sunnudagur, 27. júlí 2008

til allrar hamingju er þetta ekki útsýnið frá hótelglugganum mínum heldur úr empire state þar sem reynt var nokkuð hressilega á þolmörk lofthræðslunnar, minn ástkæri er að dauða kominn þar sem the green posse ferðast eingöngu fótgangandi, ég tel fyrir víst að ástæðan sé sú að myspace veiti litla þjálfun í fótaferðum þó karlmennið berið fyrir sig plattfæti í æsku og óhentugu veðurfari, annars hljóta ameríkanar að vera næstkurteisasta þjóð í heimi á eftir kínverjum og ekki skil ég neitt í því að þeir hampi ekki heimsmeistaratitli í tasty food making, borðaði guðdómlegt sushi í gærkvöldi á gasalega smart veitingastað sem veitti fulllítið olnbogarými og var veruleg áskorun fyrir mína einstöku brussuhæfileika, stóð mig skratti vel og hellti ekki niður fyrr en þjónninn kom að taka af borðinu, hvíldardagurinn var svo ekki tekinn neitt sérstaklega hátíðlega, löbbuðum um það bil þrjúþúsund blokkir niður á ground zero á fastandi maga sem skilaði sér í fullblown geðvonskukasti sem var að vísu læknað með guðdómlegum hamborgara á stað sem að einhverjum ástæðum er kenndur við skáldið beckett þó ég sjái hann nú ekki fyrir mér með sósu út á kinn og súra gúrku milli tannanna, en í alvöru talað fólk sem gerir svona hamborgara á skilið að kallast the greatest country in the world, þegar ég hafði endurheimt gleði mína var ekkert sjálfsagðara en að fylgja bóndanum á hina fremur hrollvekjandi sýningu bodies, húðflettir mannslíkamar varðveittir með óþekktum hætti, taugar, æðar, líffæri og jafnvel fóstur allt til sýnis í þágu upplýsingar og fróðleiks, þó ég hafi haft nokkuð blendnar tilfinningar gagnvart þessu atriði í upphafi gat ég ekki annað en labbað út nokkuð lotningarfull, mannslíkaminn er svo sannarlega króna sköpunarverksins og the ultimate work of art   

laugardagur, 26. júlí 2008


that handsome devil...

föstudagur, 25. júlí 2008



lísa í undralandi labbaði sér í gegnum central park og á metropolitan, van gogh var jafn stórkostlegur í návígi og við mátti búast, við elskhuginn erum samt að hugsa um að segja upp þessu túristajobbi, dóum klukkan átta í gærkvöldi og erum sólbrennd og sveitt með eymsli upp  að herðablöðum eftir að standa í röðum í dag með fullt af fólki með bakpoka og derhúfur, sigling í kringum manhattan og lyftuferð á ljóshraða upp í empire state féll samt í skuggann af the little pie company, fann loksins hina fullkomnu cup cake með bleiku kremi...hér skortir lýsingarorð, meira síðar

þriðjudagur, 22. júlí 2008

hmmmm.... hverju á ég að pakka...eeeeh kjól oooog... 

kannski bara öðrum kjól...

jamm ég er kjólastelpa (þið eruð búin að á þessu með skóna)
new york new york ég er að koma, opnist skóbúðir!!!

mánudagur, 21. júlí 2008



haldiði að við getum teygt soldið á þessu sumri, helst út í það óendanlega, þarf ég nokkuð að mæta í vinnuna aftur, þarf nokkuð að slokkna á ljósinu þarna úti, getum við ekki dinglast í hengirúminu og pússlað og sullað í kampavíni um miðjan dag og ekki gert neitt sem er fullorðins (eeeeh nema drekka kampavín sko), svona eins og pétur pan í hvergilandi, já, hljómar vel? já, samþykkt? já, flott

marie antoinette syndromið er alveg að fara með mig, langar bara að éta kökur í öll mál og haga mér eins og svín

sunnudagur, 20. júlí 2008


morgunmatur guðanna nema það vantar bananann ofan á brauðið, ég er alveg stökk í þessu 

laugardagur, 19. júlí 2008


eruði að grínast með þessa þynnku!!! virðulega retirement partýið endaði í slammi og brjáluðu rokki á ellefunni fram á rauðan morgun, gæti einhver fjarlægt á mér höfuðið sem snöggvast

föstudagur, 18. júlí 2008


er að gíra mig upp í mjög virðulegt retirement partý hjá the old folks (hvar er helvítis magabeltið), ég er ekki í hópi þeirra sem hryllir við tilhugsuninni um eftirlaun, þvert á móti sé ég þetta alveg í hyllingum, ég reyni samt að drekkja öfundinni í dag í öllu þessu ókeypis víni, haldiði að minn heittelskaði hafi ekki verið alveg einstaklega sætur á brúðkaupsdaginn í gær og fært mér hvoru tveggja blóm og lopavettlinga, þetta með blómin kemur kannski ekki á óvart en einhver gæti hnotið um lúffurnar með tilliti til árstímans, ég veit reyndar ekki hvort fjögurra ára brúðkaupsafmæli sé lopi en eins og hún mamma mín sagði alltaf "kaldar hendur heitt hjarta" og minn heittelskaði veit auðvitað að mitt hjarta er heitt sem eldur og hendurnar kaldar eftir því...hmmmm ætli hann vilji að ég smelli þeim á mig áður en ég klæði hann úr nærbuxunum 

miðvikudagur, 16. júlí 2008


bonnie og clyde í mosfellsbænum
í þykjó er þetta ég að spranga um í central park eftir viku, skórnir sjást ekki en þeir gefa kjólnum ekkert eftir, svona silfurskór með borða til að binda um ökklann, ég er búin að liggja í stífri rannsóknarvinnu fyrir komandi heimsborgarhösl okkar hjóna, þungamiðja þeirrar vinnu hefur verið gaumgæfileg úttekt á allri sex and the city seríunni, aðallega fyrir svona pratíska hluti þið vitið eins og að geta alltaf verið viss um að vera rétt klædd miðað við veður og tilefni og svona, í þykjó er svo eiginmaðurinn skammt frá að versla handa mér muffur og kaffi til að fagna brullaupsammælinu (sem ég held í alvörunni að hann muni ekki að er á morgun) og alveg í þykjó (svona svo maður missi sig alveg í fantasíunni) er hann búinn að kaupa ógeð krúttlegan pakka handa mér sem hæfir tilefninu, ég held að fjögurra ára brúðkaupsafmæli sé leður svo það ætti aldeilis að vera hægt að gera eitthvað brjálæðislega sniðugt með það en það gæti líka verið tré...hmmmm mér dettur bara í hug maríjúanaplanta...kannski ekki


þriðjudagur, 15. júlí 2008


ég er snúinn aftur... aftursnúinn...



snúum við...


snúúúúúú snúúúúúúú...........................

mánudagur, 7. júlí 2008

oh kræst þessir stalkerar...fáið ykkur dagvinnu í alvöru talað ég er gift kona!!!

laugardagur, 5. júlí 2008



ég er alveg að finna mig í þessu sumri, fíla mig eins og kapal sem gengur upp eftir langa mæðu eða púsl sem var aldrei hægt að klára því það voru svo mörg týnd en fundust svo ásamt hárteygjum og skorpnuðu sælgæti þegar það var ryksugað undir sófanum í vorhreingerningunni, ég ætla svo sem ekkert að halda því fram að þetta sé tómur glamúr, ómældur tími fer í að flokka rusl úr skápum og geymslum (kynþokkafull stuna), þessi flokkunarárátta er komin út fyrir öll mörk góðrar geðheilsu, fæ alveg túrettkast og þjakandi umhverfismóral ef ég þarf að setja eitthvað í óendurvinnanlegu hrúguna, nú svo eru það alltaf skúringarnar (kjóll rennur niður af öxlum og brjóstarhaldarinn springur í loft upp) sem eru jú það fyrsta til að detta út af to-do lista hinnar útivinnandi konu, og ekki má gleyma því verkefni sem aldrei víkur úr huga hinnar fullkomnu húsmóður en ég hef ekki enn masterað að fullu, nefninlega uppvaskið (aaahhhh hér er ég alveg að climaxa sko), nú en á milli þess sem ég geysa um hirslur heimilisins (með sorpumerki í hjartastað og geislabaug móður náttúru hringlandi á hausnum) húkka ég gula limmósínu sem ég deili með unglingum, útlendingum og skrítnu fólki (í hvaða flokk skyldi ég falla) og held á vit ævintýra í stórborginni með tilheyrandi hvítvínssulli og vitleysiseyðslu (þaulprófaðar sálfræðikenningar um það að læra af reynslunni falla eins og spilaborgir þegar ég og peningar eru annars vegar), hlustaði þó á rödd skynseminnar í gær þar sem ég var stödd inní snyrtivöruverslun og skoðaði ilmvötn, ákvað að sleppa því að versla mér eitt slíkt sem bar nafnið irresisteble, treysti mér ekki til þess að fara að berja af mér karlmenn með sístand ef ilmurinn hefði nú staðið undir nafni, já já hún er ekki alvitlaus skvísuskottið þó hún sé stundum hættulega nálægt því að teljast vanviti heimilisbókhaldi, nú en eiginmaðurinn er snúinn heim úr árangursríkri veiðiferð, fátt er karlmannlegra en maður með veiðistöng og maðka í dós nema þá kannski maður með sverð...þetta má skilja hvoru tveggja í eiginlegri eða myndhverfðri merkingu 


djöfull þoli ég ekki nærbuxur sem búa til fjórar rasskinnar

miðvikudagur, 2. júlí 2008


"...well i chase you up and down the stairs
  under tables and over chairs
  well i reach out to touch your hair
  and it cuts me like an knife..."

ó nick ekki hætta, ekki hætta mmmmmmmm....

tek til, tek til, tek til, inní skápum, uppá borðum, úti á palli en samt er alltaf drasl, aðallega í höfðinu á mér held ég samt, þetta er svona endless work in progress, held í vonina um að einhvern tímann verði þetta allt í harmóníu, innra og ytra rýmið þið vitið, en látum myndirnar tala, myndin er bók hins ólæsa sagði einhver á kirkjuþingi fyrir þúsund árum eða svo, eitthvað til í því


ég tæki bílpróf fyrir þennan bíl...





ég myndi halda hresst kampavínsboð í þessari stofu...


ég myndi lesa til hádegis í þessu bókaherbergi...


ég myndi tala ógeð lengi í símann í þessum stól...