föstudagur, 25. apríl 2008
ég er í eldhúsfílíng, ætla að drekka hvítvín í eldhúsinu og púsla, teikna kannski pínu og éta á mig gat, ég vil ekkert frekar en að trúa loforði dagsins um hina einu sönnu vorkomu, núna er þetta ekta, núna gerist það, en það er ekki laust við að ég sé soldið eins og margsvikin ástkona sem er löngu hætt að trúa þessu rugli um að hann ætli að fara frá konunni og þá verði það bara við tvö og hamingjan, ég er hætt að láta hafa mig svona að fífli, ég tek ekki fram tásuskóna fyrr en ég fæ haldbærarar sannanir
sunnudagur, 20. apríl 2008
laugardagur, 19. apríl 2008
mér finnst hún frida ógisslega töff, engum hefur tekist að gera samvaxnar augabrúnir að annarri eins andlitsprýði (og hafa þessir oasis bræður þó mikið reynt), eyddi annars deginum á frábærlega skemmtilegri úskriftarsýningu listaháskólans, við krían skemmtum okkur tryllingslega yfir interaktívu grafíkverki og skartgripum úr mosa en vorum lítið hrifnar af fatahönnuninni, hver einasta flík virtist til þess gerð að draga fram á manni brjóstarhaldarabakuppkreistinginn og búa til hlussukeppi allstaðar, "rosa ljót föt mamma" stundi skottan mín og við vorum hrikalega fegnar að vera svona eðlissmart og flottar til fara innan um allt þetta appelsínuhúðandi drasl, er annars ekki alltaf smartast að vera bara allsber? skutlast um á túttunum eins og hún frida hérna, jú ég held það, ég á að baki langan feril í heimilisflassi og ég get fullyrt að það virkar, svínvirkar meira að segja!!!
þriðjudagur, 15. apríl 2008
er þetta ekki fallegur blár litur, eða finnst ykkur hann kannski grænn, það er sko nett vúdú í gangi hér á þessari síðu, ég skal, skal og skal galdra fram þetta vor, guð hvað það þarf að fótósjoppa þarna úti, dýpka græna litinn og setja meira ljós í þennan gula, skipta gráum himni út fyrir indígóbláan og skerpa á skýjahvítunni, ég myndi taka myndirnar hans harrisons howard hér neðar á síðunni til fyrirmyndar, elska listamenn sem kunna að fela ljósið í litnum, ekkert chiaroscuro rugl með fullri virðingu fyrir da vinci, michelangelo eftir þvott hefur alltaf verið meira minn hommi (hvað er þetta með mig og homma????), held annars að ég verði að fara að fjárfesta í súlu, þarf, þarf og verð að komast til köben í júlí á cohen, veit annars ekki hvort það er ráðlagt miðað the total loss of coolness síðastliðið sunnudagskvöld, þetta yrði þá fullkomið ár hinnar heilögu þrenningar, rufus dylan cohen...raðfullnæging dauðans!!!
mánudagur, 14. apríl 2008
(andar ört, er mikið niðri fyrir), ó guð, mitt hrifnæma hjarta var endalega slegið í rot í gær, (tárast), ég stend ekki upp aftur, hann er æði, ææææææði, hvílíkur náttúrusjarmör og ubertalent, það var kannski eins gott að mér var útdeilt miða lengst aftur í rassgati, veit ekki hvort ég hefði meikað meiri nálægð (hátt vein), í alvöru talað ég man ekki hvenær ég var síðast svona brjálæðislega imponeruð yfir einhverju, ég byrjaði að tárast þegar hann gekk inná sviðið og hlustaði á fyrsta lagið í algjöru gæsabólukasti, þegar hann sló svo fyrstu tónana í "the maker makes" þakkaði ég guði fyrir vatnsheldan maskara og þá hefð að myrkva tónleikasali (sniff), í lokin þegar hann gekk út af sviðinu eftir að hafa sungið hallelujah með cohen eins og engill (eeeeengill...gaaaaarg) upplifði ég það sem að ég held að geti bara flokkast sem pjúra stokkerafíligur og í einni hendingu skildi ég fullkomlega þetta fólk sem maður les um í blöðunum eftir að hafa verið gómað inní svefnherbergi hjá celebum þefandi af skítugum nærbuxum, í huga mér ruddi ég frá fólki og hljóp yfir sæti og svið, fleygði mér á flygilinn og skellti litla rebbarassinum í gólfið veinandi "nei nei ekki fara, ég verð að eiga þig, verð að geyma þig undir koddanum, þú ert miiiiiiiiiinn, hann var svo guðdómlega krúttlegur í skyrtu, gallabuxum, eldrauðum strigaskóm og norsku útsaumuðu vesti (sem hann keypti handa mömmu sinni en gat bara ekki staðist að nota sjálfur!!! hommi hvað???) að ég efast ekki um það í hálfa sekúndu að guð föndraði þennan mann úr tonnataki og dýfði honum svo í glimmer, ég held ég elsk'ann, næstu vél til new york, núúúúúúna, er það alveg öruggt að þessi afhommun virki ekki???!!!
laugardagur, 12. apríl 2008
föstudagur, 11. apríl 2008
fimmtudagur, 10. apríl 2008
ég man eftir að hafa átt litla bók þegar ég var lítil sem hét "húsin við kirsuberjastræti" eða eitthvað í þá áttina, ég var ekki alveg klár á því hvort svona tré væru til í alvörunni en fannst samt ekki annað koma til greina en að búa við götu með svona trjám þegar ég yrði stór, þetta atriði færi í flokk með öllum þessum undurfögru sápukúlum sakleysis sem lífið skemmtir sér við að sprengja fyrir manni, ekkert kirsuberjatré í götunni minni (enda eru vaxtaskilyði fyrir slík tré víst ekki hin ákjósanlegust hér á jaðri hins byggilega heims) ekki frekar en að varanleg lausn á hungri í heiminum hafi komið fram, man ennþá eftir því þegar ég horfði á live aid og einhver skilgreindi hugtakið hungursneið fyrir mér, mér finnst hreinasta andstyggð að vera orðin hluti af þessu draumagereyðingarbatteríi, dóttir mín horfði á mig með undrun og skelfingu þegar ég var búin að mála mig út í horn með skröki um tannálfinn og neyddist til að viðurkenna að þetta sé allt uppspuni og lygi og já ég væri búin að ljúga blessað barnið blindfullt af sögum um lítinn krúttlegan kall með rúm fjárráð, í alvöru talað hverjum datt þetta í hug, engin í heiminum getur átt svona marga hundraðkalla!!! ef allir ætla að taka sig saman og ljúga sama hlutnum að milljón manns hvernig væri þá að gera þetta faglega og hugsa dæmið til enda svo maður sitji ekki uppi með fullt af óþægilegum spurningum, hverjum datt til dæmis í hug þetta rugl um að jólasveininum dugi nóttin til að koma við í hverju einasta húsi á landinu!!! ég missi reglulega svefn við tilhugsunina um það að einn daginn verði ég að játa á mig þá lygi líka, held ég byggi mér bara glerhús, rækti kirsuberjatré og borði drauma
miðvikudagur, 9. apríl 2008
þriðjudagur, 8. apríl 2008
sunnudagur, 6. apríl 2008
nærbuxur og kampavín já og svo slæddist smá capri með, sannleikann eða kontór er tilvalin leið til að komast að því hvað maður þekkir sjálfa sig illa, brotlenti aftur í veruleikanum um fimmleitið eftir skuggalegt stuð í miðhúsaskógi, minn fórnfúsi eiginmaður tók af mér versta fallið í hjónarúminu og leigði spólu til að slá á mestu gleðifráhvörfin...allt fyrir ástina, búin að syngja yfir mig af páli óskari, mig vantar penis...illín
í glugganum mínum er fallegt kaktusblóm
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)