mánudagur, 29. október 2007

þeim sem ekki fær standpínu af því horfa á þennan trailer er ekki viðbjargandi, sjitt sjitt sjitt, ég er sveitt, það gera húsmæðrahormónarnir...i want to be your housewife... búin að þrífa eins og berserkur í allan dag svo hér stirnir á alla hluti nema fyrrnefnda húsmóður sem skartar ekkert sérstaklega smart lúkki í dag, svona jogging fílingur í minni, eins gott að viggo banki ekki uppá, maður veit nú aldrei sko

laugardagur, 27. október 2007

ég elska laugardaga, vakna um níuleitið og seilast eftir mogganum, hangsa yfir lesbókinni og ofvöxnum kaffibolla og fara svo í extra langan göngutúr í fjörunni með glaðasta hund í heimi, eyða restinni af deginum í kríuknús og heimsókn á bókasafnið, sötra hvítvín og elda pizzu til að háma í sig yfir góðri mynd, eins og krían þreytist ekki á að benda mér á þá á lífið að vera svona, ekki alltaf að fara í vinnu og leikskóla og leikfimivinnu og svoleiðis rugl, jamm það er ekki laust við að krían hafi rétt fyrir sér í þessu máli sem og svo mörgum öðrum, hver ætlar til dæmis að mótmæla því að allar stelpur ættu að breytast í hafmeyjur með glimmersporð í sundi!!!

að vandlega athuguðu máli með tilheyrandi andvökum held ég að ég þori að segja að þetta sé allt á uppleið, abbababb ekkert að gera öldu strax ég er ekki að lofa neinu en þó...jú þetta er svona að koma

í sjónvarpinu er grindhoruð kona að elda smjör og olíu með pasta, það borgar sig greinilega að slá atkins kúrnum og low-carb lífstíl saman í eitt...nema blessuð konan æli þessu öllu, það er víst skratti effektívur kúr líka og vinsæll eftir því

miðvikudagur, 24. október 2007

svona eldar maður gómsætan svínapottrétt með indversku ívafi þegar maður á ekki rass í bala í ískápnum og enn minna í buddunni:

svínagúllas steikt með hvítlauk, chilli, engifer, kóríander og karrý

1 lime kreist útí og hýðið látið í heilu lagi útí
gróft skorinn púrrulaukur látinn malla með
einni dós af kókosmjólk hellt yfir

1tsk rifsberjasulta
möndluflögur
smátt skornar döðlur
bætt í undir það síðasta

borið fram með ristuðum sveppum og ferskri papriku

...djöfuls snilld



æ sjitt ég er að tárast yfir bráðavaktinni aftur
mig dreymir um eina alveldissál
um anda sem gjörir steina að brauði
....

þitt hjarta bar frið það var heilög örk
þín hönd var svöl og mín kné sig beygja
fótsár af ævinnar eyðimörk
einn unaðsblett fann ég til þess að deyja
volduga mjúkhenta líkn míns lífs
hve ljúft var í skaut þitt ennið að hneigja
mín sál á ei málið en varir míns vífs
vilja þær orð mér til frelsis segja

eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar
þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð í nærveru sálar
svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast
við biturt andsvar gefið án saka
hver iðrar margt líf eitt augnakast
sem aldrei verður tekið til baka

einar ben

mánudagur, 22. október 2007

átti dag dauðans í keiluhöllinni með trítilóðum sjöundu bekkingum, allir mígblautir eftir slagveðrið og úttroðnir af sælgæti, hefur þú prófað að fara með 57 börn í stætó og keilu, mæli ekki með því fyrir neinn, varð að leggjast undir sæng í hlýja holu og þamba stóran kaffibolla þegar ég kom heim, það virkaði ekki einu sinni almennilega svo það er að renna í baðið, ætla að steikja fisk og reyna að haga mér eins og húsmóðir en ekki yfirtjúnuð útivinnandi kelling á rangri hillu í lífinu með kvíðaraskanir og krónískan hausverk, er einhver með lífshamingjumanúalinn minn, ég bara finn hann hvergi!!!

laugardagur, 20. október 2007



hurðu fía ástin mín, þetta erum sko við með freyðivínið í feitu chilli
meira svona takk

fimmtudagur, 18. október 2007


ég er leið á að vera kennari, finnst ég líka bara frekar lélegur kennari þessa dagana, ég er líka leið á að vera nemandi, ég er líka afspyrnu lélegur nemandi núna, nú svo er ég glötuð eiginkona og móðir, aldrei heima og alltaf þreytt og illa tilhöfð, oj pant ekki sofa hjá mér, hmmm látum okkur sjá, hvað fleira...ó já ég er hörmulegur leikfimikennari með helvítis brákað rifbein sem neitar að gróa, fyrir vikið er ég líka alveg að verða feitur leikfimikennari, sem sagt almennt allt í rassgati, enginn söngur, vín eða gleði, bara óþolandi helvítis óþolandi leiðindi....neikvæðni hvað!!!

sunnudagur, 7. október 2007




maðurinn minn lét einhvern franskan perra á mæspeis fiffa þessa mynd af mér... mér hefur aldrei fundist ég hafa hattitude

fariði á sigurrós heima þó það væri ekki nema bara til að heyra þá spila lokalagið af (), ég þurfti að beita mig hörðu til að stökkva ekki upp úr sætinu og slamma, fariðið líka út í næstu plötubúð til að virða fyrir ykkur coverið á nýja springsteen disknum, hvað í andskotanum er þetta með þennan gæja, fimmtíu og fokking átta og algjör sexý bastard, keypti mér fullt af tónlist í gær, meðal annars dylan pakkann sem var að koma út, mmmmm bölvaður krullhausinn veit sko hvað hann syngur, mig langar í skó og nýtt rifbein, er að fara í vax og makeover til systu bestu...i need to feel beautiful, mig vantar launahækkun núúúúúúna...hahahahahah jájá það var þetta með kaldan dag í helvíti, jamm í fréttum var þetta helst og svo elska ég þennan sæta sem er svo góð lykt af



muniðið þetta með góða nekt og slæma nekt, þetta er góð nekt

fimmtudagur, 4. október 2007

þriðjudagur, 2. október 2007

ég er í alveg geðveikulegu andófskasti, vil bara vera á móti öllu, eiginlega bara til að vera á móti, ég er mjög mikið á móti of mikilli vinnu og mikilli mengun, og dónaskap, og skítlegu tali um kennara, en alveg sérstaklega á móti hundslund og hóphegðun peningadýrkandi íslendinga, ég er líka á móti stjórnmálamönnum sem monta sig af 100 milljarða rest af fjárlögum sem þeir eiga bara eftir að eyða í ranga hluti og rangt fólk, þoli ekki fjármálaráðherra, hann er sjarmalausasta mannlufsa í heimi, enginn nema mörður árna getur keppt við hann í sjarmaleysi, er að hugsa um að mæta í vinnuna á morgun með mitt laskaða rifbein, er orðin nett þreytt á að hreyfa mig eins og eldri borgari, svo langar mig á kvikmyndahátíð á 11th hour, umhverfishryllingurinn útlistaður mjög konsentrerað, þarf að senda bróður minn á þessa mynd, hann á jeppa dauðans, ó og ég er líka á móti bæjarstjórninni minni sem finnst hún vera að þjónusta bæjarbúa alveg svakalega með því að bjóða upp á grænar tunnur og rukkar svo fólk um 1000 kall á mánuði fyrir, og hér í bæ borgar fólk sko hæstu fasteignagjöld í heimi skiljiði, ég flokka bara mitt rusl og fer með það sjálf í sorpu, eitt samt sem ég er ekki á móti, það eru eiginmenn sem baka döðlusúkkulaðikökur, já já hann er ekki bara sætur að utan þessi elska

mánudagur, 1. október 2007




sko þetta er ég þegar ég er búin með þennan ljót skóla, maður er kannski nett að sjá þetta í hyllingum en samt....
kíkti inná námsvef fjarnema í kennsluréttindum svona rétt til að tjékka á öllum verkefnunum sem ég á eftir að skila, algjört sjálfsmorð sko, ef ég klára þetta helvíti um jólin ætla ég á fyllirí í mjög víðri merkingu, gleðifyllirí og eyðslufyllirí og kampavínsfyllerí og helst hlaupa bara um í tryllingslegu act out kasti öskrandi og allsber og lofa lofa lofa mér að gera aldrei aftur eitthvað svona ógeðslega leiðinlegt og gleðidrepandi og bara fokking useless!!!!! fáum okkur meira kaffi!!!