mánudagur, 31. mars 2008

á ég það til að þegja fólk í hel, já ætli það ekki, það var þó ekki meiningin að skapa óþægilega þögn heldur hef ég af mjög raunverulegum og algjörlega óviðráðanlegum orsökum ekki getað sett niður staf hér í þessu litla og lítilfjörlega sögubeði, ástæða þess er þríþætt, í fyrsta stað (ég er var að horfa á jón baldvin utaná mannlífi) byrjaði vinna eftir páskafrí í síðustu viku og án þess að maður fari út í að nauðga lýsingarorðum og framkalla hinar ýmsu fimleikaæfingar í orðaleikjum þá var það bara ekkert geðveikt, nú í annan stað stend ég í mjög stífu "slátrum rassgatinu" prógrammi (í alvöru talað það nær ekki nokkurri átt að hrista kotasælu í hverju skrefi, verð að borða meira greip) og í þriðja lagi (smá stílbrot) hef ég ekki óheftan aðgang að þessari tölvu þar sem gæinn í sófanum er að bugast af ábyrgðarkennd gagnvart mæspeis vinunum (djelös???? ég!!! aldrei!!!), nú jæja annars er hér flest í sömu skorðum og áður en ég lagðist í þagnarbindindi, mig dreymir enn um að gerast dagdrykkjumanneskja, ég er ennþá skotin í viggo og ég get ekki enn ákveðið hvurn andskotann ég á að gera við þetta líf mitt

þessi skrif voru óvænt rofin af rafmagnsleysi

en nú magnast spennan því framundan er tryllingslegt stelpustuð í sumarbústað, dansað á nærbuxunum og búsað út í móa, jeeee beibí jeeeee

annars hef ég ákveðið að þegja þessa kreppu í hel, keypti mér miða á dylan og hver veit nema mann fari að vanta eins og eitt skópar frá ónefndum spánskum skóframleiðanda, fock the system fólk, kreppa er bara hugarástand!!!

mánudagur, 24. mars 2008



gleðilega páska elskurnar

sunnudagur, 16. mars 2008

þá er búið að reka púkann úr unglingum með þrautreyndum fermingarsiðum og fyrirbænum, át yfir mig af tapas í eigi veislu og kyssti fullt af fólki sem ég þekki ekki neitt, krakkarassgatið fékk útborguð mánaðlaun mín í gjöf og auk þess allt það sem til þarf til að geta flutt að heiman og stofnað heimili, man þá tíð þegar maður fékk ljóðasafn steins steinars og góðan penna í fermingargjöf, svo sem ekki verra veganesti út í lífið en plasmasjónvarp og fartalva eða hvað finnst ykkur?

fimmtudagur, 6. mars 2008

fyrsti vinnudagur eftir veikindi var tekin út með hausverk á áður óþekktu kalíberi, skellti smá læknadópi í mig með slettu af sykri, bætti helling af kaffi við og þá var þetta komið og ég gat drifið mig í leikfimivinnuna, þóttist svo vera geðveikt hressi leikfimikennarinn, alveg brosandi hringinn og ekkert nema hreystin og stuðið, verður ekki frá mér tekið að ég get verið drullugóð í að blöffa, algjör blöffdrottning sko, en hvar er stuðið spyr ég, ég er greinilega umkringd af þessum þöglu sterku týpum, allir bara í róbótafíling í vinnunni og svo beint í bónus eða hvað, það er allavega engin að búa til partý úr fimmtudögum og bjóða mér, það er nokkuð ljóst, spurning hvort einhver taki að sér að telja inní helgina fyrir mig, helst í soldið djúsí latínótakti, vantar eitthvað sensúalítet í mig, er bara ógeð loðin undir höndunum og svona, ojjj, er annars að stefna á bíó um helgina, ætli maður verði ekki að sjá hann þarna "fer á kostum á sjö ára fresti og allir míga í sig af hrifningu-day lewis" þrátt fyrir að þetta mannhelvíti hafi ítrekað eyðilagt ýmsar opinberar uppákomur fyrir ónefndum aðila sem stendur hjarta mínu mjög nærri, hann gerðist nú hreinlega svo kræfur nýverið að hnupla litla, berrassaða, gyllta kallinum af elskunni minni í beinni sjónvarpsútsendingu (sem ég gerði tilraun til að horfa á ruglaða), enn eitt dæmið um rán um hábjartan dag!!! það er alveg ljóst að kynþokkafullir listamenn geta allt eins unnið í söluturni í miðbæ reykjavíkur!!!

mánudagur, 3. mars 2008

þrátt fyrir hörmungar hausverk og hálsbólgu tókst uppvaskinu að tæla mig aftur, ég verð að læra að standa með sjálfri mér og segja nei, reyndi að finna fyrir samviskubiti þegar ég komst ekki í vinnuna í morgun en var bjargað af mogganum og mjög stórum kaffibolla, mig langar ekki að gera neitt þessa dagana nema horfa á bíómyndir, fór á into the wild um daginn og fékk samkenndarkast af verstu gerð, engar áhyggjur samt ég er ekkert að fara að flytja til alaska að drepa elgi eða neitt svoleiðis, er mest sjúk í að komast í nám í grafískri hönnun, mig langar svo mig langar svo, er hægt að vera 32 ára og svo tilvistarlega áttavilltur að maður finni varla eigið rassgat þrátt fyrir ítrekaða leit, ég fékk 185.000 krónur útborgað, váááááááá....í hvað á ég að eyða þessu öllu, hmmmm látum okkur sjá ég held ég borgi reikninga og svo fer ég þrisvar í bónus fyrir restina, hvar er þarna frúin í hamborg þegar mann vantar hana, ég myndi kaupa mér rauð camper stígvél og bleikan kjól, segja ókei þegar viggo biði mér út að borða og ég held nú síður ef þú spyrðir hvort það sé gaman að vera kennari