föstudagur, 29. ágúst 2008

langar bara að eyða þessari helgi í einhvern fíflagang, það á að banna mánaðamót á mánudegi, vantar pening til að poppa næstu tvo daga upp, new york visareikningurinn var að detta inn um lúguna, það þurfti að senda hann í tvennu lagi, engin leið að troða þessu öllu í eitt umslag, sjitt sjitt sjitt, best að fara og vera geðveikt sjarmerandi í bankanum

miðvikudagur, 27. ágúst 2008


bleikt fyrir bleika, ókei ég ætla bara að viðurkenna það, ég er búin að fara tvisvar á mamma mia, alveg brilliant vitleysa hreint þessi mynd, af hverju í ósköpunum lendi ég aldrei í svona partýum þar sem allir rífa sig úr skyrtunni, bresta í söng og missa sig í villtum dansi á meðan brimið skellur á klettunum og sólsetrið varpar gylltum bjarma á blauta kroppa, ohh allt sem maður er að fara á mis við í þessu lífi!!! ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað ég er fædd inní kolrangar aðstæður

sunnudagur, 24. ágúst 2008

andstyggð mín á frökkum fór upp um nokkrar gráður rétt í þessu, ég vil nú meina að það hefði verið hægt að tækla þetta eitthvað öðruvísi, hefði til dæmis ekki verið hægt að ráða einhverja konu í að smita þennan markvörð af  kláðamaur??? hugsa út fyrir kassann guðmundur!!!

laugardagur, 23. ágúst 2008


hvað í veröldinni gengur fólki til???!!!

svona er ég líka alltaf, í alvöru sko, alltaf

djók, ligg uppí bæli með bjór og bíð eftir að breytast í vörtusvín

föstudagur, 22. ágúst 2008


sat fyrirlestur hjá landsþekktum sálfræðingi í gær um starfsgleði og jákvæð samskipti á vinnustað, ágætis maður alveg hreint og hafði heilmikið til síns máls, ég fékk að vísu alveg bilaðan utangarðshroll og fríkfíling þegar hann fór mörgum og háfleygum orðum um þörf okkar allra (allra takið eftir, hér fékk ég alveg þrjóskuröskunarkast) til að tilheyra og geta sagt svona "við", svona eins og upplýsingafulltrúar gera í fréttunum "við hjá kb banka þetta og hitt", nú hef ég aldrei þolað þegar fólk leggur sjálft sig að jafnaði við einhverja stofnun en ákvað samt með sjálfri mér að það gangi bara ekki að bölsótast þetta endalaust eins og andkristur á sterum með heimsins versta vinnuviðhorf og heilu skjalasöfnin af kvörtunarblöðum yfir meintum mannréttindabrotum veruleikans í garð ábyrgðarfælinna draumsóleyja eins og mín, það er jú fullt af fólki sem er ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að geta unnið fyrir sér (ég þekki reyndar engan en látum það liggja milli hluta) svo það er kannski ekki úr vegi að reyna að kreista fram smá þakklæti, ég bið fólk samt um að vera hóflega bjartsýnt fyrir mína hönd, maður er nú ekkert þekktur fyrir að vera þessi þrautseigjubolti sem tekur að sér erfið verkefni og leysir þau, en hver veit kannski fljúga bleikir fílar eftir allt saman og þá geti þið öll sagt; sko stelpurassgatið ha, sko hana bara!!!

þriðjudagur, 19. ágúst 2008


guð hvað þessi kona var falleg, ég annars er í vinnunni, fátt fallegt í gangi þar, best að hengja upp myndir og kaupa blóm áður en maður skorpnar allur að innan og breytist í úldna leðurblöku, það var óútskýranlega erfitt að vakna kl. 7.00, alveg svona fjarstæðukennt, lá lengi uppí yfirtekin af vantrú og undrun, nei þetta stenst ekki, þetta getur ekki verið, ég get ekki átt að fara á fætur núna, svo kom þessi tilfinning að maður sé ekki í alvörunni heldur hafi vaknað í skáldsögu eftir kafka, þið þekkið þann fíling er það ekki?...eeeeh eða er það ekki...nú...ég alla vega hafði það af að klæða mig og fara út með hundinn en höndlaði engan veginn meikuppið og dúið, lít alveg sérstaklega hryllilega út, það eina góða er að ég er í fötum og verð því ekki handtekin fyrir strípalingslæti, það getur samt vel verið að ég særi blygðunarkennd einhverra með stírunum og koddaflækjunni í hausnum ó og svo náði ég ekki heldur að bursta tennurnar, best að grafa eftir tyggjói í ruslahaugnum sem ég kalla handtösku
og pólsku smiðirnir eru mættir til starfa, þeir sem eru ekki með á nótunum geta bara flett hér aftur í færslur frá því í ágúst í fyrra, eins gott að við vinnum þennan helvítis handboltaleik á morgun maður

sunnudagur, 17. ágúst 2008


kossinn klikkar ekki, allra meina bót

föstudagur, 15. ágúst 2008


minn sjúki búkur er allur að skána, baðferðin með avocadobombunni og grilluðu paprikurnar í hádeginu gerðu gæfumuninn, hugsa að þetta komi endanlega á morgun þegar ég fer í dekurlúxus og kampavín með akkerisstelpunum mínum, a girl needs her girls sko hvað sem öllum elskhugum líður!!! annars bara veit ég ekki hvað ég á að gera við allan þennan kynþokka, er alveg í stökustu vandræðum bara

miðvikudagur, 13. ágúst 2008


kæra afmælisbarn til hamingju með daginn og þakka þér fyrir þetta bráðhuggulega kökuboð, bleiku  bollakökurnar voru afbragð og skógarberjafreyðivínið enn betra, láttu það ekki á þig fá þó þú hafir vaknað með bólu og rakvélablöð í hálsinum, drekktu bara meira og vertu fegin að enginn setti tilkynningu í moggan um að þú deilir afmælisdegi með miður smart frægu fólki, skuggalega ertu sæt í kjólnum frá elskhuganum og mikil lifandis lukka að fá heimsókn frá fólki sem þykir nægilega vænt um þig til að reka inn nefið jafnvel þó sumir hafi þurft að nýta almenningssamgöngur og aðrir málað úr sér axlaliðinn út í bæ, talan 33 fer þér líka miklu betur en þessi gamla, miklu simmetrískari og í meira jafnvægi, sé henni snúið saman myndar hún áttu sem er auðvitað tala eilífðarinnar og hinnar heilögu hringrásar lífsins, nú sé hún lögð saman fæst útkoman sex...hér er ekki nánari útskýringa þörf

þriðjudagur, 12. ágúst 2008


undarlegt hvað sumir eiga miklu fallegra leirtau en  aðrir...

ég les þá bara meira...og hleyp

ég er óopinberlega ástfangin af jóni kalman, mæti honum oft á hlaupum niðri við fjöru í gömlum stuttermabol sem færi betur við vasadiskó en ipod, hef heyrt að hann hlusti mikið á nick cave, við erum þá bæði með ipod að hlusta á nick cave en hann er ekki með hund og þarf því ekki að óttast farmaura...það er svo margt að óttast að maður veit bara ekki hvar er best að byrja...

á morgun á ég afmæli, af-mæli, hvað mælir maður af stakri snilld á slíkum degi, eða mælir maður kannski af nákvæmni, og þá hvað? kíló kannski (nei djöfull), eða eru það árin sem maður mælir, tíminn sem sagt, að mínu mati er árið á milli afmæla mun persónulegri mælistika á tímann en árið á milli áramóta, talan sem breytist hefur þýðingu fyrir mig eina en kemur heiminum þarna út ekkert við, mín persónulegu áramót, kannski að maður líti um öxl, nú eða inná við, nú eða drekki sig bara til óminnis

hvað er ég að bulla um tímann, tímalaus manneskjan, ætlaði aldrei að geta lært á klukku sem krakki og hefur ekki gengið vel að lifa eftir henni síðan, við erum einhvern veginn aldrei í takt, helvítis klukkur, helvítis tími, stopp!!! stooooooooopppp!!!

mánudagur, 11. ágúst 2008


það er gott að liggja uppí rúmi og lesa og éta fílakaramellur, næ alltaf betra og betra hálstaki á sjálfvirka samviskubitinu sem poppar upp eins og heimsins versti partýpúper í hvert sinn sem mér falla of mörg verk úr hendi með of stuttu millibili, ég segi sjálfri mér að þetta megi rekja til þess hve frummannseðlið sé sterkt í mér, maður má ekki gleyma sér í dundi, þá frýs maður í hel eða fær ekkert að borða í marga daga eða (hjálpi mér guð) er étinn af villidýri, skýringin er þó að öllum líkindum nokkuð nærtækari bæði í tíma og rúmi, man ekki eftir henni mömmu minni mikið með hendur í skauti, merkilegt annars hvað hún hefur alltaf haft fallegar og vel snyrtar hendur hún mamma mín jafnlúsiðnar og þær eru, en í hádeginu eldaði ég nú samt dásamlegt túnfisklasagna og hef bara ekki snert á uppvaskinu eftir það, maðurinn í sófanum (hvers hendur eru næmari fyrir rassi eldabuskunnar en uppvaskinu) gerir sér ekki veður út af skítugum diskum og hundahárum enda að horfa á arabíulárus sem vaskar ekki mikið upp, skiljanlega, menn verða að fara sparlega með vatn í eyðimörkinni, en maður verður líka að trappa sig niður í þessum heimilislúxus, handan við hornið er nefninlega óhugnaðurinn í sinni tærustu mynd, skrímslið undir rúminu, tröllið í geymslunni, fíllinn í stofunni, villidýr nútímamannsins sem hótar á hverjum degi að éta hann með húð og hári, vinnudagurinn!!! ég er mjög næm manneskja með sterka tilfinningu fyrir umhverfi mínu og nú finn ég óþyrmilega þessa óeirð sem ég ímynda mér að hafi gripið dýrin sem flúðu til fjalla undan flóðbylgjunni miklu hér um árið, ég bæli niður flóttaviðbragðið, reyni að horfa ekki of mikið í átt að hálendinu eða til himins, nú kæmi sér vel að búa á bjargsbrún

föstudagur, 8. ágúst 2008




þá er það hinn fullkomlega samhverfi dagur 080808, vel við hæfi að hann sé undanfari hins fullkomlega samkynhneigða á morgun, finnst ég alltaf rosa púkó straight lumma á gay pride, vont að sjá svona marga karlmenn sem eru miklu fallegri konur en maður sjálfur, verð að fá vaxráðleggingar frá þessum gæjum þeir eru algjörlega búnir að mastera þetta

helvítið hann nick cave er búinn að klæða mig úr nærbuxunum eina ferðina enn, held svei mér þá að þessi rödd gæti tælt mig yfir straumharðar ár og brennandi brýr 

minn yfirvofandi dauðdagi lætur á sér standa, þarf að ráðfæra mig við bróður minn, hann vinnur hjá tryggingafélagi sko

fimmtudagur, 7. ágúst 2008


er að spá í að sérpanta þetta frá parís fyrir ammælið mitt

miðvikudagur, 6. ágúst 2008


vissan um að eftir nákvæmlega viku eigi ég að byrja að vinna hefur neytt mig út í að upphugsa aðferðir til að falsa eigin dauðdaga, í kjölfarið yrði ég að flytja á fjarlæga eyju þar sem fólk nærist eingöngu á kokkteilum og talar tungumál sem á engin orð yfir flíspeysur og vinnuviku, ég verð svo glaða gellan í húlladressinu sem selur kókoshnetur og baknudd á ströndinni, sounds like a plan  

þriðjudagur, 5. ágúst 2008


í garðinum mínum er geitungabú, það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir annað eins návígi við lífsháskann, maðurinn í sófanum (hvers skítugu sokkar liggja gjarnan á svefnherbergisgólfinu) sefur svefni þess óttalausa þrátt fyrir þessa óvæntu ógn, að mér læðist sá hrollvekjandi grunur að ég búi með vampíru, best að hafa nóg af hvítlauk í kvöldmatnum, einhversstaðar í íbúðinni er eitthvað að skemmast, ég veit ekki hvar það er eða hvað það er en lyktin sem gýs upp annað slagið og hverfur svo jafnharðan á sér óútskýrð upptök sem gerir lítið annað en að auka á óhugnaðinn, eins gott að gleyma ekki að kíkja undir rúmið áður en maður leggst til svefns hér í húsi óttans, sitji guðs englar saman í hring og allt það

mánudagur, 4. ágúst 2008


hvar er morgunsólin, hún fylgdi kaffibollanum áður en ég fór til stórborgarinnar með gulu leigubílunum og bollakökum með bleiku kremi (verð að hætta að hugsa um bollakökur með bleiku kremi), snéri heim skammarlega skólaus (ljótu hlaupaskórnir teljast ekki með, þeir eru gulir og gráir, need i say more) þar sem my better looking half er gersneyddur öllum skilningi á þeirri fagurfræðilegu athöfn sem skókaup eru (reyndar öll innkaup, af hverju í andskotanum hefur enginn vit á því að hanna bjórhorn fyrir eiginmenn inní verslunum) fyrir vikið sprakk ég alveg á limminu inní kron á laugardaginn, í þetta skiptið í mun meira stimulerandi félagsskap kríunnar sem skilur sko alveg um hvað hlutirnir snúast og valdi sér bara eitt par sjálf í stað þess að setja upp svip fullkominnar örvæntingar, skilningsleysis og leiða, elskhuginn var allt öðruvísi á svipinn og töluvert áhugasamari þegar ég sýndi honum afrakstur innkaupanna heima í stofu, enda passaði ég mig vandlega á að vera allsber við það tækifæri (bara svona svo skórnir nytu sín örugglega almennilega skiljiði), seisei já karlmenn mega sín ekki mikils gagnvart kvenlegri útsjónasemi...dæææææs hvar er kaffið