
miðvikudagur, 29. apríl 2009

þriðjudagur, 28. apríl 2009

mamma mín á afmæli í dag, ég elska mömmu mína og skammast mín fyrir ljótu hagkaupsblómin sem við mágkona mín gáfum henni en við bætum það upp þegar við fáum útborgað og bjóðum henni út að borða indversk og drekkum hvítvín og slúðrum á innsoginu þar til við verðum bláar í framan
mánudagur, 27. apríl 2009

fimmtudagur, 23. apríl 2009

gleðilegt sumar, það fraus saman svo best að hamstra sólarolíu þó ég hafi opnað útidyrahurðina rétt í þessu og fengið hrímhvíta esju í fangið og nístandi norðanvindinn, ég skellti nú bara hurðinni aftur og hækkaði ofnana, hlammaði mér svo við eldhúsborðið með kaffibollann og ákvað að horfa á þetta sumarlíki úr öruggri fjarlægð út um gluggann minn, það er ágætt þaðan séð þó það standist ekki nánari athugun, einhverjir virðast þó aldrei tapa trúnni á að við séum á barmi einhvers vistfræðilegs kraftaverks og um það bil að fara að hrapa niður að miðbaug þar sem cold is the new hot og broke is the new rich, í þessum hópi eru aðallega búðareigendur sem senda mér sundfatabæklinga í metravís og virðast halda að ég hafi ekkert við séreignalífeyrissparnaðinn minn að gera annað en að kaupa bikiní á fleiri þúsundkalla en mér endast mínir tíu fingur í að telja, sumt fólk hefur greinilega ekki áttað sig á að yfirdráttur er eitthvað sem þarf að borga til baka!!! bikiní??? já sæll ég renni nú bara upp lopapeysunni og held áfram að horfa út um gluggann
miðvikudagur, 22. apríl 2009

hungurblikið í augunum á börnunum mínum rak mig í bankann til að leysa út vísaviðbjóðinn, maðurinn minn vinnur nefninlega enga alvöru peninga í þessum feisbúkkpóker, fór að ráðum láru ómarsdóttur sparspesíalista og bjó til matseðil út mánuðinn og gerði svo skynsamleg magninnkaup í búð hinna bleiku svína, þyrfti eiginlega að byggja við geymsluna til að koma öllum þessum mat fyrir, en ég hef lofað bæði manninum mínum og guði að ég muni skila mínum erkifjanda greiðslukortinu beinustu leið aftur í bankann þegar ég er búinn að gera upp hug minn varðandi hvort ég eigi að splæsa á mig passa á bíódaga græna ljóssins, guð veit að ég á það skilið, hvað er annars verið að refsa manni fyrir með þessu veðri? kannski heiðingjaháttinn um páskana og leti við að skrifa þakklætispósta, hmmmmm....þetta er allavega að gera mig svo þunglynda að ég held ég þurfi að koma við í mjólkurbúðinni áður en ég fer með kortið í bankann, djöfuls aumingi sem maður getur verið!!!
laugardagur, 18. apríl 2009

maðurinn minn horfir á game tv, mér finnst game tv lúðalegasti þáttur í heimi, hvernig dettur mönnum sem horfa á game tv í hug að konum langi til að sofa hjá þeim, maður fær alveg pedófílafílíng og finnst maður búa með bólugröfnum syni sínum á menntaskólaaldri sem er ennþá hreinn sveinn og geymir klámblöð undir rúminu hjá sér...ojjjj!!!
föstudagur, 17. apríl 2009

fimmtudagur, 16. apríl 2009

ég ákvað að hafa dáldið lengra á milli þakklætispóstana svo fólkið fengi nú ekki alveg velgju
þriðjudagur, 14. apríl 2009

sunnudagur, 12. apríl 2009

endurfæðingin er svo auðvitað handan við hornið, upprisan í allri sinni dýrð...kannski maður reyni að taka þátt í þeim gjörningi af einhverju viti, guð veit að ekki er vanþörf á einhverri endurnýjun hér í hænsnakofanum!!!
miðvikudagur, 8. apríl 2009
fimm á dag

heiðgulu páskaliljurnar sem sprungu út í nótt og biðu mín á eldhúsborðinu í morgun
símtal frá elsku mömmu minni sem færði mér góðar fréttir
þráhyggjuna mína sem sá til þess að ég þreif eldavélina með tannbursta og kláraði sjö milljón aðra viðlíka hluti í þágu heimilisins
að unglingurinn minn var í góðu skapi
manninn minn sem umber maníuköstin mín og leifir mér að hafa hlutina eins og mér hentar
sunnudagur, 5. apríl 2009


fimm á dag

spjall við elskuna mína í morgunsárið
óvænta heimsókn frá smávöxnum fjölskyldumeðlim
fallega heimilið mitt sem við hjónin þrifum hátt og lágt í dag og krían skreytti með gulum ungum
súkkulaðikökuát og koss frá unglingnum mínum
dásamlegt ljósið sem lagði inn um opna glugga og vermdi stofugólfið mitt
laugardagur, 4. apríl 2009
fimm á dag

vaknað fyrir allar aldir, setið alein í kyrrlátu eldhúsi og lesið grein um milan kunder í lesbókinni yfir stórri skál af kaffi
komist í leikfimi með systu minni, svitnað og fundið hjartað hamast
eitt deginum með fallegu dætrunum mínum
fengið símtal frá fíu minni og falleg skilaboð frá gamalli vinkonu
augu sem sjá birtuna þarna úti

krummamamman fór með kríuungann og unglingsskottið til yndislegu hárgreiðsluskvísunnar sem er miklu betri fjárfesting en sálfræðingur (svo við tölum ekki um verðbréf, skeinipappír samtímans), svakalegt alveg hvað það er heilandi að láta flikka uppá hausinn á sér, ef ég væri rík kelling færi ég vikulega til hárgreiðslukonunnar minnar bara til að fá þvott og hausnudd og blástur, drekka kampavín og blaðra, en þar sem grenjuskjóðan í mér er dáldið yfirþyrmandi þessa dagana er ég að hugsa um að byrja með daglega þakklætisfærslu hér á þessu bloggi, hún mun kallast "fimm á dag" (þið náið tengingunni er það ekki) og á að vera liður í viðleitni minni til að verða betri manneskja því maður er jú soldill flækjufótur þegar það kemur að því eilífðarverkefni svo ekki sé minnst á flækjuhaus í margþættum skilningi, ekkert er í lífinu einfalt þið vitið, þetta sem máli skiptir er sjaldnast gagnsætt, auðskilið eða einhliða, tökum sem dæmi hamingjuna, hættir sér einhver út í þá umræðu ódrukkinn???
miðvikudagur, 1. apríl 2009

ég ætti auðvitað að nýta tækifærið þar sem það er fyrsti apríl og sjóða saman einhverja ógeðslega smart lygasögu um mitt æðisgengna líf en ég er einhvern veginn ekki nægilega vel upplögð til þess að misbjóða eigin samvisku með þess háttar vitleysisgangi, svo þess í stað nokkrar ískaldar hugleiðingar:
þekkir maður fólk nokkurn tímann í raun og veru
ætli það sé raunhæfur möguleiki að fara í gegnum allt lífið með þá tilfinningu innanbrjósts að
hlutirnir séu ekki eins og maður ætlaði að hafa þá einfaldlega vegna þess að maður hafi í raun aldrei tekið neinar ákvarðanir
skyldi maður einhvern tímann eiga eftir að læra að yrða það sem raunverulega fer í gegnum höfuðið á manni
hvað verður eiginlega um peningana mína
"hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað..." spyr skáldið í sjónvarpinu...ja þegar stórt er spurt verður alltaf jafn lítið um svör þó einhvers staðar undir ennisbeinunum lúri vondur grunur, hugsanir eru eins og heitt seigfljótandi gler, best að geyma þær þannig, formi maður úr þeim orð og komi þeim undir bert loft kólna þær, harðna og gætu splundrast í þúsund mola...og ekki vill maður lenda í því að slasa fólk jesús minn góður!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)