
agalega er maður eitthvað í slæmum húmor í dag, enda hafa allir flúið hús nema hundurinn, magnað hvað maður getur verið leiðinlegur, ég hugsa grínlaust að það séu ekki margir sem standa mér framar í þeim efnum, svona er maður talenteraður



þetta veðurfar í desember er bara perraskapur, mér hugnast ekki trópísk jól frekar en annað sem minnir mann á hlýnun jarðar og drukknandi ísbirni, svo situr þetta lið þarna útí köben og miðar að því er virðist ekkert áfram, ég er að hugsa um að senda mail á obama og spyrja hann hvort að hann haldi virkilega að fólk geti beðið endalaust eftir jólasnjónum!!! desemberverkin ganga hægt (maður er svo latur í þessum hita) þó jólagjafainnkaup séu svo gott sem búin og peningarnir mínir líka, best að leggjast í að upphugsa leiðir til að vera alltaf líkt og fyrir einskæra tilviljun staddur heima hjá vinum og vandamönnum á matmálstímum, helst af öllu mömmu sinni eða öðrum sem hafa sífelldar áhyggjur af því að maður nærist ekki nógu vel og sé alveg að falla úr hor.......svona þegar ég pæli í því telur sá listi líklega engan nema mömmu mína, reyndar verð ég að telja mér það til tekna að heimilið er orðið afar jólalegt (að frátöldum öllum skálunum með súrri mjólk og linu kornflexi sem þekja eldhúsborðið því dætur mína halda að uppþvottvélin líkt og pabbi gegni engu nema mömmu) og ást mín á silúettum og öllu sem dinglar (maðurinn minn þennst allur út af monti þegar ég tala um ást mína á öllu sem dinglar) ætti ekki að fara framhjá neinum sem visiterar þessi dægrin, kíktu bara í heimsókn, ég helli uppá og hækka í sifurkórnum















hver gæti ekki hugsað sér útsaumaðar gólffjalir, alla vega finnst mér þetta töluvert fegurra en plastparketið mitt... gæti samt farið illa þegar hundurinn mígur á gólfið











litli krúttlegi spilarinn hér til hliðar neitar að hlíða, hann spilar bara það sem honum dettur í hug og hundsar algjörlega lagaröðina á playlistanum mínum, ég bið fólk að afsaka, ég er of þreytt til að taka á málinu, kannski seinna, á morgun

