
þetta hefur verið dagur mislyndis, ég á það til að vera svo hörmulega mislynd að heimilisfólkinu þykir nóg um, gjöra svo vel að ákveða sig hvort þú ert í vondu skapi eða góðu svo fólk geti gripið til viðeigandi aðgerða og flúið heimilið ef þú ert ekki í standi fyrir tjáskipti önnur en þau að urra, dagurinn byrjaði afar vel, allt hljótt í húsinu enda ég fyrst á fætur og enn nokkuð rökkur úti, ég hnupla peysu af eiginmanninum og skottast fram í eldhús og hita vatn, á meðan ég mala kaffibaunirnar velti ég því fyrir mér hvort það sé eðlilegt að hlakka svona til að fara á fætur og fá sér morgunnkaffibollann, ég er beinlínis að springa úr spenningi, hlutirnir bestna svo bara og bestna þegar ég toppa sjálfa mig í að strokka mjólkina og þarf að klemma saman varirnar til að halda aftur af gleðihrópinu þegar fullkomin hnausþykk froðan leggst yfir svarbrúnt kaffið, morgunritúöl mín í kringum kaffidrykkju eru í besta falli fáránleg þó ég segi sjálf frá, kaffið verður að vera nýmalað og það skal vera frá kaffitár, hita skal nákvæmlega jafnmikið vatn og á að nota en ef svo illa vill til að það verður of mikið skal því hellt á borðtuskuna, kaffið skal laga í pressukönnu og það á að liggja í allavega fimm mínútur, á meðan skal hita mjólkina, alls ekki of lengi, kaffið vil ég drekka úr skál, einsömul og hafa dagblað sem meðlæti, um helgar má ég drekka tvær skálar, nú en aftur að morgninum í morgun, þetta gekk vel þangað til ég fór að lesa blaðið, ég las umfjöllun um bæði réttir og riff en ég hafði hvorugt farið á og þótti nú afar miður, hjálmar voru víst í sjúku stuði án þess að maður nuddi sér upp úr fleiru sem var víst afar vel heppnað, ég varð hundsvekkt útí sjálfa mig fyrir að láta allt þetta stuð framhjá mér fara, eins og maður megi við því að missa af stuði for kræing át lád!!! til að hrista af mér svekkelsið ákvað ég að hreyfa bæði sjálfa mig og hundinn og fara út að hlaupa í veðurviðbjóðnum sem okkur var boðið uppá í morgun ofaná allt annað (eins og davíð oddson á mogganum sé ekki nóg), eins og iðullega þegar ég hleyp gufaði ergelsið og pirran að mestu upp með svitanum og í þokkabót skreið sólin fram úr skýjunum og ég fann ósköp fagurt haustlauf sem ég hafði með mér heim, til að viðhalda serótónínflæðinu sem skapaðist á hlaupunum ákvað ég að þrífa heimilið því fátt fer eins illa í hina fagurfræðilega sensitívu konu og að hafa ljótt í kringum sig, svo ég þreif, þvoði, loftaði út og marineraði lambalæri af húsmóðurlegu ofstæki, allt gekk vel, svo kom að því að þrífa hergbergi sjö ára barnsins, í stuttu máli sagt getur það gert hvern mann sturlaðan að tína saman barbískó, barbíveski, barbíhatta, hárspennur, púsl, liti, pappírsafklippur, púsl, óheint tau, perlur, púsl, spil...var ég búin að segja púsl, ég sleppti mér algjörlega í tuðinu og lét litlu manneskjuna heyra það óþvegið að svona sóðaskapur væri ekki einu sinni harðgerðustu ræsisrottum samboðinn, gagnrýnin var óvægin og ótæpleg og ég fékk móral, og komst í vont skapi, kvöldverðurinn var svo ánægjulegur enda þarf eitthvað mikið að vera að fólki til að það borði íslenskt lambakjöt með óyndi í sálinni og ygglibrún, sérstaklega þegar heilagt lambið er marinerað í sítrónu, hvítlauk, ferskum kryddjurtum, lauk og sveskjum, núna er ég svo að reyna að ákveða hvort ég eigi að vera hress (barnið sofnaði í sínu rúmi og heimilið er hreinstrokið og ilmandi) eða alveg hundpirruð (ég hef ekki sest niður í allan dag og þar af leiðandi er verkefnabúnkinn sem kom með mér heim úr vinnunni algjörlega ósnertur), eitthvað er það líka að trufla mig að maðurinn, hvers skítugu nærbuxur eru gjarnan á mínu svefnherbergisgólfi, gerir sér aftur á móti ekki rellu yfir nokkrum sköpuðuð hlut þessa stundina, síst af öllu þeirri staðreynd að hann eigi samkvæmt samkomulagi að vaska upp pottana sem ég eldaði matinn í, skrítið