fimmtudagur, 28. júní 2007
í morgun skrifaði ég svona to do lista, ég hef ekki gert neitt sem stendur á honum, fía segir að maður eigi ekki að gera to do lista, mamma mín segir að maður eigi að gera to do lista, ég held að þetta sé einfalt, ef maður skrifar bara hluti á listann sem mann langar að gera (til dæmis kaupa skó, borða morgunmat út í móa eða lesa lorca í hengirúminu) þá getur maður skrifað to do lista í metravís og afkastað mjög, mjög miklu, ef maður skrifar bara hluti á listann sem mann langar ekkert sérstaklega að gera ( á mínum lista er til dæmis sækja um nýjan passa, klára verkefni og þrífa) þá getur maður eins sleppt því, alla vega eru yfirgnæfandi líkur á því að maður geri bara allt nema þetta sem maður þarf að gera, ég er hrokafullur skítbuxi og hef ekki nokkurn móral yfir því að hafa hunsað listann minn og farið frekar í bæinn með rauðan varalit og uppsett hár, bæjarferðin leiddi líka af sér stórmerkilega persónulega sigra, ég keypti ekki rándýra tösku sem ég vissulega verðskulda að eiga, ég keypti ian mcewan á tilboði og... tatarada (lúðra takk) ég drakk fansí kaffi og fannst það gott, mig hefur lengi dreymt um að geta setið á kaffihúsi og sötrað fallegt kaffi, ég hef hingað til verið mjög hrifin af öllu sem tengist kaffi (stórum kaffibollum, ilmandi kaffibaunum, flottum kaffivélum sem kosta marga peninga) en ekki kaffi, núna get ég bara strollað inn á næsta kaffihús og beðið um einn mokka og sest svo og drukkið kaffið mitt með hinu fullorðna fólkinu, ekki bjóða mér samt eitthvað heimalagað sull næst þegar ég kem í heimsókn, ég vil alvöru kaffiþjónastöff og svona mynd af hjarta eða laufblaði í froðunni
"Lífsgleði njóttu! Ef þú lifir lífinu mun Guð lifa í þér. Ef þú forðast að taka áhættu, hverfur hann. Guð fer til sinna fjarlægu hinma og verður ekkert annað en heimspekilegar bollaleggingar. Þetta veit hver maður. En enginn stígur fyrsta skrefið. Kannski af ótta við að verða kallaður brjálæðingur."
"Það er alvarlegt að neyða sig til að vera eins og aðrir. Það skapar taugaveiklun, andlega sjúkdóma og ofsóknaræði. Það er alvarlegt að vilja vera eins og aðrir vegna þess að þannig er manneðlið beitt valdi. Þetta er að ganga gegn lögmáli Guðs sem skapaði ekkert lauf í skógum heimsins eins og annað."
fallegar klausur úr veronika ákveður að deyja eftir paulo coehlo.
þriðjudagur, 26. júní 2007
ég vil hvítvín, mikið hvítvín, ég verð svo hortug þegar ég drekk aðeins of mikið hvítvín, en líka ljúf...held ég...það er hollt að vera soldið hortugur stundum, ef ég drykki oftar hvítvín og væri soldið oftar hortug væri ég örugglega með betri laun, fari það í rassgat, i´m too sexy for my paycheck (everyone is too sexy for my paycheck)... mig vantar sumarblóm á pallinn og rauða dóróteu skó, það er allt svo grænt að ég fæ ofbirtu í augun, ég er sannfærð um að guð er annað hvort kona eða hommi, engin gagnkynhneigður karlmaður hefur annan eins sans fyrir litasamsetningu, ég held að þegar rufus syngur is there anyone else who´s too in love with beauty þá syngi guð með...og ég
mánudagur, 25. júní 2007
sunnudagur, 24. júní 2007
ó ástkæra ískalda föðurland, ég er væminn ættjarðarunnandi og tárast þegar hraunklumpurinn blasir við út um flugvélagluggann, verslaði sælgæti af skyldurækni í fríhöfninni þó það sé ódýrara í bónus og fullnýtti tollinn eins og sönnum íslendingi sæmir, hef legið undir nokkrum ámælum fyrir að skarta ekki nægilegri sólbrúnku eftir útlandaförina og eitthvað ber á ört stækkandi afturenda sem elskhuginn var ósköp glaður að endurheimta og finnst þrátt fyrir allt fara vel í lófa...fjölskyldan tók daginn snemma og fór í veiðiferð í kjósina og þaðan í fjöruferð í hvalfjörðinn sem hlýtur bara að vera allra fjarða fegurstur, allir pissuðu bak við stein nema bjalla sem pissaði allstaðar, dóttirin týndi skeljar og tók artífartí náttúrumyndir, bóndinn minn veiddi ekkert í soðið en ég fullvissaði hann um að hann sé samt sannur karlmaður og elda bara pasta í staðinn, ég læri ekki rassgat og er bara skítsama, þarf að grenja út frest á verkefni og finnst það bara sjálfsagt, en það sem skiptir máli er að barcelona er handan við hornið og ég ætla að pakka litlu niður því ég hef elskuna mín í handfarangrinum og er búin að sjá mynd af rúminu á hótelherberginu og það virðist nokkuð solid, operation kossar og káf er on the move og ég er svo spennt ég er svo spennt ég er svo speeeeeennt!!!!!
laugardagur, 16. júní 2007
í dag á að halda upp á sautjánda júní, í lúx er hann alltaf á laugardegi eins og vera ber því hér kann fólk að drekka, þetta verður nokkuð hefðbundið pulsupartý með loftkastala og blöðrum en er gefið soldið exotic twist með ponyhestum og já það er rétt sólskini, það hefur samt komið stökuskúr í morgun í tilefni dagsins svo maður er alveg í fíling og finnst bara allt á sínum stað á móður jörð, í gær þrömmuðum við um miðbæ höfuðborgarinnar og eyddum pening (one of my many talents) og átum svo yfir okkur í kjölfarið á indverskum veitingastað, guð blessi indverja og þeirra hressandi kryddblöndur sem hreinsa, bæta og sjá til þess að allt fari sína leið og fái farsælan endi í klósettskálinni, en meira af köstulum því næst skelltum við okkur á blústónleika í vínkjallara kastalans á hæðinni sem er nota bene úr múrsteinum en ekki lofti, krían headbangaði og stappaði niður fótum, hefði verið til í að slamma en vantaði rétta crowdið, en pulsan bíður með tilheyrandi magaverk svo skundum á þingvöll, lifi lýðveldið, óli grís og þjórsárver
miðvikudagur, 13. júní 2007
jæja þá er maður mættur í útlandið og finnur hvernig maður kúltiverast allur upp og slaknar og mýkist í ofskammti af útfjólubláum geislum, ekki það að ferðin hafi verið stórslysalaus, á fyrsta degi ráfaði ég hér um bæinn og í einhverri óheppilegri blöndu af sólarhita og sumargleði ákvað ég að skella mér með dótturina upp með bæjarkláfnum sem er mikið túristaattraksjón hér, nú var ég búin að minnast á að ég er fremur skulum við segja lofthrædd og umræddur kláfur er svona frekar lóðrétt fyrirbæri sem minnir á gamla skíðalyftu og fer örugglega 7000 metra upp þverhnípta fjallshlíð, ég sat sem sagt frekar stjörf og kinkaði bara kolli þegar dóttirin sagði í sífellu "vá mamma þetta er frábært", sem betur fer staðnæmdist kláfurinn svo við bar og ég lofaði drottin og hans fyrirhyggjusemi og sá í hendi mér að ég færi aldrei niður nema hella mig fulla svo ég stútaði hálfri hvítvín og víst var niðurferðin nokkuð átakaminni (púls ekki mikið yfir 200) og þegar ég steig út var ég enn minnt á að drottinn sér um sína og gleymir engum því þar var líka bar og ég drakk aðra hvítvín og var bara orðin býsna glöð þegar ég labbaði heim og fékk mér blund í sófanum, við mæðgurnar smelltum okkur svo á róló því hér hefur enginn týnt barninu í sér og við bara róluðum og sungum og róluðum og sungum og guð má vita hvað lengi, þetta var svona svakalega skemmtileg körfuróla og við með vindinn í hárinum og gleði gleði þar til dóttirin segir "mér er flökurt", svo við hoppum af og úpps gubb gubb, kríur eru jú fyrir flug en kannski ekki svona alltaf fram og til baka og fram og til baka, en við hristum okkur bara og fengum okkur samloku, til að hressa okkur enn meir fórum við í alíslenska inkaupaferð í mekka allra mæðra hm og týndum í poka þar til ekki komst í hann meir og borguðum svo bara slikk og brostum í hring, annars er nokkur skortur á eiginmanni sem er víðsfjarri og dóttirin kannski að verða nokkuð marin enda þarf hún að taka við tvöföldu knúsi og ég elska þig og þú er ástin mín og ó ég elska þig svo mikið og jájá hér er ást og hér er ylur
þriðjudagur, 5. júní 2007
æææææ...þessi hósti er að drepa mig, og höfuðverkurinn, og of mikil viðvera á vinnuherbergi kennara sem er súrefnissnauðasti blettur á jarðkringlunni, algjör dauði, hver vakúmpakkaði hugsuninni minni í nótt, ég er eingöngu líkamlega í veröldinni í dag, hitt kemur kannski seinna...ég ætla að reyna við grænt te og teddy thompson að syngja cohen (hann var ekki í thompson twins)...
sometimes i find i get to thinking of the past
and we swore to each other that our love would last
you kept right on loving and i went on a fast
now i am too thin and your love is too vast
and i choose the rooms i live in with care
the windows are small and walls are bare
there is only one bed there is only one prayer
and i wait every night for your step on the stair
sometimes i see her undressing for me
she's the soft naked lady love meant her to be
she's moving her body so brave and so free
if i got to remember, that's a fine memory
and i know from your smile, and i know from your eyes
that tonight will be fine will be fine will be fine
for a while
sometimes i find i get to thinking of the past
and we swore to each other that our love would last
you kept right on loving and i went on a fast
now i am too thin and your love is too vast
and i choose the rooms i live in with care
the windows are small and walls are bare
there is only one bed there is only one prayer
and i wait every night for your step on the stair
sometimes i see her undressing for me
she's the soft naked lady love meant her to be
she's moving her body so brave and so free
if i got to remember, that's a fine memory
and i know from your smile, and i know from your eyes
that tonight will be fine will be fine will be fine
for a while
sunnudagur, 3. júní 2007
ég eldaði dásamlegt pasta með rucolapestói, ekki það að kolvetni geri mig hamingjusama, ég var að hugsa á meðan ég þreif og skrúbbaði og spilaði cohen alltof hátt að ef eitthvað gerir mig hamingjusama (fyrir utan litla rödd sem segir "mamma ég elska þig") þá er það tónlist, ég held að tónlist sé mér meiri næring en öll steinefnaflóran og andoxunarefnin til samans, ef ég hefði ekki tónlist væri ég á mjög sterkum lyfjum, sennilega krakki eða valíum, eða bæði, ég held að ef ég ætti að velja á milli þess að tala við fólk eða að hlusta á tónlist þá væri það frekar einfalt val, nú má enginn móðgast, þið eruð fín sko en svona bara er ég, svona til huggunar þá myndi ég líka velja tónlist frekar en súkkulaði, ef ég ætti að nefna merkustu uppfinningar sögunnar myndi ég segja hjólið, pensillín, ipodinn, ég á í ólýsanlega innihaldsríku ástarsambandi við ipodinn minn, fer ekki út úr húsi án hans og hann veldur mér aldrei vonbrigðum, kannski ég ætti að hætta þessu kennslubulli og fara að vinna í plötubúð, ég myndi örugglega hækka í launum og fá afslátt á diskum, þetta yrði gríðarleg búbót, ég hugsa að það sem ég hef eytt í tónlist á þessu ári fari langt í góða utanlandsferð, var það ekki nietzche sem sagði að án tónlistar væri lífið merkingarlaust, ég á greinilega margt sameignilegt með geðsjúkum (það er svo sem ekkert nýtt)
tónlist við öll tækifæri:
besta ámynning um að lífið er fallegt alveg sama hvað - it will pass in time (beth orton)
það sem allar konur þrá að heyra - i´m your man (leonard cohen)
þegar mann langar að hoppa í sófanum eins og endurborinn - beautiful child (rufus wainwright)
til að dansa eins og síðasta sexý kona í heimi - hung up (madonna)
þegar mann langar niður í bæ að brjóta rúðu - fire on babylon (sinéad o´connor)
þegar mann langar að henda kallinum út - rasberry swirl (tori amos)
til að fullvissa sig um að guð sé á himnum - viðrar vel til loftárása (sigurrós)
til að játa elskhuganum ást sína - gipsy (suzanne vega)
til að dorma á stofugólfinu með síðdegissólina í andlitinum - dreams (fleetwood mac)
þegar maður er þakklátur - harvest moon (neil young)
þegar mann vantar stelpustyrk - she moves in secret ways (polly paulusma)
föstudagur, 1. júní 2007
mér líður eins og einhverjum sem er fastur í vitlausum líkama, algjört orkuleysi (afleyðing af óhóflegu sykuráti), viskýrödd (fylgikvilli skíts í hálsi), bólur (vitnisburður um taumlaust hormónafyllerí), pirringur, eirðarleysi, hangs, dagdraumasýki, þráhyggjukenndar hugsanir um allt sem tengist súkkulaði, hausverkur, vinnuleiði....æ dís minna drauma hvar ertu, við vorum á svo fínu róli, af hverju fórstu frá mér, ég hef í gegnum árin þróað með mér algjört óþol gagnvart leiðindapúkanum í mér, að öðrum göllum mínum ólöstuðum er enginn eins lúnkinn við að sóa tíma mínum og skemma ævintýrið mitt og andskotans leiðindapúkinn, svo það er eins gott að helgin er mætt og ég ætla í klippingu á morgun, fátt er eins hressandi fyrir stelpur eins og mig og smart klipping, nú svo kaupir maður kannski kampavín og skálar með fíu í nýju húsi, kannski við hæfi að spila ólöfu arnalds "...ég veit þú sefur í nýju húsi í nótt...", sem sagt óskað eftir hæfileikaríkum særingarmanni sem sérhæfir sig í að reka á brott leiðindi og breytir mér í guðdómlegt sumarfiðrildi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)