sunnudagur, 29. júní 2008

ég held ég sé bara næstum því að breytast í kærleiksbjörn í þessari birtu, vakna örugglega núna einhvern morguninn með mynd af sólblómi á mallanum, flassa svo bumbu í tíma og ótíma og sendi glimmerbunu yfir fýlupúka og fólk með engan húmor, passið ykkur bara!!!

föstudagur, 27. júní 2008

bara svona ef þið náðuð þessu ekki

vona að þið séuð búin að kíkja á hana jen á my polaroid blog hér til hliðar, hún tekur alveg guðdómlegar myndir af ristuðu brauði og skóm nú eða svona sólarkjólum fyrir morgungyðjur eins og mig, kaffibollinn á pallinum um níuleytið og moggalestur í morgunsól...ég gæti alveg lifað þessu lífi alltaf,alltaf,alltaf...ég lagði herra mcewan að velli á títtnefndum palli í dag, var alveg búin að kveða upp þann dóm á blaðsíðu 52 að hann hefði bara ekki náð þessu í þetta skiptið, booker eða ekki booker, en þegar ég staðnæmdist við síðasta punktinn varð ég nú bara að kyngja því að helvítis kallinn kann alveg að flétta og droppa hintum án þess að maður átti sig neitt á neinu og svo rennur þetta allt saman í einn kjarna sem kemur manni einhvern veginn alveg við af því bara maður er manneskja, barnið og tíminn hét hún þessi bók og fjallar eitthvað um bernsku að mér finnst, að vera alltaf í vissum skilningi barn eða þrá það í það minnsta, að missa barn í margþættum skilningi, bernskan tapast í tímanum, en tíminn vinnur ekki bug á öllu, til dæmis ekki tilfinningum, getur barnið lifað tímann af, nú eða ástin...talandi um ást, hann nick cave kann sko alveg að syngja um ást sem nær alla leið oní nærbuxur með þessari djúpmyrku rödd sem kemur, ef ekki neðan úr nærbuxum þá þaðan sem hjartað horfir ofaní sálardjúpið, það ætti að vera bannað að vera svona töff og kúl og sexý og gott skáld og með svona röööööööd.............rúnk rúnk rúnk 

vill einhver segja mér hvort það á að vera ú í rúnk þrátt fyrir nk regluna
rúnk....runk....rúnk, held þetta orð gefið skít í stafsetningu


fimmtudagur, 26. júní 2008



inní mér syngur vitleysingur með sigurrós er sko uppáhaldslagið mitt for life, finn svo brjálaða samsömun með þessum titli, ég er alveg ákveðin í að láta mér þykja vænt um minn innri vitleysing, virkilega leyfa honum að blómstra og syngja sem hæst og helst alveg rammfalskt (sem er reyndar óumflýjanlegt í mínu tilfelli), ég held að allt skemmtilegt fólk eigi sinn innri syngjandi vitleysing þó það vilja kannski ekki viðurkenna það, ég á aftur á móti alls ekkert erfitt með að gangast við mínum af öllu hjarta þó hann veki ekki alltaf lukku í línustrikaða veruleikanum (ég þoli ekki línustrikað, kaupi mér alltaf dagbækur með engum línu og lita svo út um allt og skrifa á ská og í hringi og svona), mér og vitleysingnum finnst alla vega ógeð gott að fá okkur kampavín í hádeginu og hoppa um alla stofu og syngja með jónsa "minn besti vinur hverju sem dynur" ...held ég sé kominn með titilinn að sjálfsævisögunni "ég elska þig vitleysingur", mun örugglega seljast í bílförmum!!! 

sunnudagur, 22. júní 2008

þessar voru orðnar nett þreyttar á tilverunni...


en svo kom sólin...


afsakið annars, ég tafðist í sólinni, áttaði mig einhvern veginn á því í gær þar sem ég lá eins og grís á grillteini, löðrandi í sólarvörn og eigin svita, að ég er enn á lífi eftir allt saman, er svona að ná þessari lendingu að bara vera, er að vinna í því að búa mér til möntru, það er mjög vandasamt verkefni enda má ekki nota nein ljót orð og alls, alls ekki neina kaldhæðni og maður þarf að trúa hverju einasta orði, sem gefur að skilja setur þetta konu eins og mér verulegar skorður en ég er samt alveg á því að það sé ekki nóg að hafa bara sólarvörn, þegar maður er hálfgrenjandi yfir opruh winfrey og dr. phil á hlaupabrettinu dag eftir dag þá vantar sko líka sálarvörn, það er svo djöfull þreytandi að vera svona ósamrýmanlegur

maður fær samt helvítis bólur af sólarvörn

þriðjudagur, 10. júní 2008



af hverju bý ég ekki í húsi með stiga, ég er alveg fædd í svona big entrance on the stairway atriði


það má gefa mér svona leirtau í afmælisgjöf, ég mun minna reglulega á þetta fram til 13. ágúst, tók alveg nettan terminator í eldhúsinu í dag


en ég kaupi mér blóm sjálf, maður lærir það fljótt þegar maður á husband sem bara skilur ekki augljósustu vísbendingar

sunnudagur, 8. júní 2008


...litla ungfrú utangátta nýtti skóna sína vel enda mikill göngugarpur þó hún rataði kannski ekki alltaf rétta leið...

...hún villtist oft og illa og endaði iðulega á stöðum sem hún hafði ekkert erindi á, skildi ekki tungumálið og kunni ekki siði innfæddra...

...fyrir vikið fannst henni tilveran alltaf dáldið eins og risateboð þar sem allir þekkja alla en hún þekkti engan og drakk í þokkabót ekki te...



...en litla ungfrú utangátta var ekki bara óratvís með eindæmum heldur var hún líka dáldið vitlaus, einhversstaðar í upphafi allra hluta hélt hún nefninlega að ástin væri áttaviti en allt vel gefið fólk veit að ástin er í besta falli áferðarfögur tálsýn sem virkar illa í praksís enda var hún aldrei prufukeyrð á tilraunstofu og fór aldrei í gegnum neitt gæðaeftirlit...

fimmtudagur, 5. júní 2008

framhaldsmyndasaga um konu sem veit ekki sitt rjúkandi ráð




...litla ungfrú utangátta lagði af stað út í lífið á rauðum skóm...


...hún keypti sér marga skó á leiðinni en langaði alltaf í fleiri og fleiri og fleiri og fleiri og...

miðvikudagur, 4. júní 2008

mig langar svo að vera svona, uberhressa gellan í bikiníinu sem vinnur ekki í ljótri kennslustofu en hefur portúgalska cleaning lady svo hún verður aldrei niðurlekin og hundpirruð af húsverkum og öllu þessu sem gleymdist að hugsa fyrir þegar fyrirbærið kjarnafjölskylda og kvenfrelsi fóru að sofa saman, maður er bara hálf trámatíseraður held ég, fyrst var mínum heitasta heita veitt fyrirsát af 1600 manns á laugardaginn svo enn einu sinni náðu ástir okkar ekki að verða að veruleika, þetta atriði er alveg á replay sko!!! nú svo varð krummamamman að bregða sér í björgunarbúninginn þegar kríuunginn varð undir fjallháum skalaskáp og hefði hæglega getað kramist eins og kókosbolla ef tölvuborð og tvíhöfðar hefðu ekki skorist í leikinn, afrekaði það annars að arka mosfellsdalinn þveran og endilangan með emjandi nemendur í eftirdragi, alla  sem einn sannfærða um að þetta væri einhvers konar æfing í sadisma sem ég hefði sett sérstaklega saman til að refsa þeim fyrir öll skiptin sem þau hafa ekki tekið eftir í tímum hjá mér í vetur, sjálf hlýt ég að hafa uppskorið sólsting eftir þennan huggulega göngutúr því ég át svo gott sem þyngd mína af m&m á kennarastofunni við heimkomuna, kom við á heimili nóbelskáldsins og fann illþyrmilega fyrir einhverju sem líktist helst stelsýki sem hefur nú reyndar ekki gert vart við sig frá því að ég stal kerti í bókabúðinni í engihjalla einhvern tíman löngu áður en ég fékk hár undir hendurnar, ósköp sem karluglan hefur átt smekklega konu því þetta heimili er algjörlega gordjös!!! dásamleg retro húsgögn og fullt, fullt af listaverkum, bókum og persónulegum munum sem var endalaust gaman að virða fyrir sér, keypti loks ammælisgjöf handa la lover í dag, fyrir valinu varð fagurgrænt hengirúm svo hann fái nú örugglega legusár í sumarfríinu, er samt alveg að vinna í því að vera ekki svona ömurlega döll, gengur bara ekki að ganga um illa til höfð og ógeðsleg með hjartað í formalíni eins og eitthvað sem að guð hefur gleymt og muni líklega ekki rifjast upp fyrir honum fyrr en það er orðið um seinan, syngja svo...one love...one heart...let´s get together and feel alright...