sunnudagur, 25. nóvember 2007
miðvikudagur, 21. nóvember 2007
ég er mjög illa haldin af framkvæmdafíkn, langar óstjórnlega að mála eldhúsinnréttinguna og læra að flísaleggja, stelpur sem kunna á borvél eru smart, mig langar að vera svoleiðis stelpa, ég held að þetta sé ýkt útgáfa af því að finnast maður aldrei þurfa eins mikið að taka til í skápunum og þegar maður á að vera að lesa fyrir próf, núna eru svona skrilljón verkefni ókláruð hjá mér og þá bara dugar ekkert minna en drastískar endurbætur á heimilinu, ahh stundum held ég að ég sé álíka góð í því að vera námsmaður og gunnar í krossinum er í að afhomma menn
lykill að lífshamingju: klára helvítis kennaraandskotansnám!!!
lykill að lífshamingju: klára helvítis kennaraandskotansnám!!!
þriðjudagur, 20. nóvember 2007
nohhh, manns er bara saknað, hér sannast hið fornkveðna að fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla því eitt er víst að ég er svo drulluleiðinleg þessa dagana að það liggur við andlegum skyldleika við friðrik sófusson, svo andlaus, svo ömurlega lík sófakartöflu, ég held að ég hafi smitast af unglingaveiki því ég er ekki góð í neinu núna nema einhverju svona "hverjum er ekki drullusama um allt og allt og allt", langar bara óstjórnlega að vera þessi sem situr aftast í bekknum og sefur og skrópar alltaf í fyrsta tíma, djöfull sem það er erfitt að koma sér á lappir á morgnana, held að það dugi ekkert minna en jesúbarnið til að reka þennan púka úr mér, langar bara í jól og sálmasöng, mjallahvítan snjó og kertaljós og jólabækur, fór í bíó í gær með elsku mömmu minni og við snöktum yfir dapurlegu lífshlaupi edith piaf, óskapar ólukkutól sem hún var kerlingarkrúttið, merkilegt hvað sumt fólk fær vond spil í lífinu og vandar sig svo í þokkabót við að krumpa þau og kremja, kannski umhugsunarefni út af fyrir sig þegar maður er ekki alveg í sínum uppbyggilegasta gír, ekki alveg að truflast í jákvæðninni, þarf að taka mér einhvern vel fúnkerandi garðbæing til fyrirmyndar, garðbæingar eru svona fyrirmyndarþjóðfélagsþegnar er það ekki, allir sjálfstæðismenn á blússandi góðu farti í tilverunni og skora alltaf hátt yfir þá sem eru hamingjusamastir og ríkastir og góðir í æskulýðsstarfi, nú en fyrst ég er byrjuð þá sveik ég hana fíu mína og þjófstartaði á allsberan viggo í slag í sauna, í stuttu máli sagt hefur sauna aldrei verið eins töff, sumt fólk kemst bara upp með allt, það getur vellst um allt á sínu helgasta með blæðandi sár og vond hármóment og bara samt verið töff töff töff, ég er ekki í þessum hópi fólks, annars lýsi ég eftir öllum tiltækum húsráðum til að láta hár á höfði vaxa (ath á höfði ekki handakrikum), í alvöru talað ég er eins og vondur samsláttur af díönu prinsessu og vísindamanninum í back to the future!!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)