
ég fékk mér göngutúr niður í álafosskvos í morgunsárið með nemendur í bandi, skelfing er að sjá hvernig er búið að grafa allt í sundur þarna, ég röllti mér á bak við gömlu ullarverksmiðjuna og settist hjá fossinum þar sem ég hafði prýðis útsýni yfir umhverfisspjöllin og sæta smiði að störfum, ekki svo slæm byrjun á annars ágætum degi, ég hélt mig við umhverfismálin og horfði á al gore predika um hlýnun jarðar sem gerði ekkert nema styrkja þá skoðun mína að ég sé bara á blússandi réttri braut svona bílprófslaus þó ég verði fyrir verulegu aðskasti fyrir þær sakir frá fjórhjólafötluðum bensíndjönkistum, svo er bara að hrúga niður trjám í garðinum og flokka og endurvinna og spara pappírinn, allir saman svo því þetta verður ekkert grín þegar grænland bráðnar, þá þurfa sko fleiri að æfa sig í langsundi en ísbirnir, en að öllum heimsendaótta slepptum þá á elskan mín afmæli á morgun og ég ætla að bjóða uppá gulrótarköku og með´í (þ.e. með´í fyrir afmælisbarnið, kakan er fyrir ykkur hin), svo verð ég virkilega að fara að taka á þessum white trash fíling á pallinum, subbulegt grill, gosflöskur og hundaskítur, það vantar bara að ég safni bjórvömb og handakrikabrúski, nú er mál að leggjast á bæn til ömmu fíu um græna fingur og sensitivítet gagnvart sumarblómum, klippa, skera, grafa, planta, rækta (innan sem utan) og elska, ekki gleyma því, ástin maður, ástin er deffenetlí vistvæn