff, ókei kannski líka ikea, ég elska ikea...og línu langsokk
fimmtudagur, 13. ágúst 2009
ammælispóstur hinnar endurbornu marie antoinette
elskulega ammælisbarn til hamingju með daginn, þrátt fyrir allt og allt verður að segjast að þú ert ágætis manneskja og verður örugglega mjög sæt um leið og þú ert búin að þvo þér um hárið og smella þér í nýju hælaskóna frá elskhuganum, frábært lag sem þú valdir sem þema dagsins og mun örugglega vekja lukku þegar það fer að lækka í kampavínsflöskunum sem þú eyddir öllum peningunum þínum í, markmið fyrir næsta ammælisdag er svo að vinna í því að elska sjálfan sig og drullastu svo til að gera það upp við þig hvort þú ætlir einhvern tímann að skrifa eitthvað af viti, æfðu daglega þakklætismöntruna og mundu hvað þú átt yndislegan mann og ótrúlegar dætur, og í guðs almáttugs bænum viltu fara að koma einhverri stjórn á þessi fjármál þín!!!
dansa svo
þriðjudagur, 11. ágúst 2009
ótímabært kvíðakast hins ömurlega samfélagsþegns
mig vantar geimbúninginn minn, snerting við umheiminn hugnast ekki taugakerfinu í dag, tóm óeyrð í mínu höfði og sjáöldrin óþægilega þanin miðað við birtumagn, eitthvað er verulega mikið að, þessi tilfinning á ekki að gera vart við sig fyrr en í janúar, einhvern veginn virkar þetta allt mjög hægra heilahvels og óhugnalegt þarna úti, best að halda sig við það sem maður þekkir, eldhúsborð, kaffi, bók, pallur... röskun á ritúali alls ekki æskileg
föstudagur, 7. ágúst 2009
ég er alveg að fara að byrja að vinna, hvert fór þetta sumar spyr maður sig á meðan maður flýtur sofandi (lesist slompaður af bjórdrykkju) að feigðarósi og virðir fyrir sér gluggakarmana og eldhúsinnréttinguna sem enn eru jafnljót og í upphafi sumars, ljósið í ágúst (ég er ekki of drukkin til að vitna í faulkner) er að ég á ammæli eftir viku, ég er hryllilega hégómleg með afmælisdaginn minn og það er eini dagur ársins sem mér finnst ég hafa fullan rétt á að vera fullkomlega athyglissjúk og sjálfsupptekin, ég er að hugsa um að fá mér pípuhatt eða búa mér til fjaðrakórónu og fá mér kampavín í hádegismat, heimta svo að allir séu gríðarlega spariklæddir og elegant og mæti með blóm og drekki með mér kampavín allan daginn í algjöru tillitsleysi gagnvart því hvort einhverjir þurfi að sinna jafn hversdagslegum erindum næsta dag og að mæta í vinnu...sem bæ ðe vei er ofmetnasta fyrirbæri í heimi
gúdd næd
fimmtudagur, 6. ágúst 2009
ég er muchos spennt yfir þeim fréttum að verið sé að undirbúa kvikmynd um ævi stevie nicks, ég er aftur á móti í töluverðu uppnámi yfir því að hugsanlega muni hin lummulega lindsey lohan leika æskugoðið mitt, stevie nicks er einhver mesta töffarastelpa í heimi og lindsey lohan er ekki töff... ég er satt að segja nokkuð móðguð yfir því að það sé ekkert rætt um að bjóða mér hlutverkið
þriðjudagur, 4. ágúst 2009
sunnudagur, 2. ágúst 2009
svínastelpan og elskhuginn eru ein í strákofanum sínum yfir helgina, börnin sníktu sér í sveit með þeim fjölskyldumeðlimum sem ekki eru jafn svínslega haldnir og móðirin sem hresstist þó öll þegar hún fékk það staðfest að eiginmanninum þyki hún hið fegursta svín, foreldrarnir nýta auðvitað tækifærið þegar afkvæmin eru fjarverandi og drekka bjór og elskast með hljóðið á allan liðlangan daginn...viðbjóðslegt
laugardagur, 1. ágúst 2009
ég er ein heima og leiðist svo agalega að ég ákvað að gúggla myndir af sætum strákum, að hlutgera karlmenn og drekka bjór er eins gott sport og hvað annað þegar maður er að deyja úr leiðindum og svínaflensu, jakob dylan er sjúkt sætur þó hann sé ekki nálægt því að vera eins gott skáld og pabbi sinn, en drottinn í dýrðarhæðum hvað ég held að það sé ömurlegt að vera tónlistarmaður og burðast um með þennan föður á bakinu, maðurinn hlýtur að vera dópisti
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)