hér til hliðar hef ég komið fyrir lógói bloggandi hundaeigenda, allir sem einhvern tíman hafa átt hund vita að það er staðreynd að sumir elska mann einfaldlega miklu meira en aðrir, enginn er eins glaður að sjá mig og brosir jafn breitt til mín þegar ég kem heim úr vinnunni og minn afspyrnu óþekki hundur, það getur ekki verið einfalt fyrir lítinn vart meðalgreindan hund að þróa með sér mennskt bros en svona eru nú ótrúlegustu hlutir gerlegir þeim sem hefur trúasta hjartað, hundurinn minn er mjög langt frá því að vera fullkominn, hann þjáist til dæmis af hentisemis heyrnaleysi og aðskilnaðarótta á mjög háu stigi, er stelsjúkur á mat sama hvort hann er uppá eldhúsborði eða í hendi dóttur minnar og er algjörlega frá sér af afbrýðissemi út í manninn minn, hann getur alls ekki sætt sig við að ég skuli með glöðu geði kyssa þennan illa séða keppinaut með opin munninn en hann sjálfur fái svo selbit á trínið þegar hann biður um sömu atlot, manninum mínum er sömuleiðis verulega í nöp við litla andfúla hnoðrann minn sem honum finnst óþolandi uppáþrengjandi og athyglissjúkur, eins og gefur að skilja er þetta nokkur spennuvaldur á heimilinu og ekki hjá því komist að einhver fari öðru hvoru í fýlu, oftast eiginmaðurinn, hundar hafa ekki vit á því að fara í fýlu, ég myndi telja það einn af þeirra stærstu kostumdjöfull er þetta lið sætt, einhver myndi sjálfsagt reyna að halda því fram að þær hafi þetta allt frá föður sínum þar sem þær eru ekki sammæðra...bull og kjaftæði segi ég nú bara

















