einhvers staðar undir svefnleysisfölvanum, stressbólum, minnkandi holdi, hávaða frá 400 börnum, haug af ljósritum, námsbókum, verkefnum, tölvupósti, heimavinnuáætlunum, óhreinum þvotti, polly pocket dóti, rennblautum stígvélum, matarafgöngum, lykt af súrri mjólk, hundahárum og margnotuðum kaffibollum leynist þessi dauðans skutla sem ég er..... ég held ég hafi sofið í nákvæmlega fjórar mínútur í nótt, gat bara ekki slökkt á yfirtjúnuðum heilanum þó kroppurinn væri örmagna, þegar ég loksins sofnaði fékk ég ógeðslega martröð um drauga heima hjá fíu sem hristu allt og skóku þar til ég vaknaði með alla vöðva spennta og samanbitna kjálka, lá andvaka í myrkrinu og var of hrædd til að fara að pissa svo ég reyndi að fela mig í handakrikanum á þessum sæta sem fannst ég bara sveitt og pirrandi, langar svo í sófann minn og gott spa en fæ ekkert nema vinnu vinnu vinnu, ég veit stundum ekki hvað Guð er að pæla
"God sometimes you just don´t come through,
do you need a woman to look after you"
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
svakalegt hvernig stelpuskottið tekur svona próf og bara ruslar því upp, maður hefði haldið að það væri nóg að vera svona sexý en nhhei, það eru sko gáfur líka, en ekki var það auðvelt, leit ekki upp í þrjá tíma og skjögraði svo fram á klósett haldandi um stelpuskrautið rétt millisekúndu frá því að míga í mig, er kannski ekki alveg að skarta mínu smartasta í augnablikinu enda enn að ná mér eftir bilað danstransstuð með afar kynþokkafullum konum á akureyri um síðustu helgi, ég er algjörlega á því að það er rugl að vera ekki lesbía, sjitt hvað konur eru skemmtilegar, og dúndrandi góðir drykkjumenn svo ekki sé minnst á danshæfileikana, dansaðu stelpa dansaðu til að gleyma, þær sakir voru að vísu bornar á mig að ég væri nærbuxnalaus, sem var ekki satt!!!! og við höltruðum heim í morgunskímunni með rifnar sokkabuxur og blóðugar tær en eins og konan sagði er það eitt víst að eyjafjörðurinn verður aldrei samur
fimmtudagur, 16. ágúst 2007
ahh vildi að þetta væri hendin mín, guð var sko að monta sig þegar hann skapaði þennan gæja, þó ég sé harðgift og alls ekki fylgjandi framhjáhaldi þá myndi ég ekki sparka honum viggo sjö sinnum út úr rúminu mínu, kannski sex sinnum en come on ég er baaaara kona, ég held að þetta sé viský sem hann er búin að hella yfir sig, ég drekk ekki viský en ég skal sko sjúga það úr hverri einustu svitaholu á þessum kropp
oj ég er byrjuð að vinna og svona rétt til að æra óstöðugan er flokkur af gröðum, pólskum iðnaðarmönnum að mála og smíða beint fyrir utan stofuna mína, fyndið hvernig þeir halda að bara vegna þess að ég skilji ekki tungumálið þeirra þá geti þeir sagt dónabrandara í hvert skipti sem ég labba framhjá, mig langar til að segja þeim að gredduglott og stunur hafi sömu merkingu í næstum öllum menningarsamfélögum en þeir eru svo bilaðslega plebbalegir að ég held ég kæmist ekki í gegnum setninguna án þess að örmagnast úr hlátri, hver í veröldinni kom því inn hjá austur-evrópskum karlmönnum að hormotta sé töff (þeir virðast standa í þeirri trú að í slagtogi við krúnurakaðan haus sé hún algjört hot hot hot... meira svona not not not), ég er annars í mjög stífu æfingarprógrammi í háhælagöngu, ég held nebblilega að línan "heyrðu góði ég er ekki nógu ánægð með hvað þú mætir oft of seint" virki ekki mjög vel þegar maður horfið upp fyrir sig á viðmælandann, blöðrurnar frá því á gay-pride eru að vísu ennþá dáldið eins og ég hafi fengið sláttuvél yfir tásurnar, það er vond hugmynd að skella sér í sportgöngu upp og niður laugarveginn á splunkunýju camperunum sínum (en skuggalega var maður smart), fyrir vikið er ég búin að kaupa plástra fyrir fjögurþúsund kall í þessari viku en hver segir að það sé ódýrt að vera skvísa, þessi sæti var að koma inn með spólu, valið var svo sannarlega karlmannlegt, kvikmyndaafrekið 300...dreptu mig með skeið!!!!!
þriðjudagur, 14. ágúst 2007
þrjátíu og fokking tveggja, og hún er sæt stelpan, sjitt hvað hún er sæt, með kampavínsbubblur í hausnum eftir stelpupartý, það ætti alltaf að vera kampvínsstelpupartý á mánudögum, og engin vinna, bara deit við elskhugann á klósettinu eldsnemma og fara svo aftur að sofa, vakna og hita kaffi og kyssa kríur, ég verð að hætta að vera vesenisvaldur í eigin lífi, verð að hætta að vera ævintýrasjúk og sísullandi, argsargpirringsgarg, ég á að byrja að vinna á morgun og líður eins og það sé verið að troða einhverju ofaní kokið á mér, þetta þjóðfélag er í tómu rugli, berin bíða út í móa og svo á fólk bara að mæta í vinnuna, ég hangi á þeim örþunna hamingjuþræði að um helgina fer ég í stelpuferð til akureyrar og á morgun byrja bíódagar græna ljóssins, já það er einhver glæta í þessu
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)