sunnudagur, 27. júlí 2008
laugardagur, 26. júlí 2008
föstudagur, 25. júlí 2008
þriðjudagur, 22. júlí 2008
mánudagur, 21. júlí 2008

haldiði að við getum teygt soldið á þessu sumri, helst út í það óendanlega, þarf ég nokkuð að mæta í vinnuna aftur, þarf nokkuð að slokkna á ljósinu þarna úti, getum við ekki dinglast í hengirúminu og pússlað og sullað í kampavíni um miðjan dag og ekki gert neitt sem er fullorðins (eeeeh nema drekka kampavín sko), svona eins og pétur pan í hvergilandi, já, hljómar vel? já, samþykkt? já, flott
marie antoinette syndromið er alveg að fara með mig, langar bara að éta kökur í öll mál og haga mér eins og svín
laugardagur, 19. júlí 2008
föstudagur, 18. júlí 2008

er að gíra mig upp í mjög virðulegt retirement partý hjá the old folks (hvar er helvítis magabeltið), ég er ekki í hópi þeirra sem hryllir við tilhugsuninni um eftirlaun, þvert á móti sé ég þetta alveg í hyllingum, ég reyni samt að drekkja öfundinni í dag í öllu þessu ókeypis víni, haldiði að minn heittelskaði hafi ekki verið alveg einstaklega sætur á brúðkaupsdaginn í gær og fært mér hvoru tveggja blóm og lopavettlinga, þetta með blómin kemur kannski ekki á óvart en einhver gæti hnotið um lúffurnar með tilliti til árstímans, ég veit reyndar ekki hvort fjögurra ára brúðkaupsafmæli sé lopi en eins og hún mamma mín sagði alltaf "kaldar hendur heitt hjarta" og minn heittelskaði veit auðvitað að mitt hjarta er heitt sem eldur og hendurnar kaldar eftir því...hmmmm ætli hann vilji að ég smelli þeim á mig áður en ég klæði hann úr nærbuxunum
miðvikudagur, 16. júlí 2008

laugardagur, 5. júlí 2008

ég er alveg að finna mig í þessu sumri, fíla mig eins og kapal sem gengur upp eftir langa mæðu eða púsl sem var aldrei hægt að klára því það voru svo mörg týnd en fundust svo ásamt hárteygjum og skorpnuðu sælgæti þegar það var ryksugað undir sófanum í vorhreingerningunni, ég ætla svo sem ekkert að halda því fram að þetta sé tómur glamúr, ómældur tími fer í að flokka rusl úr skápum og geymslum (kynþokkafull stuna), þessi flokkunarárátta er komin út fyrir öll mörk góðrar geðheilsu, fæ alveg túrettkast og þjakandi umhverfismóral ef ég þarf að setja eitthvað í óendurvinnanlegu hrúguna, nú svo eru það alltaf skúringarnar (kjóll rennur niður af öxlum og brjóstarhaldarinn springur í loft upp) sem eru jú það fyrsta til að detta út af to-do lista hinnar útivinnandi konu, og ekki má gleyma því verkefni sem aldrei víkur úr huga hinnar fullkomnu húsmóður en ég hef ekki enn masterað að fullu, nefninlega uppvaskið (aaahhhh hér er ég alveg að climaxa sko), nú en á milli þess sem ég geysa um hirslur heimilisins (með sorpumerki í hjartastað og geislabaug móður náttúru hringlandi á hausnum) húkka ég gula limmósínu sem ég deili með unglingum, útlendingum og skrítnu fólki (í hvaða flokk skyldi ég falla) og held á vit ævintýra í stórborginni með tilheyrandi hvítvínssulli og vitleysiseyðslu (þaulprófaðar sálfræðikenningar um það að læra af reynslunni falla eins og spilaborgir þegar ég og peningar eru annars vegar), hlustaði þó á rödd skynseminnar í gær þar sem ég var stödd inní snyrtivöruverslun og skoðaði ilmvötn, ákvað að sleppa því að versla mér eitt slíkt sem bar nafnið irresisteble, treysti mér ekki til þess að fara að berja af mér karlmenn með sístand ef ilmurinn hefði nú staðið undir nafni, já já hún er ekki alvitlaus skvísuskottið þó hún sé stundum hættulega nálægt því að teljast vanviti heimilisbókhaldi, nú en eiginmaðurinn er snúinn heim úr árangursríkri veiðiferð, fátt er karlmannlegra en maður með veiðistöng og maðka í dós nema þá kannski maður með sverð...þetta má skilja hvoru tveggja í eiginlegri eða myndhverfðri merkingu
djöfull þoli ég ekki nærbuxur sem búa til fjórar rasskinnar
miðvikudagur, 2. júlí 2008
ég tæki bílpróf fyrir þennan bíl...
ég myndi halda hresst kampavínsboð í þessari stofu...
ég myndi lesa til hádegis í þessu bókaherbergi...
ég myndi tala ógeð lengi í símann í þessum stól...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)