
í morgun skrifaði ég svona to do lista, ég hef ekki gert neitt sem stendur á honum, fía segir að maður eigi ekki að gera to do lista, mamma mín segir að maður eigi að gera to do lista, ég held að þetta sé einfalt, ef maður skrifar bara hluti á listann sem mann langar að gera (til dæmis kaupa skó, borða morgunmat út í móa eða lesa lorca í hengirúminu) þá getur maður skrifað to do lista í metravís og afkastað mjög, mjög miklu, ef maður skrifar bara hluti á listann sem mann langar ekkert sérstaklega að gera ( á mínum lista er til dæmis sækja um nýjan passa, klára verkefni og þrífa) þá getur maður eins sleppt því, alla vega eru yfirgnæfandi líkur á því að maður geri bara allt nema þetta sem maður þarf að gera, ég er hrokafullur skítbuxi og hef ekki nokkurn móral yfir því að hafa hunsað listann minn og farið frekar í bæinn með rauðan varalit og uppsett hár, bæjarferðin leiddi líka af sér stórmerkilega persónulega sigra, ég keypti ekki rándýra tösku sem ég vissulega verðskulda að eiga, ég keypti ian mcewan á tilboði og... tatarada (lúðra takk) ég drakk fansí kaffi og fannst það gott, mig hefur lengi dreymt um að geta setið á kaffihúsi og sötrað fallegt kaffi, ég hef hingað til verið mjög hrifin af öllu sem tengist kaffi (stórum kaffibollum, ilmandi kaffibaunum, flottum kaffivélum sem kosta marga peninga) en ekki kaffi, núna get ég bara strollað inn á næsta kaffihús og beðið um einn mokka og sest svo og drukkið kaffið mitt með hinu fullorðna fólkinu, ekki bjóða mér samt eitthvað heimalagað sull næst þegar ég kem í heimsókn, ég vil alvöru kaffiþjónastöff og svona mynd af hjarta eða laufblaði í froðunni