
laugardagur, 27. desember 2008

fimmtudagur, 25. desember 2008
þriðjudagur, 23. desember 2008

eiginmaðurinn hnykkir svo á hátíðarstemmunni með því að skella eðalmyndinni transformers í, ég bíð enn eftir að einhver transformist í engil eða jesúbarn en ég er farin að óttast að þetta sé ekki svoleiðis mynd
sunnudagur, 21. desember 2008

þriðjudagur, 16. desember 2008

eftir að hafa gengið um sífrandi og volandi frá því á föstudag fékk ég loksins í skóinn í morgun, var búin að droppa risahintum í tíma og ótíma og brúka öll nærbuxnatrixin í bókinni en ekkert gekk, skringilega sanslaus þessi jólasveinn, skiljanlega var ég orðin nærri úrkula vonar og komin á fremsta hlunn með að taka þetta mjög persónulega, krían deildi gleði minni af heilum hug og átti ekki orð yfir ruglinu í mér þegar ég spurði hvort henni fyndist ekki líklegast að pabbi hefði stungið ofvaxna machintoshmolanum í skóinn minn, skottan mín útskýrði fyrir mér af innblásnum sannfæringarkrafti að jólasveinninn mismunaði ekki skóm eftir gerð eða stærð og að fagurgrænu hælaskórnir mínir númer 38 ættu alveg sama rétt og aðrir skór í gluggum út um allt land, auk þess væri þetta algjörlega fráleitt að pabbar settu í skóinn, barnið hafði aldrei heyrt aðra eins þvælu!!! í skammdegismyrkrinu skelltum við mæðgur okkur svo á rassaþotu og dáðumst að jólaljósunum, sem betur fer er bróðurparturinn af nágrönnunum sérlega smekklegur og heldur blikkseríum sem valda flogaköstum og sjóntruflunum í lágmarki, þoli ekki þetta christmas in vegas þema sem ótrúlegasta fólki fannst smartasta smart í fyrra, jólaskraut sem hagar sér eins og það sé lifandi gerir mig taugaveiklaða, finnst ég alveg þurfa að setja á mig hlífðargleraugu og hjálm
þessi jól verða í minnum höfð um ókomna tíð sem fyrstu vísalausu jólin mín (allir lesa þessa línu aftur til að vera vissir um að þeir hafi skilið þetta rétt), jólagjafakaupin búin nema hvað ég er alveg andlaus þegar það kemur að gjöf handa elskunni minni, hvað gefur maður þeim sem langar ekki í neitt, hvernig er hægt að langa ekki í neitt...nema maður sé dalai lama, sem ég get staðhæft um að eiginmaður minn er ekki!!!
miðvikudagur, 10. desember 2008

ósmekklegi maðurinn í næstu götu er búinn að setja upp í garðinum hjá sér húsasmiðjuleikmynd að helgileiknum sem stendur fyrir dyrum, uppljómaða í einum hrærigraut má líta alla betlehemfjölskylduna ásamt nánustu vinum og vandamönnum, teymi af jólasveinum auk nauðsynlegra fylgihluta (hreindýr, sleðar osfrv) og einn ljótan snjókall til
það þarf greinileg mismikið til að koma fólki í jólaskap...við fjölskyldan skárum nú bara út laufabrauð, það sem maður er gamaldags
mánudagur, 8. desember 2008
laugardagur, 6. desember 2008

föstudagur, 5. desember 2008

miðvikudagur, 3. desember 2008

þriðjudagur, 2. desember 2008
mánudagur, 1. desember 2008

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)