fimmtudagur, 21. febrúar 2008
jiii ég man þegar ég sá þessa bíómynd með ásu frænku, hef verið svona 11 ára, fannst hún bardot alveg æðsleg, hún lék eitthvað svona uppreisnarbeib sem þrjóskuröskunarpakkanum mér þótti tryllingslega töff, man eftir henni að þamba flóaða mjólk úr skaftpotti otandi skammbyssu að einhverjum mannræfli sem var nú reyndar óþarfi því þessi kona breytir víst mönnum í vanvirka hálfvita með gerviaugnahárunum einum saman, ég held ég verði að læra það trix fyrir áætlaða ameríkuför okkar kærustuparsins þar sem minn eðlislægi og áreynslulausi sjarmi framkallaðist engan veginn í passamyndatökunni í gær, nú og svo er elskhuginn svona tattúeraður, ég sé það fyrir mér að verða böstuð á flugvellinum af ofsóknaróðum tollvörðum sem hugsanlegt burðardýr eða andamerískur sósíalisti, skellti mér svo í kaffi í miðbænum því þótt lífið í sveitinni sé ljúft get ég bara aldrei alveg afneitað minni innri rottu, svo fæst bara ekki almennilegt latte í mosabænum, en á morgun er flöskudagur (jibbbííííj) og það er spurning hvort maður reyni að lappa uppá sig með vaxi og góðu skröbbi, nema maður láti það nægja að baða sig...það væri nú bara helvíti gott
mánudagur, 18. febrúar 2008
sunnudagur, 17. febrúar 2008
eyddi nánast öllum deginum í að reyna að koma skikki á æfingarbúðir hryðjuverkakríunnar, áhlaupið varð að taka í nokkrum atrennum þar sem margra mánaða lag af ryki og hundahárum framkallaði óstjórnleg kláða og hnerraköst hjá bæði kríum og krummum sem voru búnar að gleyma litnum á gólfdúknum og svei mér þá ef hann er ekki enn ljótari en okkur minnti, hef sannfært elskhugann (sem heldur að þynnka sé gild afsökun fyrir að vera ömurlegur eiginmaður) um að new york í sumar sé málið fyrir fólk eins og okkur sem er með vísakort og óttast ekki að nota það, aaahhh greenwich village og metropolitan, virgin megastore og kokkteilbarir, dææææs hvað ætli það séu margir kokkteilbarir í new york... ugla sat á kvisti átti börn og.....
mánudagur, 11. febrúar 2008
ég ákvað að mótmæla mánudeginum með því að fá mér hvítvín, hvort eð er búin að vera hálfslompuð alla helgina, annars brunaði litla fjölskyldan í sinni fagurrauðu bifreið til höfuðborgarinnar í dag svo hversdagshetjan ég gæti tekið hús af menntamálaráðherra og fengið það skjalfest að ég sé sko alvöru kennari og eigi því rétt á alvöru skítalaunum, til að halda uppá þetta breikþrú móment á mínum afreksvarðaða karríer dugði ekki minna en latte og speltkaka á kaffitár sem minn vandláti eiginmaður getur vottað um að var sérlega ljúffeng og kom sér huggulega fyrir á helvítis rassgatinu á mér, en það er eins með speltkökur og uppburðalitla karlmenn, þær fá ekki að staldra lengi við í paradís því næst var stefnan tekin á útrýmingarbúðir húsmæðrarassa og ég játa stolt að hafa nánast fargað mér á öllum tiltækum, svitaþolnum apparötum, uppskar fyrir vikið furðulostnar augnagotur frá nærstöddum sem fannst nóg um hamstralegan hamaganginn og dúið sem var alveg farið til helvítis, "hvernig var þetta með meðalhófið" las ég úr svip nokkurra sem pössuðu vandlega uppá að maskarinn klesstist ekki, bull og kjaftæði segi ég, meðalhóf er fyrir aumingja...eins og golf
sáuð þið viggo minn á bafta í gær? gvöð þetta alskegg var bara píkulost dauðans og alls ekkert réttlæti í því að hann þarna "minn rass er engan veginn jafn stinnur og viggos-day lewis" skildi hirða þetta af honum, dauði og djöfull!!!
sáuð þið viggo minn á bafta í gær? gvöð þetta alskegg var bara píkulost dauðans og alls ekkert réttlæti í því að hann þarna "minn rass er engan veginn jafn stinnur og viggos-day lewis" skildi hirða þetta af honum, dauði og djöfull!!!
miðvikudagur, 6. febrúar 2008
föstudagur, 1. febrúar 2008
sælt veri fólkið, allir alveg að missa sig af fögnuði yfir komandi öskudegi er það ekki, ég verð að viðurkenna að ég hef nokkuð misst svefn að undanförnu af áhyggjum yfir að hitta ekki naglann á stóru tánna í búningavali þetta árið, margt kemur til greina, kríunni finnst að mamma eigi að vera trúður (spurning hvort skarpskyggnu barninu finnist þetta gervi endurspegla persónuleika móðurinnar fullkomlega og sé því hið nærtækasta og hljóti að þeim sökum að geta verið bæði ódýrt og fyrirhafnarlítið), nú ég hafði einhvernveginn séð eitthvað ponsulítið meira glamörös fyrir mér, kannski eitthvað svona iceland celeb þema (jónsi í sigurrós kemur sterkur inn í þessa kategóríu) eða eitthvað natúralískara eins og til dæmis tré sem spyr hvort þú sért búin að kolefnisjafna bílinn, en fyrst þarf að baka bollur og það sem mikilvægara hlýtur að teljast að éta yfir sig af bollum þó maður geti líklega auðveldlega verið tekinn í misgripum fyrir eina slíka, annars hef ég gert upp mínar skuldir við djöfulinn og borgað vísareikninginn sem svei mér þá sló bara öll febrúarmet þetta árið og var reyndar í sögulegu hámarki, en hátekjufólk eins og kennarar finna náttúrulega ekki fyrir svona smotteríi, rétt hrista sig og taka sig svo soldið á í eyðslunni, langar sjúklega til köben um páskana og til new york í sumar að baða mig í fossunum hans ólafs e, koma tímar koma ráð...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)