laugardagur, 29. september 2007

lenti í miður smart atviki í fyrrinótt, vaknaði upp við skelfingaróp í dótturinni og rauk framúr í ofboði til reka á brott risa, drauga, blóðsugur og aðra óvætti sem sækja gjarnan á litlar kríur sem sofa einar, maður ætti að flýta sér hægt þegar maður er hálfsofandi, annars getur maður nefninlega flogið á hausinn og hlúnkast með síðuna á næsta húsgagn og brákað rifbein (þetta er sérstaklega hallærislegt þegar maður er allsber, hafi þið heyrt um góða nekt og slæma nekt, þetta var deffenetlí slæm nekt), eins og gefur að skilja er brákað rifbein vægast sagt horn í síðu spriklsjúkra (það er meira að segja vont að anda), helst af öllu myndi ég vilja að guð tæki þetta fjandans rif og föndraði úr því eitthvað skemmtilegt til að gleðja mína svekktu sál, eins og til dæmis túlípana sem deyja aldrei, fimm auka klukkutíma í sólarhringinn eða súkkulaði með engum hitaeiningum

fimmtudagur, 27. september 2007

lýsi eftir framtakssömum og harðduglegum einstaklingi til að éta (í bókstaflegri eða myndhverfðri merkingu)verkefnabúnkann á borðinum mínu, æskilegt er að viðkomandi hafi nákvæmlega ekkert annað að gera því þetta mun taka tíma!!!, áfengi og músík í boði hússins, áhugasamir gefi sig fram við þessa dökkhærðu í discósokkabuxunum sem allra fyrst

þriðjudagur, 25. september 2007


þrái svona skipulagða óreiðu, núna er bara óreiða

þriðjudagur, 18. september 2007

af þriðjudegi að vera var þessi bara nokkuð góður, þriðjudagur er klárlega næstversti dagur vikunnar en bjartsýnisstelpan mín með ljósið í augunum og krullóttan geislabaug benti mér einu sinni á að á þriðjudegi er gott að hugsa með sér... í gær var mánudagur en á morgun er vikan hálfnuð...reyndar gat leiðin ekki legið annað en uppá við eftir andlega brotlendingu gærdagsins, ég hugsa að það taki mig nokkra daga að þrífa blóðsletturnar af veggjunum, hélt bara að þessi ljóti púki vonleysis, depurðar og sjálfsefa væri í fasta svefni langt niðri í maga á mér en lætin í honum voru slík að ég lagðist örmagna uppí eldsnemma, höfuðverkurinn eins og ég hefði setið á sementshristara alla helgina og ekki nokkur ljóstýra í augsýn, til að bæta gráu ofaná svart ákvað dóttirin að örkumla mitt ofvaxna móðurhjarta með því að leika eftir atriði úr exorcist og öskra eins og umskiptingur við öll mín afskipti, en stundum bregðast krosstré ekki sem önnur tré og elskulegur eiginmaðurinn efndi hjúskaparheitið um að "elska hana og styðja" og henti í fituríkan kvöldmat og sjænaði svínastíuna soldið, það er fínt að vera giftur...sérstaklega vel giftur sem ég hallast bara að, svei mér þá, að ég sé

"pabbi þú verður að hætta að vera svona mikið í tölvunni, þú gætir þurft að fá gleraugu...en það væri allt í lagi, mamma elskar þig samt....og líka ég"

mánudagur, 17. september 2007

kristur er dauður, karl marx er dauður og mér líður heldur ekkert alltof vel

sunnudagur, 16. september 2007




mamma sérðu myndina sem ég var að teikna af okkur

nei vá en flott mynd er þetta ég

já þú ert með sporð, við erum hafmeyjur

ó æði en hvað er þetta fyrir ofan höfuðið á mér

æ þú ert sko eins og engill

já geislabaugur, fallegt, en hvað er þetta á enninu mínu

hveiti, þú varst að baka (bendir á köku) en þú mátt líka hafa þetta fyrir punkt eins og á indverskum

frábært en eru svona mörg hjörtu á milli okkar

já af því við erum þú veist bestu vinkonur (litlar hendur um háls og mamma knúsuð og kysst)

en hvaða kassar eru þetta á maganum mínum

vöðvarnir af því þú gerir svo mikið æfingar

ó auðvitað en eru þetta líka kassar á þínum maga

nei þetta er tattú eins og á pabba

laugardagur, 15. september 2007




kannski verð ég einhvern tímann svona létt á mér aftur, teygi mig í guð og finn næstum því vísifingurinn minn við hans eins og adam í sixtínsku kapellunni og hann fyllir æðarnar mínar af ljósi sem safnast allt fyrir í rófubeininu og streymir upp hryggsúluna og beint út um hnakkann og upp til himna aftur og þá veit ég fyrir víst að ég er barnið hans og lífið mitt er lítill hlekkur í eilífri kærleikshringrás og það er fallegt, lífið er fallegt en heimurinn er ljótur, lífið er ást og litir og form og lykt og höndin þín í minni og polly að syngja "so the devil sings higher, oh just look at what you´re doing, he´s joined by a choir of doctors and satesmen who plan their sorry lives to the last days end, but look at all the happy things that happen by accident"

í gær benti skörp kona mér á að ástin sigri ekki allt en ýmislegt sigri ástina, ég er búin að hugleiða þessa línu og hef komist að þeirri niðurstöðu að ég sé of ung til að vera kaldhæðin, verð að gera hjartað mitt að þéttofnum kærleikshnykkli og sauma út litskrúðuga mynd á skjannhvítum fleti eins og mamma gerði og hengdi upp í eldhúsinu í rauðahjallanum og aldrei síðan hef ég séð neitt eins vel straujað

vaknaði með höfuðverk og þreytudoða í kroppnum, reyndi að hreinsa út stress og leiða með nákvæmlega tólf tárum sem við ástin mín skiptum bróðurlega á milli okkar, hann kyngdi sínum strax en ég sparaði mín og lét þau þorna á húðinni fram að hádegi, fór í vinnuna og hlustaði á draugana skella hurðum, með hjartað á yfirsnúningi spilaði ég polly í botni til að róa þá "but you don´t really care for music do you"

ef ég píri augun nógu lengi sé ég næstum því lífið sem ég ætla einhvern tímann að eiga og allar bækurnar sem ég ætla að lesa og allan fiskinn sem ég ætla að elda og já svei mér þá ef hún er ekki þarna konan sem ég ætla að vera... með ljósið uppúr hnakkanum og fæturna fimm sentimetra frá jörðu

föstudagur, 14. september 2007



er þetta ekki hin fullkomna hliðstæða?

fimmtudagur, 13. september 2007



á dagskrá er að berjast fyrir að fá gúrmeikaffivél á kennarastofuna, svona apparat sem malar baunir og allt, ég fæ mig alls ekki til að drekka sullið sem núverandi kaffivél framleiðir enda bragðast það ekki bara illa heldur er það líka komið frá einhverjum stórglæpamönnum eins og nestlé sem arðrænir kaffibændur í kólumbíu til að búa til rusl sem glórulausir íslendingar kaupa í kílóavís í bónus og telja sig vera að gera góð kaup, væri búin að skella mér í bíó ef visakortið væri ekki lokað og vasarnir galtómir, þetta er næstum spurning um að kaupa sér súlu og starta bissness en ég hef bara ekki tíma, glími annars við það vandræðalega mál að nemandi er skotinn í mér, verð að hætta að halla mér fram á borðið með rassinn út í loftið, maður heyrir hreinlega hormónana frussast út um alla kennslustofu, langar bara ekkert til að vera rúnkfantasía níundabekkings (sjitt hvar er rúllukragapeysan), þarf maður annars ekki að kíkja á bókmenntahátíð svona til að standa undir nafni, og á riff seinna í mánuðinum, nú svo er airwaves í október og þá er bara komið vetrarfrí, nóvember þarf svo að tækla með hárréttri blöndu af vinnugeðveiki og manískri gleði og þá eru bara komin jól, plan fyrir janúar og febrúar er ekki klárt en mig grunar að áfengi verði þar frekar dóminerandi þáttur

sunnudagur, 9. september 2007

það er alveg að hellast yfir mig djúpt þunglyndi yfir komandi vetri, í vinnslu er aðgerðaáætlun um hvernig megi lifa af fram að jólum, nánar uppfært síðar

laugardagur, 8. september 2007

æ vitiði ég er bara ekki í stuði fyrir þetta......hvar er músuhelvítið

þriðjudagur, 4. september 2007



finnst ykkur þetta vera svona snípsmyndlíking?
ég ætla að byrja þennan dag á klappi á öxlina og sjá hvert það leiðir

mánudagur, 3. september 2007

fór í skólann í dag að þykjast vera margbrotinn og djúpt þennkjandi háskólastúdent, vó róa sig í ruglinu sko, fékk forláta fótsnyrtingarapparat í afmælisgjöf frá mömmu minni, hef ég minnst á að ég er með alveg merkilega ljótar tær, nánast afmyndaðar, annars lít ég soldið almennt út eins og fíkniefnaneytandi á vondum niðurtúr þessa dagana, líður soldið þannig líka, alveg lafmóð af stressi og föst í krampakenndum hugsunum um allt sem ég á eftir að gera, var að hugsa um það í dag hvað í andskotanum ég sé að spá, af hverju er ég ekki bara í einhverju dútldjobbi og heima að hugsa um litlu kellinguna mína, marinera eitthvað frá morgni til kvölds og er svo alveg spriklandi gröð um tíuleytið og sofna í örmum elskhugans í staðinn fyrir að lognast út af við að svæfa myrkfælna kríu

"mamma þú ert alltaf að fara, mamma þegar þú ert í burtu er ég alltaf að þefa af koddanum þínum svo ég finni lyktina þína"

konufáráður þú er grillsteik dauðans!!!

"girl you got know when your only wet because of the rain"

...og nóg rignir maður...