
topp tíu listi yfir hluti sem fara óútskýranlega í taugarnar á mér
*motivational speakers, algjörlega óþolandi lið
*stjórnmálamenn sem segja "það er alveg ljóst að..." mér afvitandi er nákvæmlega ekkert alveg ljóst þessa dagana
*fullur vaskur af óhreinu leirtaui (þarfnast ekki nánari skýringa)
*full karfa af óhreinum þvotti (þarfnast ekki nánari skýringa)
*tímarammar og tímaskortur (eða bara tíminn yfir höfuð sem gerir það að verkum að hugmyndin um "of seint" er til)
*asnalegar auglýsingar (hugsum um vanish auglýsingarnar, hvað er það???)
*verðlag í matvöruverslunum (helvítis highway robbery)
*fólk sem flokkar ekki ruslið sitt (aaaarrrrghhh)
*plastumbúðir (plast er óvinurinn fólk!!!)
*pop-up gluggar með skilaboðunum "this is not a joke! you won!" (sá sem stendur fyrir þessu á alla óheppni heimsins skilið!!!)

en svona til að jafna þetta út, yin og yan þið vitið...
topp tíu listi yfir hluti sem fá mig til að steppa af gleði
*tónlist (ég elska að koma á óvart múhahaha)
*að gera ekkert nema það sem mig langar þegar mig langar (ógisslega óábyrgt og æðislegt)
*að skrifa þetta bullumblaður (bullumblaður er skemmtilegt)
*kríuljós móðurbetrungur (best í heimi)
*gourmetbúðir (ef ég hef efni á að versla í þeim)
*eldamennska (þegar ég er ekki on tight budget í búðinni eða hundþreytt eftir vinnudaginn...sem er aldrei)
*bækur (meira að segja bara að horfa á þær)
* rennandi vatn (hugsanlega vanmetnasti lúxus í heimi)
*sullerí með stelpum
*litagleði (það sem maður er ófyrirsjáanlegur)

að lokum nokkrar játningar:
*flesta daga líður mér eins og hauslausri hænu í einhverju undarlegu veðhlaupi
*ég gleymi alltaf taupokunum heima þegar ég fer í búðina og ég þooooooli það ekki
*það var nett áfall að komast að því að ástin jafngilti ekki lífshamingju
*ég er að drepast úr allskonar þráhyggjum
*ég er ógeðslega óskipulögð og hef dulda andúð á skipulagi
þessi póstur er fyrst og fremst vitnisburður um það hvað maður verður geðveikur þegar maður er einn heima hjá sér og lasinn...góðar stundir