þriðjudagur, 31. ágúst 2010

vesen vesen

ég er gjörsamlega yfirkomin af þrá eftir að vera nemandi (að vera kennari er ekki að gera alveg sömu hluti fyrir mig), er virkilega eitthvað eftirsóknarverðara í þessum heimi en að stunda mastersnám við háskóla íslands (ekki svara þessu, þetta er ömurleg spurning), jú jú ég gæti auðvitað tínt til hluti eins og eilífa sangriadrykkju í barcelona og vinnulaust líf þar sem tíma mínum er hnífjafnt skipt á milli þess að sitja við skriftir og að gera upp eyðibýlið sem ég bý á en maður er nú svona einu sinni að rembast við að sýna veika viðleitni í að vera örlítið raunsær en ekki svona fáránlegur og út úr heiminum eins og manni er eðli sínu samkvæmt tamt að vera, annað öllu jarðbundnara mál flækist fyrir mér þessa dagana án þess að ég eigi á því nokkra lausn en það er að bróðir minn er löngu búinn að eiga ammæli og ég er algjörlega strand með hvað ég eigi að gefa honum í tilefni af því að hafa lifað sitt eigið mataræði af í fjörutíuogeitt ár, að einhverju leyti skrifast hugmyndastífla mína á þá uppgjöf og biturð sem það kallaði yfir mig að eyða miklum tíma og enn meiri peningum í að velja á hann hinar fullkomnu gallabuxur fyrir þrjátíuogníuára ammælið hans en þær hinar sömu buxur eru enn í pokanum með verðmiðanum og búðarlyktinni og allt, sjálfur hefur hann afsakað sig með því að hann hafi...hvað skulum við segja...étið sig frá flíkinni ef svo má að orði komast og því séu það eingöngu efnislegar hindranir sem orsaki það að hann geti ekki klæðst henni en ekki það að hann véfengi smekk minn og tískuvit, mannandskotinn virðist ekki finna fyrir örðu af samviskubiti enda held ég að sjálfur vilji hann meina að ég standi í ævarandi og ógreiðanlegri skuld við hann fyrir að hafa fæðst viku fyrir sex ára ammælið hans og þannig eyðilagt þann merkisviðburð fyrir honum (ef ekki líf hans eins og það leggur sig), þetta gallabuxnamál hefur hálfpartinn eitrað öll okkar samskipti síðustu tvö árin og ég hóta honum reglulega alls konar misfallegum refsingum fyrir kúkalabbaháttinn sem stranda svo alltaf á því að mér þykir ógeðslega vænt um manninn og aumingjast öll upp inní mér þá sjaldan ég hitti hann af því hann er svo fallegur og fyndinn, best að ég baki handa honum brúnköku hið fyrsta, hann er sjúkur í brúnköku sem virðist vera eitthvað litningatengt því börnin hans þjást af því sama, ég hef aldrei vitað fólk sem getur innbyrgt brúnköku í jafn ósiðlegu magni, get ég svo bara ekki sent hann í bíó á þessa mynd með angelinu jolie? ég sendi hann alla vega ekki á þessa stallone mynd, maðurinn minn sagði að hún væri svo léleg að hann hafi næstum fengið niðurgang, það væri nú meiri ammælisgjöfin!

sunnudagur, 29. ágúst 2010

bababadadúdadaaaa......

ó já og við ella fitzgerald þrifum eins og kreisí konur í dag, elskulegur bróðursonurinn gaf mér disk með henni í gær og hann er búinn að vera í spilaranum síðan í hádeginu (það er diskurinn ekki bróðursonurinn), ella og big bandið og allt þetta swing var svo elegant að mér fannst ég næstum þurfa að klæða mig upp við skúringarnar en því miður komst ég aldrei úr náttkjólnum sökum anna, ofboðslegt sem maður getur verið afkastmikill þegar maður vill hafa það þannig

í afneitun

ég hangi í þeirri fjarstæðu að það sé ennþá sumar þó óumdeilanleg sönnunargögn um hið gagnstæða hrannist upp í kringum mig eins og hálfétin lík í ljónagryfju, sumarblómin á pallinum eru nánast öll dauð (ég kenni hundinum um að hafa eyðilagt þau), það er ekkert kósí lengur að ganga um berfættur allan daginn (ég harka af mér með gæsabólur fyrir allan peninginn og reyni að hreyfa mig rosalega hratt), ég kíkti í bæinn í gær og það er hvergi hægt að kaupa neitt nema trefla (ég held mig við bókabúðina), öll blöð og blogg er full af pistlum um haustverk og haustfatnað og haust haust haust eitthvað (ég les bara áströlsk blogg), veikburða rödd innra með mér segir mér að gefast bara upp, sætta mig við ört dofnandi bikinifarið og fara út að safna reyniberjum og finna hvað brakandi svalt loftið sé hressandi og birtan falleg, en ég get það ekki strax, bara get það ekki

föstudagur, 27. ágúst 2010

i got carried away

óskapar slóðaskapur hefur þetta verið síðustu vikur, mér gjörsamlega ofbýður mín eigin leti, hvað gerðist eiginlega? fólk hefur auðvitað gefið sér það að ég væri sest....nei annars segjum lögst (í ömmunærbuxum og frotteslopp), í helgan stein sökum aldurs en það er í alvöru talað allt í lagi með mig, eða alla vega eins mikið í lagi og fólk getur verið þegar það vaknar klukkan sex þrjátíu (og snúsar til sex fjörutíu og fimm) og mætir í kjölfarið á afar háværan og illa loftræstan vinnustað, ég skal ekki segja fólk maður er bara einhvern veginn langt frá sínu próduktívasta þessa dagana, það eina sem ég hef afrekað er að klára að lesa the imperfectionists sem getur ekki einu sinni talist til afreka því það skal hér skjalfest að það er ákaflega fátt ófullkomið við þessa bók, hún er hrein dásemd, ég man ekki hvenær ég las síðast bók með jafn spriklandi mannlegu, fyndnu og vel skrifuðu persónugalleríi, ég er eiginlega hálfdöpur yfir því að vera búin með hana þó bókmennta og kartöflubökufélagið sé ekki síður frábærlega skemmtileg, talandi um bækur, hverjum lánaði ég eiginlega nafnabókina eftir amélie nothomb? ert þú nokkuð með hana? ég finn hana hvergi og líður dáldið eins og hundurinn minn sé týndur, ég er búin að vera að lána út bækur hægri vinstri eins og ofstækisfullur trúboði og ég er bara búin að tapa allri yfirsýn, alla vega væru ábendingar í stóra bókahvarfsmálinu vel þegnar hér í kommentakerfið, vegleg fundarlaun í boði (vel hugsanlega í fljótandi formi)

mynd: nevin hirik

laugardagur, 14. ágúst 2010

truflað, truflað, truflað

gasalega elegant garðpartýið fór aðeins úr böndunum í gær and got totally wasted, einhver mæmaði mjög mikið í bjórflösku, ég datt á fólk, maðurinn minn var með dónalega tilburði með partýsprengjuna fyrir framan foreldra mína og konfettiið sem frussaðist yfir stofuna mína var svo sjúklega flott að ég var að hugsa um að ryksuga ekki stofugólfið fyrr en í vor, hugsanlega hefur þetta haft eitthvað með allt ólöglega áfengið í bollunni að gera og það að husband sá um að blanda, ég gæti samt þurft að gera einhverjar ráðstafanir til að nágrannarnir láti ekki bera okkur út

föstudagur, 13. ágúst 2010

ammæli

ég er svo glöð, elsku yndislegi eiginmaðurinn gaf mér heimsins dásamlegustu ammælisgjafir og fór seint í vinnuna til að geta drukkið með mér morgunkaffið, ég sit bara hérna í eldhúsinu og horfi dáleidd á gæsalampann og bollakökubókina á meðan ég anda að mér lyktinni af ilmkertunum og súkkulaðinu og brosi eins og fífl, ég er að hugsa um að baka eina uppskrift á hverjum laugardegi þangað til ég er búin að baka allar kökurnar í bókinni, hún er ólýsanlega falleg, kannski ég segi bara upp í vinnunni og opni bollakökubakarí, til hamingju með ammælið ruglaða ammælisbarn, þetta er allt að koma hjá þér

fimmtudagur, 12. ágúst 2010

when in doubt go for pink

eftir fyrstu umferð af sólgula litnum á forstofuna erum við husband sammála um að það sé aðeins of mikið strætópartý í gangi þarna frammi og ekki nógu mikið rokk, þar af leiðandi hef ég fengið það verkefni að vera æsti kúnninn sem riðst inní húsasmiðjuna um leið og það opnar til að kaupa öskurbleikasta gólflakkið sem búllan hefur uppá að bjóða, ég hef svo daginn í dag til að mála tvær umferðir á helvítis gólfið og koma upp einhverju fatahengislíki, versla inn og baka brauð, þrífa og taka til í safnhaugnum sem yngra barnið kallar herbergi og finna mér eitthað til að hylja mig með fyrir morgundaginn, hugsanlega þarf ég samt ekki að hafa áhyggjur af neinu af þessu því svo gæti vel farið að ég verði dauð á morgun úr sýkingu sem virðist vera að koma í risavöxnu brunablöðruna sem ég er með á kálfanum og sprakk í nótt mér til mjög svo lítils unaðar, brunablaðra á kálfa?????? spyr fólk auðvitað og hrukkar ennið við að reyna að átta sig á hvernig svoleiðis gerist, var konan kannski að grilla nakin eða svíða burt snýkjudýr sem hafði tekið sér bólfestu í fæti hennar, neineinei, konu sem var afar naumt skömmtuð þolinmæðin er einfaldlega ekki treystandi til að meðhöndla sjóðandi heitt vax og væri betur sett með því að hætta þessu helvítis pjatti og ganga bara í sokkabuxum, ég er ennþá með ör í handakrikanum eftir samskonar slys og ætti kannski að fara að hugsa mig tvisvar um áður en ég fer að líta út eins og einhver sem hefur lifað af veru í afgönsku fangelsi, gleðifréttirnar eru þær að mamma mín kom frá ammríku í gær með eintak af the imperfectionists í farteskinu og ég er að springa úr spenningi eftir að byrja á henni (hoppað á staðnum, klappað saman lófum), en fyrst er það bleika forstofan, all units go go go!

þriðjudagur, 10. ágúst 2010

get a hold of yourself woman!

ég er að reyna að koma mér fyrir í þessu herbergi í huganum, sem svona happy place þið vitið, ég er óstjórnlega pirruð yfir símtali sem ég fékk í gær og þarf nauðsynlega á svona happy place að halda því ég má ekki vera að því að liggja og velta mér uppúr pirringi og ergelsi, ég er búin að bjóða fullt af fólki í mjög elegant ammælisgardenparty á föstudag og verð að koma mér í að klára forstofuna mína sem í augnablikinu er mjög langt frá því að vera eitthvað happy place en hefur góða möguleika á að verða það þegar ég er búin að lakka gólfið sólgult og fjarlægja ljótu skóhilluna sem enginn notar hvort eð er, þetta verður að klárast í dag því á morgun verð ég að búa til pom poms og tapas sem strandar dáldið á því að kokkurinn á flúðum svarar ekki í símann og ég er að verða brjáluð, ekki síður vandasamt verkefni verður að finna mér ammælisdress sem hæfir því að vera orðin dirtyfive and lovin´it og reyna að hemja á mér ört gránandi hausinn, koma svo, anda djúpt, inn með innri frið, út með ergelsi og pirru, anda djúpt, inn með innri frið

sunnudagur, 8. ágúst 2010

þegar fólk er tvístígandi (númer eitt og tíu eru mitt uppáhald)

ég frussaði kaffi yfir tölvuna þegar ég las þetta, þetta er brjálæðislega fyndið

"In her radio show, Dr Laura Schlesinger said that, as an observant Orthodox Jew, homosexuality is an abomination according to Leviticus 18:22. The following response is an open letter to Dr. Laura posted on the Internet. It's funny, as well as informative:

Dear Dr. Laura:

Thank you for doing so much to educate people regarding God's Law. I have learned a great deal from your show, and try to share that knowledge with as many people as I can. When someone tries to defend the homosexual lifestyle, for example, I simply remind them that Leviticus 18:22 clearly states it to be an abomination ... End of debate.

I do need some advice from you, however, regarding some other elements of God's Laws and how to follow them.

1. Leviticus 25:44 states that I may possess slaves, both male and female, provided they are purchased from neighboring nations. A friend of mine claims that this applies to Mexicans, but not Canadians. Can you clarify? Why can't I own Canadians?

2. I would like to sell my daughter into slavery, as sanctioned in Exodus 21:7. In this day and age, what do you think would be a fair price for her?

3. I know that I am allowed no contact with a woman while she is in her period of Menstrual uncleanliness - Lev.15: 19-24. The problem is how do I tell? I have tried asking, but most women take offense.

4. When I burn a bull on the altar as a sacrifice, I know it creates a pleasing odor for the Lord - Lev.1:9. The problem is my neighbors. They claim the odor is not pleasing to them. Should I smite them?

5. I have a neighbor who insists on working on the Sabbath. Exodus 35:2 clearly states he should be put to death. Am I morally obligated to kill him myself, or should I ask the police to do it?

6. A friend of mine feels that even though eating shellfish is an abomination, Lev. 11:10, it is a lesser abomination than homosexuality. I don't agree. Can you settle this? Are there 'degrees' of abomination?

7. Lev. 21:20 states that I may not approach the altar of God if I have a defect in my sight. I have to admit that I wear reading glasses. Does my vision have to be 20/20, or is there some wiggle-room here?

8. Most of my male friends get their hair trimmed, including the hair around their temples, even though this is expressly forbidden by Lev. 19:27. How should they die?

9. I know from Lev. 11:6-8 that touching the skin of a dead pig makes me unclean, but may I still play football if I wear gloves?

10. My uncle has a farm. He violates Lev.19:19 by planting two different crops in the same field, as does his wife by wearing garments made of two different kinds of thread (cotton/polyester blend). He also tends to curse and blaspheme a lot. Is it really necessary that we go to all the trouble of getting the whole town together to stone them? Lev.24:10-16. Couldn't we just burn them to death at a private family affair, like we do with people who sleep with their in-laws? (Lev. 20:14)

I know you have studied these things extensively and thus enjoy considerable expertise in such matters, so I'm confident you can help.

Thank you again for reminding us that God's word is eternal and unchanging.

Your adoring fan,

James M. Kauffman,

Ed.D. Professor Emeritus,

Dept. Of Curriculum, Instruction, and Special Education

University of Virginia

PS (It would be a damn shame if we couldn't own a Canadian)"

föstudagur, 6. ágúst 2010

æstar draumfarir

ég svaf í níu tíma í nótt en samt er ég skítþreytt, mig dreymdi svo mikið að ég held að ég hafi ekki hvílst neitt, fyrst dreymdi mig einhver lifandis ósköp um bókasafn í útlöndum fullt af gömlum tímaritum en svo var ég skyndilega stödd inní ókunnu eldhúsi með (tatada!!!!) nick cave, hann var í azzurro bláum jakkafötum og var að hita kaffi handa mér, hann var að bíða eftir blaðinu af því það átti að birtast umfjöllun um tónleikana hans frá því kvöldið áður og einhverra hluta vegna var hann rosa stressaður, ég var að segja honum að slappa af, þetta hafi verið æðislegt og allir elski hann, hann fór hjá sér og horfði á mig eins og hann langaði að éta mig, þetta var sjúkt æðislegur draumur, hinn draumurinn var ekki eins æðislegur og tengist örugglega því að ég fór svöng að sofa og hef því líklega verið í slæmu blóðsykursfalli í nótt, ég var inní þýsku bakaríi með mömmu minni og langaði svo rosalega í smjördeigshorn með sultu, svo missti ég mig algjörlega í græðginni og keypti súkkulaðibrauð og jarðaberjakökur og guð má vita hvað þangað til mamma fór að benda mér á verðið sem var eitthvað sem maður myndi búast við að sjá á bifreiðum en ekki bakaríiskruðeríi, ég ákvað samt að borga yfirkomin af sætindalöngun, það endaði með því að afgreiðslumaðurinn klippti vísakortið mitt í tætlur og ég gjörsamlega brjálaðist, jós yfir hann fúkyrðum og svívirðingum og hótaði honum alls konar lögfræðiaðgerðum og ég veit ekki hvað og hvað, ég var tryllingslega reið og hagaði mér eins og vistmaður á vitlausraspítala, mest útaf ónýta vísakortinu en líka út af smjörhornunum og sultunni sem mig langaði svo ofboðslega í, ég hálfskammast mín, ég ætla aldrei aftur að sofna svona svöng

fimmtudagur, 5. ágúst 2010

fulla barnfóstran

ég er að passa börn (önnur en mín eigin), ég er fullkomin andstæða supernanny á stöð 2 og leyfi smárössunum að éta nákvæmlega það sem þeim dettur í hug og hanga yfir bubbi byggir út í hið óendanlega, enda steinþegir liðið eins og rotað, á meðan hangi ég tölvunni og drekk hvítvínið sem mágkona mín skyldi eftir í ísskápnum, hún hefði bara átt að vita betur en að skilja mig eftir með börn og brennivín í heilan dag..... þetta er í alvörunni allt dáldið ógeðslegt, ég glími við það vandamál að vita ekki hvað ég eigi að gera við ammælið mitt eftir viku (tillögur vel þegnar), hvað gerir fólk á þrjátíuogfimm ára ammælinu sínu, ég er ekki með aldursmóral og er gersneydd allri hógværð þegar það kemur að ammælisdeginum mínum svo mér finnst algjörlega sjálfsagt að fólk fagni með mér, mest langar mig í garðpartý með pom poms, kokteilum og tapas en veðrið á þessu landi er ekki eitthvað sem maður stólar á þegar stórviðburðir eins og ammælisdagurinn manns er annars vegar, ég er líka að hugsa um að þrítugastaogfimmta æviárið mitt verði árið sem ég lærði hugleiðslu, eitthvað verður maður að gera til að halda sönsum jafnbilaður á geði og maður er, ég sá auglýst ókeypis hugleiðslunámskeið í gær og hugsaði með mér að kannski væri guð að senda mér ammælisgjöf (viggo mortensen var upptekinn, effing bömmer!), ég hef einsett mér að læra eitthvað nýtt á hverju ári og á síðasta ári lærði ég ekkert nýtt og ég var ekkert rosalega hamingjusöm á síðasta ári, ég rifjaði að vísu upp hvernig maður prjónar en það varð bara til þess að ég drapst úr minnimáttarkennd yfir því hvað ég hef lélegar fínhreyfingar, mig hefur alltaf dreymt um að hafa fullkomnar fínhreyfingar og í mínum villtustu draumum dreg ég tvinna í gegnum nálarauga blindandi og teikna fullkominn hring fríhendis á meðan ég horfi í aðra átt, það vantar svo sem ekki að mann dreymi stórt, bara ef maður gæti nú látið sig dreyma svona stórt um eitthvað aðeins prattískara, en þar er ég því miður alveg blönk

mánudagur, 2. ágúst 2010

farsæl lausn í erfiðu máli

með hjálp tryggra fjölskyldumeðlima tókst mér að fara huldu höfði alla helgina á afskekktu heimili herra og frú kokks á flúðum og varð fyrir vikið ekki fyrir neinum verslunarmannahelgaróþægindum sem talandi er um, ef frá er talinn indæli lögreglumaðurinn sem stoppaði mig til að spyrja hvort ég væri nokkuð með kókaín í skottinu (mjög kurteislega) og sú staðreynd að allur ís var uppseldur í samkaup-strax (sem reyndar olli ellabjé ómældri sorg þó haribonammið hafi tekið versta sviðann úr svekkelsinu) get ég ekki sagt að ég hafi orðið vör við þjóðarástandið að neinu ráði og hef því getað einbeitt mér að því nokkuð óáreytt að lesa borða biðja elska, ég er mjög mjög þakklát, þó ég hafi af vítaverðu kæruleysi gleymt twiligt myndunum heima tókst okkur aþí að liggja í svo brjálæðislegri leti að eina samlíkingin sem mér dettur í hug eru nautin sem eru nudduð uppúr viskýi og fá ekki að hreyfa sig til annars en að éta, við láum og lásum og litum ekki upp til annars en að ræða það lítillega hvernig karlmenn fari að því að innbyrgða svo mikið magn af áfengi að þeir ummyndist í þroskahefta górilluapa og hvað ellibjé muni gera þegar hann verður bókstaflega búinn með allar tuttugu neglurnar sínar, miðað við hvað barnið nagar á sér táneglurnar af mikilli ástríðu má ætla að það muni skapast nokkuð tómarúm þegar birgðirnar klárast, ég verð að segja kokkinum á flúðum það til hróss að speisaða kartöflusalatið, sænska borðstofuparýið í garðinum og ólöglegi varðeldurinn voru með því betra sem sést hefur á suðurlandi þó ég verði að viðurkenna að ég var nokkuð uggandi yfir því að við værum að kalla yfir okkur reiði helstu glæpagengja flúðamanna þegar hann dró mosfellska fánann að húni, mig langar líka til að nota þetta tækifæri og þakka honum fyrir að eyða föstudagsnóttinni með manninum mínum í heita pottinum á meðan ég hraut og dreymdi ruglingslegan draum um dalai lama og trópíska ávexti sem reglulega var truflaður af steikingar og bullsjóðandi hljóðunum í geðsjúku næstumþvílifandi dótaeldavélinni hans ellabjé, ég fullvissa þá báða, kokkinn og eiginmann minn, um að ég mun aldrei spyrja hvað raunverulega gerðist þessa nótt (water under the bridge boys), ég ætla svo að lokum að játa það að hafa ekki þrifið mig að nokkru viti yfir helgina og hafa í þokkabót sofið í öllum fötunum í nótt og ég get svo svarið fyrir það að ég lykta eins og.....pulsa!