föstudagur, 27. júlí 2007

leit mín að hinum fullkomna degi stendur enn yfir og hefur ekki skilað tilskildum árangri en mikið vildi ég að ég væri alltaf svona sólbrún á ristunum...

gerði mitt besta til að læra kenningar um hvernig sé best að kveikja áhuga hjá nemendum en var ekki áhugasamari en svo að ég var ítrekað trufluð af virkilega dónalegum hugsunum, vá hvað maður getur hugsað dónlega þegar manni leiðist, annars var þetta fremur viðburðalítill dagur sem náði þó nokkrum hæðum í átökum við randaflugu sem þyrfti að kynnast danska kúrnum, mig langaði til að benda henni á að það sé álit mitt sem fagmanneskju að þegar æfingar með eigin líkamsþyngd eru orðnar nánast óframkvæmanlegar þá sé kominn tími til að gera eitthvað í málunum, ég hef töluverðar áhyggjur af þeirri stefnu sem samband mitt við matvöruverslanir er að taka, þetta er að verða verulega sjúklegt, svona ástarhaturs haltu mér slepptu mér angist sem einkennist af valkvíða á háu stigi og fær mig til að þrá kommúnískt skammtakerfi, ég veit að hinn vestræni heimur skilgreinir frelsi sem réttinn til að geta valið úr 3000 jógúrttegundum en ég bara get ekki ákveðið hvað ég á að hafa í kvöldmatinn, svona er skaparinn duttlungafullur, hver er meiningin með því að skapa sísvangan sælkera sem hverfur öll hæfni til ákvarðanatöku um leið og hann stígur inní matvöruverslun, ég vafra um búðina og finn hvernig kuskið safnast fyrir í höfðinu, smám saman slævist rökhugsunin og ég stoppa við alla rekka sem eru á listanum yfir það sem breytir konum í loftbelgi, til að forða mér frá sömu örlögum og fyrrnefndri randaflugu gríp ég það ráð að borða alltaf það sama (bláber, bananar og kjúklingafajita eru sigurvegarar vikunnar), ég held mig vanti gott fling með jamie oliver (jafnvel trekant með nigellu), já það er málið, taktu mig á eldhúsborðinu mannandskoti!!!

miðvikudagur, 25. júlí 2007

hálft papaya, heill banani
50 mínútur í líkamsrækt, 15 mínútur í sturtu
2 lítrar af vatni, 2 kaffibollar
8 tíma svefn, 16 tíma vaka
einbeittur hugur, staðfast hjarta

nú væri gott að geta copy pasteað

sunnudagur, 22. júlí 2007

vika í barcelona gerir mann sko lostafullan, þó rúmið (sem var alveg sérstaklega hart) hafi reynst vera tvö rúm sett saman svo maður varð að passa sig að detta ekki niðrum glufuna í miðjunni (sem hefði ekki verið smart, hef lent í svipuðu og það var ekki smart), svo snéri herbergið út að umferðargötu svo við vorum vöknuð á sama tíma og malbikunarkarlarnir en skolskálin bætti það upp, frábært apparat, ímyndið ykkur klósettpappírsparnaðinn ef allir ættu skolskál, sem og minnkandi eftirspurn eftir dildóum sem eru jú úr gúmmíi svo þetta er möst fyrir vistvæna, elskhuginn þarf samt að fara í boot camp fyrir næstu ferð, hann átti bara ekkert í mig á þessu túristaþrammi, þurfti regluleg bjórstopp og sígópásur (þrátt fyrir áráttukennda notkun á nikótíntyggjói) og stundi lafmóður og rennsveittur "þú ert að drepa mig kona" (athugið að hér eru allir ennþá í fötunum) morðtilraun í barcelona, nei nei þetta var flott, daður og dónó, mmmmmmm... meira takk meira

laugardagur, 21. júlí 2007





ást er að kyssa elskuna sína í barcelona
mikið er það merkilegt hvað maður getur gengið að ákveðnum hlutum vísum, ég lenti í rigningunni um fjögur í nótt, var vöknuð um hádegi og er búin að vera að þrífa síðan, hversdagsleikinn í sinni tærustu mynd lætur ekki að sér hæða og bíður bara eftir manni á tröppunum með opinn faðminn, velkomin heim elskan, eigum við að gera´ða á þvottahrúgunni, ég hefði alveg þolað meiri room service, sangria og camperkaup (af hverju að kaupa eitt par þegar maður getur fengið tvö), það er hart hlutskipti að vera lífsnautnaseggur í heimi fjárhagslegra skuldbindinga, skyldurækni og stundvísi, tori orðar þetta fullkomlega...give me peace, love and a hard cock

miðvikudagur, 11. júlí 2007

ég týndi núinu í morgun, varð skyndilega gripinn þeirri skelfilegu tilfinningu að sumarið og allt þetta skerandi græna, hvít birtan og útilykt í hárinu væri að renna mér úr greipum, kominn miður júlí og ég er ekki enn búinn að planta sumarblómum, þegar ég sat með kaffibollann í hendinni í morgun áttaði ég mig á að ég fer til barcelona eftir tvo daga, þegar ég kem heim er bara vika eftir af júlí og þá eru tvær vikur í að ég byrji að vinna, hvert fór sumarið, sá sem stal tímaskyninu mínu vinsamlegast gefi sig fram við skiptiborð...

laugardagur, 7. júlí 2007

skítt með hvalina, ættleiðum ísbirni
er að horfa á live earth og langar bara að hætta að kaupa dót og flokka og flokka og flokka og slökkva á öllu og planta trjám og sjóða passlega mikið vatn í kaffibollann...ég er á móti því að hata en ég hata sóun því sóun felur í sér vanþakklæti og ég hata vanþakklæti... ekki gleyma að þakka guði

sunnudagur, 1. júlí 2007


vaknaði á undan öllum að venju og notaði fyrstu andartök dagsins í að dást að þessum sæta og kríunni sem kúrðu í kuðung í morgunbirtunni, læddi mér í leikfimigallan og skundaði af stað grunlaus um að mér var veitt eftirför af húsbóndahollum hundi sem greip tækifærið meðan eiginmaðurinn svaf og opnaði útidyrahurðina upp á eigin spítur, kom heim að tómu húsi og eyddi dágóðum tíma í að leita að hundskrattanum sem hafði á miðri leið ákveðið að elta á sér nefið fremur en húsbóndann, eftir nokkuð dramatíska tvo tíma (þegar ég var hvoru tveggja búinn að sjá hundinn fyrir mér flattan út á vesturlandsveginum og sundurkraminn í íþróttatösku) fann ég svo litla rebbarassinn minn með blíðu brúnu augun í vellystingum hjá tengdaforeldrunum, eftir hundsfundinn virtist rökrétt að lyfta sér upp með bæjarferð, fórum á tjörnina og grýttum endur með alltof fínu brauði frá hafliða bakara og sötruðum svo mokkakaffi sem er bara gott, elskhuginn ákvað svo að yfirgefa mig, þrátt fyrir að nautasteikin hafi verið fullkomlega steikt, og fara í bíó með manni sem sefur ekki hjá konunni sinni, ég leifði honum það því hann svaf hjá mér fyrst og af því að ég er svo góð kona og af því honum finnst ég alveg jafnsæt og monica belluci sem var í svörtu bikiní framan á tímariti í bókabúðinni í dag, l´amore mi da coraggio rappar jovanotti um kærustuna með kringlótta rassinn, ég er sammála, ástin gefur hugrekki...og gott sex, lífið er ljúft, takk góði guð