afsakið hvað ég hef verið þurr á manninn upp á síðkastið, samkeppnin um tölvuaðgengið hefur bara harnað svo svakalega síðustu daga enda eiginmaðurinn búinn að vera helsjúkur og þá á ég við af flensu en ekki bara af sinni vanalegu sófasýki, í þokkabót bilaði talva unglingsins svo þið getið rétt ímyndað ykkur umsátrið um litla eplið mitt, ég hef svo sem ekki látið þetta pirra mig neitt að ráði þökk sé geislandi birtunni þarna úti, hver hangir í tölvunni þegar hann getur verið að drekka í sig d vítamín á fjöruhlaupum, ef fyrstu einkenni frjóofnæmis væru ekki farin að gera vart við sig hugsa ég að ég væri hreinlega búin að splundrast úr gleði, nú veit ég ekki hvort þig þekkið böl frjóofnæmis frá fyrstu hendi eða hafið einhverja innsýn inní hinn kvalafulla heim frjóofnæmissjúklingsins, frjóofnæmi er alvarleg skerðing á lífsgæðum og frjóofnæmissjúklingar eru minnihlutahópur sem nýtur lítillar samúðar í samfélaginu, ég á til dæmis ekki kost á að lækka rafmagnsreikninginn minn yfir sumartímann með því að hengja þvottinn út á snúru, frekar myndi ég nudda klór í augu, eyru, munn og nasir með tannbursta, nú svo hefur sífelldur handþvottur vond áhrif á húðina, skorpin handarbök eru ekki smart, ekki frekar er rauðhlaupin augu og sírennsli úr nefi, svo byrjar tryllingslegur kláðinn í vörum, tannholdi, hálsi og eyrum og tilveran skreppur saman í þá athöfn eina að klóra sér, ekkert kemst að nema þörfin fyrir að færa fingurgóma og neglur fram og til baka yfir slímhúð sem logar líkt af milljón býflugnastungum, klóra og nudda og reka fingur í eyru, ræskja sig og hósta og hnerra þangað til maður verður hinn fullkomni samruni fíkniefnaneytanda í fráhvörfum og túrettsjúklings, klóra nudda hósta hnerra klóra nudda hósta hnerra klóra nudda hósta hnerra aftur og aftur og aftur og aftur...verst er þegar maður vaknar í tjaldi, þá veit maður alveg hvernig það er að vera með lungnaþembu á lokastigi, hryllilegt alveg, hef oftar en einu sinni skjögrað út úr tjaldi langt fyrir allar aldir með allann heiminn hvílandi á brjóstkassanum og dragandi andann með hveinum og ískri líkt og einhver hafi sett lungun mín í loftpressu, allir hinir steinsofa og finnst þetta alveg sjúklega huggulegt að kúra svona útí guðsgrænni náttúrunni en hafa ekki hugmynd um að fyrir utan tjaldið þeirra stendur manneskja í andaslitrunum og berst fyrir lífi sínu, svona rétt til að æra óstöðugan kosta frjóofnæmislyf ógeð marga peninga og virka svo ekki einu sinni almennilega, en fyrirgefiði sjálfsvorkunnarvælið, almennt séð er maður nú bara tryllingslega glaður og hugsar um allt hvítvínið sem maður ætlar að drekka á pallinum eftir þrjár vikur þegar hið guðdómlega sumarfrí gengur í garð, þess á milli spáir maður svo í eitthvað sem kemur málinu svo sem ekkert við, eins og til dæmis það hvað vísundar eru undarlega skepnur!!!
lifið heil