
laugardagur, 27. desember 2008

fimmtudagur, 25. desember 2008
þriðjudagur, 23. desember 2008

eiginmaðurinn hnykkir svo á hátíðarstemmunni með því að skella eðalmyndinni transformers í, ég bíð enn eftir að einhver transformist í engil eða jesúbarn en ég er farin að óttast að þetta sé ekki svoleiðis mynd
sunnudagur, 21. desember 2008

þriðjudagur, 16. desember 2008

eftir að hafa gengið um sífrandi og volandi frá því á föstudag fékk ég loksins í skóinn í morgun, var búin að droppa risahintum í tíma og ótíma og brúka öll nærbuxnatrixin í bókinni en ekkert gekk, skringilega sanslaus þessi jólasveinn, skiljanlega var ég orðin nærri úrkula vonar og komin á fremsta hlunn með að taka þetta mjög persónulega, krían deildi gleði minni af heilum hug og átti ekki orð yfir ruglinu í mér þegar ég spurði hvort henni fyndist ekki líklegast að pabbi hefði stungið ofvaxna machintoshmolanum í skóinn minn, skottan mín útskýrði fyrir mér af innblásnum sannfæringarkrafti að jólasveinninn mismunaði ekki skóm eftir gerð eða stærð og að fagurgrænu hælaskórnir mínir númer 38 ættu alveg sama rétt og aðrir skór í gluggum út um allt land, auk þess væri þetta algjörlega fráleitt að pabbar settu í skóinn, barnið hafði aldrei heyrt aðra eins þvælu!!! í skammdegismyrkrinu skelltum við mæðgur okkur svo á rassaþotu og dáðumst að jólaljósunum, sem betur fer er bróðurparturinn af nágrönnunum sérlega smekklegur og heldur blikkseríum sem valda flogaköstum og sjóntruflunum í lágmarki, þoli ekki þetta christmas in vegas þema sem ótrúlegasta fólki fannst smartasta smart í fyrra, jólaskraut sem hagar sér eins og það sé lifandi gerir mig taugaveiklaða, finnst ég alveg þurfa að setja á mig hlífðargleraugu og hjálm
þessi jól verða í minnum höfð um ókomna tíð sem fyrstu vísalausu jólin mín (allir lesa þessa línu aftur til að vera vissir um að þeir hafi skilið þetta rétt), jólagjafakaupin búin nema hvað ég er alveg andlaus þegar það kemur að gjöf handa elskunni minni, hvað gefur maður þeim sem langar ekki í neitt, hvernig er hægt að langa ekki í neitt...nema maður sé dalai lama, sem ég get staðhæft um að eiginmaður minn er ekki!!!
miðvikudagur, 10. desember 2008

ósmekklegi maðurinn í næstu götu er búinn að setja upp í garðinum hjá sér húsasmiðjuleikmynd að helgileiknum sem stendur fyrir dyrum, uppljómaða í einum hrærigraut má líta alla betlehemfjölskylduna ásamt nánustu vinum og vandamönnum, teymi af jólasveinum auk nauðsynlegra fylgihluta (hreindýr, sleðar osfrv) og einn ljótan snjókall til
það þarf greinileg mismikið til að koma fólki í jólaskap...við fjölskyldan skárum nú bara út laufabrauð, það sem maður er gamaldags
mánudagur, 8. desember 2008
laugardagur, 6. desember 2008

föstudagur, 5. desember 2008

miðvikudagur, 3. desember 2008

þriðjudagur, 2. desember 2008
mánudagur, 1. desember 2008

laugardagur, 29. nóvember 2008

djöfull er þetta lið sætt, einhver myndi sjálfsagt reyna að halda því fram að þær hafi þetta allt frá föður sínum þar sem þær eru ekki sammæðra...bull og kjaftæði segi ég nú bara
fimmtudagur, 27. nóvember 2008

miðvikudagur, 26. nóvember 2008
þriðjudagur, 25. nóvember 2008

föstudagur, 21. nóvember 2008

þriðjudagur, 18. nóvember 2008

mánudagur, 17. nóvember 2008
föstudagur, 14. nóvember 2008

miðvikudagur, 12. nóvember 2008

í dag fór ég í sjóferð, fékk fisk í soðið, varð kalt, var asnaleg í björgunarvesti með hjálm, fann lykt af slori, fékk hláturskast, fékk klígju, fann til samúðar með dauðum fiskum, drakk sterkt kaffi, talaði of mikið í síma, talaði við hundinn, sofnaði í öllum fötunum, svæfði kríu mína, borðaði með elskunni minni, passaði uppá fimm á dag, drakk tvo lítra af vatni, hlustaði á góða vinkonu, hlustaði á nick cave...og þetta er allt í lagi, guð er á himnum, fiskurinn í sjónum og hendin þín innan seilingar
þriðjudagur, 11. nóvember 2008

ætli maður yrði ekki handtekinn af jakobi frímanni og hreinsunareldinum fyrir að fara svona í sleik um hábjartan dag á miðjum laugarveginum, hvað er sá maður að meina með þessum sólgleraugum við öll tækifæri, er hann með rosalega slæmt mígreni eða er men in black bara uppáhaldsmyndin hans, ég verð alltaf svo keleríissjúk á þessum árstíma, hlýtur að vera myrkrið, ég þarf nú samt ekkert að óttast að verða handtekin fyrir blygðunarlaust athæfi á almannafæri, við elskulegur eiginmaður minn erum búin að vera saman í níu ár og hann á ennþá töluvert í land með að geta haldið í hendina á mér utandyra, honum finnst miklu betra að halda á poka eða bíllyklum, hendur í vösum er samt best, það fer örugglega enginn að fetta fingur út í það að maður gangi um með hendur í vösum, vont fyrir svona prúðan mann að eiga svona káfsjúka konu, síklínandi sér utaní hann við öll tækifæri óumbeðin og án nokkurs tillits til aðstæðna, ég er samt alveg hætt að taka þetta persónulega...eins og svo margt annað
laugardagur, 8. nóvember 2008

þá er maður búinn að mótmæla, henti samt engum eggjum í alþingishúsið enda var mér kennt að maður eigi að borða matinn sinn og finnst þetta hálfgert bruðl með matvæli, hvað varð um gamla góða gjallarhornið, spreybrúsann og persónulegar móðganir: "geiri feitabolla" "árni bólufés", nei djók, það er auðvitað miklu málefnanlegra að kasta eggjum eða allavega ógeðslegra að þrífa þau af
jesús kristur! ragnhildur steinunn er í sjónvarpinu að strjúka gúrku!!! á þetta ekki að heita fjölskylduþáttur
miðvikudagur, 5. nóvember 2008
þriðjudagur, 4. nóvember 2008

heimilið er í heljargreipum, uppþvottavélin gafst upp á lífinu og fjölskyldumeðlimirnir breyttust skyndilega allir í svín, beljur og ketti sem öll segja "ekki ég" og skima eftir litlu gulu hænunni sem virðist hafa flúið land með bankaglæponunum (klár stelpa), maður áttar sig engan veginn á umfangi eigin leirtaus fyrr en það er allt mætt upp á borð drulluskítugt og illa lyktandi, svakalega hef ég vanmetið skápaplássið í eldhúsinu, ég verð alveg máttlaus upp að öxlum við að horfa á allt þetta subbudrasl, get ekki hugsað mér að vaska upp, tilhugsunin ein nægir til að beina blóðflæðinu öllu niður í fætur og ég finn mig tilneydda til að fara út að hlaupa í staðinn, miðað við slagveðrið þarna úti mætti ætla að ég væri haldin dauðaþrá, hundræfillinn mændi á mig með skelfingarsvip og barðist við vindinn, hundurinn minn er myrkfælinn með eindæmum og í þokkabót stórkostlega hræddur við snöggar hreyfingar, tré í vindi geta t.d. verið sérlega ógnvekjandi, ég aftur á móti óttast hvorki myrkur né votviðri, öðru máli gegnir um þessa vömb sem ég er að fá, djöfull er það skerí fyrirbæri!!!
sunnudagur, 2. nóvember 2008

miðvikudagur, 29. október 2008

þurrkabletturinn á kinninni sem var eins og færeyjar er orðin eins og sovétríkin fyrrverandi í þessari veðráttu, það er ekkert fyndið við að ganga um með hreystur í andlitinu, er búin að vera að spá í að senda henni ásdísi rán beautyproblemsolver á monitor smá línu en ég held samt að hún myndi bara segja mér að fara í brjóstastækkun (hvað er þessi dama eiginlega að drekka á fastandi maga!!!), er búin að kaupa hundrað rakakrem (eitt sem líkist ískyggilega smjöri) og daman í snyrtivörubúðinni lofaði mér að þetta myndi hverfa hraðar en gjaldeyrisforði íslendinga en ég held nú samt áfram að líta út eins og fiskakonan í sirkusnum, og já ég veit að maður verður líka að vökva húðina innan frá og er búin að þamba fleiri flöskur af hvítvíni og það breytti nákvæmlega engu!!! næsta skref er að panta tíma hjá húðspesíalista, ég ætla að mæta í öllu bleiku svo hann átti sig á að ég tek þetta mjöööög alvarlega
bauð jóni kalman uppí með mér eina ferðina enn...djöfuls drusla get ég verið

miðað við þetta dagatal verður 2009 mjög fallegt ár, alveg að koma mánaðarmót, rétt upp hend sem er skítblankur, var næstum búin að fá peningapaníkkast í dag út af einhverjum stýrivöxtum og vitleysu og öllu þessu þið vitið, ég með yfirdrátt og vísapísareikning og er ógeð léleg í að halda utan um kreditnóturnar, þær bara fokking vaxa í veskinu, svo kemur yfirlitið og að fara yfir það er svona eins og að reyna að muna eftir fylleríinu sem allir eru búnir að segja manni að hafi verið geeeeðveikt gaman og maður fór víst á kostum í að prumpa á kerti og leika dolly parton og guð má vita hvað, en maður man ekki neitt nema manni rámar kannski svona eitthvað í að hafa tekið islands in the stream með kalla vin sem er rooooosalega laglaus, en nei, nei og aftur nei, ég tek ekki þátt í múgæsingu, ég pissa ekki í buxurnar af ótta þegar davíð byrtist á skjánum, stóísk ró er það sem þarf að æfa, ætla að verða meistari í súpugerð og brauðbakstri, poppa dæmið svo upp með kertum og spilum og hugsa nógu mikið um alla sem hafa það virkilega skítt, segja svo takk góði guð, takk
mánudagur, 27. október 2008

út er komin glæpasagan "dauði krúttsins" eftir hval gunnarsson, í reykjavík nútímans gengur maður með minnimáttarkennd um og myrðir unga listamenn, fórnarlömbin eiga það sameiginlegt að hafa öll verið kyrkt með eigin lopapeysu, bókin er yfirfull af sleggjudómum, klisjukenndum persónum og lausum endum, afspyrnu léleg bók sem þú mátt alveg missa af
sunnudagur, 26. október 2008

æææ hvað allt var miklu betra þegar við vorum öll um það bil að drepast úr fuglaflensu en ekki fátækt, ég fyrir mína parta var alveg búin að gefa það frá mér að ná fertugsaldrinum þar sem ég nærist að mestu á fiðurfénaði, hvað varð eiginlega um blessaða fuglaflensuna, þá alheimsvá? hætti hún kannski bara að vera í fréttum, getum við ekki bara líka hætt að hafa kreppuna í fréttum og þá hverfur hún (ég er mjög mikið fyrir patentlausnir), ég held í alvöru talað að það sé svakalega heilsuspillandi að horfa of mikið á fréttir þó flestum þyki það mikil dyggð og einkenni á öllu almennilega þenkjandi fólki sem láti málefni samfélagsins sig miklu varða, strumpaprump segi ég nú bara, fyrir það fyrsta þá treysti ég þessu fjölmiðlaliði sko ekki fyrir horn og í öðru lagi þá verður maður bara snarvitlaus af því að horfa á endalausar heimsendaspár, sjáiði bara ameríkana, þar er ekkert í fréttum nema glæpir og fyrir vikið drepur þetta lið hvert annað af minnsta tilefni, ég vil fá nýjan fjölmiðil sem segir bara fréttir af starfi á leikskólum, lífrænni ræktun á sólheimum og góðhjörtuðum skátum sem fara út í búð fyrir gamalt fólk og slá hjá því blettinn, annað hvort það eða fá aftur eintómar fréttir af dauðum fuglum í austurlöndum
þriðjudagur, 21. október 2008

mánudagur, 20. október 2008
sunnudagur, 19. október 2008

búin að liggja eins og afvelta skjaldbaka á örorkubótum í bælinu í allan dag og lesa livingetc, sprakk á limminu inní eymundson í gær og braut "engin interiorblöð" sparnaðarregluna, sagði sjálfri mér að ég gæti bara étið haframjöl út vikuna í staðin, einmitt!!! fékk tryllingslega skemmtilegar konur í mat í gær og við misstum okkur í grúppíukasti dauðans yfir páli óskari, eiginmaðurinn fylgdist þögull með en lét vera að benda okkur á að þetta væri kannski ekki mjög töff, framundan er síðasta vinnuvika fyrir níu daga vetrarfrí (ooooog öldu), best að eyða því í að upphugsa ótrúlega ódýrar jólagjafir og læra að prjóna...hvernig var þetta nú aftur með neyðina og naktar konur
föstudagur, 17. október 2008

föstudagskvöld, ætli maður leggi ekki vængjunum yfir helgina og losi um kennslukonuhnútinn, dragi fram silfurlita jazzballettsamfestinginn og ennisbandið í stíl, taki powerslide á eldhúsgólfinu og hækki í græjunum...chichitita you and i know, that the sun is still in the sky and shining above you, og ekki lýgur abba, við mæðgur tókum föstudagssnúning í stofunni á nærbuxunum og létum eins og við sæjum ekki sófakartöfluna ranghvolfa augunum, það er bara ekki öllum gefið að missa sig fyrirvaralaust í taumlausum dansi svo maður minnist nú ekki á þá list að mæma sannfærandi, mæm er vanmetið listform sem hefur nánast hvergi notið verðskuldaðra vinsælda nema meðal dragdrottninga, við nærbuxnadrottningarnar höfum náð slíkum árangri í þessari list að orð eins og fullkomnun væru vel viðeigandi , britney mín step aside!!! en þó ég sé nánast að breytast í lao tse í þessu kreppuástandi (slík er nægjusemin, þakklætið og gleðin yfir hinu smáa, þið hljótið hreinlega að heyra hvernig stirnir á mig) þá er ekki laust við að gamlir djöflar tylli sér á hægri öxlina á mér annað veifið og orgi eins og karíus og bakktus forðum; við viljum interiorblöð, við viljum skó, við viljum til berlínar!!! og í augnablik berst ég við löngunina til að fleygja mér í gólfið grenjandi og öskrandi eins og frekur krakki í hagkaup, buguð af óréttlætinu og svínaríinu, en svo bara hristir maður af sér helvítis vælupúkann og andar að sér öllu þessu ókeypis lofti, þambar þetta ókeypis vatn og blastar abba upp úr öllu valdi...you´ll be dancing once again, like you did my friend, sing a new song chichitita, látiði ekki svona, syngiði með þetta er ekkert svo hallærislegt
mánudagur, 13. október 2008

eftir allt og allt þá getur maður ekki annað en verið dáldið glaður, dáldið þakklátur fyrir allt þetta sem maður á og fær ekki fingur á sett, dáldið viss um að maður sé aldrei neitt nema bara þetta sem maður er, bara manneskja... i´ve got my arms i´ve got my hands, i´ve got my fingers got my legs, i´ve got my feet i´ve got soul i´ve got my liver, got my blood...
er það bara ég eða er óvenju mikið af bankaauglýsingum í sjónvarpinu, það er asnalegt, helgi seljan er líka asnalegur, vont að finna sig sammála forsætisráðherra með eitthvað þó það séu jafn mikil alheimssannindi og að helgi seljan sé óþolandi
í komandi hörmungum óska ég einskis frekar en að geta hlegið að sjálfri mér, geta tekið gagnrýni án þess að fara í vörn og um fram allt ekki taka neitt persónulega, ég ætla að vera mjög ópersónuleg kona í notuðum skóm með ekkert vísakort...ég hætti samt aldrei að drekka, aldrei!!!
föstudagur, 10. október 2008
verður maður ekki að segja eitthvað um stóra gjaldþrotamálið, og hvað á manni svo að finnast um þetta allt saman, ætli það sé ekki best að nota þessa katastrófu sem rök fyrir því að ég hafi í raun alltaf verið mjög skynsöm í peningamálum, langbest að eyða þessu drasli um leið og maður fær útborgað því maður veit aldrei hvað verður, ég hef ekki látið þetta ástand trufla mig að neinu marki en í morgun sló niður skelfilegri hugsun í mínu litla höfði;
ætli það geti orðið vöruskortur í skóbúðum???
ætli það geti orðið vöruskortur í skóbúðum???
sunnudagur, 5. október 2008

loksins, loksins er ég laus við ljóta bláa litinn á linkunum mínum (muniði þessi sem kom með appelsínuklukkunni), gat að vísu bara stillt aftur á þennan mosagræna sem er á default en guð hjálpi mér allt er betra en þetta æpandi kóngabláa helvíti, meiddi alveg í mér augun, þessi græni fer nokkuð vel við haustið, alveg ágætur bara er það ekki, ég get þá loks sofið róleg, it´s been a long and painful walk, það er erfitt að vera svona sensitívur í ljótum heim
föstudagur, 3. október 2008
miðvikudagur, 1. október 2008

...langar líka út, það er kominn október, október er svo haustlegt nafn, enda líka eini haustmánuðurinn, september er hvorki fugl né fiskur og í nóvember er bara kominn vetur, væri ekki dásemd ef allur október yrði eins og dagurinn í dag, held ég sé að lifna við, systa besta ætlar að koma í kvöld og hnoða í mig lífi, ef ég er heppin kemur hún með stro eða verulega gott koníak, eitt er gott við að vera veikur, maður getur vaknað með kríuskottinu í rólegheitum, klætt hana í fallegu haustpeysuna og kysst bless í dyragættinni og sagt henni að hún megi labba beint heim eftir skóla, engin frístund, bara koma heim og kúra með mömmu, skotta labbar sæl í skólann og ekkert vesen, engin hlaup og "flýttu þér" og "nei ég get ekki hjálpað þér í sokkabuxurnar ég er að verða of sein" og rjúka svo út á undan öllum með ömurlega samvisku
á borðinu er risavaxinn verkefnabúnki sem bíður þess að ég fari yfir hann, ég er að hugsa um að kveikja í honum
þriðjudagur, 30. september 2008

Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)