laugardagur, 29. desember 2007
jæja þá er frelsarinn fæddur eitt árið í viðbót og eldist bara andskoti vel, alveg klassík bara þessi gæi, ég er soddan sökker fyrir ást, kærleika og frið á jörð og finnst ekkert verra þó það fylgi smá glimmer með, talandi um glimmer, hér á bæ er allt í það hátíðlegasta, þökk sé því að á þorláksmessu fóru aðeins fimm staukar af glimmeri í gólfið, hafið þið prófað að sópa upp glimmeri, í stuttu máli sagt er það vonlaust, álíka vænlegt til vinnings og að háma í sig loft með sigti og gerir lítið annað enn að dreifa vandamálinu í stað þess að fjarlægja það (svipað og viskastykki sem þurrkar ekki heldur makar bleytunni út um allt), fyrir vikið hefur fjölskyldan verið sveipuð óvæntum ljóma yfir hátíðirnar, glimmer í eyrum, glimmer í nærbuxum, glimmer í skeggi (minn karlmannlegi eiginmaður ber það vel og er alls ekkert hommalegur, varist eftiröpun þetta er ekki á allra færi!!!, ég fyrir mitt leiti kannast ekki við það að vera maddama með mústas), krían ákvað svo að hnikkja örlítið á þessu atriði með því að dreifa glitrandi álfadufti sem leyndist í jólapakkanum á alla bletti sem hugsanlega höfðu ekki fengið sinn glimmerskammt, allt gleður sem glóir og víst eru allir glaðir, nema kannski blessaður hundurinn sem fór illa út úr jólastessinu og löngum verslunarferðum fjölskyldunnar til borgarinnar, þegar við bætast flugeldar er hryllingurinn orðinn algjör fyrir lítinn hund með hjarta á stærð við lús, svona þegar nýja árið andar niður um hálsmálið á manni er víst til siðs að líta yfir farinn veg og í framhaldinu fram á við, þarf að velta þessu aðeins fyrir mér, hmmm...meira af því síðar
mánudagur, 3. desember 2007
mitt í öllu myrkrinu hefur stungið niður lítilli ljóstýru, litlu loforði um fegurð og gleði, jafnvel...já svei mér þá nokkurn glamúr, nei gott fólk það er ekki jesúbarnið sem ég tala um af slíkri undrun og nánast lotningu, þó vissulega sé það ávallt jafn velkomið og ég taki á móti því með barnslegu fasi og djúpu þakklæti, nei það er annað, lítil grein í dagblaði, aðeins nokkur orð, en hvílíkt fagnaðarerindi, ójá,,.RUFUS KEMUR, RUFUS KEMUR, ég verð á fremsta bekk í háskólabíó, opinmynnt og stóreyg, held mér svo fast í sætið að hnúarnir hvítna til að missa mig ekki í vandræðalegt grúpppíukast, skæli kannski pínu ef hann tekur maker makes, óóó þetta er of gott til að vera satt, gleði, gleði, gleði, þangað til þá stytti ég mér stundir og hlusta á algjörlega guðdómlegan hippakontrídisk sem ég var að versla með allison kraus og robert plant, allir að versla þetta, hreinasta dásemd, debetkortið var svo þungt eftir útborgun að ég varð að strauja það dáldið í mínum uppáhaldsbóka-plötu-sokkabuxna-drasl í baðiðbúðum, rosa eyðast peningar hratt, eins og maður er ógeð lengi að vinna fyrir þeim og leiðist alveg morð á meðan
sunnudagur, 25. nóvember 2007
miðvikudagur, 21. nóvember 2007
ég er mjög illa haldin af framkvæmdafíkn, langar óstjórnlega að mála eldhúsinnréttinguna og læra að flísaleggja, stelpur sem kunna á borvél eru smart, mig langar að vera svoleiðis stelpa, ég held að þetta sé ýkt útgáfa af því að finnast maður aldrei þurfa eins mikið að taka til í skápunum og þegar maður á að vera að lesa fyrir próf, núna eru svona skrilljón verkefni ókláruð hjá mér og þá bara dugar ekkert minna en drastískar endurbætur á heimilinu, ahh stundum held ég að ég sé álíka góð í því að vera námsmaður og gunnar í krossinum er í að afhomma menn
lykill að lífshamingju: klára helvítis kennaraandskotansnám!!!
lykill að lífshamingju: klára helvítis kennaraandskotansnám!!!
þriðjudagur, 20. nóvember 2007
nohhh, manns er bara saknað, hér sannast hið fornkveðna að fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla því eitt er víst að ég er svo drulluleiðinleg þessa dagana að það liggur við andlegum skyldleika við friðrik sófusson, svo andlaus, svo ömurlega lík sófakartöflu, ég held að ég hafi smitast af unglingaveiki því ég er ekki góð í neinu núna nema einhverju svona "hverjum er ekki drullusama um allt og allt og allt", langar bara óstjórnlega að vera þessi sem situr aftast í bekknum og sefur og skrópar alltaf í fyrsta tíma, djöfull sem það er erfitt að koma sér á lappir á morgnana, held að það dugi ekkert minna en jesúbarnið til að reka þennan púka úr mér, langar bara í jól og sálmasöng, mjallahvítan snjó og kertaljós og jólabækur, fór í bíó í gær með elsku mömmu minni og við snöktum yfir dapurlegu lífshlaupi edith piaf, óskapar ólukkutól sem hún var kerlingarkrúttið, merkilegt hvað sumt fólk fær vond spil í lífinu og vandar sig svo í þokkabót við að krumpa þau og kremja, kannski umhugsunarefni út af fyrir sig þegar maður er ekki alveg í sínum uppbyggilegasta gír, ekki alveg að truflast í jákvæðninni, þarf að taka mér einhvern vel fúnkerandi garðbæing til fyrirmyndar, garðbæingar eru svona fyrirmyndarþjóðfélagsþegnar er það ekki, allir sjálfstæðismenn á blússandi góðu farti í tilverunni og skora alltaf hátt yfir þá sem eru hamingjusamastir og ríkastir og góðir í æskulýðsstarfi, nú en fyrst ég er byrjuð þá sveik ég hana fíu mína og þjófstartaði á allsberan viggo í slag í sauna, í stuttu máli sagt hefur sauna aldrei verið eins töff, sumt fólk kemst bara upp með allt, það getur vellst um allt á sínu helgasta með blæðandi sár og vond hármóment og bara samt verið töff töff töff, ég er ekki í þessum hópi fólks, annars lýsi ég eftir öllum tiltækum húsráðum til að láta hár á höfði vaxa (ath á höfði ekki handakrikum), í alvöru talað ég er eins og vondur samsláttur af díönu prinsessu og vísindamanninum í back to the future!!!!
mánudagur, 5. nóvember 2007
mánudagur, 29. október 2007
þeim sem ekki fær standpínu af því horfa á þennan trailer er ekki viðbjargandi, sjitt sjitt sjitt, ég er sveitt, það gera húsmæðrahormónarnir...i want to be your housewife... búin að þrífa eins og berserkur í allan dag svo hér stirnir á alla hluti nema fyrrnefnda húsmóður sem skartar ekkert sérstaklega smart lúkki í dag, svona jogging fílingur í minni, eins gott að viggo banki ekki uppá, maður veit nú aldrei sko
sunnudagur, 28. október 2007
laugardagur, 27. október 2007
ég elska laugardaga, vakna um níuleitið og seilast eftir mogganum, hangsa yfir lesbókinni og ofvöxnum kaffibolla og fara svo í extra langan göngutúr í fjörunni með glaðasta hund í heimi, eyða restinni af deginum í kríuknús og heimsókn á bókasafnið, sötra hvítvín og elda pizzu til að háma í sig yfir góðri mynd, eins og krían þreytist ekki á að benda mér á þá á lífið að vera svona, ekki alltaf að fara í vinnu og leikskóla og leikfimivinnu og svoleiðis rugl, jamm það er ekki laust við að krían hafi rétt fyrir sér í þessu máli sem og svo mörgum öðrum, hver ætlar til dæmis að mótmæla því að allar stelpur ættu að breytast í hafmeyjur með glimmersporð í sundi!!!
að vandlega athuguðu máli með tilheyrandi andvökum held ég að ég þori að segja að þetta sé allt á uppleið, abbababb ekkert að gera öldu strax ég er ekki að lofa neinu en þó...jú þetta er svona að koma
í sjónvarpinu er grindhoruð kona að elda smjör og olíu með pasta, það borgar sig greinilega að slá atkins kúrnum og low-carb lífstíl saman í eitt...nema blessuð konan æli þessu öllu, það er víst skratti effektívur kúr líka og vinsæll eftir því
að vandlega athuguðu máli með tilheyrandi andvökum held ég að ég þori að segja að þetta sé allt á uppleið, abbababb ekkert að gera öldu strax ég er ekki að lofa neinu en þó...jú þetta er svona að koma
í sjónvarpinu er grindhoruð kona að elda smjör og olíu með pasta, það borgar sig greinilega að slá atkins kúrnum og low-carb lífstíl saman í eitt...nema blessuð konan æli þessu öllu, það er víst skratti effektívur kúr líka og vinsæll eftir því
miðvikudagur, 24. október 2007
svona eldar maður gómsætan svínapottrétt með indversku ívafi þegar maður á ekki rass í bala í ískápnum og enn minna í buddunni:
svínagúllas steikt með hvítlauk, chilli, engifer, kóríander og karrý
1 lime kreist útí og hýðið látið í heilu lagi útí
gróft skorinn púrrulaukur látinn malla með
einni dós af kókosmjólk hellt yfir
1tsk rifsberjasulta
möndluflögur
smátt skornar döðlur
bætt í undir það síðasta
borið fram með ristuðum sveppum og ferskri papriku
...djöfuls snilld
æ sjitt ég er að tárast yfir bráðavaktinni aftur
svínagúllas steikt með hvítlauk, chilli, engifer, kóríander og karrý
1 lime kreist útí og hýðið látið í heilu lagi útí
gróft skorinn púrrulaukur látinn malla með
einni dós af kókosmjólk hellt yfir
1tsk rifsberjasulta
möndluflögur
smátt skornar döðlur
bætt í undir það síðasta
borið fram með ristuðum sveppum og ferskri papriku
...djöfuls snilld
æ sjitt ég er að tárast yfir bráðavaktinni aftur
mig dreymir um eina alveldissál
um anda sem gjörir steina að brauði
....
þitt hjarta bar frið það var heilög örk
þín hönd var svöl og mín kné sig beygja
fótsár af ævinnar eyðimörk
einn unaðsblett fann ég til þess að deyja
volduga mjúkhenta líkn míns lífs
hve ljúft var í skaut þitt ennið að hneigja
mín sál á ei málið en varir míns vífs
vilja þær orð mér til frelsis segja
eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar
þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð í nærveru sálar
svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án saka
hver iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka
einar ben
um anda sem gjörir steina að brauði
....
þitt hjarta bar frið það var heilög örk
þín hönd var svöl og mín kné sig beygja
fótsár af ævinnar eyðimörk
einn unaðsblett fann ég til þess að deyja
volduga mjúkhenta líkn míns lífs
hve ljúft var í skaut þitt ennið að hneigja
mín sál á ei málið en varir míns vífs
vilja þær orð mér til frelsis segja
eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar
þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð í nærveru sálar
svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án saka
hver iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka
einar ben
mánudagur, 22. október 2007
átti dag dauðans í keiluhöllinni með trítilóðum sjöundu bekkingum, allir mígblautir eftir slagveðrið og úttroðnir af sælgæti, hefur þú prófað að fara með 57 börn í stætó og keilu, mæli ekki með því fyrir neinn, varð að leggjast undir sæng í hlýja holu og þamba stóran kaffibolla þegar ég kom heim, það virkaði ekki einu sinni almennilega svo það er að renna í baðið, ætla að steikja fisk og reyna að haga mér eins og húsmóðir en ekki yfirtjúnuð útivinnandi kelling á rangri hillu í lífinu með kvíðaraskanir og krónískan hausverk, er einhver með lífshamingjumanúalinn minn, ég bara finn hann hvergi!!!
laugardagur, 20. október 2007
fimmtudagur, 18. október 2007
ég er leið á að vera kennari, finnst ég líka bara frekar lélegur kennari þessa dagana, ég er líka leið á að vera nemandi, ég er líka afspyrnu lélegur nemandi núna, nú svo er ég glötuð eiginkona og móðir, aldrei heima og alltaf þreytt og illa tilhöfð, oj pant ekki sofa hjá mér, hmmm látum okkur sjá, hvað fleira...ó já ég er hörmulegur leikfimikennari með helvítis brákað rifbein sem neitar að gróa, fyrir vikið er ég líka alveg að verða feitur leikfimikennari, sem sagt almennt allt í rassgati, enginn söngur, vín eða gleði, bara óþolandi helvítis óþolandi leiðindi....neikvæðni hvað!!!
sunnudagur, 7. október 2007
maðurinn minn lét einhvern franskan perra á mæspeis fiffa þessa mynd af mér... mér hefur aldrei fundist ég hafa hattitude
fariði á sigurrós heima þó það væri ekki nema bara til að heyra þá spila lokalagið af (), ég þurfti að beita mig hörðu til að stökkva ekki upp úr sætinu og slamma, fariðið líka út í næstu plötubúð til að virða fyrir ykkur coverið á nýja springsteen disknum, hvað í andskotanum er þetta með þennan gæja, fimmtíu og fokking átta og algjör sexý bastard, keypti mér fullt af tónlist í gær, meðal annars dylan pakkann sem var að koma út, mmmmm bölvaður krullhausinn veit sko hvað hann syngur, mig langar í skó og nýtt rifbein, er að fara í vax og makeover til systu bestu...i need to feel beautiful, mig vantar launahækkun núúúúúúna...hahahahahah jájá það var þetta með kaldan dag í helvíti, jamm í fréttum var þetta helst og svo elska ég þennan sæta sem er svo góð lykt af
fimmtudagur, 4. október 2007
þriðjudagur, 2. október 2007
ég er í alveg geðveikulegu andófskasti, vil bara vera á móti öllu, eiginlega bara til að vera á móti, ég er mjög mikið á móti of mikilli vinnu og mikilli mengun, og dónaskap, og skítlegu tali um kennara, en alveg sérstaklega á móti hundslund og hóphegðun peningadýrkandi íslendinga, ég er líka á móti stjórnmálamönnum sem monta sig af 100 milljarða rest af fjárlögum sem þeir eiga bara eftir að eyða í ranga hluti og rangt fólk, þoli ekki fjármálaráðherra, hann er sjarmalausasta mannlufsa í heimi, enginn nema mörður árna getur keppt við hann í sjarmaleysi, er að hugsa um að mæta í vinnuna á morgun með mitt laskaða rifbein, er orðin nett þreytt á að hreyfa mig eins og eldri borgari, svo langar mig á kvikmyndahátíð á 11th hour, umhverfishryllingurinn útlistaður mjög konsentrerað, þarf að senda bróður minn á þessa mynd, hann á jeppa dauðans, ó og ég er líka á móti bæjarstjórninni minni sem finnst hún vera að þjónusta bæjarbúa alveg svakalega með því að bjóða upp á grænar tunnur og rukkar svo fólk um 1000 kall á mánuði fyrir, og hér í bæ borgar fólk sko hæstu fasteignagjöld í heimi skiljiði, ég flokka bara mitt rusl og fer með það sjálf í sorpu, eitt samt sem ég er ekki á móti, það eru eiginmenn sem baka döðlusúkkulaðikökur, já já hann er ekki bara sætur að utan þessi elska
mánudagur, 1. október 2007
kíkti inná námsvef fjarnema í kennsluréttindum svona rétt til að tjékka á öllum verkefnunum sem ég á eftir að skila, algjört sjálfsmorð sko, ef ég klára þetta helvíti um jólin ætla ég á fyllirí í mjög víðri merkingu, gleðifyllirí og eyðslufyllirí og kampavínsfyllerí og helst hlaupa bara um í tryllingslegu act out kasti öskrandi og allsber og lofa lofa lofa mér að gera aldrei aftur eitthvað svona ógeðslega leiðinlegt og gleðidrepandi og bara fokking useless!!!!! fáum okkur meira kaffi!!!
laugardagur, 29. september 2007
lenti í miður smart atviki í fyrrinótt, vaknaði upp við skelfingaróp í dótturinni og rauk framúr í ofboði til reka á brott risa, drauga, blóðsugur og aðra óvætti sem sækja gjarnan á litlar kríur sem sofa einar, maður ætti að flýta sér hægt þegar maður er hálfsofandi, annars getur maður nefninlega flogið á hausinn og hlúnkast með síðuna á næsta húsgagn og brákað rifbein (þetta er sérstaklega hallærislegt þegar maður er allsber, hafi þið heyrt um góða nekt og slæma nekt, þetta var deffenetlí slæm nekt), eins og gefur að skilja er brákað rifbein vægast sagt horn í síðu spriklsjúkra (það er meira að segja vont að anda), helst af öllu myndi ég vilja að guð tæki þetta fjandans rif og föndraði úr því eitthvað skemmtilegt til að gleðja mína svekktu sál, eins og til dæmis túlípana sem deyja aldrei, fimm auka klukkutíma í sólarhringinn eða súkkulaði með engum hitaeiningum
fimmtudagur, 27. september 2007
lýsi eftir framtakssömum og harðduglegum einstaklingi til að éta (í bókstaflegri eða myndhverfðri merkingu)verkefnabúnkann á borðinum mínu, æskilegt er að viðkomandi hafi nákvæmlega ekkert annað að gera því þetta mun taka tíma!!!, áfengi og músík í boði hússins, áhugasamir gefi sig fram við þessa dökkhærðu í discósokkabuxunum sem allra fyrst
þriðjudagur, 25. september 2007
þriðjudagur, 18. september 2007
af þriðjudegi að vera var þessi bara nokkuð góður, þriðjudagur er klárlega næstversti dagur vikunnar en bjartsýnisstelpan mín með ljósið í augunum og krullóttan geislabaug benti mér einu sinni á að á þriðjudegi er gott að hugsa með sér... í gær var mánudagur en á morgun er vikan hálfnuð...reyndar gat leiðin ekki legið annað en uppá við eftir andlega brotlendingu gærdagsins, ég hugsa að það taki mig nokkra daga að þrífa blóðsletturnar af veggjunum, hélt bara að þessi ljóti púki vonleysis, depurðar og sjálfsefa væri í fasta svefni langt niðri í maga á mér en lætin í honum voru slík að ég lagðist örmagna uppí eldsnemma, höfuðverkurinn eins og ég hefði setið á sementshristara alla helgina og ekki nokkur ljóstýra í augsýn, til að bæta gráu ofaná svart ákvað dóttirin að örkumla mitt ofvaxna móðurhjarta með því að leika eftir atriði úr exorcist og öskra eins og umskiptingur við öll mín afskipti, en stundum bregðast krosstré ekki sem önnur tré og elskulegur eiginmaðurinn efndi hjúskaparheitið um að "elska hana og styðja" og henti í fituríkan kvöldmat og sjænaði svínastíuna soldið, það er fínt að vera giftur...sérstaklega vel giftur sem ég hallast bara að, svei mér þá, að ég sé
"pabbi þú verður að hætta að vera svona mikið í tölvunni, þú gætir þurft að fá gleraugu...en það væri allt í lagi, mamma elskar þig samt....og líka ég"
"pabbi þú verður að hætta að vera svona mikið í tölvunni, þú gætir þurft að fá gleraugu...en það væri allt í lagi, mamma elskar þig samt....og líka ég"
mánudagur, 17. september 2007
sunnudagur, 16. september 2007
mamma sérðu myndina sem ég var að teikna af okkur
nei vá en flott mynd er þetta ég
já þú ert með sporð, við erum hafmeyjur
ó æði en hvað er þetta fyrir ofan höfuðið á mér
æ þú ert sko eins og engill
já geislabaugur, fallegt, en hvað er þetta á enninu mínu
hveiti, þú varst að baka (bendir á köku) en þú mátt líka hafa þetta fyrir punkt eins og á indverskum
frábært en eru svona mörg hjörtu á milli okkar
já af því við erum þú veist bestu vinkonur (litlar hendur um háls og mamma knúsuð og kysst)
en hvaða kassar eru þetta á maganum mínum
vöðvarnir af því þú gerir svo mikið æfingar
ó auðvitað en eru þetta líka kassar á þínum maga
nei þetta er tattú eins og á pabba
laugardagur, 15. september 2007
kannski verð ég einhvern tímann svona létt á mér aftur, teygi mig í guð og finn næstum því vísifingurinn minn við hans eins og adam í sixtínsku kapellunni og hann fyllir æðarnar mínar af ljósi sem safnast allt fyrir í rófubeininu og streymir upp hryggsúluna og beint út um hnakkann og upp til himna aftur og þá veit ég fyrir víst að ég er barnið hans og lífið mitt er lítill hlekkur í eilífri kærleikshringrás og það er fallegt, lífið er fallegt en heimurinn er ljótur, lífið er ást og litir og form og lykt og höndin þín í minni og polly að syngja "so the devil sings higher, oh just look at what you´re doing, he´s joined by a choir of doctors and satesmen who plan their sorry lives to the last days end, but look at all the happy things that happen by accident"
í gær benti skörp kona mér á að ástin sigri ekki allt en ýmislegt sigri ástina, ég er búin að hugleiða þessa línu og hef komist að þeirri niðurstöðu að ég sé of ung til að vera kaldhæðin, verð að gera hjartað mitt að þéttofnum kærleikshnykkli og sauma út litskrúðuga mynd á skjannhvítum fleti eins og mamma gerði og hengdi upp í eldhúsinu í rauðahjallanum og aldrei síðan hef ég séð neitt eins vel straujað
vaknaði með höfuðverk og þreytudoða í kroppnum, reyndi að hreinsa út stress og leiða með nákvæmlega tólf tárum sem við ástin mín skiptum bróðurlega á milli okkar, hann kyngdi sínum strax en ég sparaði mín og lét þau þorna á húðinni fram að hádegi, fór í vinnuna og hlustaði á draugana skella hurðum, með hjartað á yfirsnúningi spilaði ég polly í botni til að róa þá "but you don´t really care for music do you"
ef ég píri augun nógu lengi sé ég næstum því lífið sem ég ætla einhvern tímann að eiga og allar bækurnar sem ég ætla að lesa og allan fiskinn sem ég ætla að elda og já svei mér þá ef hún er ekki þarna konan sem ég ætla að vera... með ljósið uppúr hnakkanum og fæturna fimm sentimetra frá jörðu
fimmtudagur, 13. september 2007
á dagskrá er að berjast fyrir að fá gúrmeikaffivél á kennarastofuna, svona apparat sem malar baunir og allt, ég fæ mig alls ekki til að drekka sullið sem núverandi kaffivél framleiðir enda bragðast það ekki bara illa heldur er það líka komið frá einhverjum stórglæpamönnum eins og nestlé sem arðrænir kaffibændur í kólumbíu til að búa til rusl sem glórulausir íslendingar kaupa í kílóavís í bónus og telja sig vera að gera góð kaup, væri búin að skella mér í bíó ef visakortið væri ekki lokað og vasarnir galtómir, þetta er næstum spurning um að kaupa sér súlu og starta bissness en ég hef bara ekki tíma, glími annars við það vandræðalega mál að nemandi er skotinn í mér, verð að hætta að halla mér fram á borðið með rassinn út í loftið, maður heyrir hreinlega hormónana frussast út um alla kennslustofu, langar bara ekkert til að vera rúnkfantasía níundabekkings (sjitt hvar er rúllukragapeysan), þarf maður annars ekki að kíkja á bókmenntahátíð svona til að standa undir nafni, og á riff seinna í mánuðinum, nú svo er airwaves í október og þá er bara komið vetrarfrí, nóvember þarf svo að tækla með hárréttri blöndu af vinnugeðveiki og manískri gleði og þá eru bara komin jól, plan fyrir janúar og febrúar er ekki klárt en mig grunar að áfengi verði þar frekar dóminerandi þáttur
sunnudagur, 9. september 2007
laugardagur, 8. september 2007
þriðjudagur, 4. september 2007
mánudagur, 3. september 2007
fór í skólann í dag að þykjast vera margbrotinn og djúpt þennkjandi háskólastúdent, vó róa sig í ruglinu sko, fékk forláta fótsnyrtingarapparat í afmælisgjöf frá mömmu minni, hef ég minnst á að ég er með alveg merkilega ljótar tær, nánast afmyndaðar, annars lít ég soldið almennt út eins og fíkniefnaneytandi á vondum niðurtúr þessa dagana, líður soldið þannig líka, alveg lafmóð af stressi og föst í krampakenndum hugsunum um allt sem ég á eftir að gera, var að hugsa um það í dag hvað í andskotanum ég sé að spá, af hverju er ég ekki bara í einhverju dútldjobbi og heima að hugsa um litlu kellinguna mína, marinera eitthvað frá morgni til kvölds og er svo alveg spriklandi gröð um tíuleytið og sofna í örmum elskhugans í staðinn fyrir að lognast út af við að svæfa myrkfælna kríu
"mamma þú ert alltaf að fara, mamma þegar þú ert í burtu er ég alltaf að þefa af koddanum þínum svo ég finni lyktina þína"
konufáráður þú er grillsteik dauðans!!!
"girl you got know when your only wet because of the rain"
...og nóg rignir maður...
"mamma þú ert alltaf að fara, mamma þegar þú ert í burtu er ég alltaf að þefa af koddanum þínum svo ég finni lyktina þína"
konufáráður þú er grillsteik dauðans!!!
"girl you got know when your only wet because of the rain"
...og nóg rignir maður...
föstudagur, 31. ágúst 2007
einhvers staðar undir svefnleysisfölvanum, stressbólum, minnkandi holdi, hávaða frá 400 börnum, haug af ljósritum, námsbókum, verkefnum, tölvupósti, heimavinnuáætlunum, óhreinum þvotti, polly pocket dóti, rennblautum stígvélum, matarafgöngum, lykt af súrri mjólk, hundahárum og margnotuðum kaffibollum leynist þessi dauðans skutla sem ég er..... ég held ég hafi sofið í nákvæmlega fjórar mínútur í nótt, gat bara ekki slökkt á yfirtjúnuðum heilanum þó kroppurinn væri örmagna, þegar ég loksins sofnaði fékk ég ógeðslega martröð um drauga heima hjá fíu sem hristu allt og skóku þar til ég vaknaði með alla vöðva spennta og samanbitna kjálka, lá andvaka í myrkrinu og var of hrædd til að fara að pissa svo ég reyndi að fela mig í handakrikanum á þessum sæta sem fannst ég bara sveitt og pirrandi, langar svo í sófann minn og gott spa en fæ ekkert nema vinnu vinnu vinnu, ég veit stundum ekki hvað Guð er að pæla
"God sometimes you just don´t come through,
do you need a woman to look after you"
"God sometimes you just don´t come through,
do you need a woman to look after you"
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
svakalegt hvernig stelpuskottið tekur svona próf og bara ruslar því upp, maður hefði haldið að það væri nóg að vera svona sexý en nhhei, það eru sko gáfur líka, en ekki var það auðvelt, leit ekki upp í þrjá tíma og skjögraði svo fram á klósett haldandi um stelpuskrautið rétt millisekúndu frá því að míga í mig, er kannski ekki alveg að skarta mínu smartasta í augnablikinu enda enn að ná mér eftir bilað danstransstuð með afar kynþokkafullum konum á akureyri um síðustu helgi, ég er algjörlega á því að það er rugl að vera ekki lesbía, sjitt hvað konur eru skemmtilegar, og dúndrandi góðir drykkjumenn svo ekki sé minnst á danshæfileikana, dansaðu stelpa dansaðu til að gleyma, þær sakir voru að vísu bornar á mig að ég væri nærbuxnalaus, sem var ekki satt!!!! og við höltruðum heim í morgunskímunni með rifnar sokkabuxur og blóðugar tær en eins og konan sagði er það eitt víst að eyjafjörðurinn verður aldrei samur
fimmtudagur, 16. ágúst 2007
ahh vildi að þetta væri hendin mín, guð var sko að monta sig þegar hann skapaði þennan gæja, þó ég sé harðgift og alls ekki fylgjandi framhjáhaldi þá myndi ég ekki sparka honum viggo sjö sinnum út úr rúminu mínu, kannski sex sinnum en come on ég er baaaara kona, ég held að þetta sé viský sem hann er búin að hella yfir sig, ég drekk ekki viský en ég skal sko sjúga það úr hverri einustu svitaholu á þessum kropp
oj ég er byrjuð að vinna og svona rétt til að æra óstöðugan er flokkur af gröðum, pólskum iðnaðarmönnum að mála og smíða beint fyrir utan stofuna mína, fyndið hvernig þeir halda að bara vegna þess að ég skilji ekki tungumálið þeirra þá geti þeir sagt dónabrandara í hvert skipti sem ég labba framhjá, mig langar til að segja þeim að gredduglott og stunur hafi sömu merkingu í næstum öllum menningarsamfélögum en þeir eru svo bilaðslega plebbalegir að ég held ég kæmist ekki í gegnum setninguna án þess að örmagnast úr hlátri, hver í veröldinni kom því inn hjá austur-evrópskum karlmönnum að hormotta sé töff (þeir virðast standa í þeirri trú að í slagtogi við krúnurakaðan haus sé hún algjört hot hot hot... meira svona not not not), ég er annars í mjög stífu æfingarprógrammi í háhælagöngu, ég held nebblilega að línan "heyrðu góði ég er ekki nógu ánægð með hvað þú mætir oft of seint" virki ekki mjög vel þegar maður horfið upp fyrir sig á viðmælandann, blöðrurnar frá því á gay-pride eru að vísu ennþá dáldið eins og ég hafi fengið sláttuvél yfir tásurnar, það er vond hugmynd að skella sér í sportgöngu upp og niður laugarveginn á splunkunýju camperunum sínum (en skuggalega var maður smart), fyrir vikið er ég búin að kaupa plástra fyrir fjögurþúsund kall í þessari viku en hver segir að það sé ódýrt að vera skvísa, þessi sæti var að koma inn með spólu, valið var svo sannarlega karlmannlegt, kvikmyndaafrekið 300...dreptu mig með skeið!!!!!
þriðjudagur, 14. ágúst 2007
þrjátíu og fokking tveggja, og hún er sæt stelpan, sjitt hvað hún er sæt, með kampavínsbubblur í hausnum eftir stelpupartý, það ætti alltaf að vera kampvínsstelpupartý á mánudögum, og engin vinna, bara deit við elskhugann á klósettinu eldsnemma og fara svo aftur að sofa, vakna og hita kaffi og kyssa kríur, ég verð að hætta að vera vesenisvaldur í eigin lífi, verð að hætta að vera ævintýrasjúk og sísullandi, argsargpirringsgarg, ég á að byrja að vinna á morgun og líður eins og það sé verið að troða einhverju ofaní kokið á mér, þetta þjóðfélag er í tómu rugli, berin bíða út í móa og svo á fólk bara að mæta í vinnuna, ég hangi á þeim örþunna hamingjuþræði að um helgina fer ég í stelpuferð til akureyrar og á morgun byrja bíódagar græna ljóssins, já það er einhver glæta í þessu
föstudagur, 27. júlí 2007
gerði mitt besta til að læra kenningar um hvernig sé best að kveikja áhuga hjá nemendum en var ekki áhugasamari en svo að ég var ítrekað trufluð af virkilega dónalegum hugsunum, vá hvað maður getur hugsað dónlega þegar manni leiðist, annars var þetta fremur viðburðalítill dagur sem náði þó nokkrum hæðum í átökum við randaflugu sem þyrfti að kynnast danska kúrnum, mig langaði til að benda henni á að það sé álit mitt sem fagmanneskju að þegar æfingar með eigin líkamsþyngd eru orðnar nánast óframkvæmanlegar þá sé kominn tími til að gera eitthvað í málunum, ég hef töluverðar áhyggjur af þeirri stefnu sem samband mitt við matvöruverslanir er að taka, þetta er að verða verulega sjúklegt, svona ástarhaturs haltu mér slepptu mér angist sem einkennist af valkvíða á háu stigi og fær mig til að þrá kommúnískt skammtakerfi, ég veit að hinn vestræni heimur skilgreinir frelsi sem réttinn til að geta valið úr 3000 jógúrttegundum en ég bara get ekki ákveðið hvað ég á að hafa í kvöldmatinn, svona er skaparinn duttlungafullur, hver er meiningin með því að skapa sísvangan sælkera sem hverfur öll hæfni til ákvarðanatöku um leið og hann stígur inní matvöruverslun, ég vafra um búðina og finn hvernig kuskið safnast fyrir í höfðinu, smám saman slævist rökhugsunin og ég stoppa við alla rekka sem eru á listanum yfir það sem breytir konum í loftbelgi, til að forða mér frá sömu örlögum og fyrrnefndri randaflugu gríp ég það ráð að borða alltaf það sama (bláber, bananar og kjúklingafajita eru sigurvegarar vikunnar), ég held mig vanti gott fling með jamie oliver (jafnvel trekant með nigellu), já það er málið, taktu mig á eldhúsborðinu mannandskoti!!!
miðvikudagur, 25. júlí 2007
sunnudagur, 22. júlí 2007
vika í barcelona gerir mann sko lostafullan, þó rúmið (sem var alveg sérstaklega hart) hafi reynst vera tvö rúm sett saman svo maður varð að passa sig að detta ekki niðrum glufuna í miðjunni (sem hefði ekki verið smart, hef lent í svipuðu og það var ekki smart), svo snéri herbergið út að umferðargötu svo við vorum vöknuð á sama tíma og malbikunarkarlarnir en skolskálin bætti það upp, frábært apparat, ímyndið ykkur klósettpappírsparnaðinn ef allir ættu skolskál, sem og minnkandi eftirspurn eftir dildóum sem eru jú úr gúmmíi svo þetta er möst fyrir vistvæna, elskhuginn þarf samt að fara í boot camp fyrir næstu ferð, hann átti bara ekkert í mig á þessu túristaþrammi, þurfti regluleg bjórstopp og sígópásur (þrátt fyrir áráttukennda notkun á nikótíntyggjói) og stundi lafmóður og rennsveittur "þú ert að drepa mig kona" (athugið að hér eru allir ennþá í fötunum) morðtilraun í barcelona, nei nei þetta var flott, daður og dónó, mmmmmmm... meira takk meira
laugardagur, 21. júlí 2007
mikið er það merkilegt hvað maður getur gengið að ákveðnum hlutum vísum, ég lenti í rigningunni um fjögur í nótt, var vöknuð um hádegi og er búin að vera að þrífa síðan, hversdagsleikinn í sinni tærustu mynd lætur ekki að sér hæða og bíður bara eftir manni á tröppunum með opinn faðminn, velkomin heim elskan, eigum við að gera´ða á þvottahrúgunni, ég hefði alveg þolað meiri room service, sangria og camperkaup (af hverju að kaupa eitt par þegar maður getur fengið tvö), það er hart hlutskipti að vera lífsnautnaseggur í heimi fjárhagslegra skuldbindinga, skyldurækni og stundvísi, tori orðar þetta fullkomlega...give me peace, love and a hard cock
miðvikudagur, 11. júlí 2007
ég týndi núinu í morgun, varð skyndilega gripinn þeirri skelfilegu tilfinningu að sumarið og allt þetta skerandi græna, hvít birtan og útilykt í hárinu væri að renna mér úr greipum, kominn miður júlí og ég er ekki enn búinn að planta sumarblómum, þegar ég sat með kaffibollann í hendinni í morgun áttaði ég mig á að ég fer til barcelona eftir tvo daga, þegar ég kem heim er bara vika eftir af júlí og þá eru tvær vikur í að ég byrji að vinna, hvert fór sumarið, sá sem stal tímaskyninu mínu vinsamlegast gefi sig fram við skiptiborð...
laugardagur, 7. júlí 2007
sunnudagur, 1. júlí 2007
vaknaði á undan öllum að venju og notaði fyrstu andartök dagsins í að dást að þessum sæta og kríunni sem kúrðu í kuðung í morgunbirtunni, læddi mér í leikfimigallan og skundaði af stað grunlaus um að mér var veitt eftirför af húsbóndahollum hundi sem greip tækifærið meðan eiginmaðurinn svaf og opnaði útidyrahurðina upp á eigin spítur, kom heim að tómu húsi og eyddi dágóðum tíma í að leita að hundskrattanum sem hafði á miðri leið ákveðið að elta á sér nefið fremur en húsbóndann, eftir nokkuð dramatíska tvo tíma (þegar ég var hvoru tveggja búinn að sjá hundinn fyrir mér flattan út á vesturlandsveginum og sundurkraminn í íþróttatösku) fann ég svo litla rebbarassinn minn með blíðu brúnu augun í vellystingum hjá tengdaforeldrunum, eftir hundsfundinn virtist rökrétt að lyfta sér upp með bæjarferð, fórum á tjörnina og grýttum endur með alltof fínu brauði frá hafliða bakara og sötruðum svo mokkakaffi sem er bara gott, elskhuginn ákvað svo að yfirgefa mig, þrátt fyrir að nautasteikin hafi verið fullkomlega steikt, og fara í bíó með manni sem sefur ekki hjá konunni sinni, ég leifði honum það því hann svaf hjá mér fyrst og af því að ég er svo góð kona og af því honum finnst ég alveg jafnsæt og monica belluci sem var í svörtu bikiní framan á tímariti í bókabúðinni í dag, l´amore mi da coraggio rappar jovanotti um kærustuna með kringlótta rassinn, ég er sammála, ástin gefur hugrekki...og gott sex, lífið er ljúft, takk góði guð
fimmtudagur, 28. júní 2007
í morgun skrifaði ég svona to do lista, ég hef ekki gert neitt sem stendur á honum, fía segir að maður eigi ekki að gera to do lista, mamma mín segir að maður eigi að gera to do lista, ég held að þetta sé einfalt, ef maður skrifar bara hluti á listann sem mann langar að gera (til dæmis kaupa skó, borða morgunmat út í móa eða lesa lorca í hengirúminu) þá getur maður skrifað to do lista í metravís og afkastað mjög, mjög miklu, ef maður skrifar bara hluti á listann sem mann langar ekkert sérstaklega að gera ( á mínum lista er til dæmis sækja um nýjan passa, klára verkefni og þrífa) þá getur maður eins sleppt því, alla vega eru yfirgnæfandi líkur á því að maður geri bara allt nema þetta sem maður þarf að gera, ég er hrokafullur skítbuxi og hef ekki nokkurn móral yfir því að hafa hunsað listann minn og farið frekar í bæinn með rauðan varalit og uppsett hár, bæjarferðin leiddi líka af sér stórmerkilega persónulega sigra, ég keypti ekki rándýra tösku sem ég vissulega verðskulda að eiga, ég keypti ian mcewan á tilboði og... tatarada (lúðra takk) ég drakk fansí kaffi og fannst það gott, mig hefur lengi dreymt um að geta setið á kaffihúsi og sötrað fallegt kaffi, ég hef hingað til verið mjög hrifin af öllu sem tengist kaffi (stórum kaffibollum, ilmandi kaffibaunum, flottum kaffivélum sem kosta marga peninga) en ekki kaffi, núna get ég bara strollað inn á næsta kaffihús og beðið um einn mokka og sest svo og drukkið kaffið mitt með hinu fullorðna fólkinu, ekki bjóða mér samt eitthvað heimalagað sull næst þegar ég kem í heimsókn, ég vil alvöru kaffiþjónastöff og svona mynd af hjarta eða laufblaði í froðunni
"Lífsgleði njóttu! Ef þú lifir lífinu mun Guð lifa í þér. Ef þú forðast að taka áhættu, hverfur hann. Guð fer til sinna fjarlægu hinma og verður ekkert annað en heimspekilegar bollaleggingar. Þetta veit hver maður. En enginn stígur fyrsta skrefið. Kannski af ótta við að verða kallaður brjálæðingur."
"Það er alvarlegt að neyða sig til að vera eins og aðrir. Það skapar taugaveiklun, andlega sjúkdóma og ofsóknaræði. Það er alvarlegt að vilja vera eins og aðrir vegna þess að þannig er manneðlið beitt valdi. Þetta er að ganga gegn lögmáli Guðs sem skapaði ekkert lauf í skógum heimsins eins og annað."
fallegar klausur úr veronika ákveður að deyja eftir paulo coehlo.
þriðjudagur, 26. júní 2007
ég vil hvítvín, mikið hvítvín, ég verð svo hortug þegar ég drekk aðeins of mikið hvítvín, en líka ljúf...held ég...það er hollt að vera soldið hortugur stundum, ef ég drykki oftar hvítvín og væri soldið oftar hortug væri ég örugglega með betri laun, fari það í rassgat, i´m too sexy for my paycheck (everyone is too sexy for my paycheck)... mig vantar sumarblóm á pallinn og rauða dóróteu skó, það er allt svo grænt að ég fæ ofbirtu í augun, ég er sannfærð um að guð er annað hvort kona eða hommi, engin gagnkynhneigður karlmaður hefur annan eins sans fyrir litasamsetningu, ég held að þegar rufus syngur is there anyone else who´s too in love with beauty þá syngi guð með...og ég
mánudagur, 25. júní 2007
sunnudagur, 24. júní 2007
ó ástkæra ískalda föðurland, ég er væminn ættjarðarunnandi og tárast þegar hraunklumpurinn blasir við út um flugvélagluggann, verslaði sælgæti af skyldurækni í fríhöfninni þó það sé ódýrara í bónus og fullnýtti tollinn eins og sönnum íslendingi sæmir, hef legið undir nokkrum ámælum fyrir að skarta ekki nægilegri sólbrúnku eftir útlandaförina og eitthvað ber á ört stækkandi afturenda sem elskhuginn var ósköp glaður að endurheimta og finnst þrátt fyrir allt fara vel í lófa...fjölskyldan tók daginn snemma og fór í veiðiferð í kjósina og þaðan í fjöruferð í hvalfjörðinn sem hlýtur bara að vera allra fjarða fegurstur, allir pissuðu bak við stein nema bjalla sem pissaði allstaðar, dóttirin týndi skeljar og tók artífartí náttúrumyndir, bóndinn minn veiddi ekkert í soðið en ég fullvissaði hann um að hann sé samt sannur karlmaður og elda bara pasta í staðinn, ég læri ekki rassgat og er bara skítsama, þarf að grenja út frest á verkefni og finnst það bara sjálfsagt, en það sem skiptir máli er að barcelona er handan við hornið og ég ætla að pakka litlu niður því ég hef elskuna mín í handfarangrinum og er búin að sjá mynd af rúminu á hótelherberginu og það virðist nokkuð solid, operation kossar og káf er on the move og ég er svo spennt ég er svo spennt ég er svo speeeeeennt!!!!!
laugardagur, 16. júní 2007
í dag á að halda upp á sautjánda júní, í lúx er hann alltaf á laugardegi eins og vera ber því hér kann fólk að drekka, þetta verður nokkuð hefðbundið pulsupartý með loftkastala og blöðrum en er gefið soldið exotic twist með ponyhestum og já það er rétt sólskini, það hefur samt komið stökuskúr í morgun í tilefni dagsins svo maður er alveg í fíling og finnst bara allt á sínum stað á móður jörð, í gær þrömmuðum við um miðbæ höfuðborgarinnar og eyddum pening (one of my many talents) og átum svo yfir okkur í kjölfarið á indverskum veitingastað, guð blessi indverja og þeirra hressandi kryddblöndur sem hreinsa, bæta og sjá til þess að allt fari sína leið og fái farsælan endi í klósettskálinni, en meira af köstulum því næst skelltum við okkur á blústónleika í vínkjallara kastalans á hæðinni sem er nota bene úr múrsteinum en ekki lofti, krían headbangaði og stappaði niður fótum, hefði verið til í að slamma en vantaði rétta crowdið, en pulsan bíður með tilheyrandi magaverk svo skundum á þingvöll, lifi lýðveldið, óli grís og þjórsárver
miðvikudagur, 13. júní 2007
jæja þá er maður mættur í útlandið og finnur hvernig maður kúltiverast allur upp og slaknar og mýkist í ofskammti af útfjólubláum geislum, ekki það að ferðin hafi verið stórslysalaus, á fyrsta degi ráfaði ég hér um bæinn og í einhverri óheppilegri blöndu af sólarhita og sumargleði ákvað ég að skella mér með dótturina upp með bæjarkláfnum sem er mikið túristaattraksjón hér, nú var ég búin að minnast á að ég er fremur skulum við segja lofthrædd og umræddur kláfur er svona frekar lóðrétt fyrirbæri sem minnir á gamla skíðalyftu og fer örugglega 7000 metra upp þverhnípta fjallshlíð, ég sat sem sagt frekar stjörf og kinkaði bara kolli þegar dóttirin sagði í sífellu "vá mamma þetta er frábært", sem betur fer staðnæmdist kláfurinn svo við bar og ég lofaði drottin og hans fyrirhyggjusemi og sá í hendi mér að ég færi aldrei niður nema hella mig fulla svo ég stútaði hálfri hvítvín og víst var niðurferðin nokkuð átakaminni (púls ekki mikið yfir 200) og þegar ég steig út var ég enn minnt á að drottinn sér um sína og gleymir engum því þar var líka bar og ég drakk aðra hvítvín og var bara orðin býsna glöð þegar ég labbaði heim og fékk mér blund í sófanum, við mæðgurnar smelltum okkur svo á róló því hér hefur enginn týnt barninu í sér og við bara róluðum og sungum og róluðum og sungum og guð má vita hvað lengi, þetta var svona svakalega skemmtileg körfuróla og við með vindinn í hárinum og gleði gleði þar til dóttirin segir "mér er flökurt", svo við hoppum af og úpps gubb gubb, kríur eru jú fyrir flug en kannski ekki svona alltaf fram og til baka og fram og til baka, en við hristum okkur bara og fengum okkur samloku, til að hressa okkur enn meir fórum við í alíslenska inkaupaferð í mekka allra mæðra hm og týndum í poka þar til ekki komst í hann meir og borguðum svo bara slikk og brostum í hring, annars er nokkur skortur á eiginmanni sem er víðsfjarri og dóttirin kannski að verða nokkuð marin enda þarf hún að taka við tvöföldu knúsi og ég elska þig og þú er ástin mín og ó ég elska þig svo mikið og jájá hér er ást og hér er ylur
þriðjudagur, 5. júní 2007
æææææ...þessi hósti er að drepa mig, og höfuðverkurinn, og of mikil viðvera á vinnuherbergi kennara sem er súrefnissnauðasti blettur á jarðkringlunni, algjör dauði, hver vakúmpakkaði hugsuninni minni í nótt, ég er eingöngu líkamlega í veröldinni í dag, hitt kemur kannski seinna...ég ætla að reyna við grænt te og teddy thompson að syngja cohen (hann var ekki í thompson twins)...
sometimes i find i get to thinking of the past
and we swore to each other that our love would last
you kept right on loving and i went on a fast
now i am too thin and your love is too vast
and i choose the rooms i live in with care
the windows are small and walls are bare
there is only one bed there is only one prayer
and i wait every night for your step on the stair
sometimes i see her undressing for me
she's the soft naked lady love meant her to be
she's moving her body so brave and so free
if i got to remember, that's a fine memory
and i know from your smile, and i know from your eyes
that tonight will be fine will be fine will be fine
for a while
sometimes i find i get to thinking of the past
and we swore to each other that our love would last
you kept right on loving and i went on a fast
now i am too thin and your love is too vast
and i choose the rooms i live in with care
the windows are small and walls are bare
there is only one bed there is only one prayer
and i wait every night for your step on the stair
sometimes i see her undressing for me
she's the soft naked lady love meant her to be
she's moving her body so brave and so free
if i got to remember, that's a fine memory
and i know from your smile, and i know from your eyes
that tonight will be fine will be fine will be fine
for a while
sunnudagur, 3. júní 2007
ég eldaði dásamlegt pasta með rucolapestói, ekki það að kolvetni geri mig hamingjusama, ég var að hugsa á meðan ég þreif og skrúbbaði og spilaði cohen alltof hátt að ef eitthvað gerir mig hamingjusama (fyrir utan litla rödd sem segir "mamma ég elska þig") þá er það tónlist, ég held að tónlist sé mér meiri næring en öll steinefnaflóran og andoxunarefnin til samans, ef ég hefði ekki tónlist væri ég á mjög sterkum lyfjum, sennilega krakki eða valíum, eða bæði, ég held að ef ég ætti að velja á milli þess að tala við fólk eða að hlusta á tónlist þá væri það frekar einfalt val, nú má enginn móðgast, þið eruð fín sko en svona bara er ég, svona til huggunar þá myndi ég líka velja tónlist frekar en súkkulaði, ef ég ætti að nefna merkustu uppfinningar sögunnar myndi ég segja hjólið, pensillín, ipodinn, ég á í ólýsanlega innihaldsríku ástarsambandi við ipodinn minn, fer ekki út úr húsi án hans og hann veldur mér aldrei vonbrigðum, kannski ég ætti að hætta þessu kennslubulli og fara að vinna í plötubúð, ég myndi örugglega hækka í launum og fá afslátt á diskum, þetta yrði gríðarleg búbót, ég hugsa að það sem ég hef eytt í tónlist á þessu ári fari langt í góða utanlandsferð, var það ekki nietzche sem sagði að án tónlistar væri lífið merkingarlaust, ég á greinilega margt sameignilegt með geðsjúkum (það er svo sem ekkert nýtt)
tónlist við öll tækifæri:
besta ámynning um að lífið er fallegt alveg sama hvað - it will pass in time (beth orton)
það sem allar konur þrá að heyra - i´m your man (leonard cohen)
þegar mann langar að hoppa í sófanum eins og endurborinn - beautiful child (rufus wainwright)
til að dansa eins og síðasta sexý kona í heimi - hung up (madonna)
þegar mann langar niður í bæ að brjóta rúðu - fire on babylon (sinéad o´connor)
þegar mann langar að henda kallinum út - rasberry swirl (tori amos)
til að fullvissa sig um að guð sé á himnum - viðrar vel til loftárása (sigurrós)
til að játa elskhuganum ást sína - gipsy (suzanne vega)
til að dorma á stofugólfinu með síðdegissólina í andlitinum - dreams (fleetwood mac)
þegar maður er þakklátur - harvest moon (neil young)
þegar mann vantar stelpustyrk - she moves in secret ways (polly paulusma)
föstudagur, 1. júní 2007
mér líður eins og einhverjum sem er fastur í vitlausum líkama, algjört orkuleysi (afleyðing af óhóflegu sykuráti), viskýrödd (fylgikvilli skíts í hálsi), bólur (vitnisburður um taumlaust hormónafyllerí), pirringur, eirðarleysi, hangs, dagdraumasýki, þráhyggjukenndar hugsanir um allt sem tengist súkkulaði, hausverkur, vinnuleiði....æ dís minna drauma hvar ertu, við vorum á svo fínu róli, af hverju fórstu frá mér, ég hef í gegnum árin þróað með mér algjört óþol gagnvart leiðindapúkanum í mér, að öðrum göllum mínum ólöstuðum er enginn eins lúnkinn við að sóa tíma mínum og skemma ævintýrið mitt og andskotans leiðindapúkinn, svo það er eins gott að helgin er mætt og ég ætla í klippingu á morgun, fátt er eins hressandi fyrir stelpur eins og mig og smart klipping, nú svo kaupir maður kannski kampavín og skálar með fíu í nýju húsi, kannski við hæfi að spila ólöfu arnalds "...ég veit þú sefur í nýju húsi í nótt...", sem sagt óskað eftir hæfileikaríkum særingarmanni sem sérhæfir sig í að reka á brott leiðindi og breytir mér í guðdómlegt sumarfiðrildi
þriðjudagur, 29. maí 2007
ég fékk mér göngutúr niður í álafosskvos í morgunsárið með nemendur í bandi, skelfing er að sjá hvernig er búið að grafa allt í sundur þarna, ég röllti mér á bak við gömlu ullarverksmiðjuna og settist hjá fossinum þar sem ég hafði prýðis útsýni yfir umhverfisspjöllin og sæta smiði að störfum, ekki svo slæm byrjun á annars ágætum degi, ég hélt mig við umhverfismálin og horfði á al gore predika um hlýnun jarðar sem gerði ekkert nema styrkja þá skoðun mína að ég sé bara á blússandi réttri braut svona bílprófslaus þó ég verði fyrir verulegu aðskasti fyrir þær sakir frá fjórhjólafötluðum bensíndjönkistum, svo er bara að hrúga niður trjám í garðinum og flokka og endurvinna og spara pappírinn, allir saman svo því þetta verður ekkert grín þegar grænland bráðnar, þá þurfa sko fleiri að æfa sig í langsundi en ísbirnir, en að öllum heimsendaótta slepptum þá á elskan mín afmæli á morgun og ég ætla að bjóða uppá gulrótarköku og með´í (þ.e. með´í fyrir afmælisbarnið, kakan er fyrir ykkur hin), svo verð ég virkilega að fara að taka á þessum white trash fíling á pallinum, subbulegt grill, gosflöskur og hundaskítur, það vantar bara að ég safni bjórvömb og handakrikabrúski, nú er mál að leggjast á bæn til ömmu fíu um græna fingur og sensitivítet gagnvart sumarblómum, klippa, skera, grafa, planta, rækta (innan sem utan) og elska, ekki gleyma því, ástin maður, ástin er deffenetlí vistvæn
sunnudagur, 27. maí 2007
við mæðgurnar horfðum á píanó saman eitt kvöldið í vikunni, þegar við skriðum upp í ból sagði dóttirin "úff það er sko eins gott að finna sér góðan mann, ekki bara einhvern sem heggur af manni puttann" ég jánkaði því, enga menn með exi takk
man einhver hvað þessi blessaði hvitasunnudagur gengur út á, ég er bara alveg tóm, það er að segja í höfðinu því maginn er aftur á móti stútfullur sem er satt að segja frekar algilt ástand þessa dagana, ég skála samt fyrir fjagra daga vinnuviku þó ég hafi ekki hugmynd um hverju sé að þakka og er í sannleika sagt svo sem slétt sama, tippa samt á að kristur hafi skipt sér eitthvað af þessu eins og öðrum góðum hlutum, ég vil krist á þing og árna jó í rassgat... fjölskyldan skellti sér í sveitaferð í maíkuldanum, ég er farin að skilja hvað laxness var að fara þegar hann orti "það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín", ég stend í stífri áróðursherferð fyrir eldheitri ástarför til framandi borga þar sem aðstæður eru hentugri til hömlulausra ástaratlota og loftslagið hentar breiðari hóp lífvera en mörgæsum, elskhuginn er tregur í taumi en þá er bara að spíta í lófana, blikka augunum ótt og títt, sleppa nærbuxunum, flassa brjóstum og koma því skýrt til skila að þessi stelpa er ekki líkleg til að láta neita sér.....hvernig á að elskast þegar annar aðilinn er með hausinn í skýjunum og hinn gróðursettur upp að brjósti í mosfellskri mold, vegalengdin virðist stundum óralöng og í hvassviðri heyrast vart orðaskil, allir öskra þangað til þeir verða bláir í framan !!!ég elska þig!!! en orðin drukkna í vindinum og enginn heyrir neitt, eins gott að krían er langfleygasti fugl veraldar
man einhver hvað þessi blessaði hvitasunnudagur gengur út á, ég er bara alveg tóm, það er að segja í höfðinu því maginn er aftur á móti stútfullur sem er satt að segja frekar algilt ástand þessa dagana, ég skála samt fyrir fjagra daga vinnuviku þó ég hafi ekki hugmynd um hverju sé að þakka og er í sannleika sagt svo sem slétt sama, tippa samt á að kristur hafi skipt sér eitthvað af þessu eins og öðrum góðum hlutum, ég vil krist á þing og árna jó í rassgat... fjölskyldan skellti sér í sveitaferð í maíkuldanum, ég er farin að skilja hvað laxness var að fara þegar hann orti "það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín", ég stend í stífri áróðursherferð fyrir eldheitri ástarför til framandi borga þar sem aðstæður eru hentugri til hömlulausra ástaratlota og loftslagið hentar breiðari hóp lífvera en mörgæsum, elskhuginn er tregur í taumi en þá er bara að spíta í lófana, blikka augunum ótt og títt, sleppa nærbuxunum, flassa brjóstum og koma því skýrt til skila að þessi stelpa er ekki líkleg til að láta neita sér.....hvernig á að elskast þegar annar aðilinn er með hausinn í skýjunum og hinn gróðursettur upp að brjósti í mosfellskri mold, vegalengdin virðist stundum óralöng og í hvassviðri heyrast vart orðaskil, allir öskra þangað til þeir verða bláir í framan !!!ég elska þig!!! en orðin drukkna í vindinum og enginn heyrir neitt, eins gott að krían er langfleygasti fugl veraldar
miðvikudagur, 23. maí 2007
helvítis hvunndagspúkinn er mættur í heimsókn, ég fór fram úr klukkan sex og kom að honum sitjandi við eldhúsborðið, hann hefur sérstakt lag á að gera sig heimakominn, ég er búinn að hunsa hann og rífast við hann til skiptis í allan dag, ég segi "sko þú ert asni, lifið er fallegt og ég er mjög, mjög þakklát, þegi þú heimski ljóti púki" en hann er svo helvíti viss á sinni sök, horfir á mig og glottir eins og sá sem veit betur og veifar framan í mig vísifingri og segir "kjáninn þinn, kjánaprik, kjánabjána stelpuskott", svo syngur hann með björk "there´s more to life than this" alveg uppí eyrað á mér og ég er kominn með eyrnaverk og vil fá nálgunarbann á þennan gæja, ég held að ég tækli hann eins og önnur erfið mál með því að stilla tónlistina í botn, við rufus erum enn að elskast og ég syng hátt hátt "go or go ahead and surprise me", "hingað og ekki lengra góði minn þetta er mitt ævintýri og dívur eins og ég vilja enga andskotans senuþjófa" og hananú
þriðjudagur, 22. maí 2007
jæja þá, allir glaðir, eða graðir, ég er dóni sem gengur sjaldan í nærbuxum, merkilegt hvað fólki finnst það sjokkerandi, eins og þetta litla plagg sem flestar naríur eru sé eitthvað sem virkilega skilur á milli eðlilegs fólks og afbrigðilegra saurlífsseggja, hmmmm... annars er ég bara ágæt, já já fíneríis manneskja bara, þreif ískápinn í dag aðallega vegna þess að það var nákvæmlega ekki neitt í honum, það litla sem var þar er ég búin að éta, nú bíð ég eftir elskhuganum, hann mun strolla hér inn hvað á hverju og kalla mig ástina sína (við höfum engar svalir), það er að segja ef allt fer samkvæmt áætlun en maður veit auðvitað aldrei, maður á nefninlega ekki að taka ástinni sem gefnum hlut, alltaf að spyrja á morgnana "ástin mín má ég elska þig í dag" og segja á kvöldin "ástin mín takk fyrir kossana", þannig líða dagarnir í sæld og sóma, gleði og greddu (vonandi, muna kærleikurinn hreykir sér ekki)
sunnudagur, 20. maí 2007
elskan mín er ekki hér, elskan mín segir "elskan mín ég þarf að vinna, ég þarf að sjóða og smíða, nei ég kemst ekki í mat", hann segir að konur hinna mannanna hringi ekki svona oft og svo segir hann bless elskan, og ég sem sendi svo skýr skilaboð, er búin að skrifa á skilaboðatöfluna í eldhúsinu "gemmér kelerí" og það á nú bara að vera svona ask and you shall recieve, nú jæja ég elda þá bara eggjaköku og hendi afgöngum í krakkann sem bregður á það ráð að hella rakspíra föður síns yfir sig, "mamma ég er þá bara pabbi", við erum búnar að horfa á von trapp fjölskylduna tralla og trítla um græn engi og í stuttu máli sagt var samanburðurinn okkur í óhag, það er samt örugglega hundleiðinlegt sex á því heimili ef það er þá eitthvað, allir hnepptir upp í háls og vandlega brókaðir, talandi um sex, krakkinn verður að hætta að koma uppí og pissa undir, elskan mín flýr nefninlega í sófann og skilur mig eftir í pissupollinum, hmmm... ég held að þetta hjónaband þurfi viku í barcelona, room service, engir pissupollar, engar þvottahrúgur og mikið, mikið sex með hljóðum
laugardagur, 19. maí 2007
ó þessi þynnka, eftirmáli af velheppnaðri heimsókn í viðey í gærkvöldi, ég gæti hugsað mér að hreiðra um mig í útsýnisverkinu hans ólafs elíassonar, hafði ekki komið þarna áður og var bara alveg töfrum slegin, eftir að hafa horft á sólarlagið á þessum dásemdarstað gat leiðin ekki legið annað en niður á við eða nánar til tekið á gauk á stöng þar sem mistaktvisst fólk hristi sig í gríð og erg við tóna frá magna og félögum, ég sat með glasið út í horni og óskaði þess að guð kæmi og tæki mig eða enn betra, tæki magna og hryllalegu hljómsveitina hans, ég er skítblönk en á auð í hjarta og með celebritysólgleraugun og í camperunum mínum fíla ég mig like a million bucks
ég held að lykillinn að lífshamingjunni sé að vera algjörlega sannfærð um að lífið mitt sé besta líf sem er í boði eins og hún sinéad mín sagði um árið " i do not want what i haven´t got"
fimmtudagur, 17. maí 2007
æ ég er svo andlaus að ég vildi óska að ég þyrfti ekki að vera með sjálfri mér, mig vantar innblástur, upplyftingu, ævintýri, mjög, mjög góða bók, þjóðfélag með engum sjáfstæðisflokki....rufus wainwright leggur samt sitt af mörkum með dásamlegu revíurokkhommatónunum sínum og cohen sem allt veit syngur "everybody knows the war is over, everybody knows the good guys lost...everybody knows the boat is leaking, everybody knows the captain lied"
ég er að hugsa um að fá mér liði í hárið til að poppa málin soldið upp
miðvikudagur, 16. maí 2007
laugardagur, 12. maí 2007
fjölskyldan skellti sér á hafnarbakkann til að fylgjast með risessunni vakna, óskaplega var þetta fallegur viðburður og alveg þess virði að hristast úr kulda niðirí bæ á alltof háum hælum og húfulaus í ofan á lag, dóttirin sprændi niðrúr af spenningi og bauð sig þar að leiðandi ekki fram þegar auglýst var eftir litlum krúttum til að sitja í lófa risessunnar því ekki vildi hún senda blessaða brúðuna úr landi angandi af íslenskri pissullykt, úr gleðinni í miðbænum var farið í andlegan dauða í smáralind, mikil skelfing sem það er dapurt place þó vissulega sé salernisaðstæðan hin ágætasta, ég vara hér með alla við því að leggja leið sína á hinn hrollvekjandi matsölustað fridays en þar var mér boðið upp á sesar salat með þurrum kjúklingi, moldarkögglum og dauðri flugu, full svona tribal réttur fyrir minn smekk þó ég sé mikið fyrir hvoru tveggja lífrænt fæði og etníska matargerð, öllu huggulegra var að heimsækja afmælisfíuna og smjatta á belgísku súkkulaði sem innihélt hvorki skordýr né garðaúrgang, við settum svo upp listaspírulúkkið og kíktum á strípalingana hans spenser tunick, skemmtilegt að standa í hóp af fólki sem sötrar bjór og virðir fyrir sér myndir af allsberu fólki og eins og félagi minn orðaði það "manni finnst maður bara bjánalegur að vera í fötum" ....ég krossa svo bara fingur og tær og vona að stjórnin falli, fari og veri, lagði mitt af mörkum til að svo verði svo ég sef með hreina samvisku í nótt
föstudagur, 11. maí 2007
ég þamba vatn og smjatta á verkjalyfjum á meðan ég hlusta á hana tori mína amos syngja um hana marianne sem allir segja að hafi drepið sig en tori segir bull og vitleysa því hún var fljótasta stelpan í steikarpönnunni, rauðhærða gyðjan var einmitt að gefa út nýjan disk sem ég verð að nálgast, american doll posse, lögin á disknum eru samin af fimm ólíkum persónleikum tori sem hver á sér hliðstæðu í forngrískum gyðjum og eru andsvar við hinum eina karllega guði kristinna sem tori er ekki spennt fyrir enda prestsdóttir sem mátti aldrei tala um kynlíf við matarborðið, skál fyrir tori stelpur...
æ mig auma, statusinn á hálskirtlunum er slíkur að ég er farinn að halda að maður geti fengið hettusótt tvisvar á ævinni, þessi flensuskítur er alveg til þess fallinn að drepa alla gleði og ýta undir þunglyndislegar hugsanir og ruslát, mér veitti ekki af baði en miðað við hvað mín aumu bein eiga bágt með að hvíla í sófa þá held ég að baðkarið færi með mig, bið elskhugann kannski um að þvo mér um hárið þegar hann kemur heim, ég ligg á bæn til vorgyðjunnar, jesú krists og allra verndarvætta góðrar heilsu um að koma og lækna minn sjúka búk fyrir morgundaginn því þá á fían mín afmæli og mig langar svo að færa henni gjöf og koss og ást og hlýju, það er hreint kvalræði að horfa út um gluggann á þennan heiða himinn og brumandi aspir, ég pirra mig á vanþakklátum hundinum sem liggur vælandi á rúðunni og vill komast inn, þetta er dagur fyrir sumarkjól og tásuskó, spennu í hárið og bleikt gloss (í augnablikinu er ég eins langt frá þessari lýsingu og hugsast getur)
miðvikudagur, 9. maí 2007
maskaraklíningur undir augum, hreiður á höfði, bólginn háls með tilheyrandi óbragði í munni, hitagljái í augum (ekki af ástríðuhita)
skreið heim úr vinnunni með beinverki og ofvaxna hálskirtla, tveim voltaren dolo og góðum blundi seinna er heilsan nokkru skárri, þessi sæti kom heim og kyssti mig á ristina og lét sig svo hverfa, skildi mig eftir með barn sem heimtar pönnukökur
fresta prófi eða fara í próf það er spurningin sem brennur á mér þessa dagana, ekki það að ég sé að missa svefn, langt því frá, svona verður maður hrokafullur með aldrinum, mér finnst bara alveg andskoti nóg að skila mínum 130% vinnudegi, koma svo heim og vera elskandi og allt um kring, til staðar fyrir ástsjúka dóttur, svanga maga, athyglissjúkan hund, títtnefnda þvottahrúgu, graðan eiginmann, kyssa á bágt, kyssa á munn, knúsa hund, vera uppbyggileg, muna eftir vítamíninu, lita, lesa, skeina, baða, bursta, elska elska elska, já ástin mín, ég er að koma, mamma skal, ekkert mál, ég elska þig
hefurðu séð veskið mitt
hvenær verður maturinn til
ég pissaði í buxurnar
hvenær kemurðu
geturðu núna komið
viltu lita með mér
ertu að koma
hvar er hleðslutækið
hvar er fjarstýringin
komdu
skreið heim úr vinnunni með beinverki og ofvaxna hálskirtla, tveim voltaren dolo og góðum blundi seinna er heilsan nokkru skárri, þessi sæti kom heim og kyssti mig á ristina og lét sig svo hverfa, skildi mig eftir með barn sem heimtar pönnukökur
fresta prófi eða fara í próf það er spurningin sem brennur á mér þessa dagana, ekki það að ég sé að missa svefn, langt því frá, svona verður maður hrokafullur með aldrinum, mér finnst bara alveg andskoti nóg að skila mínum 130% vinnudegi, koma svo heim og vera elskandi og allt um kring, til staðar fyrir ástsjúka dóttur, svanga maga, athyglissjúkan hund, títtnefnda þvottahrúgu, graðan eiginmann, kyssa á bágt, kyssa á munn, knúsa hund, vera uppbyggileg, muna eftir vítamíninu, lita, lesa, skeina, baða, bursta, elska elska elska, já ástin mín, ég er að koma, mamma skal, ekkert mál, ég elska þig
hefurðu séð veskið mitt
hvenær verður maturinn til
ég pissaði í buxurnar
hvenær kemurðu
geturðu núna komið
viltu lita með mér
ertu að koma
hvar er hleðslutækið
hvar er fjarstýringin
komdu
þriðjudagur, 8. maí 2007
suuuuuuuumar, það kemur það kemur, fyrsti fífillinn er fundinn
dagurinn reyndist geyma í skauti sér öskrandi fjórðu bekkinga, magakveisu og einkar sársaukafulla leit að týndri lykkju, ég læt samt ekki deigan síga og horfi bara í átt að sjóndeildarhringnum, er ekki von á kristi hvað á hverju, sá kunni aldeilis að gera hversdagsleikann spennó, vatn í vín, taktu hlutina í þínar hendur og partýið er hér....
talandi um partý, ég leigði fíneríis mynd, marie antoinette, eftir hana sofiu coppola, slær upp skemmtilegri parodíu með frönsku yfjirstéttinni í byltingunni og þotuliði nútímans, djammi, skósýki og almennu óhófi, myndin sýnir kökudrottninguna samt í óvæntu og öllu samúðarfyllra ljósi en maður á að venjast og kirsten dunst er bara æði eins og sú ágæta leikkona á það annars til að pirra mig, mig langaði næstum því í hvíta hárkollu og lífstykki....annars langar mig í bíó á the lives of others er einhver með? minn ágæti eiginmaður situr hjá, finnst posterið ekki gefa næg fyrirheit um hraða, blóð og hávaða, ég hef reynt að freista hans með tilboði um kelerí á aftasta bekk en ekkert gengur, lýsi því eftir eskorti, popp og kók í mínu boði
mánudagur, 7. maí 2007
athugið athugið húsverk eru ekki fyrir kynþokkafullar konur, ég tek þetta heilræði mjög alvarlega þessa dagana og fylgist bara sallaróleg með nýju lífríki myndast í eldhúsvaskinum, anda að mér pissulyktinni í sófanum (barn plús of mikið sódavatn plús blundur í sófa) og kasta aftur höfðinu og hlæ klingjandi hlátri yfir þvottahrúgunni ahahahahahaha..........I´m too sexy for my laundry...
þá er þessi dagur liðinn, var hægt að búast við öðru, og hverju er ég nær í dag enn í gær, bara ekki nokkrum sköpuðum hlut, var þessi dagur þá til einskis fyrst hann fór ekki í annað en að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi (nægur svefn, passlega mikil vatnsdrykkja, 3 skammtar af grænmeti og 2 af ávöxtum, 7 kossar, 4 faðmlög, allmargar farsælar klósettferðir, nokkur merki um heilbrigða kynhvöt), nei ég held ég gefi þessum degi ágætis einkunn samt ekki í þeirri meiningu að ágætt sé betra en gott, hvað er ég ánægðust með eftir daginn, jú líklega ljúfar samræður við eiginmanninn um undrið sem pissaði í sófann, í stað þess að vola yfir atburðalitlum og alltof hversdagslegum degi í lífi konu sem telur sig eiga ævintýri ein skilið er best að gíra sig upp í spenning og eftirvæntingu yfir morgundeginum, hvað skyldi liggja í leyni handan næturinnar, óvænt heimsókn frá gömlum vini, bréf frá útlöndum eða kannski fyrsti fífillinn
veit það eitt að ég þarf að fara til kvensjúkdómalæknis og flassa píku
sunnudagur, 6. maí 2007
vísitölufjölskyldan skundaði á þingvöll með sól í hjarta og söng á vörum, kúrðum þar í grænni lautu og hámuðum í okkur salat og kex svona í tilefni af megrunarlausa deginum, ég er nú svo hrokafull að ég vil ekki kannast við það að vera í megrun, á ekki einu sinni vigt, tjékka samt reglulega á rassinum í speglinum og finnst hann yfirleitt bara helvíti fínn... en hvað... er ég ekki ein af þessum helsjúku kellingum sem þjást af líkamsþráhyggju á háu stigi fyrst ég er yfir höfuð að spekúlera í spegilmyndinni svo ekki sé minnst á hreyfifíknina...það er nú soldið búið að stilla manni upp við vegg í þessum megrunarmálum, ef maður er í megrun er það slæmt, mjög slæmt, ef maður vill ekki kannast við að vera í megrun trúir því nú bara enginn, það tekur enginn mark á konu sem segist ekki vera í megrun, ef maður kýs að borða hollt frekar en rusl er maður í megrun, konur hugsa nefninlega ekki um heilsuna, þær fara bara í megrun, konur hreyfa sig ekki ánægjunnar vegna, þær hamast bara í leikfimi eins og ringlaðir hamstrar með augun límd á total calories burn töluna, konur horfa ekki í spegil og hugsa: "hæ sæta mig langar að vera þú", þær lesa tískublöð og vilja vera þessi sem lítur út fyrir að geta ekki burstað í sér tennurnar án þess að fá sér línu af spítti fyrst...ég játa mig sigraða það er engin leið að vinna þennan leik
laugardagur, 5. maí 2007
við krían fengum óvænt boð á tónleikana hennar emilíönu með kársnesskórnum og það þurfti nú ekkert að draga okkur á staðinn, það var að sjálfsögðu algjör dásemd á að hlýða, söngvar um vor og ást og úlfa í skóginum og litla sígaunakellingin mín með milljón dollara hálsinn var ægifögur að vanda í sumarkjól og hvítum skóm...mig er verulega farið að vanta sumarfrí, nenni bara alls ekki í vinnuna á mánudaginn og ekki á þriðjudaginn heldur ef því er að skipta, ég er hjartanlega sammála kríunni sem skammast yfir þessu ótrúlega óréttlæti að maður þurfi að fara alla puttana á annarri hendinni í leikskólann en fái bara tvo putta frí heyr heyr kannski maður hefði átt að skella sér í kröfugöngu eftir allt saman
fimmtudagur, 3. maí 2007
mikið óskaplega er grasið í garðinum grænt og alls ekkert fýsilegra hinu megin
og þessi birta sem er bara til þess gerð að fegra hið fallega
og eins og argasti guðlastari sit ég hér inni í tölvunni með hausverk dauðans eftir vinnudag sem var alltof langur og alltof hávaðasamur og markaður af börnum sem útúrvíruð af stressi mættu drekkhlaðinn sælgæti og gosdrykkjum í fáránlega erfitt samræmt próf sem ég hefði sjálfsagt fallið á
þessi sæti bjargar málunum og mætir með spólu og hlýjar hendur ég sníki nokkra kossa og soldið káf
hef alltaf verið sucker fyrir gæjum sem klípa mig í rassinn
og þessi birta sem er bara til þess gerð að fegra hið fallega
og eins og argasti guðlastari sit ég hér inni í tölvunni með hausverk dauðans eftir vinnudag sem var alltof langur og alltof hávaðasamur og markaður af börnum sem útúrvíruð af stressi mættu drekkhlaðinn sælgæti og gosdrykkjum í fáránlega erfitt samræmt próf sem ég hefði sjálfsagt fallið á
þessi sæti bjargar málunum og mætir með spólu og hlýjar hendur ég sníki nokkra kossa og soldið káf
hef alltaf verið sucker fyrir gæjum sem klípa mig í rassinn
þriðjudagur, 1. maí 2007
það er ekki til neytt sem heitir að reyna, bara gera eða gera ekki, allt er háð því að maður taki ákvörðun...
vont þegar maður er ekki í stuði fyrir ákvarðanir eða finnur ekki þá réttu eða bara er ekki viss eða veit ekki alveg eða er bara soldið smeykur eða bara eitthvað...þetta er ljóta helvítis húsmæðrabloggið
langar bara í ást og gott sex
er að pæla í að tæla þennan sæta en þarf að svæfa krakkann fyrst
muna reglu númer eitt: stelpur fara alltaf úr að ofan fyrst
sunnudagur, 29. apríl 2007
ég é ekki krónu og ekkert þvottaefni, haugurinn í þvottahúsinu er svo geigvænlegur að ég óttast að mér muni ekki endast ævin tll að vinna mér inn pening fyrir nægu þvottaefni til að þvo allan þennan þvott, þetta virðist óyfirstíganlegt, er ekki einhver í framboði sem ætlar að útrýma óhreinu tauji...
miðvikudagur, 25. apríl 2007
í dag er ég með hausinn í skýjunum
í dag er ég ekki í stuði fyrir skynsamlegar ákvarðanir
í dag er ég búin að eyða of miklum peningum
í dag er ég búin að slá hlutum á frest
í dag er ég staðráðin í að vera bara slétt sama
í dag er ég ekki til í að segja sjálfri mér að þetta sé ekki nógu gott
í dag finnst mér þetta bara alveg djöfulli gott
í dag er ég glöð
í dag er ég ekki í stuði fyrir skynsamlegar ákvarðanir
í dag er ég búin að eyða of miklum peningum
í dag er ég búin að slá hlutum á frest
í dag er ég staðráðin í að vera bara slétt sama
í dag er ég ekki til í að segja sjálfri mér að þetta sé ekki nógu gott
í dag finnst mér þetta bara alveg djöfulli gott
í dag er ég glöð
miðvikudagur, 18. apríl 2007
sunnudagur, 15. apríl 2007
ég bara get ekki ákveðið hvort ég á að vera ógeðslega dugleg eða ógeðslega löt, það er eins og það komi bara ekkert til greina nema þetta tvennt, að vera framúrskarandi eða fjarverandi (almennt), eyði tímanum í að hlaupa með madonnu í eyrunum (...are you ready to jump, yes i´m ready to jump...) og kossaflens með þessum sæta sem ég vakna hjá
i loved you in the morning
our kisses deep and warm
....
many loved before us
i know that we are not new
in city and in forest
they smiled like me and you
...
i´m not looking for another
as i wander in my time
walk me to the corner
our steps will always rhyme
you know my love goes with you
as your love stays with me
it´s just the way it changes
like the shoreline and the sea
leonard cohen
mig langar að hætta að vinna og gera upp gamalt hús, það yrði hvítur klappmúr á veggjunum og risastórir gluggar í eldhúsinu og alltaf alltaf appelsínugulir túlípanar á eldhúsborðinu
i loved you in the morning
our kisses deep and warm
....
many loved before us
i know that we are not new
in city and in forest
they smiled like me and you
...
i´m not looking for another
as i wander in my time
walk me to the corner
our steps will always rhyme
you know my love goes with you
as your love stays with me
it´s just the way it changes
like the shoreline and the sea
leonard cohen
mig langar að hætta að vinna og gera upp gamalt hús, það yrði hvítur klappmúr á veggjunum og risastórir gluggar í eldhúsinu og alltaf alltaf appelsínugulir túlípanar á eldhúsborðinu
föstudagur, 13. apríl 2007
sunnudagur, 8. apríl 2007
ég er búin með páskaeggið, það var nr.9, ég borðaði það allt ein, líður soldið eins og ég sé með ull utaná tönnunum....
það er fuglasöngur úti í garði og ég þarf að þrífa hundaskítinn á pallinum, annars langar mig bara að vera úti úti úti úti, helst í pollagalla og stígvélum, ég fór útí móa í gær og það er lykt af lynginu þó það sé grátt og dautt
það er fuglasöngur úti í garði og ég þarf að þrífa hundaskítinn á pallinum, annars langar mig bara að vera úti úti úti úti, helst í pollagalla og stígvélum, ég fór útí móa í gær og það er lykt af lynginu þó það sé grátt og dautt
fimmtudagur, 5. apríl 2007
Ég nenni ekki að læra, þríf og ét út í eitt og hleyp eins og vitfyrringur með hundinn þess á milli..........
það er hvítvínsflaska í ískápnum
langar í ævintýri og reyni að sannfæra mig um að það sé hér, búin að skrifa það stórum stöfum á krítartöfluna í eldhúsinu; ævintýrið er hér, trúa því, trúa því, trúa því..........
það er hvítvínsflaska í ískápnum
langar í ævintýri og reyni að sannfæra mig um að það sé hér, búin að skrifa það stórum stöfum á krítartöfluna í eldhúsinu; ævintýrið er hér, trúa því, trúa því, trúa því..........
miðvikudagur, 4. apríl 2007
það kemur bráðum vor, ég finn það á lyktinni og gleðinni í hjartanu mínu, ég fór niður í fjöru í morgun og langaði bara að hlaupa og hlaupa og hlaupa...
við krían fórum í blómaval að kaupa páskaskraut, allt fullt af forljótu drasli sem átti að verða girnilegt með 30% afslætti, við völdum nokkur gul kerti og appelsínugula túlipana...svei mér þá ef það er ekki soldil sól í stofunni
við krían fórum í blómaval að kaupa páskaskraut, allt fullt af forljótu drasli sem átti að verða girnilegt með 30% afslætti, við völdum nokkur gul kerti og appelsínugula túlipana...svei mér þá ef það er ekki soldil sól í stofunni
föstudagur, 30. mars 2007
fimmtudagur, 29. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)